Alþýðublaðið - 04.10.1958, Side 6
6
AlþýðublaðiS
Laugardagur 4. október 1958
Hinir árlegu miðnæturhljóm-
leikar Félags íslenzkra Iiljóm-
listarmanna fóru fram í Ausí-
urbæjarhíói sí. miðvikudags-
kvöld. Húsfyllir var, eins og á-
vallt á þessum hljómleikum, og 1
urðu margir frá að hverfa. Eins
og vænta mátti var mikill meiri
hluti áheyrenda undir tvítugs-
aldri. Áíta hljómsveitir komu
fram á hljómleikum þessum og
fjórir söngvarar o<r var öllum
skemmtikröftunum tekið með
miklum fagnaðarlátum. Kýnn-
ir var Baldur Georgs og honum
til aðstoðar var hann Jón. En
hann Jón er reyndar hann Þor-
grímur Einarsson.
Áttræð í dagí
frá Ragnhelðanföðum
ÁTTRÆB er í dag ekkjan Guð-
ný O. Jónsdóttir, er nú dvelur
að Elliheimilinu Grund. Hún
fæddist að Eyrarbakka 4. okt.
1878 og áttu foreldrar hennar,
Jón Jónsson frá Torfastöðum1
í Grafningi og Guðbjörg Eyj-
ólfsdóttir úr Gaulverjabæjar-
hreppi, þá heima í Simbakoti
en þá var þar þríbýli, eins og
lengi var síðan. Jón stundaði
alla algenga vinnu, sjómennsku
á verííðum af Bakkanum og úr
Þorlákshöfn og vinnu við Le-
folliiverzlun þegar hún fékkst.
Börn þeirra hjóna urðu átta að
tölu og er Guðný ein á lífi
systkina sinna.
Þegar Guðný var tíu ára
gömul fór hún að Úlfljótsvatni
og ólst þar upp til tvítugsald-
urs. Þá fór hún aftur til Eyrar-
bakka. Um þetta leyti leituðu
Sunnlendingar og raunar Reyk
víkingar líka miög til Aust-
fjarða á vor- og sumarvertíð-
um til fiskvinnu á sjó og landi,
en þá var mikil útgerð þaðan.
Guðný leitaði á sömu slóðir —
og þar kynntist hún Guðmundi
Guðmundssyni frá Ragnheið-
arstöðum í Flóa og trúlofuð-
ust þau þar. Litlu síðar hófu
þau búskap að Ragnheiðarstöð-
um, en árið 1905 voru þau gef-
in saman í hjónaband. Alls
biuggu þau að RagnheiðarstöS-
um í tólf ár, en fluttust þá, eða
árið 1915, hingað til Reykja-
víkur. Guðmundur vann fyrst
Guðný Jónsdóttir
alla algenga verkamannavinnu
en fékk svo fasta vinnu í Pípu-
verksmiðjunni og vann þar til
dauðadags, árið 1925, en þá
var hann á bezta aldri. Guð-
mundur Guðmundsson var
mikill ágætismaður, sívinn-
andi reglumaður, ljúfur í lund
og hjálpsamur. Þau hjónin
höfðu eignast níu börn, og eru
sex á lífi. Tvö dóu kornung,
en ein dóttirin dó um þn'tugt.
Þegar Guðný missti eiginmann
sinn stóð hún uppi með fjögur
börn í ómegð. Elzti sonur henn
ar hjálpaði henni eins og hann
gat, en þá var oft erfitt með
vinnu, en Guðný lá ekki á liði
sínu. Hún vann allt sem hún
komst höndum undir, gerði
húsverk fvrir fólk, þvoði
þvotta og vann í fiskvinnu.
Hún var dugmikil kona og
stolt í lund og vildi því ekki
fyrr en í fulla hnefana leita
á náðir annarra. Og hún lauk
sínu hlutverki, börn hennar
eru myndarleg og hafa komizt
| vel til manns.
