Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
Með fjarrita
(telex)
Allar líkur eru á því að jafn-
hliða einvígi þeirra Spassky —
Hort fái skákáhugamenn að
fylgjast með hinum þremur
einvígjunum á fjarrita. Geta
áhorfendur væntanlega fylgst
með hinum skákunum sem
tefldar eru erlendis ef til vill
samdægurs, eftir því hvernig
skipast með tafldaga. Verður
þetta skemmtileg nýlunda sem
vonandi fellur í góðan jarðveg
hjá áhorfendum. Með notkun
fjarrita opnast nýjar leiðir, áð-
ur ókannaðar og væri ánægju-
legt að fylgjast þannig með
helztu skákviðburðum heims-
ins í framtíðinni.
Nú er orðið talsvert algengt
erlendis, m.a. í Bandaríkjun-
um, að tefla með notkun fjar-
rita, þá einna helzt í ýmiss kon-
ar sveitakeppnum eða á milli
borga, þar sem vegalengdir eru
miklar. (Þess má geta að hafin
er alþjóðleg keppni með notkun
fjarrita og munu íslendingar
væntanlega heyja sína fyrstu
landskeppni með því sniði mjog
bráðlega. Sú keppni fer fram á
8 borðum og má ekki standa
lengur en 8 tíma, en verði
henni ekki lokið þá verður að
fela sérstakri dómnefnd að
kveða upp um úrslitin.)
Líkur og spár
Öll fjögur einvígin verða ef-
laust svo jöfn og spennandi að
ekki er minnsti möguieiki á að
spá fyrir um úrslit í nokkru
þeirra. Hins vegar gæti verið
fróðlegt að rifja upp síðasta
árangur þeirra í áskorenda-
keppninni 1974 og reyna að
leiða getum aft ýmsum mögu-
leikum. Þess ber fyrst að minn-
ast, þegar borinn er saman
árangur skákmanna, að ekki er
öllum sama hvort þeir tefla í
venjulegu 15 — 20 manna skák-
móti eða hvort þeir tefla ein-
vígi. Munurinn á þessu tvennu
er nefnilega ótrúlega mikill og
er fyrst og fremst sálfræðileg-
ur. í venjulegu skákmóti mæta
menn mismunandi sterkum
mótherjum, og við tap veitist
auðveldara að þola þá byrði þar
sem sá möguleiki er alltaf fyrir
hendi að ná sér aftur á strik á
móti veikari mótherja. í einvígi
er þessu ekki fyrir að fara. Eft-
ir tapskák getur verið erfiðara
að mæta ,,fjandmanninum“ aft-
ur í næstu umferð og einnig í
þarnæstu: sama andlitið aftur
og aftur. Þurfi annar keppand-
ínn að vinna upp tap eða
kannski töp og á því geta úrslit-
in oltið. upphefst mikið sálar-
stríð sem gæti stigmagnast með
hverri skák og því meir sem
nær dregur að lokum. Brátt
lamast baráttuþrek þess sem
undir er í baráttunni, hann
byrjar að vanmeta sína eigin
hæfileika og ofmeta hæfileika
mótherjans. Rússneskur máls-
háttur lýsir þessu ástandi vel:
„Óttinn hefur stór augu“.
Spassky —
Hort í
Reykjavík
Heyrzt hefur að Hort hafi
undirbúið sig fyrir þetta ein-
vígi i afskekktum fjallakofa, ef-
laust einsamall, og getur það
verið harla gott. Þegar Spassky
undirbjó sig fyrir einvígið víð
Petrosjan 1969 varði hann
þremur mánuðum snemma árs
til þess að rannsaka byrjanir i
skákum Petrosjans með að-
stoðarmönnum sínum, og bætti
við þann flokk Nikolai Krogius
(sem var hér 1972), en hann er
bæði stórmeistari í skák jafn-
framt því að vera prófessor í
sálfræði. Spassky lagði jafn-
framt mikla áherzlu á að halda
sér í likamlega góðu ástandi
með hlaupum og yogaæfingum.
