Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 Björn 0. Pétursson forstjóri Fæddur 1.10. 1916. Dáinn 16.02. 1977. „En til þess veit eílffAin alein rök“. <E. Ben.) Björn Oli Pétursson var fæddur að Hallgilsstöðum á Langanesi. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Sigríður Friðriksdóttir og Pétur MethUsalemsson. Sigriður var orðlögð fyrir rausn og myndar- skap, var htin ekkert síður forsjá heimilisins en htisbóndinn. Hann aftur á móti var listrænn, t.d. var hann organisti i Sauðaneskirkju og kenndi mörgum unglingum á hljóðfæri. í litla bænum undi margur við söng, en húsbóndinn lék undir á hljóðfæri sitt. Var þá stundum gestkvæmt. Þegar ég minnist þess, dettur mér í hug vísuorð E. Ben.: „Oleðin er heilust og dýpst við það smáa." Árið 1922 var þeim hjónum sagt upp jarðnæðinu. Var þá brugðið á það ráð að flytjast til Vestmanna- eyja, en þaðan var Sigríður ættuð. Ekki var dvölin löng þar, því Pétur gat alls ekki hugsað sér að setjast þar að. Neyddist því fjöl- skyldan til að flytjast árið eftir norður á Langanesströnd í algjöra óvissu og var i fyrstu dreifð meðal vina og venslafólks. Varð það að ráði, að keypt var spilda, 3 hektarar, ur landi Saurbæjar og hafin bygging nýbýlis, er hlaut nafnið Hafnir. Landi þessu fylgdi hagaganga fyrir 30 kindur, eina kú og hest og uppsátur fyrir bát. Augljóst var, að ekki var hægt að reka búskap með þessum bústofni, enda i upphafi reiknað með að draga björg í bú með sjósókn. Að Höfnum sameinaðist svo fjölskyldan smátt og smátt, eftir því sem ástæður leyfðu. Björn taldi það hafa verið misráð- ið hjá foreldrum sínum að setjast ekki heldur að á Bakkafirði eða Þórshöfn, vegna þess hvað lend- ing og önnur aðstaða var slæm á Höfnum og erfiðleikar á að koma frá sér sjá'varafla. Unglingsárin vann Björn almenn störf, sem til féllu, svo sem vegavinnu, sjóróðra, fisk- verkun o.fl. Um 1930 keyptu bræðurnir trillubát, sem þeir gerðu út frá Höfnum. Má þá segja, að þá hafi heimilið farið að rétta úr kútnum. Þessi systkinahópur á Höfnum vakti snemma athygli. Hann hefur heldur ekki brugðist vonum manna, bræðurnir allir kunnir hæfileikanenn, hver á sinu sviði, og það er mál manna, að systurnar gefi þeim ekkert eftir. Systkinin í aldursröð: Marinó, heildsali í Reykjavík, Elín, hús- móðir i Laxárdal i Þistilfirði, Val- gerður. húsmóðir í Keflavfk, Odd- geir, smiður og uppfinningamað- ur í Keflavik, Björn Óli, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Agúst húsgagnasmiðameistari og dægui lagaiiöfundur i Kópavogi og Garðar, en hann dó í bernsku. Átján ára fór Björn í Eiðaskóla og var þar tvo vetur og aðra tvo í Samvinnuskólanum, en stundaði -Minning sjó á sumrin frá Höfnum. Hann réðst til Kf. Austfjarða, Seyðis- firði árið 1939. Eftir ár sagði hann upp starfi sínu þar, keypti litinn mótorbát, gerði hann út frá Þórs- höfn og var sjálfur formaður. Hann seldi bátinn um haustið og tók að sér barnakennslu á Skálum á Langanesi. Um þetta leyti kynntist hann Þuríði, dóttur hjónanna Guðmundar Vilhjálmssonar, fyrrv. kaupfélagstj. og oddvita m.fl., og Herborgar Friðriks- dóttur, Syðra-Lóni. Þar var, og er enn, rómað fyrirmyndarheimili. Aftur lá leið Björns til Seyðis- fjarðar í hans fyrra starf, og þar gengu þau Þuríður i hjónaband 9. ágúst 1941. Það ár sagði þáverandi kaup- félagsstj., Jón Gunnarsson, upp starfi sínu. Karl Finnbogason skólastjóri fór þess þá á leit við Björn, að hann tæki að