Morgunblaðið - 16.02.1977, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977
Hér hefur ekki fallið snjóflóð, eins og virzt gæti í fljótu bragði, heldur eru þetta Niagara-fossarnir í Bandaríkj
unum f klakaböndum.
Björgunarsveitar-
menn með fisksölu
Akranesi, 15. feb.
Sölustjórar
Flugleiða á
fundi á
Húsavík
llúsavfk 15. feb.
I DAG lauk aö Hótel Húsavík
tveggja daga fundi sölu- og
svæðisstjóra Flugleiða h/f á svo-
nefndu austursvæði, þ.e. Mið-
Evrópu, og nokkurra yfirmanna
félagsins í Reykjavik. Slíkir fund-
ir eru haldnir á hverju ári, en
þetta er í fyrsta sinn, sem sölu- og
svæðisstjórar halda fund á ís-
landi utan Reykjavíkur. Á fund-
Akranes
SOKNARPRESTURINN á Akra-
nesi hefur föstumessu í kvöld kl.
8.30 í Akraneskirkju.
inum var farið yfir árangur s.l.
árs og framtíðarhorfur ræddar.
Ymsir fundarmanna komu nú í
fyrsta sinn til Norðurlands enda
þótt þeir hafi oft heimsótt ísland.
Fundarmenn róma mjög alla
fyrirgreiðslu og aðstöðu á Hótel
Húsavík, svo og bæinn sjálfan og
umhverfið. Á Húsavík er nú all-
mikill snjór og afbragðs skíða-
færi.— Frfltarilari.
Bíl stolið
AÐFARARNÓTT fimmtudagsins
10. febrúar var blágrænni
Cortinu, árgerð 1967, stolið frá
Karlagötu 18 í Reykjavík. Bif-
reiðin ber einkennisstafina R-
43343. Margsinnis hefur verið
auglýst eftir bifreiðinni en án
árangurs. Er það órk rannsóknar-
lögreglunnar í Reykjavík, að þeir
sem geti veitt upplýsingar um það
hvar bifreiðin er nú niðurkómin,
hafi strax samband við
lögregluna.
BJÖRGUNARSVEIT Slysavarna-
félagsins á Akranesi efndi til
torgsölu á fiski i soðið fyrir bæjar-
búa s.l. sunnudag. Fisksalan var
til fjáröflunar fyrir starfsemi
deildarinnar. Útvegsmenn og
skipshafnir 7 báta gáfu fiskinn til
sölunnar, og auk þess keyptu
Framhald af bls. 32.
sama tima í fyrra en heldur lak-
ara en um sama leyti árs 1975,
enda hefði byggingariðnaðurinn
þá búið að miklum lóðaúthlutun-
um frá 1973 og 1974. Hins vegar
taldi hann fyrirsjáanlegt að tölu-
verður samdráttur yrði í bygging-
ariðnaðinum þegar kæmi fram á
þetta ár, því að svo óheppilega
björgunarsveitarmenn saltfisk og
fleiri tegundir soðningar til þess
að auka fjölbreytnina. Sveitar-
menn önnuðust sjálfir sölu á
Heimaskagatorgi og voru búnir
gulum stökkum, sem lífguðu upp
á umhverfið. Salan gekk mjög vel
og bæjarbúar voru ánægðir með
viðskiptin. — júiius.
vildi til að lóðaúthlutanir allra
helztu bæjarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu hefðu verið í lág-
marki undanfarið.
Af þessari ástæðu kvaðst Víg-
lundur vera viss um að eftirspurn
eftir húsnæði ætti eftir að aukast
mjög þegar liði á árið. Spáði Víg-
lundur því að einhvern tíma á
bilinu frá maí nk. og fram í okót-
ber yrði sprenging í verðlagi á
fasteignamarkaðinum, svo að
leita þyrfti allt aftur til áranna
1971—72 til að finna hliðstæðu.
—Aflinn í janúar
Framhald af bls. 32.
var í fyrra 12.385 lestir. Var báta-
aflinn nú meiri á svæðinu frá
Vestmannaeyjum til Stykkis-
hólms en i fyrra og sömuleiðis á
Norðurlandi og Austfjörðum en
minni á Vestfjörðum. Togaraafl-
inn var 16.996 lestir s.l. mánudag
en 19.965 lestir í janúar i fyrra.
