Alþýðublaðið - 19.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1958, Blaðsíða 4
A 1 þ ý ð u b 1 a ð i ð Sunnudagur 19. október 1953 mgs/#s HEIMSKUNNUR blaðamaður sem dvaldi hér um skeið hefur ritað greinar um landis og' þjóð- ma og flutt erindi í útvarp heima fands síns. Þar segir hann með- al annars, að á íslandi sé stétt- íaust þjóðfélag. Þetta eru athygl isverð orð. Ástæðan fyrir þess- ari skoðun blaðamannsins, sem Iser íslendingum mjög vel sög- una og hefur samúð með bar- áttu okkar fyrir verndun fiski- istofnsins, er sú, að hann miðar við sitt eigið þjóðfélag og raun- ar öll önnur, sem hann hefur kynnst. STÉTTALAUST þjóðfélag. — Hvað þýðir það? Það þýðir, að .svo lítill sé munurinn milli stétt anna að hann verði varla greind vir. Við munum ekki sammála blaðamanninum um það, að hér sé enginn munur á stéttunum, ■en hitt er rétt, að ef miðað er við önnur þjóðfélög, hvar sem er í heiminum, þá mun hér vera xninni munur á stéttunum en annars staðar. ■—- íslendingar hafa ekki í reyndinni viljað við xirkenna þetta. Þess vegna hef- nr baráttan milli stéttanna ver- ið svo hörð hér. EN ÞAÐ ÞÝÐIR ekki að neita þessu. Hér er minni mun- vtr á stéttum en alls staðar ann- ar? staðar og nær allir hafa nóg íyrir sig að leggja. Enn verður maður að minna á aldrað fólk og einstæðar mæður, þegar um þetta er rætt. Hitt er fásinna að viðurkenna þetta ekki. Þó að jbað sé rétt að einn sé miklu rík- ari en annar. Þá er það ekki tilgangurinn með hugsjóninni nm jöfnuð ,að allir séu jafn rík- ir, heldur hitt, að allir hafi at- vinnu ,að allir fái þann afrakst- iir af vinnu sinni að þeir geti lif- að á honum sómasamlegu lífi — og að allir búi við öryggi. ÞAÐ ER vitanlega hægt að benda á mismun á kjörum manna ,en það fer ekki alltaf eftir stéttum. Það er staðreynd, ,sem hlýtur að blasa við hverj- um manni. — En í sambandi við .þessa fullyrðingu hins erlenda \ S S s s s V s s V s s s v s s s s s s s s s s s s. ■s s s s s s s s s s 1 * s s s \ \ s \ \ Heimskunnur blaðamaður segir: Það er síétílaust þjóðfélag á Islandi. Staðreyndirnar blasa við. bjófnaðurinn á Keflavík- urflugvelli. Eru Islendingar þjóf- gefnir? blaðamanns, vaknar spurningin. Hvað er þá næst framundan hjá okkur eftir að við erum búin að koma okkur þannig fyrir, að hér sé minni munur á stéttunum en alls staðar annars staðar? — Það liggur í augum uppi. Það er, að tryggja þá aðstöðu, sem við höfum náð. Og það tekst ekki nema með því að koma á jafnvægi í fjárhagskerfi okkar. Það ættu verkalýðssamtökin framar öllum öðrum að hafa í huga, enda veltur mest á því fyr ir þau að koma í veg fyrir að það verði af verkalýðnum tekið sem hann hefur aflað sér. PÉTUR sendir mér þesssar línur: ,,Tækifærin geta gert menn að þjófum. Um þetta sendi ég þér nokkrar línur fyrir æði löngu, og varpaði þar fram þeirri ,,fjarstæðu“, að þeim yrði líka refsað, sem létu fjármuni liggja á glámbekk og freistuðu þannig ístöðulítilla manna, sem notuðu þessi auðveldu tækifæri og stælu hinum auðfengnu fjár- munum. Þú taldir þetta fjar- stæðu, sem það nú líklega er, — en þetta rifjaðist þó upp fyrir mér,' þegar ég las í blöðum, að búið væri að stela á mörgum bíl förmum af allskonar varningi úr birgðaskemmum á Keflavík- urflugvelli. IIVERSKONAR -eftirlit er þetta á Keflavíkurflugvelli, að hægt skuli að stela þar mörgum bílförmum, án þess að upp kom- ist fyrr en seint og um síðir? — Eru hér að verki forhertir þjóf- ar, eða er hér um að ræða ein- hverjar sérstakar og óvenjuleg- ar ástæður? ÍSLENDINGAR eru ekki þjóf gefnir að eðlisfari, eða hafa ekki verið það fram á síðustu ár. Hér virðist nýtt vandamál í uppsigl ingu, sem þjóðin verður að snú- ast við með fulkominni alvöru og festu. En þá er nú komið að því, að refsimálin eru hér í hinni mestu niðurníðslu. Glæpamenn ganga út og inn eftir eigin geð- þótta ,þó þeim sé, seint og um síðir stungið í fangelsi til að taka út refsingu. — Blöðin tala um þetta í skopi ,en varla get ég nú talið þetta svo lítilvægt, að það verðskuldi ekki alvarlegri umræður.