Alþýðublaðið - 04.10.1958, Side 11

Alþýðublaðið - 04.10.1958, Side 11
Laugardagur 4. október 1958 Alþj'lnbiaiil 11 5 ára áæílun Framhaiú af IS.síðu. SKOEAR Á FLN AÖ HÆTTA AÐGERÐFM De Gaulle skoraSi á þjóðfrels ishreyfingu Algier að hætta hinni vonlausu baráttu sinni. Frakkar vildu frið og bræðra- lag og atkvæðagreiðslan hefði sýnt, að meirihluti þjóðarinnar vildi það lika,. Hann bauð Al- geirbúum að lokum frelsi, jafn rétti og bræðralag, sem eru einkunnarorð frönsku stjórnar- byltingarinnar. R. J. IVLnney s Nr, 10 Orðstír deyr aldregi Léttlð störtln. KOMINN er út bæklingurinn Léttið störfin, eftir Hermann Bökrs. Útgefandi er Iðnaðar- málastofnun íslands. í bæklingi þessum eru leið- beiningar um hagræðingu vinn unnar, í honum eru 100 skýring armyndir. Bæklingur þessi hefur að geyma 24 myndskýrðar forsagn ir um beztu tilhögun vinnu og vinnustaðar. Þeim er fyrst og fremst ætlað að hvetja Og leið- beina mönnum sem skipuleggj a og undirbúa verk og þeim mönn um sem verða daglega að fást við vandamál vinnuskipulagn- ingar. Bókin er einnig ætluð fyr ir starfsmennina sjálfa, hvort sem þefr vinna á verkstæði, — skrifstofu, akri, í eldhúsi eða annars staðar. LEIGUBILAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Reykj avíkur Sími 1-17-20 Bifreiðasalan BókhlölEusfíg 7 Sími 19-168. Yfir 400 bifreiðar til sölu hjá okkur. ÁvaHt stærsta úrval og hröð- ust sala. Nýir verðlistar komu fram í dag. Kynnið ýður haustverðið. BókhSöðostíg 7 Sími 19" 168. eða Túnis, eða hún dveldist í Casablanca, Rabat og Marrak esh, og loks settist hún að í litlu og fallegu einkahúsi í ein hverju af helztu hverfum Par ísar, ásamt herforingjanum, sem þá yrði kominn á eftirlaun, mikils metinn og virtur af öll- um. Og vitanlega ættu þau þá börn. ’. . Etienne og Violletta hittust í borgi'/mi kvöldið eftir. Þau fóru með strætisvagni til Rich mond, drukku þar te og um kvöldið horfðu þau á fransk.a kvikmynd í skólasýnarsalnum, — beint á móti Wollsworth- verzlunarhúsinu, þar sem Vio- letta hafði unnið áður fen styr- jöldin hófst. Kvöldið eftir kom hann heim til hennar og snæddi kvöldverð, en að honum loknum héldu foreldarnir upp í svefnherbergi, eftir að hafa séð svo um að ungu elskend- urnir yrðu látnir einir og í næði. Undir vikulokin skipulagði Violetta dál-tla skemmtiferð, og hafði kunningjakonu sma. Winnie Wilson með, en hafði áður séð svo um að Etienne hefði einn af kumiingjum sín- um úr útlendingahersveitinni með sér, hét þessi ungi, franski hermaður Marcel, en því mið- ur gat hann ekki heldur talað annað mál en frönsku, og varð Violetta því að vera túlkur. Að kvöldverði loknum héldu þau öil fjögur til Hyde Park. Þetta var á sólheitu og lygnu júlíkvöldi, og nokkfa stund sátu þau þar í garðinum og létu fara vel um sig. Það háði mjög kæti Winnie vesalingsins að hún gat ekki skilið nema þýtt væri fyrir hana það, sem þau þrjú spjöllúðu og hlógudátt að. Þá fengu þau bát og reru út á tjömina, en Violetta sneri á þau öll í róðrinum, og fóru þeir frönsku hvorugur dult með aðdáun sína. Eftir það drukku þau te í veitingastofu, þeir félagarnir keyptu stóra og fagra rósavendi og gaf hvor sinni; loks fóru þau ÖU fjögur í kvikmyndahús, og Winnie vegna völdu þau brezka kvik- mynd, svo Violetta varðaðtúlka allt efni hennar fyrir þá félag- ana. Þetta var síðasta kvöldið, sem Etienne dvaldist í Lund- únum í bili; um morguninn kvaddi hann Violettu og hét því að skrifa henni oft, og voru ekki liðnar nema tuttugu og fjórar klukkustundir, þagar Violettu barst fyrsta tréfið frá honum. Ekki þótti hc .. n þó nóg að skrifa henni ti’. haldur leitaði hann þegar upp b óður Violettu, ssm dvaldisc, einnig við heræfingar í Alderrhot, og maeltist til vináttu við hann. • Violetta stóð í stöðugum bréfaskiptum við Roy. og auk þess skrifuðu þru, Etienne og Violetta