Alþýðublaðið - 05.12.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1930, Blaðsíða 2
2 ’ ABÞSÐDBfcAÐJÐ f haidið aðsðkkva Reyijavík í æknMiv. „Aprfte66 saksiað. 7a mill|énas* kr. ejrðslnláii. Úfsvorin slælega ianheimt* Yflr 1100 þésund kr. égretddar. Annað 300 þúsnnd kr. lán. Málið, sem lengst af var rætt um á bæjarstjórnarfundinum í gær, var tvö lán, sem íhalds- liöi'ð í bæjarstjórninni ætlar að láta Reykjavíkurbæ taka. Annað er fast lán, hálf milljón króna, sem á c/,3 ganga til venjulegra út- gjalda, en ekki til pess að koma upp fyrirtœkjum, sem veita /é / bœjarsjóðinn. Lántakan er að eins til pess gerð að hlifa cigna- mönnumim við réttmœtum út- svörum. Hitt lánið, clOO púsund kr., sem ihaldið lét fara fram fuUnaðarsamþykt um að taka, er tekið vegna jiess, að svo slælega hefir verið gengið að pví að inn- hedmta útsvör hátekjumanna bæj- arins, að bæjarfjárhirslan er al- veg að verða tóm, að þvi er Ofviðrið á Eyiarbakka. í ofviðrinu 1. dezember urðu miklar skemddr á Eyrarbakka. Nýtt ibúðar- og fjár-hús, er Þor- leifur Andrésson pipugerðartmað- ur hafði reyst að Borg í Hrauns- hverfi, eyðilagðist næstum alveg. Gamia, stóra hlaðan á Stóru-Há- eyri fauk upp á mýrar. Rúður fuku úr mörgum húsum. Alt járn og pappi fauk af ibúðarhús- inu Deild, rúður brotnuöu og austurgaflinn á húsinu eyðilagð- iist Regn og sandur gerði íbúun- um, konu og tveimur dætrum hennar, óvært inni, og flýðu þær í annað hús undir morgun. — Elztu menn á Eyrarbakka muna varia eftir verra veðri en þessu. Sjór var kyr um þetta leyti, en hann hefir þó oft gert rnikinn Bskunda í ofviörum þarna eystra. Kolanámu'eilan brezka Lundúnum, 4. dez. United Press. — FB. Kolanámumenn hafa með 238 j)ús. atkv. gegn 209 þús. felt til- lögu um verkfall í öllum kola- náinrum iandsins. Skozku námu- heruöin Lancashire og Yorkshire voru verkfalli fylgjandii, en North- umberlandr, Durham- og Mid- land-námuhémðin mótfallin því, aö gengið væri til atkvaiða um verkfall. 100 þús. námumenn hafa iýst sig hlutlausa í deilunni, 'þar á meðal námumenn i Suður- Wales. Fulltrúafundi námu- manna er ekki lokið. Bíóauglýsingar eru á 4. siðu. borgarstjórinn skýrði frá; en ó- greidd útsvör nema 1100—1200 þúsundum króna. Jakobi Möller og öðxum íhalds- fulltrúum þóttu þessar aðgerðir eðlilegar og sjálfsagðar, og Ein- ar Arnórsson klykti út með ræðustúf um það, hve fráleitt væri að leggja ríflegan hluta út- svaranna á eignir, t. d. á hluta- bréf í togurum. Jafnaðarmenn mæltu fastlega á móti því, að bænum væri sökt í skuldir til þess að hlífa eigna- mönnunum við útsvörúm, en 'súpunni velt á herðar eftirkomr endanna og hlaðið á bæjarfélag- ið óþörfum byrðum vaxta og af- borgana. Nánar á morgun. Frá sJámðnnnnaiB. FB., 4. clez. Farnir til Englands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Hannesi ráðherra. Stjórnarskiftl í Frabklanðv París, 4. dez. United Press. — FB. Störf og stefna stjórnarinnar var til umræðu í efri deild þingsins í dag. Þegai' til atkvæða- greiðslu kom beið stjórnin ósig- ur. Greiddu 149 þingmenn at- kvæði gegn henni en 145 með. París, 5. dez. Doumerque forseti hefir tekið lausnarbeiðni Tardieu til greina. United Press hefir átt viðtal við Poincaré, sem kvað svo að orði: tlÉg tek ekki að mér að mynda stjórn; það kemur ekki til greina.“ Laval verkamálaráðherra ogChe- ron dógismálaráðherra eru tald- ir líklegir eftirmenn Tardieu. Að eins þrisvar sinnum ■ hefir sá at- burður gerst í Frakklandi, að stjórn hefir beðið ósigur í efri deild þingsins. Það var Hery þingmaður, sem mest deildi á stjórnina. Kvað hann hana hafa vanrækt aö gefa þinginu full- nægjandd skýrslur um þýðingar- mikla viðburði erlendis, sérstak- lega í Þýzkalandii. Frakkland væri í þann veginn að lenda í harðari kreppu en nokkru sinni fyrr. — Þetta er í 17. skifti siðan Clemenceau myndaði striðstíma- stjórnina, aö Frakkland er stjórn- laust. Búist er við, að stjórn- armyndun taki vikutima. Togarinn „Apríl“, eign íslands- félagsins, lagði af stað frá Hull fyrra fimtudagsmorgun, en er ekki kominn fram enn þá, svo honum hlýtur eitthvað að hafa hlekkst á. Togaramir „Garðar“, „Tryggvi gamli“ og „Bragi“, sem fóru hálfum öðrum sölarhring seinna frá Englandi, kornu í gær- morgun og höfðu hrept mjög \ront veður. Höfðu þeir haft