“ ■—o—■ í PISTLI mínum í gær . féll niður þýðingarmikil setning á einum stað. Og v.egna þess. að það slys breytir meiningunni, verð ég að koma með leiðrétt- ingu. Greinin á að vera svona: ANNARS er það aðkallandi nauðsyn að í landinu myndist heilsteyptur verkalýðsflo.kkur, flokkur með frjálslynda social- demokratiska stefnuskrá,- laus við oftrú á aðferðir einstakra þjóða og óháður þeim átökurh, sem nú eiga sér stað um yfir- ráðin í heiminum. Alþýðuflokk- urinn er grundvöllur slíks flokks, og þangað er að leita fyrirmyndarinnar, en í skipu- lagsmálum og vegna undangeng inna deilna innan verkalýðs- hreyfingarinnar, verður sviðið að vera rýmra og í aðalatriðum hygg ég að sækja ætti fyrirmynd ina til brezka verkamannaflokks ins og alþýðuflokkanna á Norð- urlöndum. Ilannes á horninu. Kirkjuþáttur: r og ma „EG ER EKKI NÓGU GÓÐUR MAÐUR.“ VERKAMAÐUR var á gangi niður við höfn. Þetta var á þeim árum, þegar hugsjón jafnaðarstefnunnar var að ryðja sér til rúms hér á ís- landi. Menn sáu roða fyrir nýjum degi, og vonuðu, að margskonar ranglæti í þjóð- íélaginu væri að verða að engu fyrir bættu skipulagi. En verkamaðurinn, sem þenn an dag var á gangi við höfn- ina, var ekki að telja saman kauphækkun sína né heldur að semja skammagrein um auðvaldið. Áhyggjuefni hans var allt annað: Hvernig verð ég sjálfur svo góður og göf- ugur maður, að ég sé þess verður að vinna fyrir háar hugsjónir og gott málefni? ÁFENGIÐ. SIÐFERÐISMÁLEFNI blönd uðust inn í þjóðfélagsbarátt- una. Hinir ungu hugsjóna- menn héldu því fram, að með bættum kjörum og betri upp- lýsing hyrfi löngun fólksins til drykkjuskapar og svalls, og allir hefðu nóg af góðum og göfugum viðfangsefnum í tómstundum sínum. Drykkju- skapur var af ýmsum talinn blettur á þeim, sem börðust fyrir háum hugsjónunv Bind indishreyfingin var einn þátt ur þeirrar byltingar, sem velta skyldi af stóli hinum vondu öflum í þjóðfélaginu. IIVERNIG ER NÚ ÁSTATT? ERU verkalýðsflokkarnir og samvinnuflokkarnir nú jafn opinskáir liðsmenn bindindis GORKI-kvikmyndaverið í Moskvu varð 34 ára í haust. Það er elzta kvikmyndaver í Rússlandi. Þegar-það fyrst var stofnað [ ágúst 1924 hét það „Mez- hrabpom-Russ“ kvikmynda- Eélagið og fyrstu myndirnar sem það framleiddi varuyn. a. „Aelita“, „The Mosselprom Cigarette Girl“ og „The Post Master“. Þessar myndir gátu sér þegar geysilegar vinsæld- ir meðal áhorfenda og meðal þekktra nafna í kvikmynda- heiminum, sem unnu að þess- um myndum og við kvik- myndaverið voru: Lev Kule- shov, Yakov Prostazanov, Yuri Zhelyabuzhsky og Vlad imir Gardin, sem allir voru þekktir leikstjórar. Ennfrem- ur má nefna myndatökumenn ina Pyotr Yermolov og Lou- is Forestier. 1926 brann kvikmyndaver- ið og þá flutti það í byggingu „Yar“ veitingahússins. Þrátt fyrir ýmis vandkvæði við framleiðslu kvikmynda í þessu húsnæði hélt verið á- fram að auka og bæta fram- leiðslu sína. Einmitt á þessum árum fór Vsevolod Pudovkin að vinna hjá kviknsyndaverinu og „Móðirin“, sem byggð er á sögu Maxim Gorki sá þá dagsins Ijós og varð vinsæl kvikmynd ,ásamt myndinni -„Orustuskipið Potyomkin". En segja má að þessar tvær myndir hafi aflað hinum unga kvikmyndaiðnaði Sovét ríkjanna heimsfrægðar á þeim tíma. Eftir að Pudovkin . hafði stjórnað töku myndarinnar ,Móðirin“ kom svo myndin „Fall Pétursborgar", sern hann einnig stjórnaði og einnig stjórnaði og myndin „Afkomandi Genghiz-Khan“, sem einnig vakti geysimikla athygli. Þá má ekki heldur gleyma gamanmyndum Protazanovs „Skreðarinn frá Torahok“, og „Þriggja milljóna málið“.. 