Alþýðublaðið - 19.10.1958, Side 3
Sunnudagur 19. október 1958 . .A 1 þ'ý S u b 1 a $ i ð
3.
Alþýöublaöiö
Ötgefandi
Ritstjóri:
FYéttastiórí
Auglýsingastjóri:
Ritstjórnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetar:
A1þ ý ð u flokkurin n.
Eíelgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson
Emilía Samúelsdóttir.
1 4 9 0 1 og 1 49 0 2.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Aiþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
rissjoöursjomanna
LÖOJN um lífeyrissjóð togarasjómanna, sem sett voru
á síðasta þ ngi, táknuðu stórt spor í rétta átt, Um næstu
aramót verða svo farmenn strandferðaskipanna og verzlun-
arflotans aðnjótandi sömu kjarabóta samkvæmt síðustu
_ samningum Sjómannafélags Reykjavíkur. Eftir er þá aðeins
. að tryggja bátasjómönnum þessa hagsmuni. Nú hefur Eggert
G,-Þorsteinsson flutt frumvarp á þingi aö beiðni Sjómanna-
sambands íslands um að lífeyrissjóðurinn nái til allra
sjómanna: Ber þess að vænta, að mál þetta fái skjóta og- '
góða-afgreiðslu á þ iigi því, sem nú 'situr. -
Megintilgangurmn með lífeyrissjóði sjómanna er að
gcra sjávarútveg og farmennsku að eftirsóknarverðum 1
atvinnúvegi. Undanfáriðliefur verið svo erfitt áð fá menn
til þessara starfa, að fjöldi útlendinga hefur unnið á ís-
Ienzka flotanum .Iiitt liggur í augum uppi, hvað sjávar-
-útvegurinn skiptir niikiu rnáli fyrir þjóðarbúskap okkar
Islendinga. Fiskafurðirnir nema 97% af útflutningsverzl-
un okkar. Og svo mun enn verða um langa framtíð. —
Þess vegna hliótum við að gera nauðsynlegai- ráðstafan-
ir til þess ,að sjávarútvegurinn eigi nægra og góðra starfs-
krafta völ. Það tekst bezt með því að tryggja sjómanna-
stéttinni afkomuöryggi og vekja áhuga æskunnar á hlut-
skipti hennar. Sjómennskan verður að þola samkeppni
við aðrar starfsgreinar. Ella bíður okkar sá þjóðarvandi,
að grundvöllur afkomu okkar O'g efnahagslífs sé í hættu.
Og íslenzkir sjómenn eiga þetta fulltingi sannarlega
( iJtan úr heimi )
f broddi fylkinaar
RICHARÐ NIXON, varafor-
seta Bandaríkjanna, verður fal-
ið, að koma í veg fyrir stórkost
legt fylgishrun Repúblikana . í
kosmnguruim til - Bandarrkja-
þings í haust.
Eisenhower forset'. hvorki get
ur né vill taka þátt í baráttunni
og frambjóðendur repúblikana
telja ekki æskilegt. að hann
verði framarlega í kosningaá-
tökunum.
Hvaða Nixon er það, sem
kjósendur fá nú að kynnast?
1952 og 1954 var það ,,gamli‘'
Nixon, sem t llitslaust réðist á
demókrata . undir slagorðinu
„Kórea, spilling og kommún-
ismi“. Hann ákærði þá fýrir
að hafa dregið Bandaríkin í
Kóreustríð’ð, að spilling hafi
blómstrað í stjórnartíð Trum-
ans og þá hafi kommúnistum
verið hleypt inn að gafli í ame-
rískum stjórnmálum. —- Hann
gekk svo langt að hann taldi
að demókratar hefðu bolað land
ráðamenn í æðstu stöðum.
Hinn „nýi“ Nixon frá 1956
var gjörólíkur hinum eldri —
stjómmálamaður, sem benti
stoltur á hvað Eisenhower-
stjórnin hafði gert, og viður-
kenndi að enda þótt demókrat-
ar væru á villigötum þá voru
þeir löghlýðnir Bandaríkja-
menn. Hann forðað st hin við-
kvæmari mál, sem hann áður
hafði á oddinum.
Tilgangurinn var augsýnilega
sá, að ryðja sér brautina upp í
Riehard Nixon
forsetastólinn. Amerísku stjórn
málaflokkarnir velja forseta-
efni sín sjaldan úr hópi þeirra
manna, sem harðast ganga fram
í gagnrýni á aðra flokka, heldur
miklu fremur þá, sem hafa
möguleika á því að safna fylgi
óháðra kjósenda.