sér fram- kvæmdastjórastarfið. Sýnir það glöggt tiltrú þá, sem hinn viður- kenndi skólafrömuður bar til Björns Péturssonar. Björn hafnaði þessum tilmælum, því hjónin höfðu þá ákveðið að flytj- ast frá Seyðisfirði. Arið 1942 bauðst Birni fram- kvæmdastjórastarf við verslun í Keflavík. Tók hann því boði. 1945 var stofnað Kf. Suðurnesja, Keflavik, og varð Björn fyrsti framkvæmdastjóri þess og gegndi því starfi til 1949. A þessum árum réðst Björn í útgerð, en þar skipt- ust á skin og skúrir, eins og oft vill verða, og endaði með því, að hjónin misstu allt sitt. Það gefur auga leið, að þetta hefur verið mikíl reynsla fyrir hjónin, ekki síst konuna með barnahópinn unga. Það.er alkunna að jafnvel af- burðarkona týnist stundam gjör- samlega almenningi, vegna þess hvað störf hennar eru hljóðlát. Oft vill líka eiginkonan gleymast, þegar mannsins er getið, en hver er það annar en konan, sem stendur að baki manns síns? Er það ekki eiginkonan, sem oft hefur úrslitaáhrif á það, hvort eiginmanninum nýtast hæfileikar sínir, jafnvel hvort maðurinn verður að manni eða ekki? Er það ekki fyrst og fremst konan, sem skapar heimilið og elur upp börn- in? Oft vill svo verða að sundur- lyndi gerir vart við sig milli hjóna þegar jnest á bjátar. 1 þessu tii- felli var því öfugt farið, aldrei stóðu þau hjón nær hvort öðru en einmitt þá, og sýnir það best hvað i þeim bjó. Það eru sígild sannindi, að áreynsla og andstreymi eru tvær meginundirstöður mannlegs þroska og kannski nær enginn fullum þroska án þess að verða fyrir alvarlegum áföllum. Þeir, sem ekki brotna, vaxa við þau. Hannes Hafstein talar um storminn, sem „gráfeysknu kvist- ina bugar og brýtur, og bjarkirnar treystiT um leið og þú þýtur"; E. Ben: „mótlæti mann- vitið skapar“. Björn fluttist með fjölskyldu stna til Reykjavíkur árið 1955. Þar sinnti hann ýmsum versl- unarstörfum, aðallega fasteigna- sölu, þar til hann stofnaði heild- sölufyrirtækið Björn Pétursson h.f. og tískuverslunina Karnabær h.f. i félagi við Guðlaug Berg- mann. Má með sanni segja, að þessi fyrirtæki hafi undir hans stjórn vaxið með óvenjulegum hraða, en það mun vera iðnaðar- deildin (fataverksmiðja), sem drýgstan þátt á í þeirri öru upp- byggingu. Ég þekkti Björn Pétursson vel. Hann var geðprúður og glaðvær, skipti tæpast skapi á hverju sem gekk, hafði hreina unun af að verða öðrum að liði, og sást þá bókstaflega stundum ekki fyrir (þegar mikið lá á). Björn var f jör- djarfur athafnamaður, karlmenni bæði til sálar og líkama. Hann liktist í mörgu mjög móðurbróð- ur sínum, Benoný Friðrikssyni (Binna í Gröf), aflakónginum landsfræga, sem var sannkallaður kappi. Við hjónin höfum verið gestir á heimili Björns og Þuriðar hér i Reykjavtk, líka gist þau f sumar- bústað þeirra á Stóru-Hvalsá. Móttökurnar þar fyrnast seint, alúðin var svo einlæg, að maður gleymdi því að maður var gestur. Einmitt þá varð mér fyrst ljóst, hvað Þuríður liktist móður sinni, en hana þekkti ég vel og met öðrum konum meira. Björn þeirra hjóna eru: Hauk- ur, viðskiptafræðingur, framkv.- stj. Félags ísl. iðnrekenda f. 30.4. 1942. Kona: Kristín Jónsdóttir, f. 13.2. 1944. Pétur, viðskiptafræð- ingur, framkv.stj. Karnabæjar f. 2.12. 1943. Kona: Olga Guðmunds- dóttir, f. 14.8. 1947. Herborg, f. 28.7. 1946, dáin 25.2. 1953. Sigurður, efnaverkfræðingur, framkv.stj. ísl. matvæla, f. 2.8. 1950. Kona: Hildur Sigurbjörns- dóttir, f. 3.5. 1952. Steingrímur, nemi í læknisfræði, f. 12.12. 