Morgunblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977
Vl£í>
1
KA FF/Nl)
(!) Æ •
79 ára gamall maður I Texas,
sótti um og fókk skilnað við
konu sfna, sem var jafn gömul
honum, er hann sagði dómaran-
um frá hvernig líðan sfn væri f
sambúð við hana.
Gamli maðurinn hafði létta
vinnu á kaffihúsi. — í hverri
viku, er hann fékk launin sfn
greidd, varð hann að skila kon-
unni umslaginu óopnuðu, ann-
ars kostaði það barsmfð og
skammir. Sjálfur fékk hann
sem svaraði 10 krónum fyrir
strætisvagnamiðum, en miðana
varð hann að afhenda henni og
skammtaði hún honum þá til
tveggja daga f senn. Kaffisopa
fékk hann aldrei, nema þegar
hann fann aura á gólfi kaffi-
hússins sem hann vann f, þegar
hann sópaði það, og gat keypt
sér það fyrir þá. Í hvert skipti
sem hann langaði til þess að
heimsækja börnin sfn frá fyrra
hjónabandi, lamdi konan hann
með sópskafti, í mjóaleggina,
svo að hann komst ekkert fyrir
eymslum í fótunum.
Það var dúkkulfsan, sem var
óþæg, en ég er búinn að flengja
hana fvrir það.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
SPILAHEPPNI einstakra manna
f langan tíma gengur i berhögg
við kenningar reikningslistarinn-
ar. En sumir hafa þó aðra skoðun
á þessu. Ilvað sem um þetta má
segja þá þótti varnarspilurunum,
í spili dagsins, sagnhafi ótrúlega
heppinn að vinna sitt spil. Hann
gerði þó ekki annað en að gera sér
Ijósa nauðsynlega skiptingu spil-
anna.
Austur gefur, norður og suður á
hættu.
Norður
S. K9
II. Á842
T. KG754
L. 94
Vestur Austur
S. 108« S. G 75432
II. D103 II. G
T. 9632 T. D8
L. DG10 L. K872
Suður
S. ÁD
II. K9765
T. Á10
L. Á653
Eftir nokkuð harðar sagnir varð
suður sagnhafi í 6 hjörtum og
vestur spilaði út laufdrottningu,
sem sagnhafi tók heima.
Það er auðséð, að liggi trompin
2—2 á höndum varnarspilaranna
stendur spilið alltaf. En þegar leg-
an kom í ljós var ekki svo einfalt
að finna vinningsleiðina. Og það
er rétt, að lesendur staldri við hér
og reyni það.
Eini möguleikinn er, að austur
eigi tiguldrottningu og aðeins eitt
smáspil með. Sagnhafi gerði sér
þetta ljóst strax í upphafi. Eftir
að hafa tekið á laufás tók hann á
hjartakóng og síðan ás. Nú varð
ljóst, að vestur átti trompslag. •
Samkvæmt áætlun spflaði suður
tfgli frá blindum og svínaði tí-
unni. Þegar það gekk tók sagn-
hafi á tígulásinn og spilaði sig inn
á blindan á spaðakóng. Tíglar
blinds sáu nú um laufaspil sagn-
hafa. Vestur mátti trompa síðasta
tígulinn en það var lika eini slag-
ur varnarinnar.
Þetta var laglega unnið spil.
Sagnhafi varð að gera sér ljósa
nauðsynlega legu tígullitarins
strax í upphafi þvi ás og kóng i
hjarta þurfti að spila i réttri röð.
(iuð sé oss næstur, — verð að fá mann til að skella
rúðunni í tækið áður en að pabbi hans kemur heim.
RÓSIR - KOSSAR
38
um stfg og beygði mig niður
öðru hverju og tfndl upp f mig
stór og gómsæt bláber milli
trjánna. Ég varð gripin af löng-
un til að skoða mig enn betur
um og héit áfram i áttina að
læk sem hugðaðist niður hifð-
ina. Vatnið var brúnt en og yfir
hann þreytuleg brú og ég hugs-
aði mig um drjúga stund áður
en ég lagði f að stfga út á hana.
