Morgunblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
Loðnuveiðin yfir
300 þúsund tonn
LOÐNUVEIÐIN var f gærkvöldi
orðin 305 þúsund tonn það sem af
er vertfðinni. Loðnan er á hraðri
vesturleið og f gærkvöldi voru
skipin að veiðum undan Alviðru-
hömrum.
Loðnuveiðin frá þvf á miðnætti
á mánudag þar til 23 f gærkvöldi
var 8460 tonn, en hafði verið
17.000 tonn sólarhringinn þar á
undan. Loðnufrysting var vfðast
hvar f fullum gangi á suðvestur-
horni landsins, f Vestmannaeyj-
um og vfðar.
Aflahæstu skipin voru klukkan
22 í gærkvöldi: Guðmundur
11.730 tonn, Börkur 11.540 tonn,
Sigurður 10.980 tonn, Grindvik-
ingur 9.670 tonn, Pétur Jónsson
9.400 tonn, Súlan 9.320 tonn og
Gfsli Árni 9.030 tonn.
Eftirtaldir bátar tilkynntu loðn-
nefnd um afla frá því klukkan 23
á mánudagskvöldið til 23 f gær-
kvöldi: Dagfari 280, Andvari 180,
Hrafn 420, Flosi 300, Albert 570,
Hrafn Sveinbjarnarson 270,
Skógey 200, Arnarnes 200, Bylgja
170, Geir goði 160, Kári Sól-
mundarson 240, Loftur Baldvins-
son 800, Stapavík 500, Ásberg 180,
Þórður Jnsson 380, Hilmir 200,
Ársæll Sigurðsson 200, Gfsli Árni
530, Ársæll 240, Ólafur Magnús-
son 210, Bjarnarey 150, Isleifur
430, Sigurbjörg 250, Súlan 650,
Ásberg 380, Huginn 560, Sæberg
260, Hákon 450, Vonin 160, Arnar
200, Eldborg 490.
Saltpéturssýruverk-
smiðja reist 1 Gufunesi
fyrireinn milljarðkr.?
í góða veðrinu í Reykjavík.
LJósm. Frlðþjófur.
NEFND á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins, sem unnið hefur
að gerð tillagna um stækkun
Áburðarverksmiðju rfkisins f
Gufunesi, hefur lagt til að byggð
verði saltpéturssýruverksmiðja f
Gufunesi. Að sögn Runólfs Þórð-
arsonar, verksmiðjustjóra, for-
manns nefndarinnar er gert ráð
fyrir að þessi nýja verksmiðja
kosti um einn milljarð króna en
verksmiðjan á að geta framleitt
120 tonn af 100% saltpéturssýru á
Guðbjartsmálið:
Kristján Péturs-
son kveðst hafa
brennt ljósritin
ERLA Jónsdóttir, fulltrúi við
sakadóm Reykjavíkur, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær að
hún hefði kallað Kristján Péturs-
son tollgæzlumann á Keflavíkur-
flugvelli og nokkra fleiri menn
til yfirheyrslu vegna ábendingar
um að Kristján hefði tekið Ijósrit
af skjöium f Guðbjartsmálinu.
Að sögn Erlu viðurkenndi
Kristján við yfirheyrslur að hafa
tekið Ijósrit af gögnum í þessu
máli, en sagði jafnframt að hann
hefði brennt ljósritin um leið og
málíð var afhent sakadómi
Reykjavíkur til rannsóknar. Það
mun varða við lög, að sögn Erlu,
að halda eftir gögnum og afritum
i meintu sakamáli, sem er i rann-
sókn, en hins vegar mun það vera
í lagi að taka ljósrit sem vinnu-
gögn, ef þau eru afhent eða þeim
eytt, þegar rannsókn málsins er
flutt milli héraða.
sólarhing. Tillögu sinni skilaði
nefndin til landbúnaðarráðherra
og er hún nú til athugunar hjá
Þjóðhags- og Framkvæmdastofn-
un rfkisins.
Runólfur sagði að nefndin hefði
verið skipuð árið 1975 og hefði
verkefni hennar verið að gera til-
íögur um aukningu á áburðar-
framleiðslunni hér á landi og
kanna hvort hagkvæmt væri að
reisa hér verksmiðju, er framleitt
gæti amoníak til útflutnings jafn-
framt því að fullnægja innan-
landsþörfinni. Nefndin hefði val-
ið þá leið að láta fyrst frá sér fara
tillögur um fyrri liðinn og væri
þar gert ráð fyrir byggingu sal-
péturssýruverksmiðju. En með
tilkomu þeirrar verksmiðju mætti
auka framleiðslu á blönduðum
áburði hér á landi. Nú eru árlega
flutt til landsins um 4500 tonn af
köfnunarefni eða um þriðjungur
af því köfnunarefni, sem notað er
í áburð hér.
Framhald á bls. 18
Kjaramálaráðstefna
ASl hefst á fimmtudag
KJARAMÁLARÁÐSTEFNA
Alþýðusambands lslands hefst á
fimmtudag klukkan 14 1 ráð-
stefnusal Loftleiða-hótelsins. Til
ráðstefnunnar eru boðaðir 93
fulltrúar. Fulltrúarnir eru mið-
stjórn ASl og varamenn, sam-
bandsstjórn og fulltrúar tilnefnd-
ir af landssamböndum og fjórð-
ungs samböndum innan Alþýðu-
sambandsins. Þá eiga einnig
stærstu félög, sem eru utan lands-
sambanda fulltrúa á ráðstefn-
unni.
