Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
Hæstiréttur hunzar
beiðni Erlichmans
Washington, 22. febrúar.
Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Banda-
ríkjanna hefur neitað að
taka upp að nýju ákærur á
hendur John Erlichman,
einum helzta ráðgjafa Nix-
ons, sem bornar voru fram
í tengslum við Watergate-
málið.
DALE CARNEGIE
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
it Öðlast meira öryggi.
it Halda áhyggjum í skefjum.
if Starfa af meiri lífskrafti
★ Þjálfa þig í
betri mannlegum samskiptum.
82411
| r Eínkiiloyfi á Islr'tndi
um rcARXh.'nt. STJÓRNUNARSKÓLINN
/v (MsKF.Wl.\ Konráð Adolphsson
Erlichman, sem eitt sinn
var einn valdamesti maður
Bandaríkjanna, situr nú i
fangabúðum í Arizona.
Hann á fyrir höndum 13
ára fangelsisvist vegna
tveggja brota, en búast má
við að hann verði náðaður
mun fyrr.
Hæstiréttur hafði enga
umsögn með ákvörðun
sinni, sem varðaði innbrot,
sem Erlichmann lét skipu-
leggja hjá sálfræðingi, sem
lið í samsæri gegn meint-
um andstæðingum Nixons.
Sálfræðingurinn hafði haft
dr. Daniel Ellsberg í rann-
sókn, en sá lét svo kölluð
„pentagon skjöl“, sem voru
leyniskjöl um Vietnam-
stríðið komast til dagblaða.
Fyrir þetta brot hlaut
Erlichmann 20 mánaða til
fimm ára fangelsisdóm.
Lækkað verð á HP tómatsósu
í fle8töllum matvöruver8lunum til að
auðvelda þér að kynrmst
hiraim sérstæðu vörugæðum.
Hafðu HP vöru heim
með þér, strax í dag.
„King Kong” í Hong Kong
Eftirlíking af „King Kong“ í Hong Kong. Hún ð að auka aðsókn
að nýrri kvikmynd um kvikmyndaapann fræga. Henni var komið
fyrir f skemmtigarði.
Andófsmaður flyzt
frá Sovétríkjunum
Moskvu 22. febrúar — NTB
SOVÉZKI sagnfræðingur-
inn og andófsmaðurinn
Ludmilla Aleksejeva fór í
dag frá Sovétríkjunum
ásamt eiginmanni sínum,
vísindamanninum Nikolaj
Viljams, og tvítugum syni,
Mikhail. Aleksejeva er í
hópi níu manna sem stofn-
uðu hreyfingu til að fylgj-
ast með hvernig Sovétrfkin
hafa fylgt ákvæðum Hels-
ingforssáttmálans um
öryggi Evrópu og sam-
vinnu.
Helsingforshópurinn var settur
á laggirnar í fyrra og varð samein-
ingarafl ýmissa andófshópa. Með-
al verkefna var að safna upplýs-
ingum um pólitiska fanga, skerð-
ingu á mannréttindum og önnur
brot á Helsingforssáttmálanum.
Aleksejeva var skjalavörður
hópsins. Mikinn hluta þeirra
gagna, sem hún hafði safnað sam-
an, tók lögreglan í sína vörzlu,
þegar hún gerði húsleit hjá henni
og öðrum félögum hópsins, þar á
meðal Aleksander Ginsburg, I
byrjun janúar.
Þau hjónin komu eftir hádegið i
dag til Vínar en þaðan halda þau
til Bandaríkjanna, þar sem þau
ætla að setjast að. Fulltrúar
Amnesty International tóku á
móti þeim og sagði Aleksejeva við
komuna að kúgun andófsmanna
færi stöðugt vaxandi í Sovétrikj-
unum og að hún ætti von á því að
aðrir félagar hennar verði hand-
teknir eða látnir flytja úr landi.
Enn ágreiningur
meðal OPEC-ríkja
Abu Dhabi, 22. febrúar. Reuter
Olfuráðherra Saudi-Arabfu,
Ahmed Zaki Yamani, sagði ( dag
að helztu olluframleiðslurfkjum
heimsins hefði ekki tekist að
jafna ágreining sinn um olluverð.
En yfirlýsing hans hefur einnig
dregið úr ótta innan samtaka olfu-
útflutningsrikja, OPEC, um að
verðstrfð brjótist út á milli
rfkjanna.
Yamani virtist staðfesta fregnir
um að Saudi-Arabía hefði hafnað
mörgum aðferðum til að koma á
sameiginlegu verði olíufram-
leiðendanna, þegar hann sagði að
stjórn sín hefði engar áætlanir
um að hækka verð á olíu.
Bent hefur verið á ýmsar leiðir
til að binda enda á tveggja taxta
verðkerfið, sem gilt hefur siðan
Saudi-Arabía og Sameinuðu
furstadæmin höfnuðu samþykkt
OPEC um að hækka oliuverð um
15% i tveim áföngum á þessu ári.
í staðinn hækkuðu þessir tveir
framleiðendur oliuverð sitt um
5% þar eð þeir töldu að meiri
hækkun yrði efnahagslífi heims-
ins ofviða. önnur OPEC-ríki
hækkuðu um 10% hinn 1. janúar
og ætla að hækka aftur um 5% í
júlí.
Sama stjórn
í Danmörku
Kaupmannahöfn,
22. febrúar. NTB.
ANKER Jörgensen forsætisráð-
herra heldur áfram viðræðum um
stjórnarmyndun f þessari viku,
en kunnugir telja að aðallega
verði reynt f viðræðunum fyrst f
stað að koma til leiðar nýju sam-
komulagi f málum sem ekki var
fjallað um fyrir kosningarnar.
Vegna samningaviðræðna aðila
vinnumarkaðarins liggur á samn-
ingi um húsnæðismál sem ætlazt
er til að dragi úr húsaleiguhækk-
unum. Auk þess verður reynt að
ná samkomulagi um áætlun til að
auka atvinnu. 170.000 Danir eru
atvinnulausir og atvinnuleysi var
eitt af aðalmálum kosninganna.
Stjórnmálaflokkarnir munu
einnig gera með sér nýtt sam-
komulag um varnarmál i stað
fyrra samkomulags sem rennur út
1. apríl. Loks þurfa stjórnmála-
menn að koma sér saman um
hvernig standa skuli undir aukn-
um útgjöldum og dreifa þeim.
Tillaga hefur komið fram um
skatt á hráorku, en hún hefur
fengið litinn stuðning.
Allt bendir því til þess, að engin
breyting verði á stjórninni fyrst
um sinn og að minnihlutastjórn
sósíaldemókrata sitji áfram, að
minnsta kosti fram að páskum.