hvort öðru íöng bréf á hverjum einasta degi. Hún var nú hieima á hverju kvöldi og gerði annað hvort að skrifa honum eða lesa bréf hans aftur og aftur. Og þar sem ekki voru nema þrjátíu og fimm milur á milli Aldershot og Brixton, gerðist það dag nokkurn að Etienne kom, öllum að óvör- um, og dvaldist stutta stund heima hjá Violettu. Tveim eða þrem dögum síðar lét Violetta svo um mælt að kom inn væri tími til þess að hún skryppi til Aldershot að heim- sækja Roy, en áður en af þvi yrði, kom Etienne enn, og hafði nú sólarhrings leyfi; þá nótt bjó móðir Violettu honum hvílu á legubekk í borðstof- unni, og þar sögðu ungu elsk- endurnir nú hvort öðru aftur allt það, sem þau höfðu áður skrifað hvort öðru oft og mörg um sinnum. Og brátt fór heldur en ekki að koma hraði á atburðarásina. Herdeild Etiennes átti þá og þegar að halda úr landi, og nú krafðist Violetta þess allt í einu að fjölskyldan tækist ferð á hendur til Aldershot að heimsækja Roy. Var það af- ráðið, en svo fór á síðustu stundu að frú Bushell gat ekki farið, og fór Violetta því með föður sínum einum. Þeir Eti- enne og Roy biðu þeirra á stöð inni, og þóttist Bushell þegar veita því athygli, að Etienne væri dálítið einkennilegur í framkomu. Hann hafði lært nokkur orð í ensku, og það va : sem hann teldi það sér í lagi viðeigandi að reyna þau í sí- fellu á Bushell, þar sem ekki var nein leið fyrir Etienne að tala við hann á frönsku. En samtalið varð heldur slitrótt, þótt Etienne segði án afláts „mjög gott” og „Já”, og þau Violetta og Roy drógust hlæ.j andi aftur úr. En Etienne hélt sig eftir sem áður við hlið Bushell og vildi endilega tala við hann; virtist jafnvel mest í mun að þeir gengju sem lengst á undan systkinunum, en það féll gamla manninum síður en svo í geð. Reyndi Etienne nú eins og hann mátti að segja honum eitthvað, sem gamla maniiinum v'ar ekki nokkur leið að skilja, en Violetta og Roy drógust æ lengra aftur úr, enda kom að litlu haldi þótt Víiþletta væ|ri í talfæri, þar sem hún virtist nú með öllu haía misst Jállan hæfiléika til að túlka frönskuna fyriv gamla manninum. Einhverjum kynni nú ef‘ til vill að hafa dottið í hug hvað Etienne vildi, en Bushell gamli gat ekki með neinu móti rennt grun f það, ekki einu sinni þegar Eíienne leiddi hann að bekk og benti honurn að sitjast. Og nú vildi svo ein- kennilega til að þau systkinin hurfu þeim algsrlega sjónum. Bushell gamli sat á bekkn- um og starði, ssm steini lostinn á unga manninn, sem lét móð an mása án afláts og lét móð- ann mása á frönskumii. Hann ræskti sig án afláts, lagfærði hálsbindi sitt, gamli maðurinn svipaðist um eftir Violettu og tók að kalla á hana, en hún virtist með öllu horfin. Og þegar gamli rnaðurinn reyndi að standa á fætur, ýtti ungi maðurinn honum jafnan blíð- lega niður á bekkinn aftur og, lagfærði hálsbindið sitt aftur og aftur. Nú fór hann að beita bendingunum, benti í áttina þangað, sem Violetta hafði horf ið þeim sjónum, bar hendina síðan að hjarta sér, og loks þótt ist Bushell gamli skilja, að þetta væri víst einskonar lýs- ing hans á ást þeirri, sem hamn bæri til Violettu, og ef til vill bæri líka að skilja þetta sem beiðni hans um samþykki föð- urins til að kvænast henni. Þetta kom gamla Bushell mjög á óvart. Að vísu vissi hann allt um hrifningu þeirra, en han n hafði haldið þetta stundardaður eitt. Og hvað átti bónorð að þýða svona upp úr þurru,— þau höf ðu ekki þekkst nema í viku. Og fyrir nokkru síðan hafði hún lýst hátíðlega yfir 'því, að hún mundi alls ekki giftast fyrr en að sex ár- um liðnum, — en þá kemur þessi náungi og lætur eins og allt sé að farast. Nú, — og þeg ar allt kom til alls, þá höfðu þau svo sem ekki mikla og þó sízt staðgóða vitneskju fengið um fortíð hans, eiginlega ekk- ert annað en það, sem hann hafði sagt þeim sjálfun, Og þeg ar