Morgunblaðið - 16.02.1977, Qupperneq 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JH«rgimlil«liií(
LEIKHÚSFERÐ — Það er eftirvænting í svip skólabarnanna frá Keflavík, þar
sem þau ganga í röð úr rútubílnum inn i Þjóðleikhúsið í gærdag. Ástæðan er
augljós, þau áttu að fá að sjá Dýrin í Hálsaskógi, hið vinsæla leikrit Thorbjörns
Egner, sem alltaf nýtur jafn mikilla vinsælda, þegar það er sýnt hér á landi.
Ljósm. Mbl. 01. K. Mat».
eins og í meðalári
ATVINNUÁSTAND í byggingar-
iðnaði er nú töiuvert betra en það
Ljósm. Mbl. Sigurgeir.
Mestu munaði um stóraukinn loónuafla f janúar. Þarna kemur Guðmundur RE drekkhlaðinn
til Vestmannaeyja.
Aflinn í janúar:
66 þús. tonnum
meiri en í fy rra
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
yfirlit Fiskifélags íslands um
heildaraflann í janúarmánuði s.i.
Samkvæmt yfirlitinu var aflinn
151.113 lestir, en var I sama
mánuði í fyrra 85,218 lestir og er
aukningin þvf um 66 þúsund lest-
ir. Munar þarna mest um stórauk-
inn loðnuafla.
í yfirlitinu sést, að bátaaflinn
var í mánuðinum 12.702 lestir en
Framhald á bls. 18
var um sama leyti í fyrra eða
svipað því og gerist í meðalári, að
sögn Víglundar Þorsteinssonar,
forsvarsmanns einnar steypu-
stöðvarinnar hér á höfuðborgar-
svæðinu, cn af eftirspurn eftir
steypu má nokkuð merkja hreyf-
inguna I byggingariðnaðinum.
Vfglundur spáði því þó, að sam-
dráttur I þessum iðnaði myndi
koma fram þegar liði á árið, jafn-
framt þvf sem hann taldi fullvíst
að mikil verðsprenging yrði á
fasteignamarkaðinum. Hvort
tveggja ætti rætur sfnar að rekja
til þcss, að lóðaúthlutanir hefðu
verið í lágmarki hjá öllum sveit-
ar- og bæjarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Að sögn Víglundar var veturinn
í fyrra mjög léglegur hjá steypu-
stöðvunum og nefndi hann að hjá
stöð hans hefði verið framleidd
steypa sem svaraði til 2800 rúm-
metra í janúar og febrúar það ár.
Árið 1975 hefði veturinn hins veg-
ar komið mjög vel út og þá hefðu
verið framleiddir 6.500 rúmmetr-
ar steypu í stöðinni í janúar og
febrúar. Varðandi þessa tvo
fyrstu mánuði þessa árs sagði Víg-
lundur að ef svo héldu fram sem
horfði mætti ætla að framleiðslan
á steypu yrði um 5 þúsund rúm-
metrar eða áþekkt þvf og gerðist í
meðalári.
Víglundur sagði, að atvinnu-
ástand nú í byggingariðnaði væri
að öllu athuguðu mun skárra en á
Framhald á bls. 18
„Munum óska eftir
listanum ef félags-
menn biðja um það”
— segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB
Byggingariðnaðurinn:
Atvinnuástandið nú
U t anrí kisr áðherr a:
Mun leita heimilda
til nafnbirtingar
- vegna framkominna óska
TÖLUVERÐAR umræður urðu
utan dagskrár í sameinuðu
þingi í gær um nafnleynd um-
sækjenda um framkvæmda-
stjórastöðu Sölunefndar
varnarliðseigna. Krafðist
Ragnar Arnalds skýringu á þvf,
hvers vegna nöfn umsækjenda
væru ekki birt. Einar Ágústs-
son, utanríkisráðherra, svaraði
þvf til, að hluti umsækjenda
hefði óskað þess, að nöfn þeirra
yrðu ekki birt opinberlega,
hlytu þeir ekki stöðuna. Ilann
hefði fallizt á þá beiðni, enda
skyldi hann viðkomandi lög á
þá leið, að skyldunafnbirting
umsækjenda næði ekki til
stofnana á vegum utanríkis-
ráðuneytisins. Ef beiðni um
nafnbirtingu kemur frá
umsækjendum mun ég endur-
skoða afstöðu mfna, sagði ráð-
herrann. Eins mun ég leita
heimildar allra umsækjenda til
nafnbirtingar, vegna framkom-
inna óska þar um.