Á kjaramálaráðstefnunni eru
að sjálfsögðu kjaramál á dagskrá
og verður stefnan í þeim mörkuð
á grundvelli kjaramálaályktunar
Alþýðusambandsþingsins, sem
haldið var I vetur. Launþegafélög,
sem hafa samninga, sem gilda til
1. maí, þurfa að hafa sagt upp
samningum fyrir 1. aprfl. Eitt fé-
lag hefur til þessa ákveðið upp-
sögn samninga, en það er Verka-
mannafélagið Dagsbrún f Reykja-
vik.
Á kjaramálaráðstefnunni mun
miðstjórn ASÍ leggja fram drög
að kröfugerð um aðgerðir stjórn-
valda, þar sem m.a. er komið inn á
Vióræður iðnaðarráðherra við Alusuisse:
Engin samvinna í brád
um orkurannsóknir né
súrálsframleiðslu eystra
skattamál, llfeyrissjóðamál,
tryggingamál og tollamál. Þá er
það eitt af verkefnum ráðstefn-
unnar að kjósa aðalsamninga-
nefnd og baknefnd. Mun mið-
stjórn leggja fram tillögur um
skipan samninganefndar og
fjölda manna f henni — jafnframt
tillögum um baknefnd.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
Hannibalssonar má gera ráð fyrir
að félögunum verði gefin frestur
til þess að ræða kröfugerð sína og
leggja fram sérkröfur og verði
sami háttur hafður á og í fyrra, er
líklegt að það, sem sameiginlegt
verði i sérkröfum verði tekið upp
sem sameiginlegar sérkröfur ASÍ.
Að öðru leyti mun það i valdi
ráðstefnunnar að ákvarða með-
ferð samningamálanna, þar sem
engin fyrirmæli eru um það í
ályktun Alþýðusambandsins,
enda félögin sjálf sjálfstæðir
samningsaðilar.
GUNNAR Thoroddssen iðnaðar-
ráðherra tilkynnti forsvarsmönn-
um Alusuisse ( viðræðum er fram
fóru i Sviss um miðjan þennan
mánuð að af hálfu íslenzra stjórn-
valda væri ekkl grundvöllur á
næstunni til annarrar samvinnu
en stækkunar álbræðslunnar 1
Straumsvík. Kom fram hjá ráð-
herra að rfkisstjórnin mun á
Isuð flök í flugi
vestur yfir haf
„VIÐ förum nú aðallega út I
þetta þvi afköst okkar í fryst-
ingunni leyfa ekki mikla fryst-
ingu umfram loðnuna. Þá er
þetta ansi heppileg og
skemmtileg vinnsla jafnframt
loðnunni, og maður vonar að
þetta geti haldið áfram, að
minnsta kosti meðan við erum f
loðnufrystingu". Þannig mælti
Snorri Snorrason, yfirverk-
stjóri hjá Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar, við blm. Mbl. er
Morgunblaðið heimsótti
Stokkseyri f gær, en þá um dag-
inn sendi Hraðfrystihús
Stokkseyrar frá sér fyrstu send-
inguna af fsuðum fiskflökum
mest ýsu, til Bandarfkjanna
með flugvél Loftleiða.
Snorri sagði að þeir væru að
gera tilraunir með þessa flutn-
inga, og þar sem fyrsta sending-
in hefði farið utan í gær væri
ekki hægt að segja neitt um
hvert áframhaldið yrði. Sagði
Snorri að þeir flökuðu fiskinn
daginn áður en hann yrði send-
ur og væru flökin kæld yfir
nóttina. Síðan væru heilflökin
ísuð í kassa rétt áður en þeim
væri ekið til Keflavikurflug-
vallar. Fiskflökin ættu þvi að
geta orðið á borðum New York-
búa um 2 sólarhringum eftir að
fiskurinn væri dreginn úr sjó,
og með þessari kælingu og með-
ferð ætti hann áreiðanlega að
bragðast vel.
Snorri sagði að Hraðfrysti-
stöð Stokkseyrar hefði sent um
1 ‘A tonn af flökum I þessari
fyrstu sendingu. Væru þau háð
eftirliti sem nær til útfluttra
sjávarafurða, og gerðu menn
þar á Stokkseyri sér vonir um
að einhver framtið yrði i þessu,
þó svo að ekki skipti þetta
neinu um afkomu frystihússins
þar sem magnið væri svo lítið.
eigin spýtur láta halda áfram
orkurannsóknum á Austurlandi
og einnig að frekari athuganir á
súrálsframleiðslu séu ekki tfma-
bærar fyrr en umhverfisvanda-
mál samfara þeirri framleiðslu
hafi verið leyst á viðunandi hátt.
1 fréttatilkynningu frá iðn-
aðarráðuneytinu kemur fram, að
undanfarin ár hafi Alusuisse sett
fram ýmsar hugmyndir um
hugsanlega þátttöku i iðnaði á
íslandi í framtiðinni, en af hálfu
iðnaðarráðherra hafi komið fram
ekki væri á næstunni grundvöllur
Framhald á bls. 19
Alf reð Flóki
sýnir í Ey jum
Alfreð Flóki opnar listsýningu í
AKÓGES-húsinu í Vestmanna-
eyjum í dag kl. 4 og verður
sýningin opin þar daglega frá kl.
16—22 út þessa viku. Flóki sagði í
samtali við Mbl. í gær að hann
sýndi þarna 15 myndir en hins
vegar kvaðst hann þvi miður ekki
telja sér unnt Vestmannaeyinga
vegna að fylgja sýningu sinni
þangað að þessu sinni því það
væri of mikið fyrir Eyjamenn að
fá bæði hann og sýningu hans í
einu svo skömmu eftir gos.
Flóki kvaðst þrunginn krafti i
list sinni sem endranær, enda sá
sérstæðasti í hópi örfárra lista-
manna í heiminum, sem gæti
státað af annarri eins fimi í
magnaðri teikningu.