Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 19 FAGURRAUÐ DELICIOUS fast i næstu matvöruverzlun Einkaumboð: Heildverzlun Björgvins Schram, Reykjavík- Simi 24340 Söluumboð.: AKUREYRI: Valgarður Stefánsson h.f.# heildverzlun VESTMANNAEYJAR: Heiðmundur Sigurmundsson — heildverzlun ÍSAFJÖRÐUR: Sandfell h.f., heildverzlun. Þorlákur Sigurjóns- — Minningarorð son Fæddur 3. mars 1907. Dáinn 17. nóvember 1976. Þorlákur Sigjónsson fæddist að Hofi i öræfasveit og ólst þar upp i hópi fjögurra systkina. Faðir hans, Sigjón Jónsson, var upp- runninn i öræfasveit, en móðir Þorláks var Arndls Halldórsdóttir frá Lágu-Kotey i Meðallandi. Föð ur sinn missti Þorlákur, þegai hann var 7 ára gamall og ólst síðan upp hjá móður sinni, sem bjó áfram ekkja með barnahóp- inn, elsta barnið þá 9 ára og það yngsta árs gamalt. Þegar Þorlákur var 16 ára fór hann í útver til Vestmannaeyja og var þar til sjós hjá sama for- manni, Kristni Magnússyni, sam- fleytt 20 vertiðir. Arið 1942 kvæntist Þorlákur Ingibjörgu Stefánsdóttur bóndá I Arnardrangi I Landbroti. Búskap hófu þau hjón I húsmennsku I Arnardrangi 1944 og voru þar til ársins 1953. Frá Arnardrangi Fóstrufélag íslands: Starfsem- in hefur fluttust þau að Eystri-Tungu og bjuggu þar til ársins 1960 er þau fóru til Keflavíkur, en til Reykja- vikur fluttu þau sig 1967. Þar stundaði Þorlákur byggingar- vinnu og síðar vann hann hjá borginni meðan honum entist heilsa. Börn Þorláks og Ingibjargar eru þessi: Snorri, f. 1943. Kona hans er Kristlaug Þórarinsdóttir. Þau eiga 3 börn. Margrét Sigrlður, f. 1945. Mað- ur hennar var Hilmar Haraldsson er nú er látinn. Börn þeirra eru 4. Sigurdís f. 1950. Maður hennar Helgi Vilberg Jóhannsson. Þau eiga 2 börn. Það segir sig sjálft, að Þorlákur Sigjónsson hlaut að vinna hörðum höndum strax I uppvexti. Hann var góður verkamaður og vinsæll af vinnufélögum sínum, enda prúðmenni og laus við áreitni í annarra garð. Heimilisfaðir var hann ágætur og sá vel um hag konu sinnar og barna. Það hefur löngum verið talið hámark skyldurækni að vinna öðrum af jafnmiklum trúnaði og sjálfum sér. Samt finnast þess ófá dæmi. að menn ynnu húsbændum slnum betur en sjálfum sér. Þannig var Þorlákur Sigjónsson. Má segja, að slíkt sé hámark kristilegs hugar- fars. Er sá hugsunarháttur geng- inna kynslóða þvl miður sjald- fundinn nú á timum. Þorlákur Sigjónsson var örugglega einn þeirra dánu manna, sem ekki brást húsbóndahollusta, hvar sem hann var að verki. Verða honum laun hins trúa þjóns drjúg I nýrri tilveru. Kærar þakkir fylgja honum þangað frá vinum og vandamönnum fyrir góða samveru hér megin grafar. Utför Þorláks fer fram frá Foss- vogskapellu kl. 13.30 miðvikudag- inn 24. þ.m. Þórarinn Helgason. F á árinu t FRÉTT, sem blaðinu hefur bor- ist frá Fóstrufélagi tslands segir m.a. að ný stjórn hafi verið kosin á aðaifundi. þann 28. okt. slðastl. Núverandi formaður Fóstru- félags tslands er Margrét Pals- dóttir. I skýrslu fráfarandi formanns, Hólmfríðar Jónsdóttur, kemur fram að starfsemi félagsins hefur stóraukist á árinu. Auk almennra félagsfunda sem voru fimm, störf- uðu sjö umræðuhópar. Þar var meðal annars fjallað um: Að- stöðujafnrétti, atferlisathuganir á börnum á forskólaaldri, barna- bækur, foreldrafundi, starfs- áætlanir, starfsmannafundi. Og gerðu umræðuhóparnir grein fyr- ir niður-stöðum sinum, á fundi s.l. vor. Dagana 28. og 29. ágúst var haldinn fundur á Akureyri með fóstrum frá Norður- og Austur- landi, um þrjátíu fóstrur sóttu þann fund. t fréttinni segir ennfremur að svipaðir umræðuhópar komi til með að starfa I vetur. Eru þær fóstrur, sem áhuga hafa, hvattar til að hafa samband við skrifstofu Fóstrufélgsins, Hverfisgötu 26, sem er opin þriðjudaga og mið- vikudaga eftir hádegi. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐENU stóraukizt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.