1954. Kona: Bryndís Snæbjörnsdóttir, f. 7.8. 1955. Allir eru bræðurnir efnismenn, og sannast þar málshátturinn „að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Við hjónin kveðjum Björn Pétursson með miklum söknuði, og vottum fjölskyldu hans ein- læga samúð. Jóhann Friðriksson. Aðeins eitt eigum við mann- anna börn öruggt þá við fæðumst i þennan heim, þ.e. dauðann. En jafnvel þótt sjúkdómar herji á og knébeygi einhvern náinn ástvin og þó að við höfum heyrt fótatak mannsins með ljáinn um stund, þá er koma hans ávallt svo óvænt og sár. Tengdafaðir minn, Björn Óli Pétursson, háði stutta en erfiða baráttu við vágestinn mikla, en þá sem ævinlega sýndi hann hug- rekki og karlmennsku. Stilling hans og æðruleysi gaf okkur hin- um þrek. Kona hans, Þuríður, veik vart frá hvílu hans. Kjarkur þeirra beggja og hugarró allt til hinstu stundar er eins konar tákn fyrir samstillingu hjónabands þeirra. Er ég kynntist Birni fyrst, fyrir einum áratug, varð mér stráx ljóst að hér var sérstæður maður á ferð. Margir eru miklir menn en fáir eru mikilmenni. Björn var mikilmenni. Húsið varð annað og betra hús er hann bar að garði. Mér er minnisstætt er hann með tvo eða þrjá hesta til reiðar bar við himin á Valhúsahæðinni og lét spretta úr spori. Ósjaldan var áð á Látraströndinni. Þá fengu hestarnir rúgbrauð en börnin að koma á bak. Björn var mikill nátt- úruunnandi og naut þess að verja tómstundum sinum í útilif. Fátt fangaði þó hug hans eins og hest- arnir hans. Og að öllu ógleymdu eru þær stundir sem barnabörnin áttu með honum við hirðingu hestanna og útreiðar svo og öll samtölin um Blesa, Eika og Rispu, fæðingu folaldanna o.fl. gulli betri. Það voru lika skemmtilegir dagar þegar verið var að heyja handa hestunum úti i Ráðagerði. Annasamir en þó svo frábærir dagar. Sonur minn sagði fyrir nokkrum dögum: „Hann afi, hann var meira en afi. Stundum var hans eins og pabbi minn og stund- um eins og stóri bróðir." Björn var mikill atorkumaður og kappsamur um þau mál er hann vann að. Hann var bjart- sýnn og áræðinn en undirbjo verk sin af kostgæfni. Margir urðu til að leita ráða hjá honum og fór enginn þaðan án fyrirgreiðslu. Framkoma hans og fas var slíkt að allir hlutu að meta hann mik- ils. Hann var hvarvetna hrókur alls fagnaðar og meiri höfðingja heim að sækja en þau hjón er vart hægt að hugsa sér. En þó Björn ynni mikið kunni hann vel að meta kyrrð og ró. Þau hjónin eignuðust ásamt fleirum jörðina Stóru-Hvalsá í Hrútafirði og dvöldust þar jafnan nokkurn tíma úr árinu. Þær stundir voru þeim dýrmætar svo og okkur öll- um er þar komum. Björn átti þar seglbát og hygg ég, að einhverjar hans sælustu stundir hafi verið er hann sigldi um Hrútafjörðinn með sonum sinum. Þeir sem heima biðu fylgdust með litla fleyinu með appelsinugulum segl- unum þar sem það skreið á öldun- um. Og er komið var að landi beið sæfaranna rjúkandi kaffi og heit- ar kleinur eða pönnukökur. Já, þær eru margar minning- arnar sem leita á hugann. En hvar værum við stödd án þeirra? Ég þakka tengdaföður mínum fyrir samfylgdina, sem þvi miður varð allt og stutt, og fyrir allt það sem hann var mér og mínum nánustu. Heimurinn v,æri betri ef hann byggðu fleiri slikir menn. Guð blessi minningu hans. Kristin Jónsdóttir. Vinur minn og félagi Björn Pétursson verður jarðsunginn í dag. Erfitt á ég með að sætta mig við að hann skyldi falla svo skjótt fyrir „manninum