Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTOBER 1976 25 EILÍF SJONARMIÐ Eltt af þvf, sem Kandinsky sagði mér... sem eru tengd þessum samtökum, eru nöfn heimsþekktra lista- manna eins og Chagall, Klee, Kandinsky, Kokoschka, Nolde o.m.fl. Það þótti því ævintýri lik- ast — og þykir enn, að Islending- ur skyldi fá aðgöngu að sýningar- sölum þessa hóps, en Finnur Jónsson sýndi átta myndir á sýn- ingu Sturm-samtakanna árið 1925. — Það er nú búið að tala svo mikið um þetta, segir Finnur. En auðvitað var þetta kraftaverk. Littu bara á sýningarskrána, hér eru Kandinsky, Gleizes, Schwitt- ers. . . Við vorum 29 i allt með myndir þarna. Mínar myndir týndust svo allar, því miður. Sum- ir sögðu að nasistarnir hefðu brennt þeim, aðrir að þær hefðu verið seldar, að þær hafi verið á uppboði í Zurich. Kannske eru þær til einhvers staðar enn þá. Ég man vel eftir þeim enn þá. En myndirnar á sýningunni hér heima, 1925, voru svipaðar að gerð og þær. Þetta líkaði nú ekki öllum hér. En þannig er það alltaf. Ég var langfyrstur með svona lagað hér, áreiðanlega, því næstur var líklega Svavar Guðna- son, tuttugu árum seinna, 1945. ÓTÍMABÆR TILRAUN? Björn Th. Björnsson segir í sögu sinni um íslenzka myndlist, að kúbísku áhrifin, eins og t.d. i þessum myndum frá 1925 og þar í kring, hafi verið ótimabær til- raun, vegna þess að til að ný stefna geti myndazt, verði hún að svara til þjóðfélags- og menn- ingarlegrar þarfar, sem þegar er fyrir hendi og að svo hafi ekki verið í þessu tilfelli. Ertu sam- mála Birni? Þetta er hreint bull. Aðstæður í þjóðfélaginu koma manni bara ekkert við þegar maður er hrifinn af einhverju, þá gerist þá á stund- inni, hvenær sem stundin er. Ég get bara tekið mið af sjálfum mér. Og eitt af því, sem Kandinsky sagði við mig, var að það væri gott að lesa um list og að það væri gott að sjá list, en að maður yrði alltaf fyrst og fremst að leita til sjálfs sín. Og aldrei hugsaði ég um það, hvernig þessu yrði tekið hérna heima, annað hvort yrði því hafnað eða ekki. Þýzki málarinn Adolph Menzel eldri, tók mér vitanlega ekkert tillit til þjóð- félagsviðhorfa í landi sinu þegar hann málaði sínar immrepss- ionisku myndir, 160 árum á und- an frönsku impressionistunum. Það er annað sem listfræðingar hafa fett fingur út í, sem er oft i mínum myndum, saga og symbol. Þegar ég var í Þýzkalandi, var ég einu sinni á fyrirlestri hjá list- fræðingi, sem kom til „Weg“ skól- ans. Hann sagði að það væri hlægilegt að hafa bæði skáldskap og litteratur í myndjum. Þá varð Eg er nefnilega svolftið enskur... heim til mín einu sinni til að skoða myndirnar minar — já, honum hefur litizt vel á mig. Hann leyfði okkur að mestu leyti að gera það sem okkur langaði til. Ég var nú kominn upp á það að nota t.d. módelin ekki til að teikna alveg eftir — hann sá það strax og sagði mér að halda bara áfram mina leið, það væri alltaf bezt. En þó maður teiknaði módel- in ekki alveg eins og þau voru, þá er oft gott að hafa eitthvað fyrir sér, sem maður verður fyrir áhrif- um frá. Jafnvel músik. Ég teikna oft eftir rytma, á tónleikum eða hérna heima, þegar konan mín er að spila á píanóið. Nú, en líklega hefur það verið að einhverju leyti fyrir orð Kokoschka sem ég komst inn í Sturm- samtökin. Hann hef- ur sennilega mælt með mér. ég að standa upp og segja það sem mér fannst. Að frá örófi alda hefðu máttarstoðir allrar mynd- listar verið annað hvort trúfræði- leg symbol, sögur og að það væri sorglegt ef ætti að fara að rífa þessar máttarstoðir undan. Ég fékk nú bara klapp og listfræð- ingurinn gat engu svarað. Nema að hver yrði að hafa sina skoðun. Nú er þetta komið fram, núna er ákaflega mikið lagt upp úr sögu og figurum. Svona breytist tizka í listum en listamaðurinn má ekki láta slíkt hafa áhrif á sig. Og aldrei er ég sammála þessum list- fræðingum í því, sem þeir segja um myndirnar mínar. Ég hef alltaf frá blautu barnsbeini verið fullur af alls konar ideum og inn- föllum og alls kyns hugsýnum. Hef séð hitt og þetta fyrir mér. Sumt eru atburðir, sem hafa komið fyrir, sumt úr þjóðsögum eða sögunni. Myndræn hugmynd er kveikja allrar myndlistar. Finni ’Jónssyni var árið 1970 boðið að taka þátt i sýningunni „Evrópa 1925“ í Strasburg á veg- um Evrópuráðsins og var hann eini Norðurlandabúinn, sem þar átti verk. Sýningin var sett upp til að sýna þverskurð myndlistar brautryðjenda á þvi timabili óhlutlægrar listar, sem um 1925 var að hefja göngu