Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
15
London. 22. febrúar Reuter
VINSTRISINNAR I Verkamanna-
flokknum gagnrýndu I dag skipun
dr. David Owens I embaetti utan-
rlkisréBherra I staS Anthony
Croslands utanrlkisriSherra, þar
sem hann vœri of hlynntur Efna-
hagsbandalaginu.
Einn þeirra sagSi aS Owen
mundi eySa of miklum tlma I
Briissel til aS skéla viS Roy
Jenkins, forseta framkvæmda-
stjómar EBE. Þessi dæmigerSu
ummæli sýna að andstæBingar
EBE óttast aS æ fleiri brezkir
stjómmélamenn séu aS verSa of
„ Evrópu-sinnaSir".
Dr. Owen sagði af sér ásamt
Jenkins 1972 þegar Verkamanna-
flokkurinn snerist um tlma gegn
EBE Owen hefur sérhæft sig i
Evrópumálefnum. Margir stjórn-
málamenn og fréttaskýrendur hrósa
James Callaghan fyrir að sýna
dirfsku með þvi að skipa ungan
mann utanrikisráðherra þar sem
hann fái erfið verkefni að glima við
Dr Owen verður forseti ráðherra-
nefndar EBE til júniloka og verður
önnum kafinn við Rhódesiumálið
Dr. Owen er ekki vinsæll i vinstra
armi Verkamannaflokksins, en
Callagharí kann að hafa dregið úr
reiði vinstrisinna með þvi að skipa
Frank Judd aðstoðarutanrlkisráð-
herra og fela Judith Hart að fara
aftur með aðstoð við þróunarriki i
stjórninni
Skipun Owens kom flestum á
óvart og var almennt búist við þvl að
Denis Healey yrði gerður að utan-
ríkisráðherra, ef ekki strax þá þegar
hann hefur lagt fram fjárlagafrum-
varp sitt i lok marz. Umræður i
Bretlandi snerust þvi meir um hver
yrði fjármálaráðherra á eftir Healey
en utanrikisráðherra eftir lát
Croslands. Sá möguleiki að Owen
tæki við af Crosland bar þó nokkuð
á góma og i siðasta hefti timaritsins
Economist er um hann fjallað Segir
blaðið að skynsamlegasta ákvörðun
Callaghans væri að gera Owens að
utanrikisráðherra en að hann væri
þó ólíklegur til þess og hallaðist
fremur að eldri manni
Dr David Owen. hefur átt miklum
frama að fagna i stjórnmálum. Á
minna en ellefu árum hefur hann
David Owen fljótur
upp metorðastigann
—Vinstrimenn gagnrýna—
Dr. David Owen
Debbie Owen og synir hennar, Gareth og Tristan,
kveðja dr. David Owen á tröppunum heima á fyrsta
degi hans í embætti utanrfkisráðherra Bretlands.
hækkað í metorðastiganum úr stöðu
undirlæknis í það að verða einn af
æðstu ráðherrum Breta. Owen, sem
er 38 ára gamall, er læknir að
mennt, með taugalækningar sem
sérgrein Hann hefur þegar nokkra
reynslu sem aðstoðarráðherra og er
þekktur fyrir atorku sina og góða
stjórnmálahæfileika
Hann er læknissonur, og fæddur í
hafnarborginni Plymouth. Hann
nam við Cambridgeháskóla. Tveim-
ur árum eftir að hafa lokið læknis-
prófi, 1964, bauð hann sig fyrst
fram til þings fyrir Verkamanna-
flokkinn, tapaði en reyndi aftur og
vann þingsæti 1966. Ári síðar, en
þá var hann 28 ára gamall, var hann
skipaður flotaráðherra, en fékk ekki
sæti i ríkisstjórn.
Owen, sem þykir myndarlegur
maður, fékk fljótt orð fyrir að standa
uppi í hárinu á embættismönnum
og sér æðri stjórnmálamönnum
Hvað viðhorf hans snertir þá hefur
honum verið skipað á bekk meðal
hægrisinna i flokknum.
Hann varð náinn vinur Roy
Jenkins, fyrrverandi innanríkisráð-
herra og nú forseta framkvæmda-
nefndar Efnahagsbandalagsins.
Hann er sannfærður stuðnings-
maður aðildar Breta að EBE og þeg-
ar Verkamannaflokkurinn lýsti and-
stöðu sinni gegn EBE-aðild 1972,
sagði Owen af sér sem talsmaður
stjórnarandstöðunnar i varnarmál-
um.