Loðnuaflinn í janúar var 120.105
lestir en 54. 831 lest sama mánuð í
fyrra. Rækjuafli er heldur meiri
en í fyrra, 861 lest á móti 815
lestum, en hörpudiskafli var all-
miklu meiri, 377 lestir á móti 199
lestum.
— Mun leita
heimilda
Framhald af bls. 32.
kom milli tveggja þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, Alberts
Guðmundssonar, sem varði
gerðir ráðherra, og Sverris
Hermannssonar, »sem gagn-
rýndi þær. Vitnaði Sverrir til
dæmisögu um A1 Capone, sem
óskað hefói þess á banabeði, að
synir hans tveir kæmust í Sölu-
nefnd varnarliðseigna á ís-
landi. Albert Guðmundsson
svaraði þvi til, að synirnir
hefðu sjálfsagt hætt við Sölu-
njfndina, ef þeir hefðu frétt
um Framkvæmdastofnun ríkis-
ins. (Þessar umræður eru
nánar raktar á þingsíðu).
— ISI fær 3ja
milljóna . . .
Framhald af bls. 32.
vegum og hinna einstöku sérsam-
banda innan ÍSl
Morgunblaðið ræddi í gær-
kvöldi við Gisla Halldórsson, for-
seta ÍSÍ, um þessa aukafjárveit-
ingu rikisstjórnarinnar. Gisli
sagði: ,,Við erum að sjálfsögðu
þakklátir fyrir þessa fjárveitingu,
sem við höfum fengið. Eins og
allir vita, er þessi fjárveiting til
komin vegna velgengni hand-
knattleikslandsliðs okkar. Pen-
ingunum verður skipt milli sér-
sambandanna, þannig að þau geti
tekið þátt í alþjóðamótum með
reisn, en væntanlega mun bróður-
parturinn af fjárveitingunni
rennatil hanknattleiksliðsins."
— Atvinnu-
ástandið
— Danmörk
Framhald af bls. 1.
1. marz n.k. en skv. því munu laun
aðeins hækka um 2% á ári næstu
2 ár auk 4% dýrtiðarhækkunar á
hvoru árinu. Það er ekki hægt að
tala um að Venstre hafi tapað
fylgi, því að fylgishrunið fækkaði
þingmönnum flokksins úr 42 í 21.
Þetta tap, sigur jafnaðarmanna
og miðdemókrata, sem bættu við
sig 8 þingsætum, úr 4, er það sem
mesta athygli hefur vakið. Þegar
95% atkvæða höfðu verið talin
skömmu eftir miðnætti lá ljóst
fyrir, að „Ágústflokkarnir“, jafn-
aðarmenn, róttækir, íhaldsmenn,
miðdemókratar og Kristilegi þjóð-
arflokkurinn höfðu fengið um 105
þingsæti af 179.
Mjög mikil þátttaka var i kosn-
ingunum þvert ofan í allar spár
og neyttu um 90% kjósenda at-
kvæðisréttar síns, en 88.7% 1975.
Virðist Danir því hafa hrist af sér
stjórnmálaleiðann, sem svo mikið
hafði verið talað um. Hefur þetta
greinilega haft sitt að segja fyrir
jafnaðarmenn.
Úrslitin eins og þau lágu fyrir á
miðnætti voru á þessa leið.
Jafnaðarmenn 65(53), Róttæki
vinstriflokkurinn 6(13), Kristi-
legi þjóðarflokkurinn 6(9),
íhaldsflokkurinn 15(10), Réttar-
sambandið 6(0). Sósíalíski
þjóðarflokkurinn 7(9), Kommún-
istar 7(7), Miðdemókratar 11(4),
Vinstrisósíalistar 5(4), Framfara-
flokkurinn 25(24) og Venstre
21(42). Til viðbótar við þessi 175
þingsæti bætast síðan 2 við frá
Grænlandi og tvö frá Færeyjum,
þannig að samtals eiga 179 þing-
menn sæti í danska þinginu.
Mogens Glistrup, formaður
Framfaraflokksins, sagði er úr-
slitin iágu fyrir, aó nú væri Fram-
faraflokkurinn orðinn stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn í
landinu og hann myndi vissulega
taka hlutverk sitt alvarlega.
Glistrup sagði að úrslitin væru
sorgleg, þau myndu aðeins hafa í
för með sér að draga Danmörk
lengra niður í svaðið.
