Morgunblaðið - 19.12.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
43
ferða gegnum aldirnar, samtengd.
„Kristur.. pindur undir Pontíusi
Pílatusi," segja kristnir menn alls
staðar um viða veröld.
Ég hélt áfram að vitna um
Jesúm Krist meðal fanganna.
Fulltrúi yfirstjórnanda búðanna
hindraði það ekki.
Þar sem við vorum að erja á
sléttunni, vann María sig áfram
til min áleiðis eftir röðinni með
því að skipta um pláss við þá, sem
næstir henni voru. Einu sinni lá
við að vörður stöðvaði hana, en
loks tókst henni að komast alla
leið að hlið mér og bauðst til að
hjálpa mér.
Verðirnir hæddu okkur og ráku
á eftir okkur. „Haldið ykkur að
verki,“ glumdi í þeim.
Við unnum kappsamlega. En
þennan morgun var ég lasin.
Svimaköst ollu því að ég varð að
hætta við og við, en i hvert skipti,
sem ég vogaði að rétta ögn úr
bakinu hrópuðu verðirnir: „Það
er mátulegast að þú farir i skáp-
klefann i kvöld.“
Dimmur skuggi helltist yfir
mig. Rödd Mariu virtist koma úr
órafjarlægð, þar sem hún var að
reyna að tala við mig og fá mig til
að gleyma lasleika mínum. Mér
tókst einhvern veginn að standa á
fótunum til hádegis. Ég drakk úr
vatnsbollanum, borðaði þunna
súpuna og nartaði i brauðið. En
seinni hluta dagsins gat ég ekki
meira, það steinleið yfir mig. Heit
sólin virtist taka dansspor á
himinhvolfinu. Siðan sá ég andlit
Mariu lúta yfir mig, munnur
hennar hreyfðist og mér fannst
hún hrópa þegjandi upp úr
dimmum brunni.
Verðir drógu mig á fætur.
Vatni var hellt ofan í mig, þar til
mér svelgdist á.
„Það er allt i lagi með hana.“
Þeir bölvuðu Mariu og æptu að
henni: „Stattu ekki þarna gap-
andi. Komdu þér að verki."
Ég skjögraði af stað, riðandi I
skjálfandi loftið.
„Þú gerðir mig hrædda,“ sagði
Maria.
Ég gerði sjálfa mig hrædda. Það
er eitthvað sérstaklega óþægilegt
fyrir trúaðan mann að falla i
ómegin. Þú kemur aftur til sjálfs
þin og gerir þér grein fyrir þvi að
þú hefur algjörlega gleymt stund
og stað. Það fær þig eitt andartak
til að efast, efast um sálina og
tilveru hennar, og slík hugsun er
hræðilegri en tilhugsunin um
dauðann. Það tók mig nokkurn
tíma að sannfæra sjálfa mig um,
að yfirlið væri ekki fjær tilveru
sálarinnar en draumlaus svefn.
Hvers vegna skyldi sálin alltaf
hafa tilfinningu fyrir tilveru
sinni, þurfa alltaf stöðugt að segja
við sjálfa sig: „Ég er.“ — Það
væri aum tilvera, ef maður þyrfti
alltaf að vera að staglast á því við
sjálfan sig að hann væri til.
Við hófum starfið á nýjan leik,
klórandi upp seigrættar illgresis-
jurtir. Miskunnarlaus sólin saug
til sin alla krafta okkar. Ég gat
varla haldið á hlújárninu. Seint
um kvöldið dró regnský hratt upp
á himinhvolfið úti við sjón-
deildarhring. Þegar flauturnar
gullu að dagsverki loknu, var loft
orðið lágskýjað. Það hafði ekki
rignt í viku og við þráðum regn.
Þennan dag var okkar hópur
við vinnu langt frá búðunum, og
því biðu beyglaðir, fjórhjólaðir
vagnar á veginum, til að flytja
okkur aftur í braggana. Þegar við
þrengdum okkur inn í þá, þar sem
við gátum ekki setið en heldur
ekki dottið, þrengslin voru svo
mikil, glampaði skær elding og
fyrstu heitu droparnir féllu á
andlit okkar, sem við lyftum upp
á móti þeim. Svo dundi regnið
yfir, það kom eftir sléttunni eins
og veggur. Á fáum sekúndum
urðum við allar holdvotar.
Maria kallaði: „Indæla, elsku-
lega vatnið."
En það elskulega vatn hélt
áfram að streyma eins og það
flæddi úr stórum vatnskrana.
Háværar þrumur klufu loftið.
Hver eldingin rak aðra og fékk
konurnar til að æpa. — Allt i einu
hallaðist opinn vagninn á hliðina
og stanzaði. Afturhjólin voru
komin á bólakaf i aurbleytuna.
„Allir út. Fljótt, undir eins,“
kölluðu verðirnir. „Sækið tré,“
skipuðu þeir. En hvergi I grennd-
inni var nokkurt einasta tré.
I beljandi rigningunni, vaðandi
upp að hnjám í vatnselgnum, sett-
um við konurnar bakið undir
vagninn og lyftum honum, meðan
karlmennirnir horfðu á. Hjólin
spóluðu og sendu gusur af leðju í
allar áttir. Vagninn sat jafn blý-
fastur og áður. I heilan klukku-
tíma striddum við árangurslaust
við þetta. Loks gaf liðsforinginn
fyrirskipun um, að við ættum að
ganga alla leið i búðirnar. Með
gutlandi skó og fötin klístruð að
líkamanum, þrömmuðum við
áfram i rigningunni. Verðirnir
lömdu þær, sem hnutu. Loksins
komst þessi tötralega halarófa af
gráum afturgöngum að hliðinu.