Þessi góði undirbúningur bar
árangur, hann sigraði Petrosj-
Spassky
Polugajevsky
Hort
Mecking
Enn um áskorendaeinvlgin
Petrosjan
Larsen
y '• • '•
Kortsnoj
Portisch
Skák
eftir GUNNAR
GUNNARSSON
an glæsilega og varð heims-
meistari. Ef meta á líkur þeirra
félaga vega þær nokkuð jafnt,
en stóra spurningin er hvort
Hort teflir eins vel í einvígi
eins og hann gerir í öðrum
skákmótum. Spassky hefur
gífurlega reynslu af einvígjum
og sú reynsla kemur honum til
góða. Eflaust fara þeir félagar
rólega af stað og þreifa fyrir
sér, semja kannski jafntefli í
fyrstu skákinni. Trúlega ráðast
ekki urslit fyrr en í allra síð-
ustu skákunum og svo jafnt
gæti einvígið orðið að fram-
lengja þyrfti um tvær skákir til
að fá fram úrslit. Spassky nýtur
aðstoðar fyrrverandi heims-
meistara, Smyslovs, sem er
geysiöflugur biðskákarmaður,
en Hort ætlar að treysta að
mestu á sjálfan sig.
Polugajevsky
— Mecking
í Luzern í Sviss
Mecking er þjóðhetja í
heimalandi sínu, Brazilíu, og
nýtur mikilla vinsælda enda
árangur hans á undanförnum
árum stórglæsilegur. Hann er
fæddur 23. janúar 1952 og varð
Brazilíumeistari aðeins 13 ára
gamall. Þegar hann tefldi við
Kortsnoj 1974 gerðu þeir jafn-
tefli í fyrstu 4 skákunum eftir
harða viðureign, en í þeirri 5.
tókst Kortsnoj að vinna og þá
var björninn unninn. Mecking
tókst ekki að notfæra sér góðar
stöður sem hann fékk á móti
Kortsnoj, sem varðist vel að
vanda. Viðureignin e'ndaði 7,5
— 5,5 Kðrtsnoj í hag.
Polugajevsky er fæddur 20.
nóv. 1934 og hefur staðið í fylk-
ingarbrjósti sovéskra skák-
manna í mörg ár. Einvígi hans
við Karpov varð hinsvegar
ákaflega dapurlegt, því Karpov
yfirspilaði hann gjörsamlega á
öllum sviðum, áhangendum
Polugajevskys til mikilla von-
brigða. Þegar öllu er á botninn
hvolft virðast líkurnar vera
heldur Mecking í hag.
Petrosjan —
Kortsnoj á Ítalíu
Einvígi þeirra félaga í fjög-
urra manna úrslitum 1974 varð
harla sögulegt. Allir bjuggust
við löngu og ströngu einvígi,
a.m.k. 20 skákum spáðu sumir,
en því lauk eftir einungis 5
skákír, en þá hafði Kortsnoj
fengið 3,5 vinning á móti 1,5
vinningi. Kortsnoj vantaði því
einungis einn vinnig til viðbót-
ar, þar sem sigurvegari var sá
sem fyrstur fékk 4 vinninga. En
Petrosjan sá ekki ástæðu til
frekari baráttu og gafst upp i
einvíginu. Leiðinleg deila kom
upp á milli þeirra meðan á ein-
víginu stóð sem setti heldur
svartantþlett á keppnina. Petro-
sjan hefur því ærna ástæðu til
að hefna þessara ófara og er
líklegt að loftið verði kynngi-
magnað á Ítalíu hjá þessum
skákjöfrum.
Larsen — Portisch
í Rotterdam
í Hollandi
Kannski verður þetta einna
skemmtilegasta einvígið, því
báðir tefla þessir snillingar
glæsilega. Þeir eru báðir með
mikla reynslu en Portisch þó
heldur meiri.
Þegar Portisch tefldi við
Petrosjan í 8 manna úrslitun-
um 1974 urðu fyrstu fjórar
skákirnar jafntefli, en Petro-
Framhald á bls. 18