Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1976 13 framboðslistana í flestum tilfell- um heldur litil. Sumir stjórnmála- flokkarnir hafa þó stundum efnt til skoðanakannana eða prófkjörs um val frambjóðenda, en engar ákveðnar leikreglur gilda um slík- ar skoðanakannanir eða prófkjör. Tvímælalaust eru prófkjörin lýð- ræðislegasta leiðin til að fá fram viðhorf kjósenda til frambjóð- enda og í hvaða röð þeir skuli taka sæti á væntanlegum fram- boðslista. Er brýnt, að settar verði ákveðnar reglur um framkvæmd prófkjörs. þar sem reynt verði að sniða af þá agnúa, sem komið hafa i ljós í þeim prófkjörum, sem hér hafa verið framkvæmd á und- anförnum árum. I löndum, sem búa við þingræði eins og við íslendingar, skiptir það óneitanlega miklu máli, hvernig til tekst um val þing- manna. Skal á engan hátt gert lítið úr því, en ég tel að það skipti hinn almenna borgara engu minna máli, hvaða menn veljast til þess að stjórna ýmsum þjónustustofnunum samfélagsins, Hvernig þeir menn stjórna sinum stofnunum kemur meira við líf og starf hins almenna borgara í landinu heldur en störf alþingis- manna. Ég tel að það komi því fyllilega til athugunar þegar þesi mál verða tekin til endurskoðun- ar að gefa þjóðinni kost á að kjósa þessa embættismenn með ein- hverjum hætti. Slikt væri vissu- lega stórt spor i átt til aukins lvðræðis. Jón Páll Halldórsson Jóhann Petersen, skrifstofustjóri, Hafnarfirði Jóhann Petersen, skrifstofustjóri, Hafnarfirði Það er vissulega þakkarvert, að Morgunblaðið ýtir úr vör umræð- um um breytta kjördæmaskipan. Grundvöllur þingræðisins hvílir að sjálfsögðu á mörgum stoðum og þá ekki sist á vali þingheims, þar sem taka þarf tillit til byggð- ar. atvinnuhátta og annara lifs- kjaramöguleika fólksins, sem byggir landið. Kjördæmaskipunin og val fram- bjóðenda eru því sannarlega all- rar íhygli verð og ástæða til að grundvalla vel hverjar þær breyt- ingar sem gerðar eru. Nú er þó svo komið, að kosn- ingarétturinn er allur úr lagi færður vegna röskunar byggðar i landinu, sem fyrst og fremst birt- ist i örri kjósendafjölgun hér á suðvesturhorni landsins í Reykja- nes- og Reykjavíkurkjördæmi. Sé litið til skammtímaaðgerða, virðist mér því það eitt koma til greina að fjölga kjörnum fulltrú- um fólksins i þessum tveimur kjördæmum. Ekki tel ég þó liklegt að það teljist hyggileg ráðstöfun að fjölga alþingismönnum, ekki sist þar sem aðbúnaður þingsins er augljóslega hvergi í takt við tim- ann eins og er. Fjölgun þingmanna þessara tveggja kjördæma yrði því að vera á kostnað uppbótarsæta, þar sem seint mundi fást þingm^iri- hluti fyrir fækkun þingmanna strjálbýlisins, enda ekki eftir- sóknarvert í sjálfu sér. Þessi leið mundi þó hafa þann annmarka, að erfiðara væri um jöfnuð á milli flokka og örðugra að taka tillit til ýmissa minni- hlutahópa. En er ekki flokkafjöldinn og sundrungin með þjóðinni um- hugsunarefni fyrir þá er efla vilja þingræðið og virðingu alþingis? Ég hefi hér aðeins reifað þann þátt þessa máls er ég tel brýna nauðsyn bera til, að sé lagfærður nú þegar, með því er ég kalla