Morgunblaðið - 19.12.1976, Side 10
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
Robert Havemann:
Alþýdufylking í vestri -
einræðis sósíalismi í austri
Robert Havemann: —
Fæddur 1910, andófs-
maður gegn nazistum,
dæmdur til dauða 1943,
leystur úr haldi af Sovét-
mönnum 1945, um tíma
þjóðþingsfulltrúi, hefur
í áratugi verið þekktasti
andófsmaðurinn í þýzka
alþýðulýðveidinu. Þrátt
fyrir margskonar áreitni
hélt hann áfram að fjalla
um vandamálið: frelsi og
sósíalisma. — Og eins og
fram kemur annars stað-
ar hér á síðunni hefur
Havemann nú verið
handtekinn.
OFRELSI
FJOTUR
UM FOT
KOMMÚNISMANUM
Alþýðufylking í vestri — raunhæfur
sósialismi í austri. Er þetta mótsögn?
Satt að segja, já, djúpstæð, ósamrýman-
leg rökmáls mótsögn. Hin nýja alþýðu-
fylking, sem ekki er til ennþá, en stöð-
ugt er verið að boða, og sem á að vera
öðruvísi en alþýðufylking Leon Blums
á sínum tíma fyrir stríð, á ekki að verða
neitt minna en endurvakning einingar
verkalýðshreyfingarinnar — þar sem
aftur á móti raunhæfur sósíalismi er
lokaniðurstaða klofningar hennar.
Harmleikur þróunar byltingarinnar,
frá októberbyltingunni til raunhæfs
nútíma sósíalisma, hefst á því, að bolsé-
vikar urðu ekki aðeins að sigrast á
keisaraveldinu, heldur og að vinna bug
á mensévikum. Þegar var því um klofn-
ing að ræða á fæðingarstundu hinnar
ófuilgerðu byltingar! Starfs- og skipu-
lagsreglum ólöglegra samsærissamtaka
atvinnubyltingarmanna var breytt í
„flokk nýrrar gerðar", en hin lýðræðis-
lega miðstjórn hans táknaði ekkert
annað en algert afnám alls lýðræðis
innan flokksins.
1 ritinu „Hvað skal gera?“ kvað Len-
in hina óhjákvæmilegu, víðtæku skerð-
ingu á lýðræði innan flokksins vegna
þeirra aðstæðna, sem ólöglegar starfs-
aðferðir byltingarmanna sköpuðu, vera
hættulegan ókost, sem yrði þegar að
afnema eftir sigur byltingarinnar. En
hann hugleiddi það ekki nánar, að sú
meginregla, sem hin miðstýrðu bylting-
arsamtök eru byggð á, gildir alltaf,
þegar „fáir eru gegn mörgum“. Á með-
an hinir mörgu eru hið skipulagða rík-
isvald keisaraveldisins eða á vorum
tímum fasismans, þá virðist dæmið
ganga upp. En þegar hinir mörgu eru
meiri hluti þjóðarinnar, meiri hluti
verkamanna, meiri hluti bænda, meiri
hluti menntamanna, hvað þá? Þá höf-
um við fengið yfirráð, drottnun stjórn-
málanefndar og raunhæfan sósíalisma.
Þá gengur dæmið ekki upp. Hefur það
nokkurn tíma gengið upp?
Þjóðfélagsheildir framtíðar þróast
ávallt i skauti hinna eldri i langan tíma
fyrir byltingu. Þetta á sérstaklega við
um þróun framleiðsluaflanna, hina
efnahagslegu skipan þeirra og mennt-
un hinnar nýju, ríkjandi stéttar. Saga
þróunar borgarastéttarinnar í þjóðfé-
lagi lénsskipulagsins sýnir þetta greini-
legast. Kreddumenn okkar hafa fram
að þessu neitað því staðfastlega, að
þetta ætti einnig við um sósíalismann
og verkalýðsstéttina. Þetta gilti aðeins
um borgarastéttina og hinar borgara-
legu þjóðfélagsheildir, og ekki aðeins
af þvf að arðrán breytist aðeins að
forminu i borgaralegu þjóðfélagi, en
verði aldrei afnumið að fullu eins og
með sósíalismanum, heldur einnig
vegna þess að verkalýðsstéttin geti
ekki náð neinum efnahagslegum völd-
um — eins og borgarastéttin gat á
sínum tíma — fyrr en hún hafði náð
pólitískum völdum og komið á alræði
öreiganna. Það er augljóst, að þessi
kenning leiðir óhjákvæmilega til þeirr-
ar niðurstöðu, að hin sósíalistíska bylt-
ing geti aðeins sigrað með uppreisn.