„Sumir lita á mig sem óhæfan
hægrimann, vegna þess að ég sagði
af mér með Jenkins,' sagði hann
fyrir tveim árum síðan „Sjálfur
myndi ég kalla mig welskan. frjáls-
lyndan róttækling "
Þegar Verkamannaflokkurinn
komst aftur til valda 1974 varð
hann aðstoðar-heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra i ráðuneyti Haroíd
Wilsons Owen er álitinn vera hugs-
anlegur framtíðarleiðtogi Verka-
mannaflokksins. Hann ávann mikla
virðingu þingfélaga sinna þegar
hann fékk þingið til að samþykkja
viðamiklar umbætur á lögum um
réttindi og vernd barna árið 1975
Owen hefur sem aðstoðarutanrikis-
ráðherra verið víða fulltrúi Breta við
Framhald á bls. 18
Jean-Pierre Jacquillat.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Franskur stjórnandi
á tónleikum á morgun
TÍUNDU reglulegu tónleikar
Sinfónfuhljómsveitarinnar
verða haldnir á morgun, 24.
febrúar, og eru það 2. tónleikar
Jónas Ingímundarson
á sfðara misseri hljómsveitar-
innar.
Stjórnandi á þessum hljóm-
leikum er franski hljómsveitar-
stjórinn Jean-Pierre
JacquiIIat, sem er þegar orðinn
einkar vinsæll meðal fslenzkra
tónleikagesta eftir fyrri heim-
sóknir hans hingað, en þetta er
f fjórða sinn, sem hann stjórn-
ar Sinfónfuhljómsveit tslands
Jean-Pierre Jacquillat hefur
starfað sem fastráðinn hljóm-
sveitarstjóri við „Orchestre de
Paris“, „Angers Philharmonic
Orchestra“ og farið í hljóm-
leikaferðir með þeim hljóm-
sveitum. Síðar var hann ráðinn
aðalhljómsveitarstjóri
óperunnar i Lyon, og jafnframt
var hann gesta hljómsveita-
stjóri við ótal óperur í Evrópu
og Amerfku. Frá árinu 1975 er
hann fastráðinn listrænn ráðu-
nautur hinnar þekktu
Framhald á bls. 18
Bæjarráð Seyðisfjarðar:
Vill ekki raforku frá
Kröflu eða að sunnan
Morgunblaðinu hefur borizt
samþykkt bæjarráðs Seyðis-
fjarðar um orkumál, þar sem
það lýsir yfir undrun sinni með
aðgerðarleysi yfirstjórnar
orkumála á Austurlandi og
mótmælir hugmyndum um að
vænlegast sé að leysa orkuskort
Austfirðinga með lagningu raf-
Ifnu frá Kröfluvirkjun eða sam-
veitusvæði Landsvirkjunnar á
Suðvesturlandi og benda á að
fallvötn Austfirðinga renni
óbeisluð til sjávar, svo sem
Fossá I Berufirði og Fjarðará f
Seyðisfirði, sem bæjarráð full-
yrðir að muni geta framleitt
um 20 Mw. eftir 2 — 3 ár frá
þvf að framkvæmdir hefjist.
Að öðru leyti segir svo f bók-
un bæjarráðsins:
Því verður seint trúað á
Austurlandi, að rafmagns-
öryggi fáist með línulögn yfir
illviðrasama fjallgarða norð-
austurlands, þegar ekki er
hægt að treysta á óbrenglaðan
raforkuflutning milli Fljóts-
daishéraðs og Eskifjarðar, þrátt
fyrir árlega styrkingu þeirrar
raflinu.
Bæjarráð Seyðisfjarðar visar
á bug stefnu stjórnar Rag-
magnsveitna rikisins i orku-
öflunarmálum Austurlands,
sem algjörlega ófullnægjandi
og skorar á sveitarstjórnir f
fjórðungnum að standa saman
um að koma í veg fyrir raflinu-
lögn frá Kröflu, þaðan sem
enga orku er að fá, eða „ölm-
usu-rafmagn“ með byggðalfnu
frá Suðvesturlandi, ef og þegar
veðurguðirnir leyfa slíkan
flutning raforku.
Á sama tíma og stöðugt er
bætt inn á samveitukerfi
Austurlands meiri dísilorku,
renna fallvötn austfirðinga
óbeisluð til sjávar, leyfum vér
oss þar að minna á Fossá i
Berufirði og Fjarðará í Seyðis-
firði, sem bíður svo til fullbúin
til virkjunar.
Framhald á bls. 18
Meistarinn í
síðasta sinn
SlÐUSTU forvöð eru í kvöld að
sjá hið nýja leikrit Odds
Björnssonar, Meistarann f
Þjóðleikhúsinu. Þetta er 14.
leikrit höfundar og fjórða verk
hans, sem sýnt er i Þjóðleikhús-
inu. 1 fréttatilkynningu frá
Þjóðleikhúsinu kemur fram, að
leikritinu hefur verið vel tekið
af áhorfendum og umsagnir
gagnrýnenda verið ágætar, en
hins vegar hafi aðsókn ekki
verið sem skyldi og því sé þetta
sfðasta sýningin. Leikstjóri er
Benedikt Arnason en með með
hlutverkin þrjú fara þau
Róbert Arnfinnsson, Gisli
Alfreðsson og Margrét
Guðmundsdóttir. Leikmynd er
eftir Birgi Engiiberts. Sýn-
ingin hefst kl. 21 á Litla svið-
inu.