„Við Guðmundur minn höfð
um komið okkur upp dálitlu
húsi“, sagði Guðný nýlega við
þann sem þetta ritar, ,,en þeg-
ar hann dó, sá ég ekki sköpuð
ráð til að standast afborganir
af skuldunum og ég neyddist
til að selja það. Það voru dapr-
ir dagar“.
Guðný er allskapstór kona
og föst í lund. Hún segir það
sjálf að jafnaðarstefnan sé sín
'rúarbrögð og bjargföst sann-
færing, enda sýni verkin merk
in, að hún og verkalýðshreyf-
ingin hafa slitið kúgunarfjötr-
ana af fólkinu og gefið því
frelsi. Hún hefur verið í verka
kvennafélaginu Framsókn í
brjátíu ár og sótti um skeið
flesta fundi þess. Einnig lét
hún sig sjaldan vanta á flokks-
Framhald á 9. síðu.
að öðíasf réít ti
ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur þrá
faldlega orðið vart við það', að
húsbyggjeendum þykir erfitt að
útfýlla hin nýju umsóknareyðu
blöð um lán frá Húsnæðismála
stjórn.
í tilefni þessa snéri blaðið sér
til fulltrúa Alþýðuflokskins í
húsnæðismálastjórn, Eggerts G.
Þorsteinssonar og bað hann að
gefa í sem styttstu máli upplýs
ingar um þessi efni og fara
svör hans hér á eftir.
1.
Efst á forsíðu umsóknarevðu
blaðsins tekur umsækjandi
fram lánsupphæð. þá, sem sótt
er um og nafn veðstoðar (þ. e.
nýbyggingarinnar sem sótt er
um lán út á). 1. veðréttur verð-
ur cskertur að standa fyrj.r lán-
inu.
2.
í dálkinn til vinstri á forsíðu,
tekur umsækjandi fram ásíand
þeirrar íbúðar, sem hann var í
áður en bygg.ng hófst og stað-
setningu hennar í húsinu.
Ef ástand þessarar íbúðar
uppfyllir ekki almennar kröfur
um mannabústaði er nauðsyn
legt að vottorð héraðslæknis
fylgi (í Reykjavík borgarlækn-
is) um ástand hennar. Þá skal
og fylgja skrifleg uppsögn hús-
næðis ef um það er að ræða.
3.
í dálkinn til hægri1 á forsíðu
skal taka fram heilsufarsástæð-
ur ef þær eru ekki eðlilegar og
til staðfestingar því, sem þar
er fram tekið, er nauðsynlegt að
fylgi vottorð heimilislæknls.
Rétt er að leggja ríka áherzlu
á að umsækjandi fylli þessa for-
síðu umsóknareyðublaðsins vel
og nákvæmlega út og að öll vott
orð fylgi, þ-ar sem hún gefur
stigafjöldann og ræður því í
hvaða röð viðkomandi umsókn
verður afgreidd.
4.
2. og 3ja síða umsóknareyðu
blaðsins skýra sig að mestu
sjálfar, en að sjálfsögðu eru
spurni.ngarnar um önnur föst
veðlán og aðild að lífeyrissjóði,
þeir liðir, sem frádrátíarstig
koma út á, þ. e. draga úr láns-
möguleikunum.
í reitnum þar sem umsækj-
anda er gefinn kostur á að taka
fram um ástæð’j'r frá eflg'iri
'brjósti, er rétt að fylla vel út
um það, sem. ekki er spurt um
á eyðublaðinu sjáifu.
5.
Það, sem nauðsynlega þarf að
fylgja umsókninni, umfram það
sem þegar hefur verið fram
tekið, til þess að taka megi
hana til afgreiðslu er:
2. Vottorð byggingafulltrúa,
um að húsið sé fokhelt (Sé
húsið ekki fokhelt þegar
umsókn er lögð inn, þá er
nauðsynlegt að það berist
strax þegar húsið verður í
því ástandi. Fyrr en það
vottorð kemur, er umsókn-
in ekki tekin fyrir).