Rússneska byltingin kom í öllum að-
alatriðum heim við þessa forskrift.
Forsendur kenningarinnar voru fyrir
hendi: Verkalýðsstéttin var enn van-
máttug og vanþroska. Og meira að
segja voru hinar borgaralegu þjóðfé-
lagsheildir í keisaraveldinu mjög van-
þróaðar. Landið var risavaxið lénsveldi
með veikri og vanmáttugri yfirstjórn,
landbúnaðarland, þar sem fátæk og
vesöl bændastétt varð að halda uppi
höfðinglegri yfirstétt, sem lifði i mun-
aði og óhófi. I þessu landi var sósíal-
istisk bylting hvorki af stjórnmálaleg-
um né efnahagslegum ástæðum á dag-
skrá. Heldur var hún einfaldlega lag-
færing á timaskekkju.
Að byltingin gæti sigrað í slíku landi,
gat aðeins gerzt með einu skilyrði, skil-
yrði, sem Lenin og félagar hans trúðu
fastlega að yrði fyrir hendi, það er að
þessi bylting yrði upphaf víðtækra
byltinga í hinum stóru iðnaðarríkjum
— og helzt upphaf heimsbyltingar.
Veikasti hlekkur keðjunnar hafði
brostið. Og nú hlaut allt hið kapitalist-
íska kerfi að hrynja sundur.
En á næstu áratugum áttu sér aftur á
móti stað stórkostlegar framfarir í hin-
um kapitalistíska heimi á sviði tækni
og efnahagsmála. Keðjan brást ekki,
hún stóð óhögguð. Hvergi urðu hinir
kapítalistísku framleiðsluhættir hlekk-
ir á þróun framleiðsluaflanna. Mestu
og afdrifaríkustu tækniframfarirnar
urðu meira að segja eftir síðari heims-
styrjöldina.
Skelfileg öfugþróun
Á sama tíma urðu Sovétríkin að þola
óslitna röð kreppa og stórvandræða, og
þar átti sér stað skelfileg, þjóðfélagsleg
öfugþróun, sem menn á mjög yrir-
borðskenndan hátt hafa kallað Stalín-
isma, en fjöldamorð saklauss fólks,
slátrun nær allra hershöfðingja og her-
foringja Rauða hersins nokkrum árum
fyrir síðari heimsstyrjöldina og hin við-
bjóðlegu sýndarréttarhöld yfir öllum
hinum gömlu forustumönnum bolsé-
vika, allt þetta var i rauninni aðeins
yfirborð ísjakans. Á siðustu 20 árum
hefur að vísu ýmislegt breytzt. Nikita
Krustjov umbreytti „Gulag-
Eyjahafinu" og afhjúpaði glæpi
Stalíns-timabilsins á 20. flokksþinginu.
En Krustjov misheppnaðist. Og hinar
þjóðfélagslegu umbætur, sem höfðu
það í för með sér, að isjakinn tók að
þiðna, hafa nú ekki lengur þau áhrif og
aftur hefur sótt i sama horf, þótt með
ofurlitið fágaðra yfirborði sé. Það er
hin mótsagnakennda, stjórnmálalega
og efnahagslega samsetning þess kerf-
is, sem kallað er „raunhæfur" sósíal-
ismi af undarlegu samblandi af skömm
og stolti.
Það verður að hafa i huga, að þjóðir
Sovétrikjanna, sem aldrei höfðu
kynnzt þróuðu, borgaralegu lýðræði,
geta aðeins borið hinn raunhæfa sósial-
isma saman við skelfingu og ógnir ný-
liðinnar tíðar — tímabils persónudýrk-
unar, eins og Stalins-tíminn er kallaður
þar vandræðalega — og með slíkum
samanburði kemst hann tiltölulega vel
út úr málinu. í löndum, sem höfðu
þegar fengið verulega reynslu af þing-
ræðislegu lýðræði og komizt á hátt
tæknilegt iðnþróunarstig, lítur málið
öðruvísi út. Það er ekki hægt að nema
úr gildi lýðræðisleg réttindi og al-
mennt frjálsræði, sem fólk hefur þegar
aflað sér, án þess að það hefni sin. Og
þegar þjóðfélagskerfi, þar sem hin
sjálfsögðustu lýðræðislegu réttindi eru
ekki einu sinni i gildi, kallar sig sósial-
isma, þá er það óumflýjanlegt, að
sósíalistar og kommúnistar í hinum
borgaralegu lýðræðisríkjum á Vestur-
löndum hljóti að afneita þessum sósíal-
isma, ef þeir vilja ekki sleppa allri von
um að ná fylgi fjöldans.