„Tilkynni komu sextíu og tveggja
glæpamanna, félagi foringi,"
hrópaði liðsforinginn.
Blautu bandíttarnir neyttu sið-
ustu krafta til að komast inn í
braggana sina, en þá voru sumir
teknir beina leið til vinnu i eld-
húsinu. Hinir reyndu að þurrka
ræflana sina og fara að sofa.
Mannshugurinn er einkennileg-
ur. Rétt áður en ég valt út af, datt
mér í hug fyndni, sem Richard
hafði einu sinni sagt mér. —
Maður nokkur hafði gert það upp
við sjálfan sig að kvartanir væru
vita gagnslausar. Hann ákvað að I
framtiðinni skyldi hann gera gott
úr öllum hlutum. Rétt i þeim svif-
um fór eitt hjólið af fjórhjóla
vagninum hans. „Gerir ekkert,"
sagði hann. „Léttivagnar hafa að-
eins tvö hjól. Ég er rikur, ég hefi
þrjú.“ Rétt í þeim svifum losnaði
annað hjól af vagninum. „Hvers
vegna að hafa áhyggjur af því,“
sagði hann. „Það er aðeins eitt
hjól á hjólbörum, ég hefi tvö.“ Þá
fór þriðja hjólið af. — Ojæja, það
eru alls engin hjól á sleðum og
samt komast þeir áfram,“ varð
honum að orði. Þá fór seinasta
hjólið. „Nú, ég hefi alltaf óskað
þess að draga sleða," sagði hann
glaðlega.
Ég steinsofnaði með bros á vör.
Tíminn stóð kyrr. Allt okkar líf
var þrældómur og skurðurinn all-
ur okkar heimur. Við vorum
farnar að taka hlutskipti okkar í
vonleysi. Jafnvel fréttirnar, sem
komu með nýjum föngum, voru
tilbreytingarlausar. Hungur, bið-
raðir og ánauð — og þetta eilífa:
Ameríkanarnir hljöta að koma.
Þeir láta okkur ekki halda áfram
að vera þræla. —
Hugsýkin olli ’þvi að vinnu-
afköstin minnkuðu og ýmsir
skrýtnir tilburðir voru viðhafðir
til að reyna að auka þau.
Eitt sinn voru fangarnir kallað-
ir saman og tuttugu konur valdar
úr hópnum og sagt: „Þið hafið
unnið bezt hér, þess vegna verðið
þið nú látnar lausar.“
Vinnubúðaforinginn hélt ræðu:
„Þetta er kveðjustund, félagar.
Saman höfum við barist fyrir því
að byggja upp kommúnismann, og
nú er stundin komin að þið upp-
skerið laun ykkar fyrir góð af-
köst. Nú eruð þið frjálsar. I
skilnaðargjöf gefum við ykkur
heilan brauðhleif, hverri fyrir
sig.“
Þessar tuttugu hetjur hölluðu
sér út úr vagninum, sem ók þeim
burtu, veifandi rauðum fánum og
syngjandi Internationalinn.
Hvílik skripalæti. Tiu mílum
neðar við skurðinn, við næstu
þrælabúðir, var stanzað og þar
máttu þær gjöra svo vel að taka til
við sömu þrælkunina. — En áhrif-
in á vinnuskammtinn i þrælk-
unarbúðum K4 var ótrúlegur. —
Þessi skrípaleikur var viðhafður i
fleiri vinnubúðum, en fljótlega
komumst við að sannleikanum.
Verð 222.585.-
BANG & OLUFSEN
BUÐIRNAR Skipholti 19 vi8 Nóatún.
/ sími 23800
, ,, , ... Klapparstlg 26. simi 19800
25 ar i fararbroddi.
BEOSYSTEM 901
HLJOMTÆKI ÞESS VIRÐI AÐ HLUSTA A
jafnvel eftir aö þér hafiö kynnt yður verðiö
MEÐ BEOMASTER 901, FAIÐ ÞER
ÚTVARP, SEM ER MIKLU BETRA EN
HIFi STAÐALLINN.
BEOSYSTEM 901 frá BANG & OLUFSEN
er sjálfstætt sett.
Þegar BEOSYSTEM 9Ö1, var hannað var mark-
miðið, að einbeita sér að tóngæðum, en prjál,
látið sitja á hillunni. Þetta er ástæðan fyrir því
að tækin eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti.
Ekki mun verðið fæla yður.
Auk þess er
BEOSYSTEM
901 skynsam
legt HiFi tæki,
vegna þess að
einstaka einingar
eru tæknilega
fullkomnar ásamt
því að hönnun
tækisins er lista-
verk, sem finnst í
nútíma listasafni
New York borg-
ar.
Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta flokki.
BEOSYSTEM 901 eríeiningum.
BEOMASTER 901 hjarta kerfisins
útvarp og magnari (2 X 20 sin. wött).
Tæknilegar upplýsingar eru fjölþættar og
veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og
samanburðar.
BEOGRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu-
spilari hlaðinn gæðum.
Öll stjórn í einum takka.
Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem
einungis B&O má nota.
BEOVOZ P 30 eða S-30
Þetta eru hátalarar framtíðarinnar.
Þeir kallast „Uni-Phase" þ.e. þeir
vinna saman í stað þess að eyði-
leggja hvor fyrir öðrum.
B&O hefur einkaleyfi yfir „Uni-
Phase" hátalarakerfið.
KYNNIST TÆKJUNUM
HEYRIÐ MUNINN.
OG