sam- flot, og hefðu tveir hinir síðar- nefndu komið minst sólarhring seinna, ef þeir hefðu ekki fylgst með „Garðari", sem hefir mið- unarstöð. f,¥aldi(t er hann nefndur; annars heitir hann víst fullu nafni Þorvaldur Helgi Jónsson, höfundurinn að greininni „Sjáifseignarbifreiða- stjórar“, er birtist í 320. tbl. „Vis- is“. Velur hann yrkisefnið úr greininni „Hvíldartími bifreiðar- stjóra“, sem birtist í 267. tbl. Al- þýðublaðsins. Telur hann mig þar kasta hnútum að bifreiðastjórum og svarar mér um alls konar vammir og skammir, sem ég get á engan hátt tileinkað mér. Það lítur helzt út fyrir að „Valdi“ karlinn sé einn af þessum vind- belgjum nútímans, sem tortryggja alt og alla, sem sýnist hvitt vera svart og dæma því fómfúst og kærleiksríkt starf meðbræðra sinna vera sprottið af einskærum illvilja eða jafnvel innblæstri satans. Þetta virðist vera að nokkm leyti tízka í nútímanum, og er því ofur eðldlegt, að „Valdi“ vilji fylgja því, enda kostar það ekki annáð en það að hafa enda- skifti á sannleikanum og gmna aðra menn um sina eigin flærð og skaplesti. — „Valdi“ er nú frekar grannur maður, ef ég man rétt, en í grein sinni birtist hann í burgeislegri mynd, nærri því tvöfaidur á við það, sem hann er í raun réttri, og er því ósennilegt, að hann hafj verið þar einn að verki. En hvað sem um það er, þá ber „Valdi“ ábyrgðina. Hann veður elginn úttútnaður af reigingi yfir því að geta talist sjálfseignarbifreiðarstjóri, sem ég er þó óviss um að sé í orðsins fylstu merkingu. En af þessu. blindandi drambi þekkir hann sig ekki í þeim spegli, sem túlkar lif og líðan þeirra bifreiðastjóra, sem stjórnað er af öðrum, og það á við um aila þá bifreiða- stjóra, sam vinna á stöðvum, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Nú ef þessi hágöfugi „Valdi“ tilheyrir einhverri stöð, og það hlýtur hann að gera, því að hann telur sig „starfandi", þá er bif- reið hans jafnt til afnota fyrir alla; með öðrum orðum, þá er hann þjónandi bifreiðastjóri í Togarinn „Otur“, er var á eftir „Apríl“, hafði samband við hann, þegar „OtuT“ var 200 sjómíliur undan Vestmannæyjum. Var „Apríl“ þá 80 tLl 120 sjómílur undan. Skipstjóri á „Aprí]“ er Jón Sig- urðsson, en alls eru um 20 menn á togaranum. Eftir beiðni útgerðarfélagsins fóru „ Ægir“ og „óðinn“ í gær að leita að „Apríl“, og loftskeytastöði/í hefdr beðið alla togara, sem eru sunnan við land, að svipast um eftir honum. tvrennum skilningi, bæði gagnvart hinum ýmsu farþegum sínum og gagnvart stöðvarstjóranum. Hann verður að gera sér það að góðu að hlýðnast skipunum eðá óskum farþeganna. Og skipunum stöðv- arstjórans verður hann að hlýða. enda þótt hann sé skrifaður eig- andi bifreiðarinnar, alveg ná- kvæmlega eins og hver annar af starfsmönnum stöðvarinnar, sem ekki á tvo aura í þeirri bifreiö, er hann fer með. Það eina, sem bendir í sjálfræðisáttina, er það, að „Valdi“ getur stundum veitt sér- lengri svefntíma heldur en þeir, sem ekkert eiga í bifreiðun- um. Þó getur „Valdi" það ekki, ef stöðvarstjóri hefir lofað hon- um í næturferð. Og að þessu athuguðu ætti mesti sjálfseignar- og sjálfræðis- rembingurinn að vera kveðinn niður hjá honum „Valda“. — Eta verður hann það ofan í sig, að> ég hafi viljað rýra atvinnu hans, því að í eina skiftið, sem ég hefi átt nokkur samskifti við mann þenna, hefir viðleitni mín orðið' til hins gagnstæða, svo sem eftir- farandi saga sýnir. Það var einn morgun rétt fyrir alþingishátiðina, að „Valdi“ var búinn að tölusetja bifreið sína til Þingvallaferðar. Sjálfur hafðí hann fengið tilsvarandi merki, og eitthvað af farþegum var komið í bifreiðina. Yfirleitt alt viirtist leika í lyndi. — Alt í einu ber - þar að mann, lágan og gildvax- inn. Maður þéssi var þeim mun ríkari en „Valdi“, að hann átti márgar bifreiðir, en aumingja „Valdi" átti að eins einn lítinn vagn, og það ekki nýjan blæju- vagn. Minna þessar andstæður ó- beinlínis á Davíð konung og Oría. — Það varð fátt um kveðjur hjá hinum ríka og fátæka manni. Sá ríki vísar fólkinu yfir í eina af sinum bifreiöum, og rífur um leið með þjósti miklum merkið af hin- um fátæka manni og bifreið hans. En vesalings „Valdi“ stóÖ eftir ráðalaus og glápti. Litlu siðar kom ég þar að. „Valdi“ barmaði sér að vonurn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.