Á Berlinarráðstefnu kommúnista- og
verkamannaflokka Evrópu í lok júní
1976 lýstu formenn stærstu kommún-
istaflokka Evrópu — nærgætnislega,
en þó tvímælalaust — þvi yfir, að þeir
væru fylgjandi þess háttar sósialisma,
þar sem öll lýðræðisleg réttindi og
frjálsræði borgaralegs þjóðfélags yrði
áfram í gildi, og að aðeins eins konar
frelsi hins gamla heims yrði afnumið,
það er að segja frelsið til að arðræna
aðra borgara með því að færa sér i nyt
efnahagslegt ófrelsi þeirra og vanmátt.
I
'1
Havemann handtekinn
PRÖFESSOR Robert
llavemann í Austur-
Berlín var handtekinn af
öryggislögreglu Þýzka al-
þýðulýðveldisins 26.
nóvember s.l. Fyrstu
fréttir um handtökuna
bárust frá vestrænum
fréttaritara í Austur-
Berlín og hafði hann upp-
lýsingar sínar frá að-
standendum hins hand-
tekna. Tíu mínútum fyrir
handtökuna var hann
settur í stofufangelsi.
Síðan var farið með hann
til héraðsdómsins í
Fiirstenwald, þar sem
honum var stefnt fyrir
rétt með skírskotun til
einhverrar greinar í lög-
um um alþýðulögreglu.
Havemann var einn af
nánustu vinum ljóða-
smiðsins Wolfs Bier-
manns, sem fyrir
skömmu var sviptur
borgararétti í Þýzka al-
þýðulýðveldinu, og var
einn hinna fyrstu til að
krefjast afturköllunar
þessarar ákvörðunar.
Rofið samband
hans við
umheiminn
Skömmu fyrir handtök-
una átti fréttaritari
Siiddeutsche Zeitung
samtal við Robert Have-
mann. Fréttaritarinn
skýrir svo frá:
Öryggislögregla Þýzka
alþýðulýðveldisins hefur
undanfarna daga haldið
áfram að gera ráðstafanir
til að útiloka Robert
Havemann frá um-
heiminum. 1 bústað sín-
um í Grúneheide við
Berlín lagði Havemann
áherzlu á það við
Suddeutsche Zeitung, að
frá því á mánudaginn
(22. nóvember) hafi
lögreglumenn og menn
frá öryggislögreglu
ríkisins meinað gestum
aðgang að húsi hans.
Jafnvel sóknarprestinum
hafi ekki verið hleypt inn
í húsið. Byggingarinnar
væri gætt allt í kring.
Samkvæmt upplýsing-
um Havemanns, sem
leynilögreglumenn
fylgja, hvert sem hann
fer, hafa þeir borgarar
Þýska alþýðulýðveldis-
ins, sem hafa ætlað að
heimsækja hann, verið
fluttir á lögreglustöð og
þeir teknir til langra yfir-
heyrslna. Þessir gestir
hafa eindregið verið
varaðir við því að halda
áfram tilraunum sínum
til að ná sambandi við
Havemann og það tekið
fram um leið, að ella yrði
að ræða við þá á öðrum
stöðum. Vestur-þýzkir
fréttaritarar féngu
heldur ekki að fara inn í
hús Havemanns. Göt-
unni, sem Havemann býr
við, var lokað með herbíl-
um og flutningabílum.
Aðeins nágrannar hans
voru frjálsir ferða sinna.
Sími Havemanns hefur
verið lokaður. Hann stað-
festi, að auk rithöfundar-
ins Jtlrgen Fuchs væru
Gerulf Pannach og
Christian Kunert einnig í
gæzluvarðhaldi. Hinir
þrír handteknu eru nánir
vinir Havemanns. Fregn-
ir um, að dóttir hans,
Sibylle, hefði einnig ver-