Alþýðublaðið - 27.11.1930, Blaðsíða 3
nABÞ«ÐDB&AÐIÐ
■ Nýjar fjrrsta flokks Virgioia cigarettnr. ■
I Three Bells |
= 20 stk. pakklnn kostar kp. 1.25. — Búnar til s
= tajð British American Tobaeeo Co, London.
1 Fást i heildsSln hjá s M
1 Tóbaksverlz. íslands h.f. I
Einkasalar á tslandi :
lllllllllllilllHHIilllllHnilBBIIHinlHHIIIIHMIIHÍIHIlKlilBllimiimiiirBlllllllilllilllHIIHIIHIIIillilinilliHliBlS
þess að taka upp samkeppni við
Thor Jensen og Mjólkurfélag
Reykjavíkur. Hinir síðartölchi að-
iljar hafa hér fjölda mjólkurbúða
og útsölustaða og fasta viðskifta-
menn, og eru auk þess miklu
fésterkari en mjólkurbúin, sem
eiga við ýmsa byrjunarörðugleika
að stríða. Afleiðingin hefir því
orðið sú, að svo má heita, að
Mjólkurfélagið og Thor Jensen
sitji enn að. mestu að mjólkur-
markaðmun hér og ráði veröinu.
Að eins þann tíma árs, að haust-
inu, sem lítið er um mjólk, geta
mjólkurbúin selt nokkuð verulegt
af sinni mjólk til bæjarins, en
einmitt þá er líka minst um
mjólk þar eystra.
Ráðið til þess að lækka útsölu-
verð mjólkur í Reykjavík og jafn-
framt 'hækka meðalverð það, sem
bændur eystra.fá fyrir sína mjólk,
er, að opna Reykjavikurmarkað-
inn fyrir mjólk þeirra. Yrði að
þessu tvöfaldUr hagur fyrir bænd-
urna, því að af lækkun mjólkur-
verðsins myndi óðara leiða stór-
jnikla aukningu í mjólkurnotkun
og mjólkursölu til bæjarins.
Enginn minsti vafi er á því,
að mjólkurbúunum eystra væri
stórmikill hagur að þvi að selja
mjólk sína komna hingað til
Reykjavikur fyxir t. d. 28 aura
ilitra í heiidsölu, ef þeir jafnframt
gætu trygt sér hér sölu á t. d.
3000—3500 lítrum til uppjafnaðar
á dag árið um í kring. Og með
sæmilegu skipulagi á sölunni
mætti þá auðveldlega lækka út-
söluverðið niður í 34—35 aura
og jafnframt koma við fullkomnu'
heilbrigðiseftiTliti og rannsókn á
gæðum mjólkurinnar.
Auðvitað yrði þe'tta til þess, að
Thor Jensen og meðlimir Mjólk-
urfélagsins gætu ekki fengið jafn-
hátt verð fyrir sína mjólk eins og
þeir nú fá. Þeir yrðu að sætta
sig við sama heildsöluverð og
mjólkurbúin eystra. En aðstaða
þeirra yrði alt um það betri en
bændanna eystra vegna minni
flutningskostnaðar. Og engin á-
stæða er til þess fyrir Reykvik-
inga að kaupa af Thor Jensen og
stórbændum hér í grend dýrari
mjólk en fáanleg er annars stað-
ar, énda ættu þeir ekki að æskja
þess að vera eins konar gustuka-
menn Reykvíkinga.
Bændur eystra treysta sér ekki
til að vinna sér hér markað með
þvi að taka upp samkeppni við
Th. J. og M. R. og lækka útsölu-
verðið. Miklir erfiðleikar eru og
á því að stofna svo fjölment og
öflugt mjólkurneytendafélag hér
í bænum, að það geti verulega
bætt sölufyrirkomulagið og lækk-
að verðið.
Það er sameiginlegt hagsmuna-
mál allra Reykvíkinga, að mjólk-
urverðið lækki.
