Morgunblaðið - 16.02.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 Friðbjörn Þorsteinsson í Vík — Minningarorð F. 8. ágúst 1891 D. 8. febrúar 1977 Aldraður góðbóndi austan af landi, Friðbjörn Þorsteinsson, andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík 8. þ.m. eftir nær þriggja mánaða sjúkralegu. Þegar ég heimsótti Friðbjörn á sjúkrahúsið var auðséð hvað að fór. En ég dáðist að því hvernig honum tókst þrátt fyrir veikindin að halda sínu karlmennskulega yfirbragði — og var óvílinn og hress í máli eins og honum var eiginlegt allt frá því ég kynntist honum fyrst fyrir nær fjörutíu árum. Um það leyti réðst ég kaup- félagsstjóri til Stöðvarfjarðar, ungur og lftt reyndur til að ráða við vandasamt starf. Var það mér mikið lán að þáyerandi stjórnar- menn Kaupfélags Stöðfirðinga voru allir traustir og ráðhollir og stóðu samhuga vörð um hagsmuni félagsins. íbúar á suðurbyggð Fá- skrúðsfjarðar höfðu stofnað deild í Kaupfélagi Stöðvfirðinga og var Friðbjörn i Vík eins og hann var oftast nefndur fyrir austan, einn af forystumönnum deildarinnar og í stjórn kaupfélagsins öll þau 15 ár, sem ég var kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði. Hógvær og virðulegur var Frið- björn jafnan og ekki mikill mál- skrafsmaður á fundum, en raun- sær og tillögugóður. Hánn gætti hagsmuna félagsins í orði og verki, meðál annars með því að geyma sparifé sitt og barna sinna í innlánsdeild kaupfélagsins. Sjálfur stofnaði hann aldrei til skulda við kaupfélagið, en mælti gjarnan með lánafyrirgreiðslu tíl efnalítilla félagsmanna, sem nauðsynlega þurftu að leggja í fjárfestingu til að bæta hag sinn. Taldi hann skyldu samfélagsins að styðja þá fátæku til sjálfsbjarg- ar, og sú skoðun hans mun hafa komið fram jafnt í stjórn kaupfé- lagsins og í sveitastjórn Fá- skrúðsfjarðarhrepps, þar sem hann átti sæti í mörg ár. Snemma reyndi á dugnað og fyrirhyggju Friðbjarnar, því þeg- ar hann var á fermingar aldri andaðist faðir hans Þorsteinn Jónsson, bóndi að Flögu i Breið- dal, frá konu og þrem ungum son- um. Kom það í hlut hans, sem var elstur bræðranna að annast ásamt móður sinni Ingibjörgu forsjá heimilisins i Flögu. Vann Friðbjörn heimili móður sinnar fram yfir tvítugs aldur. En þá giftist hann jafnöldru sinni Guðnýju Guðjónsdóttur, góðri og mikilhæfri konu. Bjuggu þau Friðbjörn og Guðný fyrstu bú- skaparár sín að Flögu í Breiðdal. En vorið 1920 keyptu þau jörðina Vík í Fáskrúðsfjarðarhreppi þar sem þau siðan bjuggu i rúm fimmtiu ár, eða þar til synir þeirra, Þórhallur og Sigurpáll, tóku að fullu við búrekstrinum fyrir nokkrum árum. Guðný kona Friðbjörns andaðist fyrir rúmum þremur árum. Þeim hjónum Friðbirni og Guðnýju farnaðist vel á þeirra löngu samfylgd. Börnin þeirra urðu 9. Eitt andaðist í bernsku en átta komust til fullorðinsára og eru öll á lífi. I Vík leið öllum vel, mönnum og málleysingjum. Heimilisfólk var jafnan margt, stundum allt að tuttugu manns — og margan gest bar að garði þeirra hjóna. Alltaf var nægur og góður matur á borð- um og atlæti allt með þeim ágæt- um, að gott þótti öllum að koma að Vík og þar að vera. Friðbjörn annaðist og búfénað sinn af mikilli umhyggju og var að jafnaði vel birgur með hey. Reiðhesta átti hann oft góða og kunni vel með þá að fara. Þó að börnin mynduðu flest heimili sín utan heimasveitarinnar, höfðu þau þó öll meira eða minna sam- band við foreldra sina og heimilið í Vík. Og barnabörnin frá þéttbýlis- svæðunum eiga áreiðanlega mörg ógleymanlegar minningar um sumardvöl sína hjá ömmu og afa í Vík, þar sem þau voru umvafin t Útför bróður okkar BÓASAR HANNIBALSSONAR er lézt 10 febr fer fram frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 1 7. febrúar kl 1 30 Systkinin Móðursystir mín t INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR frá Rekavík bak Látrum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17 febrúar kl 10 30. Pálina FriSríksdóttir t Maðurinn minn og faðir okkar HAFLIÐI JÓN HAFLIÐASON Bjarkargötu 12 léstá Landakotsspitala 14 febrúar 1977. Sesselja Eirlksdóttir Marfa og Áslaug Hafliðadætur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför. mannsins míns, föður, tengdaföður afa