Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 31. OKTOBER 1976 15 Kjarval í kaffistofu eftir VALTÝ PÉTURSSON álíka starfsemi færi þar fram og hér hjá okkur* Victor Sparrer er þekktur norskur málari, sem mikinn þátt hefur tekið i mannúðar- og rétt- lætisbaráttu, ekki aðeins í heima- landi sínu, heldur hvar svo sem hann hefur fundið rétt og frelsi fótum troðið. Hann hefur gerst vinur andófsmanna i Sovét, og nú vill svo til, sjálfsagt í fyrsta sinn, að andófsmaður austan úr Moskvu skrifar formála að sýningarskrá fyrir málara, er sýn- ir verk sin i Reykjavík. Victor Sparre hefur mikla trúarþörf, og hann hefur skipað sér í fremstu linu i baráttu fyrir litilmagnanum og gegn því viðbjóðslega ofbeldi, sem svo viða ræður rikjum. Hann hefur unnið mikið að skreyting- um í kirkjum í heimalandi sinu og haft er eftir honum: „I kirkju- verkum minum lifir trú min, en efinn í málverkunum.'1 Þessi sýnirig Sparre i Norræna húsinu er þvt að mörgu leyti sam- an sett á öðrum forsendum en flestar þær sýningar, sem við er- um vön að sjá. Ég held, að segja megi, að yfirleitt standi hugur íslenskra listamanna til raunhæf- ari hluta og pólitisk og umhverfis- leg ádeila eigi ríkari ítök hérlend- is en trúarbrögð og mannvinátta af því tagi, er Sparre byggir verk sin á. Þannig er þessi sýning, er nú stendur i Norræna húsinu, ein- stæð í þvi sýningaflóði, er verið hefur á þessu hausti. Á sýningu Sparre eru rúmlega fimmtíu verk. Allt eru það olíu- málverk, að undantekinni einni litógrafíu. Þar ber sánnarlega margt fyrir augu, þótt myndgerð- in sé nokkuð einhæf. Listamaður- inn er löngu búinn að skapa sér stíl og litameðferð, sem falla eink- ar vel að þeim hugmyndum, sem hann vinnur verk sín úr. Þjáning- in, einmanaleikinn, óttinn og von- leysið eru þau mannlegu fyrir- bæri, sem Sparre einkum lýsir i verkum sínum. Hann er gagntek- inn af synd heimsins og þjáning- um samborgaranna. Sálræh vandamál eru víða tekin til ihug- unar, mannlegt eðli dregið fram og krufið. Verk Sparre eru byggð á reynslu og þeirri innsýn, sem listamaðurinn hefur i angist með- bræðra sinna og í eigið sálarlif, áhrif af þjáningu vegna harð- stjórnar og einræðisefasemdir á tilveruna og manninn, tilgang jarðlífsins og æðsta dóm. Ekki má heldur gleyma einstæðingskennd mannsins á öld, þar sem maður- inn virðist iðulega framandi vera i tilveru tækni og undirokaður af vísindalegum áætlunum. Allt er rigbundið i kennisetningar og kerfið yfirbugar mannlegt eðli. Sparre tekst stundum að skipa þannig í myndflöt sinn, að jafnvel dauðir hlutir tjá einveru og von- leysi. Húsgögn, hljóðfæri og sjálf- ur myndflöturinn tjá tilgangs- leysi tilverunnar og fánýti verald- argengis. Nefni ég sem dæmi mál- verkið „Klarinettan“ nr. 39, sem segir mér meiri sögu en margt annað á sýningunni. Ég bendi ennfremur á eftirtalin verk: „Veronicas svededug", „Klovn mod rödt“ og „To lys“, sem að mínu áliti eru öll þess virði, að þeim sé veitt athygli. Þá vil ég Framhald á bls. 2. Á VEGGJUM kaffistofunnar að Kjarvarsstöðuin getur um þessar mundir að líta nokkur verk eftir Jóhannes Kjarval, sem fengin hafa verið að láni úr einkasafni þeirra hjóna, Þorsteins B. Magnússonar og Karitasar Bjargmundsdóttur, bróðurdóttur listamannsins. Hér er um verulegt framtak að ræða af hálfu forstöðumanna hússins — framtak, sem fyrr hefði mátt vera komið að stað, en meta verður að verðleikum. Það vita allir, að aðeins litill hluti þess, sem Jóhannes S. Kjarval afrekaði á sviða mynd- listar um ævana er í eigu opin- berra aðila, þ.e. borgarinnar, Listasafns íslands, og Lista- safns Alþýðusambandsins. Þessir aðilar koma verkum sínum á framfæri við og við, en allir eiga þeir við húsnæðis- vanda að etja nema Reykja- víkurborg, sem hefur sérstöðu, siðan Kjarvalsstaðar komu til sögunnar. Þannig hefur því til æxlast, að margt af þvi hesta, sem Kjarval vann, er lokað inni á heimilum viðs vegar um landið, og það er alkunna, að Reykjavíkurborg á mikið safn teikninga