Þess vegna er eðlilegasta og
sjálísagðasta leiðin sú, að bærinn
tairi alla mjólkursöluna í sínar
hendur, setji upp um 20 mjólk-
urbúðir og kaupi mjólkina af
bændum og félögum þeirra,
komna hingað til bæjarins, fyrir
ákveðið heildsöluverð.
Engin fyrirstaða ætti að-vera á
því hjá „Framsókn" á alþingi,
að veita bænum heimiid til þess
að taka í sínar hendur einkasölu
á mjólk. Einmitt með þvi er
bændum eystra, sem „Framsókn"
segist bera svo mjög fyrir brjósti,
gerð hin mesta hagsbót, jafnframt
því, sem bæjarbúum er tryggð ó-
dýrari mjólk og öruggara heil-
brigðiseftirlit, en nú er hægt að
koma við.
Hin „frjálsa verzlun" með
mjólkina er nú komin á hið
„hærra þróunarstig", eins og Guð-
mundur Jóhannsson myndi orða
það. Samkeppni er sem sé engin
um verðið, heldur að eins um
hitt, að fjölga búðunum og auka
sölukostnaðinn.
Fjórir stærstu mjólkursalarnir:
Mjólkurfélag Reykjavfkur, Thor
Jensen og Mjólkurbúin bæði
eystra, hafa sameiginlega kosið
nefnd til þess að ákveða útsölu-
verð mjólkur hér í bænum. Þessi
verðlagsnefnd ræður þvi, hvaði
Reykvíkingar eru látnir borga
fyrir mjólkina. Og Mjólkurfélagið
og Thor Jensen geta vegna að-
stöðu sinnar ráðið öllu um á-
kvarðanir nefndarinnar, meðan
mjólkurbúin ekki treystast að
taka upp samkeppni við þau.
Reykvíkingar eru þar ekki að
spurðir, fremur en þeim komi
mjólkurverðið ekkert við. Þeim
er ætlað að hlýða valdboði nefnd-
arinnar — og borga.
Finst ekki bæjarstjórn kominn
timi til að taka í taumana og
létta af Reykvíkingum skatti til
Thor Jensen og Mjólkurfélagsins,
sem nemur um V2 milljón króna
eða því nær jafn miklu og öll
fátækraframfærsla bæjarins ?
Barn deyr af slysi.
Akureyri, FB., 26. nóv.
Tveggja ára gamall drengur,
sonur Freymóðs Jóhannssonar
málara, datt út um glugga á ann-
ari hæð i gær, og slasaðist svo,
að hann dó tveimur stundum sið-"
ar.
Naðnr deyr af slysL
(Samkvæmt símfregn.)
Karl Árdal á Akureyri, dóttur-
sonur Páls heitins Árdals skálds,
er nýdáinn af slysförum. Lifði
hann í sólarhring eftir að slysið
varð.
Blaðið hefir ekki enn fengið
fregnir um, hvemig slysið vildl
til.
Isfisksala. „Þorgeir skorargeir"
seldi afla sinn í gæjr í Bretlandi,
400 „kitt“, fyrir 733 sterlingspund.
Einnig hefir „Andri“ selt afla
sinn, en ófrétt um verðið.
Vestan af Snæfellsnesi.
Eftir Árna Ágústsson.
. (Frh.)
Fundurinn i Ólafsvik.
