Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 LOFTLEIDIR r 2 11 90 2 11 88 Innilegt þakklæti til ættingja og vina fyrir gjafir, skeyti og símtöl á afmæli mínu þann 27. janúar s.l. Friðb/örg Helgadóttir Skardi Þykkvabæ. Innilegt þakklæti mitt til allra þeirra er heimsóttu mig, færðu mér gjafir, blóm og kveðjur i til- Ég bið ykkur öllum blessunar. Guðbrandur Benediktsson, frá Broddanesi ORÐ í EYRA í hádeginu — Jæja, Heldur burstuðum við þjóðverjana, sagði Sjonni, vinur minn, upp úr súpunni áður en ég fékk ráðrúm til að kasta á hann kveðju Hvað þá setjast — Má mikið vera svaraði ég spaklega að vanda, ef þeir hafa ekki verið framlágir eftir nótt ást- meyjanna. Eins og til að mynda þjóðleikhússtjóri og aðrir garpar á menningarsviðinu. — Ekkert skil ég í honum Birgi ísleifi að borga ekki bara hand- boltamönnunum okkar fyrir að láta svo lítið að stíga fæti sínum inn í Laugardalshöllina Það er sko land kynning sem segir sex . — Já, eins og Megasið Og nú er það komið á lystamannalaun eins og Gvuðbergur eyminginn og Pétur Friðrik Það var líka mál til komið Það var ekki stætt á því lengur að hugljúf söngröddin væri ekki verðlaunuð, þó í litlu sé, og svo náttúrlega kvæðin Ijúfu og þýðu Þar er sko snilldin við suðu- mark öngvu siður en hjá Pétri Gunnarssyni og Mér. Að ógleymdum Honum Laxnesi Okkar — Hvað sem hvur segir eru þeir Gunnar og Héðinn og Njáll núll og nix miðað við landsliðið í dag, mælti Sjonni með alvöruþunga og kartöflu uppi i sér. — Ég fer ekki onaf því að Megasið er heilnæmt Það er að segja fyrir þroskaðar manneskjur og verséraðar i heimslystinni eins og við Þorgeir erum Með tilliti til undirfurðuleiksins í stilnum og sér- leiksins í frasögninni er fag- mönnum Ijóst að einleikur á glans- mynd tekur öðrum einleik fram og jafnvel öllu öðru i menningarand- rúmslofti nútímans — nema kannski Megasinu Ekki þar fyrir að Askenasi sé ekki virtúós og allt það En Þorgeir er þorgeir eins og ólafur jónsson rennir í grun i þrátt fyrir allt — Ólafur er jú oft á skotskónum og skotspónum eins og fleiri En margur er öruggari og yfirvegaðri og fimari og — Ég legg til enn einu sinni að úthlutunarnefnd lystamannalauna verði innlimuð í landsliðið með húð og hári Eða með öðrum orðum eins og hún leggur sig . . Þó sumir séu eitthvað að pípa um Jón Dan og Stefán Júlíusson og meiraðsegja Jónas Árnason þá blæs ég nú bara á það Það er nefnilega Megasið sem koma skal, heilnæmt og hressandi eins og spreibrúsaúði yfir döggþyrstar sálir . . Sjonni leið út um dyrnar án þess að kveðja Útvarp Reykjavík A1IÐMIKUDKGUR 16. febrúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson heldur áfram að lesa söguna „Briggskipið Blálilju" eftir Olle Mattson (7). Tiikynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Guðsmyndabók kl. 10.25: Séra Gunnar Björnsson les þýðingu sína á predikunum út frá dæmisögum Jesú eftir Helmut Thielicke II: Dæmi- sagan af týnda syninum; sfðari hluti. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Móðir og sonur“ eftir Heinz G. Konsalik Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (5). 15.00 Miðdegistónleikar Hljómsveitin Fflharmonía í Lundúnum leikur Konsert fyrir tvær strengjasveitir eftir Michael Tippet; Walter Goehr stjórnar. Henrik Szeryng og Sinfónfu- hljómsveitin í Bamberg leika Fiðlukonsert nr. 2 op. 61 eftir Karol Szymanowski; Jan Krenz stjórnar. Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur Introduction og alle- gro fyrir hljómsveit eftir Arthur Bliss; höfundur stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 útvarpssaga barnanna: ,3orgin við sundin" eftir Jón Sveinsson (Nonna) Freysteinn Gunnarsson fsl. Hjalti Rögnvaldsson les (12). 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldssins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Um streituþol og hjarta- skemmdir Dr. Sigmundur Guð- MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1977 18.00 Hvfti höfrungurinn Franskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi og þulur Ragna Ragnars. 