eftir Kjarval, en aðeins litið eitt af olíumál- verkum. Einnig hefur það sýnt sig, að nokkur hætta er fyrir Reykjavíkurborg að flagga stöðugt með sömu verkin eftir Kjarval, og jafnvel hefur það hvarflað að ýmsum, að er áfram héldi, sem horfði, yrði Kjarvals- salur brátt orðinn einn af þessum steindauðu stöðum, sem stundum kallast einkasöfn. Söfn þurfa nefnilega að vera lifandi og bjóða fólki jafnan upp á eitthvað nýtt með þvi, sem fyrir er. Það er mikill vandi að varðveita listaverk og halda í þeim lifi, svo að þau verði frjóvgandi sprotar i menningu samtimans. Tæki- færin til að virkja listaverk eru þó óþrjótandi, ef hugkvæmni og hugarflug eru fyrir hendi hjá þeim, sem með málin fara. Þessi litla upphenging á verkum Jóhannesar Kjarvals er vel þess virði að skoðast vandlega. Þarna eru að vísu eftir VALTÝ PÉTURSSON ekki margar myndir: tvö oliu- málverk lítil og nokkrar tpikningar og krítarmyndir — en þetta eru skemmtilegar myndir og fara ágætlega á veggjum kaffistofunnar. Sér- lega mikla ánægju hafði ég af teikningu i tússi, sem hangir önnur mynd til vinstri frá dyrum í eldhús. Að mínu mati er þessi litla teikning eitt af gullkornum Kjarvals og hefur það, sem Goya kallaði „la magica", en hér fer ég út á hálan Is, þvi að engum hefur enn tekist að skilgreina i orðum, hvað Goya átti við. Við skulum láta nægja ónákvæma og viðtæka merkingu, sem yrði á þessa leið. Dulmagnaður seiður, sem orð fá ekki skil- greint — eitthvað, sem aðeins kemur stöku sinnum fyrir i verkum mikalla meistara á hvaða sviði listarinnar, sem er. Hér er farin sú nýja leið að fá lánuð verk úr einkasafni til sýnis á Kjarvalsstöðum. Þetta hefur að vísu verið gert áður, og má í því sambandi nefna sýningu á verkum Gunnlaugs Schevings úr eigu dr. Gunn- laugs Þórðarsonar og frú Herdísar Þorvaldsdóttur. Einkasafn Gunnars heitins Sagurðssonar var einnig til sýn- is í nokkra daga, en ég held, að kaffistofuveggur sé nú í fyrsta skipti notaður á þennan hátt. Á ður héngu þar nokkrar myndir í eigu Reykjavikurborgar eftir ýmsa listamenn. Það væri sann- kallað fagnaðarefni, ef haldið yrði áfram að leita /,fanga í Eitt af starfssviðum Norræna hússins er að sýna okkur hér á landi sitthvað af myndlist hinna Norðurlandanna. Þetta hefur oft tekist með miklum ágætum, og við hér í höfuðstað íslands erum nú í miklu nánara sambandi við myndlist frænda okkar og nágranna en áður var. Fyrr á ár- um voru það aðeins landar okkar, sem dvöldu erlendis, sem höfðu nasasjón af myndlist annarra þjóða. Þá voru ekki listaverka- bækur og sú prenttækni, er við nú þekkjum til. Hver veit nema það hafi verið myndlistin i Familie- Journalen, sem löngum réð smekk manna og þroska, þar til íslenskir myndlistarmenn fóru að láta að sér kveða, þá þróun, sem átt hefur sér stað fram á líðandi stund, þekkja þeir, sem með hafa fylgst. Ég held, að fullyrða megi, einkasöfnum til að sýna á þessum vegg, og þyrfti ekki endilega að einskorða þau verk við Kjarval. Að minum dómi eru verkefnin á þessu sviði mörg og heillandi, og ég held, að almenningur í landinu hefði mikla ánægju af að sjá hitt og þetta, sem til er á einka- heimilum og annars ekki að- gengilegt. Þau eru mörg Kjarvalssöfnin, sem hafa að geyma dýrgripi, sem erindi eiga til okkar allra. Ég vona, að hér sé ekki um einstakan atburð að ræða og óska þess eindregið, að fram- hald megi verða á þessari starf- semi. Að mínu mati er það mikill heiður að eiga verk, sem sýnd eru á þessum vegg i kaffistofu Kjarvalsstaða. Nr. 24 „Celloen" Victor Sparre að Norræna húsið hafi orðið okk- ur hér í borg til svo mikils gagns og þroska, að ómetanlegt sé. Það væri því ekki óeðlilegt, að við hér óskuðum öllum þjóðum á Norður- löndum, að Norrænt hús yrði að veruleika í löndum þeirra og ENNTIR...VALTÝR PÉTURSSON skrifar um sýningu Sparre í Norræna hús'mu og um Kjarvalsverk til sýnis í kaffistofu Kjarvalsstaða, í þættinum MYNDLIST Sýning Myndlist Myndllst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.