Stjórnmálafréttaritarar telja að
óhjákvæmilegt verði fyrir Poul
Hartling, formann Venstre, að
segja af sér eftir þessa miklu
niðurlægingu, en hann fékkst
ekki til að tala við fréttamenn
eftir að úrslit voru kunn i nótt,
Hins vegar sendi hann frá sér
yfirlýsingu þar sem hann sagði:
„Ég óska Anker Jörgensen for-
sætisráðherra til hamingju,
ástæðan fyrir sigrinum er
stemmningsalda Jörgensen í vil.
Ég minni hins vegar jafnaðar-
menn á að kaldur hversdags-
leikinn tekur við nú að kosn-
ingum loknurn."
Stjórnmálafréttaritarar telja
ólíklegt að Jörgensen muni taka
ráðherra inn í stjórn sina frá
stuðningsflokkunum alveg á
næstunni, þar sem nú verði
stjórnin að einbeita sér að því að
koma Ágústsamkomulaginu í
gegn og koma í veg fyrir alls-
herjarverkfall og verkbann í
landinu. Takist það er ekki ólik-
legt að nýir menn verði teknir inn
í stjórnina.
Mið'VÍnstri
Sósíaldemókratar
Sós.þjóðarfl.
Kommúnislar
Vinstrisósfalistar
Mið- hægri
Vinstri
Róttækir
ihaldsmenn
Miðdemókratar
Kristilegir
Réttarsamband
Glistrup-hreyfingin
Framfaraflokkur
Þingsæti í Danmörku
+ Grænland 2, Færeyjar 2
1971 1973 1975 1977
70 46 53 65
17 11 9 7
0 6 7 7
0 0 4 5
87 63 73 84(+ll)
30 22 42 21
27 20 13 6
31 16 10 15
— 14 4 11
0 7 9 6
0 5 0 6
88 84 78 65(— 4)
— 28 24 26
175 175 175 175
4 4 4 4
179 179 179 179
Landsliðið vann
Slask 19:16
SÍÐASTI æfingaleikur hand-
knattleikslandsliðsins og
pólska liðsins Slask fór fram í
Laugardalshðll í gærkvöldi og
lauk leiknum með sigri lands-
liðsins 19:16. Þetta var eini
sigurleikur landsliðsins gegn
Slask.
Mörk íslands í leiknum gerðu
Þorbergur Aðalsteinsson 6,
Þorbjörn Guðmundsson 5,
Björgvin Björgvinsson 3, Ágúst
Svavarssen 2, Ólafur Einarsson
2 og Viggó Sigurðsson 1 mark.
Klempel var markhæstur í liði
Slask með 6 mörk.
FRAM REYKJAVÍKUR-
MEISTARI
Á undan leik landsliðsins og
Slask fór fram úrslitaleikur
Reykjavíkurmótsins í meistara-
flokki kvenna. Til úrslita léku
Fram og Valur og sigraði Fram
11:8.
IPSWICH I EFSTA
SÆTI I ENGLANDI
Úrslit i ensku knattspyrn-
unni í gærkvöldi:
Deildarbikarkeppnin:
Bolton — Everton 0:1
1. deild:
Ipswieh — Norwich 5:0
Middlesbrough — Arsenal 3:0
2. deild:
Charlton—Orient 2:0
Hull — Millwall 0:0
Luton — Blackburn 2:0
Oldham — Burnley 3:1
Notts County—Chelsea 2:1
Með sigri sínum yfir Bolton
komst Everton í úrslit keppn-
innar með samanlagða marka-
tölu 2:1 og mætir annað hvort
Aston Villa eða QPR á
Wembley 12. marz. Sigurmark
Everton skoraði Bob Latchford.
Með sigri sínum i 1. deild
komst Ipswich í efsta sætið.
Trevor Whymark skoraði 3
mörk og Paul Mariner og John
Wark sitt hvort markið. Nor-
wich hafði óskað eftir frestun
vegna þess að 14 af leikmönn-
um liðsins eru meiddir. Frest-
un var ekki veitt og til þess að
hafa fullt lið varð Norwich að
nota unga framherjann Kevin
Reeves en hann missti föður
sinn i gærmorgun og hafði ósk-
að eindregið eftir því að þurfa
ekki að leika.
lt ' 6l i>¥ IU I I
i li ( i I