Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 17

Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 Jarðskjálfta- hrinan fjaraði út Skinnastad 15. feb. JARÐSKJÁLFTAHRINAN, sem gengið hefur hér yfir, er nú að fjara út. Af mælunum hér á Skinnastað. mátti lesa 50 skjálfta frá hádegi i gær til jafnlengdar í dag. Kraftmestu skjálftarnir voru um og yfir 3 stig á Richter-kvaðra og voru upptök þeirra i Öxarfirði, um 20 km frá Skinnastað. Eru upptökin á svipuðum slóðum og i stóra jarðskjálftanum i janúar i fyrra. Hér er snjór yfir Öllu og erfið færð á hreppavegum. Gott veður hefur verið undanfarna daga og er allt gott héðan að frétta. — Sr. Sigurvin. Ur lífhættu ÞRÍR piltar slösuðust, og einn þó mest, þegar bifreið fór útaf veg- inum á mótum Reykjanesbrautar og Þúfubarðs í Hafnarfirði s.l. laugardagskvöld og hafnaði i gjótu. Sá piltanna sem mest slas- aðist hlaut höfuðkúpubrot. Var hann fluttur á gjörgæzludeild en hann mun nú vera úr lífshættu. Annar piltur lærbrotnaði. Bíllinn er stórskemmdur, en hann tóku piltarnir í óleyfi. Sigldi eftir merkjum en sjórinn dugði ekki EINS OG sagt hefur verið frá i fréttum tók togarinn Sigurður niðri í innsiglingunni í Vest- mannaeyjahöfn þegar hann kom þangað s.l. laugardag með liðlega 1300 tonn af loðnu. í Morgunblað- inu í gær var sagt, að Sigurður hefði ekki siglt inn í höfnina þar sem dýpið er mest, en dýpið er nokkuð, mismundandi á leiðinni inn höfnina. Samkvæmt upplýs- ingum Jóns I. Sigurðssonar hafn- sögumanns sigldi skipstjórinn á Sigurði inn leiðina nákvæmlega eftir upp gefnum siglingamerkj- um, ,,en vatnið undir skipinu dugði ekki“, sagði Jón. Taldi Jón að dýpið á þessum tima dagsins hefði verið um 6 m og 30 sm, en hann kvaðst álíta að skipið hefði rist um 7 m. Sigurður ristir óvenjulega mikið fullhlaðinn, en þannig er með þau skip sem dýpst rista í flota landsmanna að þau verða að sæta flóði þegar þau fara inn og út úr Vestmannaeyjahöfn. til almennrar hlutafjársöfn- unar í því skyni að eignarhlut- fall ríkissjóðs verði ekki hærra en það nú er, þ.e. um 47%. Ekki liggja fyrir neinarfram- kvæmdaáætlanir fyrir væntan- lega tilraunaverksmiðju að svo stöddu, en fram kom í umrnæl- um Guðmundar Einarssonar stjórnarformanns, að fyrsta verk stjórnar yrði að kanna að- stæður fyrir að hefja undirbún- ing fyrir staðsetningu verk- smiðjunnar. Yrði það væntan- lega gert innan tiðar. Allmiklar umræður urðu um málefni félagsins og væntan- legrar tilraunaverksmiðju, og báru umræður allar vott um bjartsýni hlutafjárhafa. Undir- búning að fundinum höfðu ann- azt fulltúrar iðnaðar- og fjár- málaráðuneytis. Af hálfu þess- ara ráðuneyta voru mættir á fundinum þeir Gísli Einarsson, Ásgeir Thoroddsen hdl, og Gunnar Guttormsson frá iðnaðarráðuneyti en frá fjár- málaráðuneyti þeir Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Gunnlaugur Classen deildar- stjóri og Oddur Ólafsson alþingismaður. Einnig var Baldur Lindal efnaverkfræð- ingur mættur á fundinum, en hann hafði yfirumsjón með þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í sambandi við salt- verksmiðju á Reykjanesi. I stjórn félagsins, sem skipuð er fimm mönnum og fimm til vara, eru þeir Guðmundur Ein- arsson, stjórnarformaður, Odd- ur Ólafsson alþingismaður, Finnbogi Björnsson oddviti, Gerðum, Friðrik Á. Magnússon frkvstj., Njarðvík, og Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, Keflavík, sem aðalmenn. Sam- kvæmt stofnsamningi félagsins er Guðmundur skipaður af iðnaðarráðherra, og Oddur Ólafsson skipaður af fjármála- ráðherra, Varamenn í stjórn eru Ingvar Jóhannsson frkvstj., Njarðvík, skipaður af iðnaðar- Framhald á bls. 19 Mikið fjölmenni var á stofn- fundinum í Stapa. Voru þar saman komnir margir hluthafa svo og aðrir áhugamenn um saltverksmiðju á Reykjanesi. Til fundarins hafði verið boðað af stjórnvöldum, en með lögum um undirbúningsfélag saltverk- smiðju á Reykjanesi hafði ríkis- stjórninni verið falið að beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er hefði það markmið að kánna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbúning þess að slíku fyrirtæki yrði komið á fót. Undirbúningsvinna og fundarboðun stofnfundarins hafði að mestu verið í höndum Gisla Einarssonar í iðnaðar- ráðuneytinu sem setti fundinn og tilnefndi Ásgeir Thoroddsen hdl. fundarstjóra. Með saltverksmiðju er í lög- unum átt við iðjuver til vinnslu á salti (natríumklóriði) fyrir innlendan og erlendan markað og hagnýtingar á efnum, sem til falla við þá vinnslu. Nú þegar hafa undirbúningsrannsóknir á virkjunarmöguleikum saltrikr- ar gufu verið framkvæmdar á Reykjanesi, en í 2. grein stofn- samnings hins nýja félags, sem er um 47% i eigu rikis og