skammtímaaðgerðir. Þegar til framtiðarinnar er litið með það i huga að efla veg alþing- is og þá þingræðisskipulagsins í heild hallast ég að einmennings- kjördæmum. Varðandi síðari spurningu Morgunblaðsins vil ég segja þetta: Með opnum prófkjörum — for- kosningum — eiga kjósendur að hafa slík völd til vals frambjóð- enda, að ég tel óþarft og enda til trafala hugmyndinni um ein- menningskjördæmi að taka upp persónubundið val í kosningum í störum kjördæmum, þó það sé vissulega allrar athygli vert. Það er svo umhugsunarvert í þessu sambandi, með hvaða hætti val helstu embættismanna stjórn- kerfisins fari fram og hvort það væri ekki hollara þingi og rikis- stjórn hvers tíma, að fyrirkomu- lag þeirra mála væri annað en það er í dag og meira í samræmi við þróun samtímans. Ragnar Halldór Hall, lög- fræðingur, Kskifirði Ragnar Halldór Hall, lögfræðingur Eskifirði Þegar þessari spurningu er svarað, hlýtur að þurfa að skýra hvað átt sé við með jafnvægi atkvæða. í spurningunni er það gefið, að slik jafnvægi sé æski- legt. Ég lít svo á, að jafnvægi atkvæða feli það í sér, að allir sem njóta kosningaréttar hafi jafna möguleika á að hafa áhrif á það, hverjir fara með stjórn landsins á hverjum tíma, með því að neyta þessa réttar síns. 1 þessu dæmi eins og reyndar fjölmörgum öðr- um er togast á um það hversu marga fulltrúa Reykjavík og Reykjaneskjördæmi eigi að hafa á löggjafarsamkundunni og hversu margir fulltrúar skuli vera þar fyrir önnur kjördæmi. Skiptir það vitaskuld mestu máli, að fólksfjöldinn á Reykjavíkursvæðinu síðustu ára- tugi hefur verið með slíkum eindæmum að liklega verður að leita til þróunarlanda til að finna hliðstæðu. En munurinn er þó sá, að þessi fjölgun á Reykjavikur- svæðinu hefur orðið á kostnað landsbyggðarinnar að verulegu leyti. Vitaskuld er fráleitt að hugsa sér að fulltrúar Reyk- víkinga á alþingi skuli Vera hlut- fallslega jafn margir og fulltrúar annarra kjördæma, og miða þá eingöngu við íbúafjölda. Þær raddir hafa að visu heyrst, að svo eigi að vera. En mætti ekki alveg eins spyrja hvort ekki væri rétt að kjördæmin fengju fulltrúafjölda í hlutfalli við verðmæti út- flutningsafurða á tilteknu tíma- bili fyrir kosningar. Fleiri slík dæmi mætti nefna, sem leiða til ólíkra svara við spurningunni. Þótt lengi megi vafalaust karpa um þetta fram og aftur, hlýtur hverjum manni að mega vera það ljóst, að taka verður tillit til margra ólíkra sjónarmiða og kringumstæðna, þegar kjördæma- skipun er ákveðin. Núverandi kjördæmaskipun hefur sætt gagn- rýni og ekki að ástæðulausu. Þar er um að ræða kostulega blöndu „kjördæmakvóta" og höfðatölu- reglu. Hvert kjördæmi hefur til- tekinn fjölda þingmanna, sem kallaðir eru kjördæmakosnir til aðgreiningar frá hinum, sem voru næstum því kjördæmakosnir og eru nefndir landskjörnir. Á þessari stundu er ég þess ekki umkominn að gera grein fyrir einhverju pottþéttu kerfi, sem leyst gæti núverandi skipan af hólmi. Mér sýnist þó ljóst, að uppbótarþingsæti hljóti brátt að heyra fortíðinni til. Talsmenn flestra, ef ekki allra stjórnmála- flokka, lýstu yfir þeirri skoðun sinni