Þegar ég kom út að skógar-
jaðrinum var það ekki lengur
útsýnið yfir skógivaxin fjöllin
sem fangaði athyglí mfna. Eg
starði nefnilega f mestu for-
undran á Iftið rauðmálað hús,
sem var umkringt af eplatrjám
og ýmsum gróðri. Fyrst kom ég
auga á tvær manneskjur sem
lágu f grasinu og þá skildist
mér að ég hafði hér komið á
hinn umtalaða stað sem kallað-
ur var Oddinn.
Pia lá f grasinu og andlit
hennar var stöðugt að breyta
um svip. Hún veifaði glaðlega
til mfn þegar hún kom auga á
mig.
— Nei, sko.. .ert þú komin
Puck? hvernig fórstu að þvf að
rata alla leið hingað? Það var
svei mér gott hjá þér.
Björn Udgren hafði risiðð
upp þegar ég kom til þeirra og
nú brosti hann svo skein f ailar
skjannahvftu tennurnar og
bauð mér sæti hjá þeim f gras-
inu. Við settumst og Pia malaði
og talaði, en ég notaði tækifær-
ið að skoða mann þann sem af
ýmsum aðilum hafði verið út-
hrðpaður sem skúrkurinn f
ieiknum.
Ekki var hægt að bera á móti
þvf að hann var sérstaklega
gjörvulegur. Vangasvipurínn
skarpur og hárið blásvart, aug-
un dökk. Hann var klæddur f
hvfta gúmmfsskó og stuttar
buxur og ég sá að hann var vel á
sig kominn líkamlega. Ekki gat
ég þó getið mér til um hvaða
hugsanir bærðust innra með
honum. Það var eitthvað f fasti
hans sem hreif mig og mér
þótti geðslegt þótt það væri
framandlegt og kannski eitt-
hvað óábyggilegt við hann...
Engum gat blandast hugur
um hverjar voru tilfinningar
Piu til hans. Tilfinningarnar og
hrifningin geisluðu af henni
Læknis-
leysi í
þéttbýli
„Ein er sú tilhögum læknaþjón-
ustu hjá heimilislæknum, sem
erfitt getur verið að sætta sig við í
mörgum tilvikum: Læknar taka
yfirleitt ekki á móti sjúklingum,
nema þeir séu búnir að panta hjá
þeim tíma með nokkrum fyrir-
vara, t.d. daginn áður eða nokkr-
um dögum áður. Getur slik tilhög-
un oft komið sér afar illa og verk-
að nánast sem algjört læknisleysi.
Því er mjög algengt, að fólk þurfi
á tafarlausri læknisþjónustu að
halda. Mannleg mein fara ekki
ætíð eftir þeim reglum, sem lækn-
ar setja hverju sinni. Vegna þess-
ara annmarka neyðist fólk oft til
að Ieita til næturlækna, meira en
ella væri þörf á, en skiljanlega
kemur það ekki ætíð að fullum
notum.
Einstaka læknar af eldri kyn-
slóðinni halda þó ennþá áfram að
hafa stofur sínar opnar hverjum
þeim sem á þarf að halda, án þess
að ætla fóíki margra daga bið.
Þökk sé þessum læknum. Þeir
skilja nauðsyn þess>. að fólk geti
náð í heimilislækni sinn, án þess
að þurfa að biða dögum saman.
Nauðsynlegt er að læknar
breyti þessu biðtímafyrirkomu-
lagi eða taki upp annað, sem bet-
ur hentar, svo fólk geti notið eðli-
vlegrar læknisþjónustu.