með ljáinn“. Björn var svo einstaklega hraust- ur og viljasterkur maður. Það var ekki lengra en i ágúst að við gengum niður að Seltanga við Laxá í Aðaldal og ég þurfti að hafa mig allan við að fylgja honum eftir. Ef til vill gat ég ekki trúað að nokkuð gæti grandað honum, slik voru okkar kynni. Nú verður mér margt hugsað um líf og dauða. Björn var félagi minn I þeim fyrirtækjum, sem við stofnuðum saman, en hann var líka vinur minn og engum manni á ég meira að þakka í lífinu. Við Björn kynntumst fyrst árið 1960. Fljótlega tókust með okkur góð kynni. Hann var traustur, réttsýnn og sterkur, einmitt þeir eiginleikar sem ungur maður, nýkominn úr skóla, þarfnast. Á þeim tímum voru miklar svipting- ar meðal ungs fólks. Hin svo kallaða „pop-bylting“ var í aðsigi. Ég efast um að margir menn á hans aldri hafi þá skilið betur sjónarmið ungs fólks. Þessi kynni okkar og gagnkvæmur skilningur á breyttum viðhorfum urðu meðal annars til þess að við stofnuðum Karnabæ saman árið 1966. Björn fór ekki varhluta af þvi áliti, sem við fengum af þessari ákvörðun. Flestum fannst þetta algjört glap- ræði og sérstaklega fyrir mann á Björns aldri. Á þessam timum var það t.d. glæpi næst að áliti „eldri kynslóðarinnar" að karlmenn hefðu sítt hár. Björn lét þetta álit ekki á sig fá. Hann skildi að allt er breytingum háð og stöðnun þýddi ekkert annað en afturför. Við héldum ótrauðir áfram. Það sam- starf sem við höfum átt, er mér óhætt að fullyrða, er með eins- dæmum. Við brúuðum raunar þetta fræga kynslóðabil, sem þá og nú er svo umtalað einungis með því að koma til móts við hvor annan. Það er önnur hlið á Birni, sem mig langar til að minnast. Flestum, sem lítt þekktu til hans, verður viðskiptahliðin án efa minnisstæðust og á hann þar allt gott skilið, en sú hlið sem ég mun síðast gleyma er hjálpsemin og næmur skilningur á vandamálum annarra. Björn var vinur vina sinna og þeir sem til hans leituðu fóru sjaldnast af hansfundi án hjálpar. Hann gat verið hrjúfur við fyrstu kynni, en það var að- eins þunn varnarskel, sem hann reyndi að setja upp, því hann mátti varla aumt sjá. Við mig kom hann fram eins og einn af sonum sinum. Björn var alinn upp i sveit norð- austanlands á þeim timum sem hver og einn þurfti að berjast harðri baráttu fyrir lífsbjörginni. Hann missti föður sinn ungur og urðu hann og bræður hans að sækja björg í bú. Margar sögur sagði Björn mér frá þessum tím- um og þær heilluðu mig. Björn kenndi mér að meta raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi í boöi Iðnaðarhúsnæði til leigu við Funahöfða. Húsnæðið er 300 fm á jarðhæð og 1 20 fm á efri hæð og leigist í einu lagi eða hlutum frá og með 1 . júní n.k. Tilboð leggist inn á augld. Mbl. fyrir 1. marz n.k merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 1 743". Skrifstofur Teiknistofur Til leigu allt að 300 fm húsnæði við Grensásveg. Tilb. leggist inn á skrifst. Morgunbl. fyrir föstudag merkt: „Útleiga: 4834". Hafnarfjörður til leigu Falleg 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi frá 1. marz n.k. Tilboð ásamt nánari upplýsingum óskast send augl.d. Mbl. merkt: „íbúð : 4835." Verkstæðishúsnæði til leigu, 240 ferm. Húsnæðið er nýtt, fullfrágengið utan og innan. Malbikað og girt vel upplýst svæði fyrir framan tvær stórar innkeyrsludyr. Mjög rúmgott bíla- stæði við húsið. Upplýsingar í síma 18603 kl. 9 —12 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.