Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 15

Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 15 Sala varnarliðseigna: þessar árásir úr öllum áttum, sem satt að segja eru komnar út i öfgar. Nafnleynd umsækj enda gagnrýnd — Frá umræðum á Alþingi í gær NOKKIR umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Sölu varnarliðseigna fóru þess á leit, að nöfn þeirra yrðu ekki birt, fengju þeir ekki stöðuna. Ég varð við þeim tilmælum, enda taldi ég það ekki skylt að lögum, er stofnanir á vegum utanríkis- ráðuneytisins eiga í hlut, sagði Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra. i umræðum ut- an dagskrár á Alþingi í gær. Ef réttir aðilar æskja endur- skoðunar á þessari afstöðu minni, þ.e. einhver umsækj- enda, mun ég fara ofan i málið á nýjan leik. Jafnframt mun ég kanna hjá öllum um- sækjendum, hvort þeir geti ekki fallizt á nafnbirtingu um- sækjenda, að gefnu tilefni i þessari umræðu. Óvenjuleg meðferð máls Ragnar Arnalds, formaður Alþýðu- bandalagsins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær, og gerði að umtalsefni nafnleynd umsækj- enda um stöðu framkvæmdastjóra Sölu varnarliðseigna Hann sagðist ekki halda því fram, að utanríkisráð- herra hefði brotið lög i meðferð máls- ins, sem væri þó harla óvenjuleg og þarfnaðist skýringgr Umsækjendur hefðu verið 34 — en þeirra á meðal ekki sá, er stöðuna hlaut. Utanríkisráð- herra n/gitað» að gefa upp nöfn um- sækjenda Það væri brot á hefð og venjum um veitingu starfa í opinberar stöður. Umrædd stofnun heyrði ekki til utanríkisþjónustunni sem slikrar, þó hún heyrði undir sama ráðuneyti. Upp- lýsa þyrfti hvaða lög vörðuðu rekstur þessar stofnunar, hvert væri starfssvið og starfsvald framkvæmdastjóra henn- ar, og láta þingmönnum i té nöfn umsækjenda Spurning væri, hvort ekki þyrfti að setja stofnuninni sérstök lög og sérstaka stjórn. Ragnar sagðist ekki draga úr hæfni setts framkvæmda- stjóra, en sin skoðun væri, að eðli stofnunarinnar væri slíkt, að starfs- menn stjórnmálaflokka ættu að halda sig sem lengst frá henni Óskaði hann skýringa ráðherra á nafnleynd og með- ferð málsins í heild Áratuga tortryggni Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, tók undir orð Ragnars Sagði hann umrædda stofnun hafa sætt meiri tortryggni í áratugi en gengi og gerðist með ríkisstofnanir, og þörf hefði verið á því að hreinsa til, ekki gera vötn öll gruggugri. Æskilegt væri að ráðherra léti Alþingi i té greinargerð um starfsemi þessarar stofnunar, svo og um húsbyggingu á hennar vegum, en svo væri að sjá, sem þar væri staðið að stærri byggingu en stofnunin þyrfti til sinnar starfsemi Benedikt sagði vax- andi gagnrýni á Stjórnkerfi okkar. ekki sízt skipun í embætti, og það, sem hann kallaði „misnotkun og feit emb- ætti flokksgæðinga'' Á engan hátt mætti þó skilja orð sín sem persónu- lega gagnrýni í garð setts fram- kvæmdastjóra, heldur almennt. Hlægi- legur útúrsnúningur væri að fela um- rædda nafnleynd að baki þess, „að þetta brask' heyrði til utanrikisþjón- ustu í venjulegum skilningi þess orðs Tími leyndarinnar er að renna út I opinberri stjórnsýslu, sagði Benedikt. Þess ætti utanríkisráðherra að gæta. Eðlileg málsmeðferð í hvívetna Einar Ágústsson, utanrlkisráðherra, sagði fyrirspurnir utan dagskrár hindra í æ ríkara mæli meðferð fvrirspurna, sem fram kæmu með þinglegri hætti, og tefðust fyrir vikið Þingvenja væri og, að ráðherra fengi að vita fyrirfram um fyrirspurnir utan dagskrár, en hvorki Ragnar né Benedikt hefðu kunn- gjört sér framkomnar spurningar Hann hefði að visu fregnað að Ragnar myndi mæla utan dagskrár um við komandi stofnun en ekki hvers eðlis spurningar yrðu Hér væri þinghefð sniðgengin Einar sagði umsókn Alfreðs Þor- steinssonar hafa borizt sér áður en umsóknarfrestur var úti Umsókninni hefðu fylgt beiðni þess efnis, að nafn- birting kæmi ekki til, ef viðkomandi fengi ekki umrædda stöðu. Svo hefði verið um fleiri umsækjendur og gætu til þess legið ýmsar eðlilegar skýringar Hann sagðist hafa fallizt á þessar beiðnir, enda hefði hann skilið viðkom- andi lög á þann veg, að nafnbirting næði ekki til stöðuveitinga á vegum utanríkisráðneytisins Hvorugur fyrir- Arnalds Benedikt Gröndal. Elnar Ágústsson. Stetán Jónsson, Albert Guðmundsson, Sverrir Hermannsson. við flokkspólitiskt starf. Benedikt Grondal ítrekaði fyrirspurn um hús- byggingu Sölu varnarliðseigna og taldi gagnrýnda nafnleynd skapa tortryggni. sem e.t.v hefði verið hægt að komast hjá Umsækjendur ættu bókstaflega engan rétt á nafnleynd Karvel Pálma- son (SVF) tók undir það sjónarmið Liður í árásum á ráðherra Albert Guðmundsson (S) kvaðst þekkja Alfreð Þorsteinsson sem póli- tískan andstæðing, bæði i borgarstjórn og sem blaðamann Hann hefði gert sér marga „skráveifuna' sem slikur En hann þekkti hann einnig sem einstakl- ing og samborgara Og hann bæri til hans fullt traust til umrædds starfa Ég tel fráleitt að reyna að gera hann tor- tryggilegan hérá háttvirtu Alþingi, þótt pólitískur andstæðingur sé; hann á þvert á móti að njóta sannmælis, ekki sizt þar sem hann hefur ekki aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér á þessum stað Þetta upphlaup er liður i stanz- lausum gjörningum á hendur utanríkis- ráðherra, sem naumast hefur sfarfsfrið fyrir vissum öflum. Ég er orðinn þreytt- ur á að sitja undir slíku, sagði þing- maðurinn Ráðherra á að gera það, sem honum finnst sjálfum rétt og skylt i þessu efni sem öðrum innan ramma laga Ég vona að hann standi af sér Byggt fyrir orkustofnun Einar Ágústsson, utanrikisráðherra. bað Benedikt Gröndal að fletta upp í fjárlögum Þar mætti sjá, að byggja ætti ofan á hæð Sölu varnarliðseigna fyrir Orkustofnun, sem væri i hús- næðishraki Þetta hélt ég að allir þing- menn hefðu átt að vita, sagði ráðherr- ann Dæmisaga af Al Capone Sverrir Hermannsson (S) sagðist hafa heyrt þá sögu, að Al Capone (bandarískur sakamaður) hefði borið fram þá ósk á banabeði, að synir hans tveir mættu fá sæti i Sölunefnd varnar- liðseigna á íslandi Það hefði verið áður en nefndin hefði verið niður lögð Hefði sá þó komizt i ýmislegt af feitara tagi — Hitt vildi hann að kæmi fram. þrátt fyrir orð Alberts Guðmundssonar. að hann-væri undrandi á vinnubrögð- um varðandi umrædda embættisveit ingu. Ekki ætti að taka við umsóknum um opinber embætti frá „huldumönn- um' Meðferð þessi er mér alls ekki að skapi, sagði þingmaðurinn Framhald á bls. 19 spyrjenda hefði heldur borið sér á brýn lagabrot i þessu efni Las ráðherra siðan upp þau lagaákvæði, er um þessi mál fjalla, og vitnaði til réttrar frásagn- ar í Morgunblaðinu þar um Hann sagði jafnframt, að hann myndi taka þessa afstöðu sína til endurskoðunar, ef óskir þar um kæmu frá réttum aðilum, fagfélögum eða umsækjend- um Ennfremur myndi hann óska heimildar viðkomandi til nafnbirtingar Ráðherra sagði ihugunarefni, hvort setja ætti þessari stofnun sérstök lög eða vekja til lífs sölunefnd, sem lögð hefði verið niður í tið vinstri stjórnar Hann vakti og athygli á þvi, að Alþýðu- flokkurinn hefði í 14 ár farið með utanrikismál án nokkurrar breytingar á starfsfyrirkomulagi þessarar stofnunar sem verið hefði hið sama í 25 ár Formaður Alþýðuflokksins talaði hins vegar um „stjórnmálagæðinga" og „feit embætti" og sjálfsagt af nokkurri reynslu Ráðherra sagði það ekki löst á um- sækjanda. þó reykvískir kjósendur hefðu trúað honum fyrir stjórn sinna málefna Þvert á móti Hér væri um setningu í starf að ræða ekki skipun. ákveðinn reynslutíma, sem væri ekki óvenjulegt á neinn hátt, heldur eðlileg viðbrögð, einmitt með tilliti til eðlis starfans. Tillaga til þingsályktunar Stefán Jónsson (Abl) gagnrýndi hörðum orðum nafnleynd umsækjenda — og sagðist íhuga, hvort bera ætti fram tillögu til þingsályktunar þess efnis, að ráðherra léti þingmönnum og almenningi i té umbeðnar upplýsingar Fyrirspyrjendur taka aftur til máls Ragnar Arnalds (Abl) ítrekaði, að hann hefði ekki sakað ráðherra um lögbrot af neinu tagi Hann hefði held- ur ekki haldið því fram að borgarfull- trúi fyrir Framsóknarflokkinn væri þar með útilokaður frá slíkum starfa Hins vegar væri viðkomandi starfi þess eðl- is,-a5ekki ætti-að-vera urrv náin tengsl nnur nm Vegna hagstæðra samninga við pólsku Fiatverksmíðjurnar getum við nú boðið hinn rúmgóða 5 manna Fiat 125 P á ótrúlega lágu verði. Febrúar sendingin seldist upp á 4. dögum. Næsta sending væntan- leg 1 5 marz. Tryggið ykkur Fiat 1 25 P strax. j_Hámarkshraði 135 km, j[[ Bensíneyðsla um 10 lítrar per 100 km j~ Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum [~ Radial — dekk [~ Tvöföld framljós með stillingu Læst benzínlok [[, Bakkljós Qj Rautt Ijós i öllum hurðum |~ Teppalagður Q, Loftræsti- kerfi Q Öryggisgler 2ja hraða miðstöð ~j 2ja hraða rúðuþurrkur []T Rafmagnsrúðu- sprauta Q Hanzkahólf og hilla Kveikjari Lí Litaður baksýnisspegill Q Verkfærataska [~ Gljábrennt lakk j~ Ljós i farangurs geymslu Q 2ja hólfa karborator [jj. Syn kromeseraður gírkassi j~ Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök j~ Höfuðpúðar i r f 195-000, Adeins kr-1- 63000, til öryrkP Leitið upplýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOO A ISLANOI Davíð Sigurðsson hf SÍOUVULA 35, SIMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.