að loknum sfðustu alþingis- kosningum, aó kjördæmaskipun- in væri úrelt. Og í, samstarfs- samningi núverandi ríkisstjórnar segir eitthvað á þá leið að vinna beri að endurskoðun kjördæma- málsins. En þótt vandinn sé Skafti Harðarson, n&msmaður, Reykjavlk mikill og áhuginn einnig mikill, er lítið aðhafst i þessu máli, sem þó verður að telja eina af undir- stöðum lýðræðis i landinu. Mér sýnist að til greina gæti komið að ákveða skiptingu þingmanna- fjölda eftir kjördæmum þannig að hann gæti verið að einhverju leyti breytilegur eftir rikjandi aðstæðum i hverju kjördæmi á þeim tíma, sem kosið er og þannig komið I veg fyrir að eitt kjördæmi geti fengið óhóflega marga fulltrúa miðað við aðstæður. Þessar forsendur verða að sjálf- sögðu að vera skýrt ákveðnar í lögum og eins og stjórnarskrá lýðveldisins er úr garði gerð, þarf stjórnarskrárbreytingu hér til. Ljóst er að athuga þarf vandlega öll atriði, sem máli skipta og getur minnsta yfirsjón í því efni orðið næsta dýrkeypt. Grundvallargalli á núverandi kjördæmaskipun er að til þess að geta hlotið uppbótarþingsæti, þarf flokkur að hljóta a.m.k. einn kjördæmakosinn þingmann. Einn flokkur getur þannig fengið ótrú- lega stóran hundraðshluta at- kvæða án þess að fá mann kjörinn á þing. Glöggt dæmi um þetta er Alþýðuflokkurinn í siðustu kosn- ingum. Ef hann hefði ekki fengið kjördæmakosinn mann í Reykja- vík, ætti hann engan fulltrúa á þingi. Þó að ekki sé hægt að segja að mjög nærri hafi legið, að þetta gerðist, mátti samt engu muna fyrir þennan flokk í þetta skipti. En viti menn. Ut á þennan full- Framhald á bls. 31 Opið til kl. SIMI 7.00 í kvöld HÖFUM KAUPENDUR Höfum sérstaklega verið beðnir að auglýa eftir: 1 ■ Byggingalóðum í Reykjavík og nágrenni. 2. Grunnum 3. Fokheldri 2ja—3ja herb. íbúð 4. 4ra herb. íbúð í Breiðholti I. Þvottahús á hæð skilyrði. Útb. 6 millj. kr. 5. Litlum og ódýrum íbúðum fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap. Útborganirfrá 1,5 millj. til 3,6 millj. 6. Litlum timburhúsum i gamla Austurbænum 7. Sumarbústað, sumarbústaðalandi eða jörð á Suður- eða Vesturlandi. 8. Söluturni eða sælgætisverslun. 9. Sérhæð I Hliðunum í skiptum fyrir vandaða blokkar- íbúð í Norðurbæ. Milligjöf. CIGNAVCR SC LAUGAVEG1178 (bolholtsmegin) SÍMI 27210 Benedikt Þórðarson héraðsdómslögmaður. Sléttahraun 70ferm. 2ja herb. jarðhæð. Búr og þvottaherb. í ibúðinni. Sér fata- herb. Verð 6.0 millj. Útb. 4.5—4.7 millj. Vesturberg 60 ferm 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Óvenju stórt hjónaherb., og þvottaherb. I íbúðinni. Sameígn fullfrá- gengin. Verð 6.0 millj. Útb. 4.4 millj. Álftahólar 55 ferm. 2ja herb. Ibúð á 6. hæð. Sam- eign og lóð fullfrágengin. Verð 5,7 millj. Útb. 4,3 millj. Búðargerði 65ferm. 2ja herb. ibúð á efri hæð, snýr i suðurátt. íbúðin er laus i sept 1977. Verð 6.5 millj. Útb. 4- 4.5 millj. Vallargerði 85 ferm. 3ja herb. íbúð á efri hæð. íbúð- inni fYlgir 9 ferm herb. á jarð- hæð. Bilskúrsréttur. Verð 9,5 millj. Útb. 6,5 millj. Birkimelur 3ja—4ra herb. endaibúð á 4. hæð. Gott útsýni yfir borgina. Mikil og góð