Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULl 1976 5 Finnarnir í Víðidalsá komnir með 4 í gær FINNARNIR sem nú eru að veiða í Víðidalsá voru í gærdag búnir að veiða fjóra laxa, en forsætisráð- herrann, Miettunen, hafði þá ekki enn haft heppnina með sér og hafði ekki land- að neinum fisk úr ánni. Veður var fremur óheppilegt til veiða við Víðidalsá í gær, hvasst, skýjað og rigning við og við. Veiði í ánni hefur ekki verið með bezta móti það sem af er þessu sumri og hefur ekki verið landað jafnmörg- um fiskum nú og á sama tíma í fyrra. Finnski hópurinn sem nú er við ána er með 8 stangir í ánni. Námskeið fyrir börn með öndunarfærasjúkdóma SAMBAND íslenzkra berkla- sjúklinga og Samtök astma- og ofnæmissjúklinga gangast fyrir námskeiði fyrir börn með Rúmlega milljón safnaðist Á SlÐASTA ári, er ráðizt var í byggingu fbúða fyrir aldraða á Kirkjubæjarklaustri, var stofnuð samstarfsnefnd tveggja kvenfé- laga austan sands f Vestur- Skaftáfellssýslu. Voru það kven- félögin Hvöt f Hörgslandshreþpi og Kvenfélag Kirkjubæjar- hrepps. Markmið með stofnun nefndarinnar var að afla fjár til styrktar þessari byggingarfram- kvæmd. Á einu ári safnaðist rúm milljón með þvf að haldnar voru skemmtanir, bingó, happdrætti, kaffisala og hlutavelta. Allir þeir munir, sem nefndinni bárust, svo og fjárupphæðir, voru gefnir í frjálsum framlögum og vill nefndin þakka þeim fjöl- mörgu sem lögðu málinu lið. Enn eru nokkrir vinningar í happdrættinu ósóttir, en þeirra skal vitja til Elínar Einarsdóttur, Breiðabólsstað, Síðu. öndunarfærasjúkdóma og for- eldra þeirra f byrjun næsta mán- aðar. I ráði er að um vikudvöl verði að ræða á Edduhóteli, þar sem börnin og a.m.k. annað foreldrið verði með þeim og einnig er fyrir- hugað að með hópnum verði læknir ásamt sjúkraþjálfara og fþróttakennara til leiðbeiningar og aðstoðar. Að dómi lækna og annarra sér- fræðinga, sem um vandamál þess- ara barna fjalla, er talin brýn nauðsyn á, að þeir sem umgangast börn með öndunarfærasjúkdóma, fái fræðslu um hvernig með þau skuli farið, og einnig er talið gott fyrir börnin sjálf að læra um- gengni við sjúkdóminn. Fyrirmynd þessa námskeiðs er sótt til Norðurlandanna, þar sem slík námskeið hafa verið haldin með góðum árangri og m.a. fór sjúkraþjálfari til Svíþjóðar á veg- um S.Í.B.S. á kynningarfund, þar sem forstöðumenn og starfsmenn slikra námskeiða frá Svíþjóð og Finnlandi báru samn bækur sín- ar. Fjöldi þátttakenda er þvi miður mjög takmarkaður, eða 10 börn ásamt foreldri eða foreldrum, en þeir sem hafa áhuga geta fengið fyllri upplýsingar um námskeið þetta á skrifstofu S.Í.B.S að Suðurgötu 10. Meiri samvinnu milli menntamálaráðu- neytis og kennara NÝLOKIÐ er aðalfundi og landsþingi Félags mennta- skólakennara, en þingið sóttu um 80 kennarar frá öllum að- • Idaskólunum, en þeir eru menntaskólarnir sjö, báðir fjöl- brautaskólarnir og Verzlunar- skólinn. Á þinginu var tveim skólum, Samvinnuskólanum og Jón Böðvarsson menntaskóla- kennari, hinn nýkjörni formað- ur Félags menntaskólakenn- ara. Lindargötuskólanum I Reykja- vfk veitt aðild að félaginu. Á þinginu urðu miklar um- ræður og kom sú skoðun m.a. fram, að Félag menntaskóla- kennara ætti að segja sig úr Bandalagi háskólamanna vegna slæmra frammistöðu banda- lagsins í launa- og kjaramálum kennara. Þá kom frá eindreginn stuðn- ingur við hugmyndina um stofnun allherjarsambands kennara og einnig var gerð samþykkt um stuðning við nú- gildandi stafsetningarreglu- gerð. Hörður Lárusson deildar- stjóri i menntamálaráðuneyt- inu flutti erindi um endur- skipulagningu framhaldsskól- anna og í þvi sambandi kom fram eindreginn vilji um að menntamálaráðuneytið hefði nánari samvinnu við kennara varðandi það mál. Á þinginu fór fram sjórnar- kosning, en fráfarandi for- maður, Ingvar Ásmundsson, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs, og í hans stað var kosinn Jón Böðvarsson cand. mag. Aðr- ir i stjórn voru kosnir: Arndís Björnsdóttir B.A., Ásmundur Guðmundsson M.A., Ómar Árnason cand.act. og' Sigurður Ragnarsson cand. philol. OPIÐ TIL KL. 7 FÖSTUDAG LOKAÐ LAUGARDAG TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ^j) KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi ttá skiptitxxði 28155 QJQHQ QQQQQ fatnaður í miklu úrvali! Hvítar gallabuxur [J Margar geröir dömu- og herrabolir [J1! Blússur [J Stuttjakkar Sumarkjólar [J Sumarpeysur [J í skódeild: Strigaskór frá Kickers

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.