18.15 Miklar uppfinningar Nýr sænskur fræðslumynda- flokkur f 13 þáttum um ýms- ar mikilvægustu uppgötvan- ir mannkynsins á sviði tækni og vfsinda. Má þar nefna hjól, mynt, letur, prentlist, sjóngler, klukku, eimvél, rafmagn og rafljós, sfma loftför og útvarp. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 18.45 Rokkveita rfkisins kynnir Deildarbungubræð- ur. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og vfsindi Fiskeldi Flugkennsla Dauðhreinsaðir kjúklingar Þjálfun býflugna o.fl. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.00 MajaáStormey Finnskur framhaldsmvnda- flokkur f sex þáttum, byggð- ur á skáldsögum eftir álenzku skáldkonuna Anni Blomqvist. 5. þáttur. Fimbulvetur (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 22.00 Saul Bellow Sænsk mynd um bandarfska rithöfundinn Saul Bellow, sem hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels á sfðasta ári, og borgina Chicago, þar sem Bellow hefur búið, sjðan hann fluttist til Banda- rfkjanna um 1920 ásamt for- eidrum sfnum, rússneskum gyðingum. Þýðandí og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord vision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskráarlok bjarnason prófessor flytur áttunda erindi flokksins um rannsóknir f verkfræði- og raunvfsindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Ólafur Þor- steinn Jónsson syngur fslenzk lög Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. b. PresturGrfmseyinga Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli flytur sfðari frá- söguþátt sinn af séra Sigurði Tómassyni. c. Kvæði eftir Arinbjörn Árnason Sverrir Kr. Bjarnason les. d. Ferð yfir jökul Bryndfs Sigurðardóttir les úr endurminningum Asmundar Helgasonar frá Bjargi. e. Um fslenzka þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur: Þjóðleikhús- kórinn syngur lög eftir Jón Laxdai Söngstjóri: Dr. Hallgrfmur Helgason. 21.30 Utvarpssagan: „Blúndu- börn eftir Kirsten Thorup Nína Björk Árnadóttir les þýðingu sfna (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (9). 22.25 Kvöldsagan: „Sfðustu ár Thorvaldssen" Endurminningar einkaþjóns hans, Carls Frederiks Wilck- ens. Björn Th. Björnsson les þýðingu sfna (8). 22.45 Djassþáttur f umsjá Jóns Múla Árna- sonar. 23.30 Fréttir. Dagskráriok. Saul Bellow með tvær bækur eftir sig á blaðamanna- fundi f Chicago um það leyti, sem hann fékk bðkmennta- verðlaun Nðbels. Klukkan 22.00: Saul Bellow Á dagskrá sjónvarpsins i kvöld að þættinum um Maju á Stormey loknum eða klukkan 22.00 er sænsk mynd um bandaríska rit- höfundinn Saul Bellow, sem hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels á síðasta ári. Einnig verður í þættinum sagt frá borginni Chicago þar sem Saul Bellow hefur búið frá því að hann fluttist til Banda- ríkjanna árið 1920 ásamt foreldrum sínum, sem voru rússneskir Gyðingar. Þýðandi myndar þessarar er Dóra Hafsteinsdóttir Saul Bellow er fæddur þann 10. júlí árið 1915 í Quebec í Kanada. Sagt hefur verið um verk hans að þau verði ekki auðveld- lega gagnrýnd þótt þau hafi lengstum verið mjög umrædd. Bellow sem hefur kennt ensku við ýmsa framhalds- skóla í Bandaríkjunum hefur að sögn gert í því að hindra formlega gagnrýni á verk sín, skrifaði meira að segja grein í bók- menntarit New York Times, þar sem hann lagði til að litið yrði á bækur sínar með skemmtanagildi þeirra í huga. Fyrstu bækur hans voru „Dangling man“, skrifuð 1944, og „Fórnarlambið" (1947). Báðar þessar bækur fengu þann dóm gagnrýnenda að þær væru vandlega uppbyggðar og sjálfrýnar. Sú fyrri segir frá ungum manni, sem bíður þess að vera kallaður í herinn árið 1943. Hann hafði sagt stöðu sinni lausri eftir að hann fékk formlega tilkynningu frá hinu opinbera um her- kvaðningu — en það líður ár þar til hann er loks kvaddur á vettvang og af því dregur sagan nafn sitt. Síðari bókin er nokkurs konar dæmisaga og segir frá ungri Gyðingakonu, sem er ásökuð fyrir að hafa eyðilagt framavonir manns af öðrum kynstofni. Hún skilur hvað er á bak við þá ásökun, sem kemur beint frá manninum sjálfum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.