um 53% i eigu einstaklinga og félaga, segir að félagið skuli láta endurskoða niðurstöður rannsókna og áætlana sem fyrir liggja. Skal félagið framkvæma eða láta framkvæma hvers konar viðbótarrannsóknir, sem það telur nauðsynlegar til undirbúnings að byggingu og rekstri saltverksmiðju, m.a. skal félagið láta reisa og reka tilraunaverksmiðju. Ennfrem- ur segir i sömu grein að undir- Stofnfundur Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi, sem haldinn var í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum f gær, var mjög fjölmennur, og sýnir þessi mynd aðeins hluta fundar- manna. Fjærst á myndinni, við háborðið, sitja nokkrir fulltrúar stjórnvalda, og er Ásgeir Thoroddsen hdl. fundarstjóri í ræðu- stól. , ,V onandi fy r sta skrefið,í að stór- iðja á íslandi verði íslenzk” — ÞETTA félag er sérstætt að því leyti, að einstaklingar skuli leggja fjármagn til starfseminnar til jafns við ríkið. Þá er þátttakan f félagsstofnuninni líka áreiðanlega einsdæmi, en félagi sem þessu er sterkur bakhjarl nauðsynlegur, enda er fé það sem menn hafa lagt f hlutafélagið áhættufé. Vona verður hins vegar að vel rætist úr málum fyrirtækisins, og vonandi er að með stofnun þessa almenningsfyrirtækis hafi fyrsta skrefið verið stigið f því að stóriðja á fslandi verði íslenzk. Efnislega komst Guðmundur Einarsson verkfræðingur þannig að orði á stofn- fundi Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi í Félags- heimilinu Stapa í Y-Njarðvík f gær, en Guðmundur hafði þá verið nýskipaður formaður stjórnar félagsins. staklingar, félög og stofnanir fram 45 milljónir og ríkissjóður 40 milljónir. Sagði Ásgeir þetta í raun þýða, að ríkissjóður væri minnihlutaaðili að félaginu. Var og samþykkt viðbótartil- laga við þá grein stofnsamn- ingsins sem kveður á um hluta- fjáreign i félaginu og þar fast kveðið, á, að ef ríkisstjórnin vildi auka hlutafé rikissjóðs í félaginu, þá skuli stjórnin efna Stofnfundur saltverksmiðju á Reykjanesi: Fyrsta stjórn Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi (fv.): Finnbogi Björnsson, Gunnar Sveinsson, Guðmundur Ein- arsson, Friðrik Á. Magnússon og Oddur Ólafsson. (Ijósm. RAX) búningsfélagið skuli láta fram- kvæma ítarlegar markaðs- athuganir. Skal að þvi stefnt, eftir því sem fært þykir, að unnt verði að framselja árangurinn' af starfsemi félags- ins i hendur aðila eða aðilum, sem takist á hendur að full- byggja verksmiðjuna og annast rekstur hennar til frambúðar. Loks segir í 2. grein stofnsamn- ingsins, að óheimilt skuli að framselja árangurinn af starf- semi hlutafélagsins til annarra en íslenzkra aðila, nema sam- þykki Alþingis komi til. Það kom fram hjá Ásgeir Thoroddsen, fulltrúa iðnaðar- ráðuneytis, á fundinum í gær að samtals hefðu þá borizt hlutafjárloforð fyrir 85 milljón- um króna. Af því leggja ein- Ljósm. Mbl. Ól.K. Matj. BÓKAVERZLUN Sigfúsar Eymundssonar hefur undanfarna daga haft á boðstólum bækur, sem dregnar hafa verið fram úr geymslum og settar fram f verzluninni. Þetta eru gamlar bækur, sem seldar eru á gömlu verði. Og eins og alltaf þegar fólk getur gert kjarakaup á bókum, er mikil ös og ágæt sala, að sögn Steinars Þórðarsonar verzlunarstjóra hjá Eymundsson. Ráðstefna Alþjóðlega fjarskiptasambandsins um gerfihnetti; íslandi úthlutað 8 rásum með 2 stað- setningarmöguleikum Á RÁÐSTENFU Alþjóðlega fjar- skiptasambandsins um gervi- hnetti, sem haldinn var f Vfn ný- verið, var Islandi úthlutað fimm rásum frá gervihnetti staðsettum yfir miðbaug og 31. gráðu vest- lægrar lengdar og 3 rásum frá 5 gráðum austlægrar lengdar. Til- gangur ráðstefnunnar var að út- hluta aðildarrfkjum rásum og staðsetningu gervihnatta á mið- baug, svo og að ákveða umfang þeirra geisla sem hverju rfki er leyfilegt að senda út frá gervi- hnetti sfnum. Miðað er við að geislinn nái sem minnst út fvrir umráðasvæði hvers rfkis, en þó voru gerðar fáeinar undantekn- ingar frá þessu, og má t.d. nefna, að hin Norðurlandarfkin vildu hvert um sig, auk eigin geisla. senda út geisla sem næði yfir þau öll. í fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins um ráðstefnu þessa kemur fram, að vegna fjar- lægðar Islands frá Norðurlanda- ríkjunum hafi ekki verið hag- kvæmt að láta Norðurlandageisl- ann ná hingað en hins vegar þótt rétt að sækja fyrir hönd Islands um sömu staðsetningu fyrir gervi- hnött með hliðsjón af æskilegu samstarfi um smiði og rekstur gervihnatta. Er þá haft i huga að sérstökum geisla yrði beint til ís- lands frá gervihnetti á þessum sama stað. Með hliðsjón af þeim möguleika að ekki gæti orðið um slikt samstarf að ræða var ákveðið að sækja einnig um aðra vestlæg- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.