Á fundinum, sem haldinn var í
Ólafsvik meðan ég dvaldi þar,
mætti af hálfu íhaldsins maður
með ósviknar íhaldsgáfur. Var
það Eliníus Jónsson kaupfélags-
stjóri, maður við aklur og for-
maður „æskulýðs“-félags Ihalds-
flokksms þar. Var fyrri hluti
ræðu hans innihaldslaust sjálfs-
hól, þar sem hann mældst til
þess við fundaxmenn, að þeir
leyfðu honum að vera framvegis
foringi ólafsvilringa í landsmál-
um. Síðan lýsti Eliníus yfir því,
að hann ætlaði að iesa upp
stefnuskrá „Sjáifstæðis“-flokksins,
og krafðist þess um leið af mér,
að ég kæmi ednnig með stefnu-
skrá Alþýðuflokksins. í byrjun
fundarins lýsti ég stefnu jafnað-
armanna í öllum stærri málum,
sem nú eru á dagskrá hjá þjóð-
inni og kaupfélagsstjóranum til
frekari fullnægingar í þvi efni
las ég upp orðrétt nokkur helztu
atriðin á stefnuskrá Alþýðu-
flokksiins. Þá stóð Eliníus upp og
bjuggust fundannenn við því, aö
hann læsi upp stefnuskrá „Sjálf-
stæðis“-flokksins, en í stað henn-
ar las hann upp lög „&skulýðs“-
félags íhaldsins í Ólafsvík. Var
þá fundarmönnum skemt. Að
loknum upplestri félagslaganna
dró ihaldsmaðurinn upp úr vasa
sínum rifið og saurugt blað, sem
hann kvaðst hafa fundið nýlega
í fórum sínum. Á blaðsnepli þess-
um var upploginn óhróður um
ástandið í Rússlandi, en ekki
vissi ræðumaður hvað blað þetta
héti. En síðar á fundinum upp-
lýstíst það, að blaðið var „Fram-
tíðin“, sem Jóhannes Birkiland er
riitstjóri að. Þótti flestum það
svipað og að faTa i geitarhús að
ieita sér ullar að leita sér sannra
upplýsinga um Rússland hjá í-
haldsritstjórum á borð við Jó-
haunes Birkiland 0g Valtý Ste-
fánsson. Þá kom þessum Elimusi
það í hug, að tilgangur fundar-
ins myndi vera að rýra fylgi nú-
verandi þingmanns Snæfellinga.
Talaði hann þvi af miklum fjálg-
leik um það, hve ódTengilegt það
væri að kjósa eklri Halldór fram-
vegis á þing. Rök ræðumanns
fyrir því voru þessi: Halldór er
maður gamall orðinn og óvíst hve
langt hann á eftir ólifað. Þess
vegma á að kjósa hann á þing.
Ég gat þess, að ég hefði nú
ekltí miunað eftir þessum þing-
manni, og svo myndi mörgum
Snæfellingi fara, að hann gleymdi
því, að þetta kjördæmi ætti nokk-
urn þingmann. Tóku fundarmenn
undir þessa athugasemd með
miklum fögnuðiu Halldór Steins-
son talaði nokkur sundurlaus orð
tíl varnar sér og flokki sinunn en
þau féllu máttlaus niður og virt-
ust ekki hagga neitt þeirri á-
kveðmu afstöðu, sem fundarmenn
höfðu tekið gegn Ihaklsflokknum.
Mjög varð Halldór þingmaður
slegihn, er hann komst að því,
að verkamennirnir í Ólafevik
hefðu í hyggju að stofna félag til
sóknar og vamax í hagsmunabar-
áttu sinni við íhaldið. En eins
og kunnugt er, hefir verklýðs-
hreyfingin í Ólafsvík sætt þeim
raunalegu örlögum fram að þessu
að vera stjómaö af íhaldsþing-
manninum Halldóri Steinsyni.
Hefir starf hans í verkamannafé-
laginu verið fólgið í þvi, að halda
félaginu niðri og hefta baráttu
þess. Það var því grátur og
gnístran tanna í hinum hrörnandi
herbúðum íhal dsins í Ólafsvik,
þegar um 50 verkamenn stofn-
uðu Jafnaðarmanna- og verklýðs-
félag Ólafsvíkur að afloknum hiu-
um opinbera fundL Stofnun þessa
félags, sem hefir það efst á.
stefnuskrá sinni að útiloka áhrif
Ihaldsins í héraðinu, markar tvi-
mælalaust merk og glæsileg tíma-
mót í sögu verklýðshreyfdngar-
inriar í ólafsvík.
Meiíra.
Prófessorsnafn hefir verið veitt
Einari Jónssyni myndhöggvara,
Ásgrími Jónssyni málara og séra
Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði.
Af mÆsíld veiðist nú talsvert
á Pollinum við Akureyri.