En Nixon berst nú fyrir póli-
tískri framtíð sinni (hann er í
fallhættu í Kalifomíu) og því
hefur hann nú gripið til svip-
aðra aðferða og 1952 og '53. —•
Hann sakaði nýlega starfsmann
í utanríkisráðuneytinu fyrir
skemmdarverk. Ráðuoeytið
mótmælti ásökumim Nixons'og
síðan hefur nokkuð dregið úr
.ofsanum.
Nixon sákar efeki lengur
demókrata um þjónktm við
kommúnista - frá því MvCarty
féll frá hefur fólk haft and-
styggð á slíkum ásökunum —
en hann endurtekur í sifellu, að
þeir séu gegnsýrðir af raáikál-
srria og frjálslyndL Hamr fuil-
yrðir, að verði hinir róttæku
demókratar. kjörnir, þán muni
skella á verðbólga. Nixon setur
b°rsýnilega traust sitt á, að
fólk óttist verðbólgu meir en
samdrátt.
Hann styður utanrík sstefnu
stjórnarinnar, en vitað er, að
hann vill fara með meiri gát
en Dulles í þeim málum, þar eð
hann veit, að fari sva, að Banda
ríkin dragist inn í óvinsælt
stríð, þá muni fylgið hryuja af
repúblikönum. Friðsasnleg
lausn deilumálanna styrkir aft-
ur á móti repúblikana, og fójk
lítur á E senhower, sem þann
mann sem bezt fær tryggt frið-
inn. í
skilið. Þeir draga þrjá fiska úr sió, þegar erlendir starfs-
bræður þeirra skila einum. Sjómennirnir sækja björgina í
greipar hafsins í öllum veðrum, leggia hart að sér í volki
og vosbúð og slíta sér út fyrir aldur fram, þó að mannrétt-
indi nútímans nái til þeirra °S breytingin frá dögum for-
líðarinnar sé gagnger. Engin þjóðfélagsstétt á því ríkari
kröfurétt á öryggi í ellinni enn einmitt sjómennirnir. Þetta
ber alþingi að gera sér lióst og .breyta samkvæmt því. Og
afstaða þess markast af því, hvaða móttökur frumvarpið
urn lífeyrissjóð sjómanna fær í þingsölunum næstu daga
Jónas Jónsson:
eða vikur.
Það er mikið fagnaðarefni, að togaras.jómenn og far-
menn skul: þegar ha.fa fengið þá kjarabót, sem lífeyris-
sjóðurinn er. Og vitaskuld eiga bátasjómenn að njóta
hins sama. Okkur er líka börf á starfi þeirra. Framlag
bátasjómannanna til þjóðarbúsins er sannarlega mikið.
Og áeiðanlega munú þeir fylgjast vel nieð því, hvaða mót-
tökur fmmvarpið um lífeyrissjóðinn fær á alþingi. Mál
þetta er svo langt á veg komið, að heildarlausn þess er
aðeins tímaspursmál. Og sannarlega færi vel á því, að
alþingí stigi skrefið til fulls í samhug og eindrægni og
sýndi þannig ísl. sjómannastéttinni í verki, að þjóðin
metur hana mikils o»; telur sig í ærinni þakkarskuld við
hetjur hafsins. Sú nafngift á ekki aðeins að vera blakt-
andi fáni á sjómannadaginn. Henni á að finna stoð í raun-
veruleikanum með því að gera frumvárpið um lífeyris-
sjóð íslenzkra sjómanna að lö-gum.
Alþýðublaðið skorar á alla st.jórnmálaflokka að leggja
þessu , hagsmunamáli sjómannastéttarinnar drengilegt lið.
Sá tími á að vera liðinn ,að fulltingi sem þetta sé baráttu-
mál. Reynslan mælir þannig méð sambærilegum kjarabót-
um vinnustéttanna, að enginn ætti að þurfa að vera í vafa.
Sjómennirn'r eiga í þessu efni að koma fyrstir, en auðvitað
getur þess ekki orðið langt að bíða, að öllum íslendingum
séu tryggð viðunandi eftirlaun að loknu starfi á löngum og
góðum ævidegi. Það er framtíðarmál, en lífeyrissjóður sjó-
mannanna nauðsyn og krafa líðandi stundar.
Hafnarfjörður.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði heldur fund n.k. þriðiudagskvöld (21. okt.).
kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsinu.
Fundarefni:
1.' Kosning fulltrúa á 26. þing Alþýðuflokksins.
2. Vetrarstarfiö rætt.
-3. Erfndi um bæjarmálin.
Stjórnin.
FYRIR skömmu hafa vinir og
samsýslungar Þorsteins skálds
Erlingssonar sýnt minningu
þessa látna listamanns marg-
háttaða sæmd. Brjóstmynd
hans í málmi rís við foss í
Fljótshlíð og minnir á æsku-
daga hans. Ljóð hans og rit-
gerðir er gefið út á myndar-
legan hátt. Ungur höfundur
ritar ævisögu skáldsins og leið
togar andlegra mála hafa
minnzt Þorsteins í ljóðum og
lausu máli, í útvarpi og blöð-
um.