sina. Það var líka ævintýri, að íslendingur skyldi vera með þar. Finnur hef- ur nú starfað sem myndlistarmað- ur í yfir sex áratugi. Hvernig leizt honum á það sem er að gerast i listinni í dag. Þeir eru nú alltaf svo elskuleg- ir, ungu mennirnir að senda mér kort og ég reyni oftast að fara og skoða. Þetta er svona upp og ofan eins og gengur. — Meira vildi hann ekki segja. En svo bætti hann við: Skammsýnu sjónarmiðin mega ekki fá að ráða. Listin er eilíf og hún hefur eilíf sjónarmið. Það er manneskjan, ást og harmur og hatur, allt sam- an óendanlega margbreytilegt. Þetta eru þau svið, sem alvarleg- ur listamaður getur tekið mark á, en ekki á þjóðfélagsástandinu, hvort sem það er Hitler eða ein- hver annar sem hefur skapað þau. Listamenn breyta ekki slíku. Og sosial-realismi, ég fyrirlít það algjörlega. Slíkt er ekki til i min- um myndum. Ekki einu sinni í „Baráttan um gullið'* eins og sum- ir halda. Það er bara mannleg barátta í hvaða samfélagi sem er. Að lokum spurði ég Finn hvern- ig vinnudegi hans væri háttað. Ég vinn þegar ég er í stuði, svo tek ég mér frí á milli. Það er engin regla þannig á þessu. Og stundum máia ég abstrakt og stundum ekki. Mér þykir afskap- lega gott að hvíla mig, t.d. ef ég er búinn að vera að vinna að ein- hverri landslagsmynd eða fígura- tivri mynd, þá vil ég gjarna skipta alveg yfir í abstrakt til tilbreyt- ingar. Maður má aldrei rigbinda sigviðneitt. Ms. „STORMURINN" Sturm-samtökin voru stofnuð 1910. Der Sturm var upphaflega nafnið á tímariti um listir og menningarmál, það barðist fyrir róttækum stefnum í list, sem einu nafni voru kallaðar expression- ismi. Hópur listmanna af mörgum þjóðernum safnaðist um for- sprakka tímaritsins, Herwarth Walden listfræðing eða listasagn- fræðing eins og Finnur vill kalla þá. Auk timaritsins, höfðu samtökin sýningarsali og efndu til farandsýninga og þau nöfn, Ein myndanna frá fyrstu sýningu Finns f Reykjavfk Æskulýðsvika KFUM og K hefst 1 kvöld 1 kvöld hefst hin árlega æskulýðsvika KFUM og K I Reykjavfk. Verða þá haldnar samkomur öll kvöld vikunnar f húsi félaganna að Amtmanns- stfg 2b, og hefjast þær kl. 20:30. Yfirskrift þessarar sam- komuviku er Jesús Kristur — hver er hann? Verður fjallað um þessa spurningu og efnið rætt út frá fleiri hliðum, hvað vill hann, hvað gerði hann, hvað gefur hann og fleiri. Á fyrstu samkomunni verð- ur Kjartan Jónsson guðfræði- nemi aðalræðumaður, ásamt tveim unglingum. Einnig syng- ur Æskulýðskór félaganna. Kórinrf syngur einnig önnur kvöld f vikunni og fleiri söng- kraftar koma fram, unglingar, sem hafa æft saman tvisöng og kvintett. Nefnd skipuð fulltrúum stjórna KFUM og K hefur undirbúið þessa samkomuviku og segir i tilkynningu frá henni að stefnt sé að þvi að hafa samkomurnar við hæfi fólks af yngri kynslóðinni og sé verið að kynna félögin og þann boðskap um Jesúm Krist, sem þau vilja koma á fram- færi. ■ Kiwanisbingó í Hafnarfirði FYRSTA bingó Kiwanis- klúbbsins Eldborgar i Hafnar- firði á þessum vetri verður haldið i Skiphóli þriðjudaginn 2. nóvember og hefst klukkan 20.30. Klúbburinn hefur nokkur undanfarin ár haldið slík bingó til fjáröflunar og styrkt- ar þeim líknarmálum, er klúbburinn vinnur að, en hann hefur sérstaklega unnið að málefnum aldraðra. Á s.l. sumri var m.a. farið með eldri borgara í skemmti- ferð. Farið var til Skálholts, staðurinn skoðaður. Einnig var höfð viðkoma i Brautarholti á Skeiðum. Ferð þessi heppnað- ist hið bezta i alla staði. Á bingóinu verða fjölmargir vinningar, m.a. sólarlandaferð, og vonast Kiwanismenn til að fólk fjölmenni í Skiphól á þriðjudagskvöld. ■ Kirkjudagur Gaulverja- bæjarkirkju Gaulverjabæ 29. okt. Af óviðráðanlegum orsökum breytist áður auglýst dagskrá kirkjudags Gaulverjabæjar- kirkju n.k. sunnudag, þannig, að í stað tvísöngs Margrétar Eggertsdóttur og Sigurveigar Hjaltested, syngur Garðar Cortes óperusöngvari með að- stoð orgelleikarans Pálmars Þ. Eyjólfssonar. Fréttaritari ■ SÍÐUSTU SÝN- ING AK Á ELD- FÆRUNUM SlÐUSTU sýningar hjá Brúðu- leikhúsinu á Eidfærunum verða i Kjarvalsstöðum í dag kl. 3 og 5. Upphaflega áttu sýningarnar að verða tvær, en þær urðu 10 vegna mikillar aðsóknar. Aðstaða til sýninga i Kjarvalsstöðum er mjög góð fyrir brúðuleikhús, að sögn Jóns E. Guðmundssonar og munu samtök Brúðuleikhús- manna opna sýningu þar aftur i april i vor og sýna þá ý- .s verkefni fyrir brúðuleikhÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.