I.A.“
Læknisþjónustan og skipulag
hennar hefur að undanförnu ver-
ið mjög til umræðu og endurskoð-
unar og er t.d. tiltölulega nýbúið
að setja lög um hana sem eru að
komast í framkvæmd smám sam-
an. En slíkt tekur alltaf einhvern
tima og eins og sagt er í bréfinu
að mannleg mein fara ekki ætíð
eftir reglum. Læknamiðstöðvar
hafa á nokkrum stöðum hafið
starfsemi og hafa þótt gefast vel.
Að öðru leyti hefur Velvakandi
engu hér við að bæta en vilji
einhver upplýsa frekar um þessi
mál þá verður ljáð rúm til þess.
Þá verður birt bréf, sem hefur
beðið birtingar alllengi, er skrifað
hinn 30. janúar sl. og fjallar um
hvort sumir prestar séu
% Kaþólskir eða
lútherskir?
Stefán Pjetursson:
,,Ég hlusta stundum á bæna-
stundir ríkisútvarpsins á morgn-
ana og hugleiði með sjálfum mér
hvernig á því standi að þar eru
hafðir í frammi þeir menn, sem
þekktir eru að því að vera
kaþólskir eða hálfkaþólskir
áróðursmenn.
Nú er það fullkomlega kunnugt
að í stjórnarskrá íslands er ákveð-
ið að hin íslenzka þjóðkirkja sé
evanglísk-lúthersk kirkja. Ég geri
ráð fyrir að núverandi biskup
hafi á sínum tíma skrifað undir
þann eiðstaf sem í stjórnarskrá
0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir ISðariu
Lang
Jóhanna Krístfónsdóttir
þýddi
langar leiðir, augun horfðu á
hann full aðdáunar. Mig
langaði til að grfpa f hana og
segja:
„Góða barn! Ef kona starir
svóna eins og tryggur hundur á
karlmann verður hann hund-
leiður á henni áður en vika er
liðin.“
En eftir öilum sóiarmerkjum
að dæma virtist Björn ekki
veita þessari yfirþyrmandi að-
dáun athygli. Hann tautaði
utan við sig:
— Ég var einmitt að fá að
vita um hvað gerzt hefur á
herragarðinum. Þetta er alveg
skelfilegt. Auðvitað var gamli
forstjórinn orðinn fullorðinn
maður og heilsutæpur var hann
Ifka .... en að hann skyldi
þurfa að deyja á þennan hátt.
Ilefur lögregian einhverja hug-
mynd um hver hefur framið
ódæðið.
Ég sagði fyrst eitt dræmt nei,
en sfðan gat ég ekki stillt mig
um að bæta við:
— Það er kannski einhver
sem veit að hann á að erfa
mikla peninga?
En Björn var jafn skilnings-
vana á svipinn eins og Pia og ég
reyndi að setja út annað spil.
— Þekktuð þér hann VEL?
t þetta sinn leit hann snöggt
á mig og mér fannst votta fyrir
undrun f augnaráði hans.
— Vel ? Ja, stöku sinnum
stfgur guð niður af himninum
og aumkast yfir fátæka mann-
eskju, án þess þó að viðkom-
andi kynnist honum svo að
nokkru nemi. Er ég ekki nógu
skilmerkilegur? Eg á við að
Malmer forstjóri hafi verið
framúrskarandi rausnariegur
við mig: ef hans hefði ekki
notið við hefði ég orðið að
hætta f skóia f jórtán ára gamall
og hefði sennilega endað sem
verkamaður f námunni....
— Það var kennslukonan sem
bað um aðstoð fyrir þig, skaut
Pia inn f full aðdáunar. — Og
þegar afi heyrði hvað þú værir
yfirgengilega gáfaður þá...
— Það getur vel verið, sagði
Björn eins og hann kærði sig
ekki að fara nánar út f þá
sálma, — að ég hafði þótt
skynugri en hinir krakkarnlr.
En Frederik Malmer bar föður-
lega umhyggju fyrir sfnu fólki. -
Hann var ekki bara sá sem