og bróður STEINDÓRS STEINDÓRSSONAR. járnsmiðs, Strandgótu 51, Akureyri, Guðbjórg Sigurgeirsdóttir, Halldóra, Björn Jónsson, Sigurbjörg. Bernharð Steingrlmsson. Steindór Geir, Anna Pétursdóttir, Sigurgeir, Rósa Gestsdóttir, afabörn og systur. Bændaskólanemendur vilja ráðstafanir svo bænda- stéttin þurrkist ekki út ást og umhyggju f því dásamleg- asta umhverfi, sem hugsast getur, fallegum sveitabæ, þar sem góðar manneskjur hjálpuðu Guði til að skapa börnunum Paradís á jörðu. Ég kveð Friðbjörn með þakk- læti fyrir samstarf og öll góð kynni og bið Guð að blessa börn- um hans, tengdabörnum og barnabörnum minninguna um góðan föður og afa. Björn Stefánsson Á ALMENNUM fundi nemenda bændadeildar Bændaskólans á Hvanneyri 8. febrúar 1977 var m.a. samþykkt eftirfarandi til- laga: Almennur fundur nemenda bændadeildar Bændaskólans á Hvanneyri 8. febrúar 1977 sam- þykkir að skora á stjórnvöld að marka þegar i stað framtíðar- stefnu íslensks landbúnaðar og tekið verði tillit til eftirfarandi atriða, svo framarlega sem ekki verði stefnt að því að þurrka bændastéttina út. 1. Lánamál, og þá sér í lagi að stofnlán verði stóraukin, með það fyrir augum að ungu fólki verði gert kleift að hefja sjálfstæðan búskap. Má í því sambandi nefna aukna hlutdeild Byggðasjóðs. 2. Lækkun á rekstrarkostnaði, t.d raforkuverði til búrekstrar og innflutningstollum af land- búnaðartækjum, með það í huga að tekjur bænda verði sambæri- legar við tekjur viðmiðunarstétt- anna. 3. Auknar verði fjárveitingar til fræðslu og rannsóknarstarfa inn- an landbúnaðarins, t.d. I því augnamiði að auka innlenda fóðurframleiðslu og bæta gæði hennar. Nafn féll niður í BLAÐINU í gær féll niður nafn, sem átti að standa undir yfirlýs- ingu um kosningarnar í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Álftfirð- inga, Súðavík. Undir átti að standa nafn formanns félagsins, Hálfdáns Kristjánssonar. Er hann beðinn velvirðingar á mistök- unum. Leiklistarfélag M.H. sýnir Drekann LEIKLISTARFÉLAG Mennta- skólans við Hamrahlfð frum- sýndi sfðastliðinn sunnudag leikritið Drekann eftir rúss- neska rithöfundinn Evgeni Schwarts. Leikrit þetta hefur áður verið flutt f útvarp. Áð sögn þeirra er að sýningunni standa var sýnt fyrir fullu húsi á Miklagarði Menntaskólans við Hamrahlfð sfðastliðinn sunnudag. 1 kvöld er sýning kiukkan 20.30 og önnur föstu- dagskvöld á sama tfma. Einnig eru fyrirhugaðar nokkrar sýn- ingar f næstu viku, en fer það að sjáifsögðu eftir aðsókn. Leikstjóri „Drekans" er Þórunn Sigurðardóttir. Höf- undur leikrits þessa er eins og fyrr er getið Evgeni Schwarts (d. 1958). Hann er fæddur í bænum Kazan í Sovétríkjunum árið 1896. Starfaði lengi sem leikari í Rostov og varð fyrst þekktur sem leikritahöfundur þegar hann skrifaði „Nakta konunginn" árið 1934. Schwarts var afkastamikill leik- ritahöfundur og eftir hann ligg- ur fjöldinn allur af leikritum. Verk hans þóttu hafa vafa- saman boðskap að flytja og voru þau bönnuð ýmist um lengri eða skemmri tíma í Sovétríkjunum. Yrkisefni sín Elsa (Sigrfður Þorgeirsdóttir) og drekinn (Karl Ágúst Clfars- son ræðast við. sótti hann einkum til þjóðsagna og ævintýra og óf þau I sam- félagsádeilu og gagnrýni. Rauði þráðurinn gegnum verk hans þykir fyrst og fremst boðskapur fyrir kærleika og mannúð, svo og áróður gegn einræði og á þessi boðskapur að koma vel fram í leikritinu „Drekinn". Leikritið „Drekinn" er ævin- týri og segir frá dreka, sem ráðið hefur ríkjum í smábæ í fjögur hundruð ár. Hann krefst fórnar af bæjarbúum ár hvert, sem er stúlka. Völd sín tryggir hann með því að hafa borgar- stjóra bæjarins f vasanum. Drekinn (leikinn af Karli Ágústi Ulfssyni) krefst þetta árið að fá stúikuna Elsu í fórn (leikin af Sigríði Þorgeirsdótt- ur), en þá kemur farandriddar- inn Lancelot til sögunnar (leik- inn af Birni Guðbrandi Jóns- syni), og skorar hann drekann á hólm. Lancelot fer með sigur af hólmi, en eigi er úti ævintýr, því leppur drekans, sjálfur borgarstjórinn (Jakob S. Jóns- son) tekur nú öll völd í sínar hendur. I öðrum aðalhlutverkum eru Indriði Einarsson (Karla- magnús), Ragnheiður Tryggva- dóttir og Ingvar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.