Til nokkurra orðahnippinga
Framhald á bls. 18
Baldur Möller ráðuneytisstjóri:
Lögreglustjórinn
í Reykjavík kann-
ar útgáfumál APN
Lögreglustjóraembættið f
Reykjavfk er nú að athuga
útgáfu blaða og tfmarita á
breiðum grundvelli og verða út-
gáfumál sovézku APN-
fréttastofunnar tekin með í þá
athugun, sagði Baldur Möller
ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en eins og Mbl. benti
á s.l. sunnudag, hefur umrædd
fréttastofa brotið lög um prent-
rétt undanfarin 15. ár.
Baldur Möller sagði, að lög-
reglustjóraembættið myndi senda
niðurstöður sínar rétta boðleið að
lokinni athugun, þ.e. til sak-
sóknaraembættisins og utanríkis-
ráðuneytisins. I því sambandi
nefndi Baldur, að utanrikisráðu-
neytinu hefði áður borizt ábend-
ing um að APN-fréttastofan færi
ekki að lögum við útgáfu timarits
síns. Einhverra hluta vegna hefði
ekkert verið gert í þvi máli, en
Baldur sagði að það myndi ekki
endurtaka sig í þetta skipti.
Baldur Möller sagði að lokum, að
ekki hefði reynzt unnt að fá
nákvæma vitneskju um það hvaða
ár utanrikisráðuneytinu var bent
á þetta né hver þaðgerði og væri
ástæðan tíðar tilfærslur starfs-
manna utanríkisþjónustunnar.
— EF einhver félagsmaður í
BSRB óskar eftir þvf við okkur að
við útvegum lista með nöfnum
umsækjenda um forstjórastöðuna
hjá Sölu varnarliðseigna munum
við óska eftir því við utanrikis-
ráðuneytið að fá listann, sagði
ÍSÍ fær 3ja
milljón kr.
aukafjár-
veitingu
Á Ríkisstjórnarfundi f gær var
samþykkt að veita Iþróttasam-
bandi tslands þriggja milljóna
króna aukafjárveitingu vegna
sérstakra viðfangsefna.
íþróttasambandinu er í sjálfs-
vald sett hvernig það ver þessu fé
til verkefna, sem unnin eru á þess
Framhald á bls. 18
Kristján Thorlaeius, formaður
Bandalags starfsmanna rfkis og
bæja, f samtali við Mbl. f gær-
kvöldi.
Kristján kvað það mjög sjald-
gæft að BSRB notaði rétt sinn
samkvæmt lögum til að fá upplýs-
ingar um nöfn umsækjenda um
einstaka stöður í ríkiskerfinu,
enda væri það mjög sjaldgæft að
umsóknum væri haldið leyndum.
— Ég furða mig á því að nöfnin
skuli ekki birt og ég skil ekki
þessa leynd, sagði Kristján. Og
hann bætti því við, að hann teldi
þá túlkun utanríkisráðuneytisins
fráleita, að telja forstjórastarfið
hjá Sölu varnarliðseigna heyra
undir utanrikisþjónustuna og
þess vegna væri hægt að halda
nöfnunum leyndum.
— Ég hef persónulega sára-
lítinn áhuga á þessu máli og tel
starfið ekki það stórt að gera
þurfi úr þvi mikið mál. En ef
einhver okkar félagsmanna óskar
eftir þvi við okkur að við útvegum
nöfnin munum við reyna að upp-
fylla þær óskir, sagði Kristján
Thorlacius að lokum.
„Bróðurparturinn af fénu mun renna til HSt“ - segir GIsli Halldórsson