3. Græni miðinn, sem fylgir
umsóknarblaðinu á að út-
fyllast af skattstofunni í
Reykjavík og skattstjórum.
úti um land.
4. Vottorð manntalsskrifstofu
(oddvita) um fjölskyldu-
stærð umsækjenda.
. 6.
Sjálfsagt er fyrir hvern um-
sækjanda að útfylla og leggja
ínn umsókn, um leið og teikn-
ing er gerð og bygging hefst,
en koma síðan með fyrrnefnd
vottorð um bygg.'ngastig. strax
þegar húsið verður í'okhelt. Með
því að útfylla umsókn þegar í
upphafi .öðlast umsækjandi stig
fyrir biðtíma, sem aukast veru-
lega eftir að vottorð um að hús.
ið sé fokhelt, hefur borist.
7. «
Strax þegar viðkomandi um.
sækjand' hefur fengið 1. hluta
(byrjunarlán) láns, hver sem
hann er, en hefur ekki fengið
þá upphæð sem upphaflega var
sótt um. ber honum að útfylla
nýtt eyðublað sem sérstaklega
er ætlað fyrir viðbótar!án. —
Þessi eyðublöð eru tiltölulega
auðveld til útfyllingar. Ef að-
stæður hafa ekki. breytzt frá
hinni upphafl'egu umsókn, er ó-
þarft að fylla þar annað út, en
upphæð fyrsta hluta lánslns og
skiptingu þess milli A og B lána
og að sjálfsögðu að tiltaka upp.
hæðina, sem nauðsynleg er tal-
in til viðbótar.
Útfylli. umsækjandi ekki
þetta viðbótareyðublað, fær
hann ekki viðbótarlán.
8.
Kostnaðaráætlunin sem hefst
til vinstri á þriðju síðu vex eðli
lega mörgum í augu. Sá sem
sækir um lán þegar í upphafi
þarf ekki að hafa áhyggjur af
þessum dálkum, því húsnæðis-
málastjórn er mest um vert aS
vita það, sem þar er um spurt,
þegar byggingunni er lokið, ef
umsækjandi vildi þá gefa upp
hiriii raunverulega byggingar-
kostnað sundurllðaðan.
9.
Ekki er rétt að reikna með
hærra láni í allt en kr. 70 þús.
þó heimilt sé að lánsupphæð
verði 100 þús. kr. ef sérstakar
ástæður styðja, svo sem mikil
ómegð eða heils.uleysi. Sam-
kvæmt sérstakri reglugerð fá
þe.'r sem lána njóta á 2. veðrétt
til útrýmingar heilsuspillandi
Iiúsnæðís, (helming frá hvor-
um aðiija um sia ríki og bæ)
þó ekki nema 50 bús. k”. há-
markslán í A og B lánum á 1.
veðrétti'.
10.
Framantalin atriði er nauo-
synlegt að hafa í huga þegar
huasað er til nýbvggingar, og
til bess að húsnæðismálastjórn
geti af sinni hálfu afgrei.tt
beðnina.'
Hins vesar er ekki öll nótt
úti enn. Eftir að lánsúthlutun
hefur farið fram frá húsnæðis.
mátastjórn. er rétt að hafa til-
búin eftirfarandi vottorð til
þess að veðde'ld Landsbankans
geti afgreitt lánið:
1. Veðbókarvottorð.
2. Fambvkki maka til lántöku.
3. Lóðarsamning.
4. Virðinparfíiörð (sem full-
trúa.r Veðdeildarinnar sjá
um).
Er nauðsynlegt að hafa bessa
Svo mörg eru þau boðorð.
lántöku svona marsbrotna og
erfiða fvr'r almenning? — ,,Nei
a. m. k. er ekki nauðsynlegt að
hafa umsóknareyðublaðið
Framhald á 8. síðu.