sameign, m.a. frystigeymsla i kjallara. Laus strax. Verð 9,5 —10 millj. Útb. 6,5—7 millj. Leirubakki 92 ferm. Gullfalleg 3ja herb. ibúð á 1. hæð. Vandaðar innréttingar. Stórt hol og þvottaherb. i ibúð- inni. Sameign fullfrág. Verð kr. 8 millj. Útb. 5,5 millj. Vesturberg 85ferm. 3ja herb. mjög góð ibúð á 3. hæð. Sameign fullfrág. Verð 7,6 millj. Útb. 5,5 millj. Eyjabakki 95 ferm. 4ra herb. ibúð á 4. hæð. Að auki fylgir herb. i kjallara. Verð kr. 9.5 millj. Útb. kr. 6,5 millj. Espigerði 118ferm. 4ra herb. endaíbúð á miðhæð. Þvottaherb. og búr inn af eld- húsi. Þetta er íbúð í sérflokki. Verð kr. 11,5 millj. Útb. kr. 9 millj. Krummahólar 100ferm. 4ra herb. ibúð á 4 hæð, liðlega tilbúin undir tréverk, en vel ibúðarhæf. Þetta eru bestu kaup- in i dag. Verð kr. 7.5 millj. Útb. kr. 5.5 millj. Suðurvangur 140ferm. 4—5 herb. ibúð á 1. hæð. Þetta er stór og góð ibúð á góður verði. Verð kr. 11.5—12 millj. Útb. kr. 7—8 millj. Kleppsvegur 100ferm. 4ra herb. ibúð á 4 hæð. Að auki fylgir stórt herb. i risi. Þetta er góð ibúð með frábæru útsýni. Verð kr. 9 millj. Útb. kr. 6 millj. Öldugata 110 ferm. 4ra herb. íbúð í steinhúsi. íbúðin sem er öll nýstandsett, skiptist í 2 samliggjandi stofur og 2 stór herb. Auk þess fylgir 20 — 30 ferm skúr með rafm. Verð kr. 8.5 millj. Útb. kr. 5,7 miflj. Hrafnhólar 100ferm. 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Þetta er aðeins 2ja ára gömul íbúð og er gullfalleg. Bilskúrspiata fylgir. Verð kr. 10 millj. Útb. kr. 7 millj. írabakki 3ja herb. íbúð á 1. hæð með tvennum svölum. Ný eldhúss- innrétting, og ibúðin fullfrá- gengin. Sameign og lóð fullfrá- gengin. Verð 7,6 millj. Útb. 5,5 millj. Meistaravellir 112 ferm. 4ra herb. ibúð á 4. hæð. Þetta er gullfalleg ibúð í góðu húsi. Bil- skúrsréttur. Verð kr. 10,5 millj. Útb. kr. 7,5 millj. Sólvallagata 134ferm. 114 ferm. sérhæð i steinhúsi vestarlega við Sólvallagötuna. Að auki fylgir 2 herb. í risi og eru þau með sér snyrtingu. Eign þessi er öll nýinnréttuð m.a. nýtt rafmagn, nýtt eldhús og bað, ný teppi o.fl. Verð kr. 12,5 millj. Útb. 8,5 millj. Langabrekka 100ferm. Efri hæð i tvíbýli. Eignin er stofa og 2 herb. eldhús og bað. Stór bilskúr fylgir og er i honum 1 herb. Verð kr. 10 millj. Útb. kr. 6.5 millj. Skólabraut 117ferm. Efri hæð ! tvibýli. Eignin er öll nýstandsett og er laus strax. BÍL skúrsréttur. Verð kr. 13 —14 millj. Útb. kr. 9 millj. Hverfisgata Hf. Parhús á 3. hæðum auk geymslukjallara. Hver hæð er ca 45 ferm. Eign þessa er verið að standsetja. Verð kr. 6,2 millj. Útb. kr. 4 millj. Víghólastigur 160ferm. Einbýlishús ásamt 47 ferm. bil- skúr. Þetta er mjög gott hús. Uppl. á skrífst. Bergþórugata 100ferm. 4ra herbergja ibúð á efri hæð, laus strax. Verð 8,5 millj. Útb. 5,5 millj. AUK ÞESSA ERUM VIÐ MEÐ FJÖLDANN ALLAN AF EIGNUM Á SKRÁ OG VILJUM VIÐ VEKJA SÉRSTAKA ATHYGLI YKKAR Á LÓÐUM, RAÐ- OG EINBÝLISHÚSUM SEM VIÐ ERUM MEÐ Á BYGGINGAR- STIGI. 5! lækjni*t»i*«| M fasteignasala Hafnarstraeti 22 s. 27133 - 27650 Páll Gudjónsson vidskiptafr. Knutur Signarsson vidskiptafr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.