Þessi aldamótavakning varð-
andi ljóðagerð og ritstörf
Þorsteins Erlingssonar kemur
á góðri stund. íslendingar eru
að byrja að átta sig á því, að
það er ekki hægt að mennta
æsku landsins á dauðum fróð-
leik, fráleitri málfræði, bók-
stafareikning, landafræði,'
nöfnum fljóta, vatna, fjalla og
sögustaða, eða með atanbókar-
lærdómi í grasafræði, en ekki
með lifandi kynningu. Þjóð-
menning íslendinga verður að
byggjast á allt öðrum grund-
velli. Þar munu Ijóðin jafnan
verða í fremstu röð. Þegar tek-
ið verður til óspilltra málanna
og það verður væntanlega inn-
an skamms, að verða fögur ljóð
sem dýrgripi í þjóðaruppeld-
inu, þá man koma í ljós, að í
Þyrnum Þorsteins Erlingsson-
ar eru mörg kvæði og margar
vísur, sem verður gripið til,
þegar lífsinsbrauð bókmennt-
anna verður skörulegar en nú
i tíðkast, borið á borð fvrir
lunga sál í landinu.
Hér er ekki staður eða stund
til að gera endurskoðun á við-
skiptareikningi þjóðarinnar
við skáld sín heldur ekki við
Þorstein Erlingsson. Þessa
eins má hér minnast, að um
lángan aldur verða úrvalsljóð
Þorsteins og áhrif hans á ljóða-
gerð þáttur í menntun mennt-
aðra íslendinga. Frá því að
Þyrnar komu fyrst út, laust
fyrir síðustu aldamót, hafa
börn og ungmenni numið ljóð
Þorsteins og fag'nað listrænu
ágæti þeirra. Margir hafa sótt
í þessi ljóð djarfar hugsjónir
1 lífsbaráttunni. Þorsteinn átti
marga dugandi skólabræður,
bæði' í Reykjavík úr skóla og
í höfn. Sumir þeirra hafa stað-
ið að merkum og gagnlegum
verkum til umbóta í þjóðfélag-
inu, svo sem að afnema óholla
brunna í Reykjavík og leiða
hingað hið gulltæra vatn Úr
Gvendarbrunninum. En mann-
lífið er svo undarlegt, að jafn-
vel hin beztu verk af þessu
tagi rykfalla fljótt í minningu
samtíðarinnar. Skólabræður
skáldsins áttu flestir við betri
kjör að búa að loknu námi,
heldur en hann. En á mann-
lífsmiðunum er málunum nú
svo komið, að mörg ljóð hans
búa í sálum kynslóSanna öld
eftir öld í úrvali góðs skáld-
skapar. Á ókomnum árum
munu sjómenn, verkamenn,
bændur, iðnaðarmenn og
fræðimenn láta sig miklu
skipta lífsferð þessa skálds og
hvernig ljóðin, sem geymast í
hverju húsi, hafa til orðið á
sínum tíma. Síðari kynslóðir
munu vilja vita greiailega um
hagi skáldsins, sem orti hin
djörfu og margháttuðu frelsis-
ljóð og ógleymanlega um nátt-
úrulýsingar. Það eru til mynd-
ir af skáldinu. Um haam verða
skrifaðar ritgerðir og bæbur,
en eitt má gera í viðbót öðrum
slíkum framkvæmdum til að
færa skáldið nær ófæddum
kynslóðum. Það er hægt aS
varðveita hús skáldsins í Þing-
holtsstræti í minningu um
þennan ljóðsnilling og verk
hans. Guðrún Eiiings., ekkja
hans, lifir á háum aldri. Hún
hefur haldið heimili þeirra ó-
breyttu í meira en 40 ár. Þetta
er eina hús látins þjóðskálds
hér á landi, sem er hægt að
taka eins og það er og gera það
að minningarsafni fyrir þjóð-
ina alla. Ekki þarf þess til að
heiðra Þorstein Erlingsson, því
að hann lifir í ljóðum símim,
heldur til hjálpar þjóði»ni -um
alla framtíð við að skilja og
meta ljóð hans, sem enr. og
verða óaðskiljanleg eign þús-
undanna í landinu.
Þessi bending er lögð fram
að loknum umraeðum. og að-
gerðum í sambandi við aldar-
afmæli Þorsteins Erlingssonar.
Vinir, samsýslungar sfeáldsins
og andlegir áhugamenn, hvar
sem er á íslandi geta tekið
þessa bendingu til athugunar
og framkvæmda, ef þeim þvkir
hún þess verð.
Jónas Jónsson
frá Hriflu. ' 1 .