gamli maðurinn hafði hug- leitt þetta allt eins nákvæm- lega og tími vannst til, svaraði hann bendingaleik unga manns ins, — vitanlega á ensku. „Nei, lagsmaður, það gengur ekki. Hún er alltof ung, — ekki nema nítján ára“. Nú var það 'Etienne að svip- ast um eftir þýðanda. Og svo einkennilega vildi til að nú var Violetta við hendina. Hún var komin þarna til þeirra, hvessti augun á gamla manninn og gerðist nú fast mælt í meira lagi. „Annað hvort gefur þú okk- ur fullt samþykki þitt, eða ég giftist honum án þess,“ mælti hún. Það leyndi sér ekki að allt þetta tilstand var aðeins forms atriði, sem þeim frönsku þótti allt ógerlegt án, en hinsvegar ekkert mark takandi á hvort það leiddi til samþykkis eða I ekki. Gamli maðurinn gerði því aðeins að yppta öxlum. Um leið og þeirr, athöfn var lokið voru þau fallin • hvort í annars faðm. Etianne vildi endilega fara og kaupa handa hienni rós- vönd. Hringinn hafði hann þeg ar í vasa sínum, demántshring, verðmætan mjög, sern hann renndi á fingur henni og brósti við. Yfir morgunv-erðar borðum var helzt ekki á annað minnst en hið væntanlega brúðkaup, því þar sem her- deildin átti að halda á brott innan þriggja Vikna, var auð- sætt að brúðkaupið yrði að standa í næstu viku; öllu leng ur mátti það að minnsta kosti ekki dragast. Loks var brúðkaupsdagur urinn ákveðinn, — þann 21. á- gúst og einnig fast ráðið að hjcnavígslan skyldi fara fram í Aldershot. Skömmu áðm’ skr-app Etienne tpl liimdúna, og Violetta tók hann með sér til frændfólksins, en fyxrver- andi samstarfstúikur hennar í vlsrzluninni ujrðu vitanlega líka að sjá hann. „Hún hallaði sér upp að honum, hvenær sem hún mátti, þann stutta tíma, sem þau stóðu við í verzl uninni“. Foreldrar brúðariranar voru bæði viðstödd hjónavígsluna og brúðkaupið. og Roy, bróðir brúðarinnar, að sjálfsögðu líka. Violetta var mieð afbrigðum fögur í látlausum brúðarklæð um, og Etiennt glæsilegur mjög í einkennisbúningi sín- um. Koenig hershöfðingi heiðr aði þau með því að vera við- staddur athöfnina, en þeir þekktust, hann og Etienne, frá því fyrsta e.r Etienne kom í út lendingahersveitina. Var hers- höfðingmn maður mikill vexti og spengilegur og bar af öllum, hvar sem hann sást. Um það bil tuttugu aðrir úr herdeild- inni komu til að vera viðstadd- ir“. En varla var athöfninni hjá lögmanninum lokið þegar loft- varnaflautur voru þeyttar, og brúðhjón og brúðkaupsgestir urðu að hlíta settum reglum og halda í næsta loftvarna- byrgi, Þar sátu svo gestir og brúðhjón langa hríð á hörðunc, bekkjunum og fór heldur ill? um söfnuðinn, og ekki um ann- að að velja til að hafa fyrir stafni en horfa hver á annan- Violetta hélt í hönd Etienne, hrukkaði nefið og brosti til hans. Roy stríddi þeim með alls konar hótfyndni og her- sveitarfélagar Etiennes skemmtu sér óspart á hans kostnað. Þarna urðu svo allir að dúsa í meira en tvær klukku stundir, og þótti einkum. ungu brúðhjónunum bið sú leið og löng. Skothvellir loftvarna- byssanna heyrðust niður í byrg ið, og mátti af þeim ráða að hart væri skotið að árásarflug- vélum fjandmannanna. En ekki var neinum sprengjum varpað og ekki tókst víst held- ur að skjóta neinar fíugvélar niður. Öllum létti því ósegjanlega þegar' loks var gefið merki um áð' alHr mættu aftur fara frjáls ir ferða sinna. Þar sem um styrjaldarbrúðkaup . var að ræða varð ekki hiá því komizt að sleppa ýmsum frönskum brúðkaupssiðum, bar á meðal söng og dansi, en nóg var af kampavíni og veizlumatur bezti. Koenig hershöfðingi kyssti brúðina á munninn og brúðgumann á báða vanga, og þegar hann gekk síðan að föð- ur brúðarinnar, kveið sá gamli Bushell því að sá væri siður franskra að kyssa brúðarfeður líka, en honnm til léttis þrýsti hershöfðinginn aðeins hönd hans, •— hins vegar kyssti hann,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.