1931 er svo gerð fyrsta tal- myndin í Sovétríkjunum, ein mitt í þessu kvikmyndaveri, en nú nefnist það „Mezhrab- pomfilm“. Þetta var myndin „Vegur- inn til lífsins" framleidd af Nikolai Ekk, en hann varð einnig fyrstur til að gera rússneska litmynd, „Grunya Kornakova". 1936 skiptir verið enn um. nafn og heitir nú „Soyuzdet- film“. Var það nú fyrsta kvik myndaver heimsins, sem fór að gera myndir um æskufölk að aðalviðfangsefni sínu. Nú er það Vladimir Lego- shin, sem gerir myndina „A Lone Sail Looms White.“ En sviðsetningu annaðist Valent- in Katayev, sem var höfund- ur sögunnar. Myndinni var tekið mcð hrifningu meðal æskufólks. Row fyrstu álfasögumynd sína í verinu, en hún var „At the Wave of the Wand“. Árið 1948 er svo kvik- myndaverið skýrt upp einu sinni enn og nú nefnt eftir Maxim Gorki. Á árinu, sem er að líða, munu verða framleiddar í yer inu 3 myndir í samvinnu við Tékka, 1 í samvinnu við Pól- verja og ein í samvinnu við Austur-Þ j óðver j a. Auk þess verður settur rúss neskur texti á 70 erlendar kvikmyndir og erlendur texti við fjöldan allan af rússnesk- um myndum. Af öllu þessu má sjá, að nokkuð mikið líf er í kvik- myndaiðnaðinum í Sovétríkj unum, og margar góðar mynd ir sem þaðan koma. Næst gérir svo Alexander S s s s s s s s s s s s *■ s s s s s s s s s s s s s s s s s s og áður fyrr? Er verkalýðs- æskan hóti betri en „auðvalds æskan“, þegar um er að ræða drykkjuskap á skemmtun- um? Þetta eru spurningar, sem allir hefðu gott af að í- huga. — Eru vinstri blöðin skeleggari í baráttu sinni fyr ir siðferðilegum hugsjónum? ÞAÐ ERU FLEIRI, SEM EIGA HUGSJÓNIR. ÉG VITNAÐI áðan í verka- mann, sem átti sér hugsjón. og áhugamál. Það eru líka til háar hugsjónir og áhugamál, sem ekki eru pólitísk. Það gæti t. d. verið býsna göfugt verkefni út af fyrir sig að iifa lífinu eins og manneskja — hvað þá að lifa því eins og guðs barn, hvað sem líður hinum pólitíska flokki. En þá er dæmi gamla verkamanns- ins þess vert, að eftir því sé munað. Enginn vafi er á því, hvaðan hugsun hans var sprottin. Jesús Kristur flutti þá kenningu, að hugsunar- háttur og líf væri svo nátengt sem fræið og ávöxurinn. Hvhð sem líður öllum ismum, hug- sjónum og stefnum, veltur allt að lokum á hugarfari og hjartalagi mannsins. gamlar bækur. „í GAMLA daga var mest gefið út af guðsorðabókum.“ Ekki laust við, að sumir vor- kenni forfeðrum vorum, sem lásu guðsorðabækur í staðinn fyrir öll þau margbreyttu gæði, sem nú eru á bókamark aði. En hvað sem því líður. — Ekki er allsendis ómögu- legt, að sá tími komi, að ein- mitt þessir menn þyki vitr- ari en vér, — af því að þeir lögðu stund á uppbyggingu sálar sinnar, og Iétu ekki reka á reiðanum um það, hvers- konar fræ það voru, sem döfn uðu í djúpum hugans. Jakob Jónsson. Geysileg rigning veldur Ijóni í Noregi. Gorky kvikmyndaverið. OSLÓ, fimmtudag (NTB). Eftir geysilegt úrfelli á Vest- fold í nótt og morgun ríkti hörmungarástand á þessu svæði í dag. í kvöld hafði vatnið þó lækkað mjög og er búizt við þurrvlðri, er þurka mun upp eftir rigninguna. Ekki er vitað um tjón í landbúnaðinum, sem þó hefur þegar skaðazt mjög vegna þurrkleysis ,en fréttarit- ari NTB í Tönsberg segir, að öil uppskera, er enn stóð úti, muni algjörlega ónýt. Frá Sande- fjord er símað, að þar hafi rignt 100 millimetra á tveim sóiar- hringum. Óskorið korn og korn \ á hesjum liggur þar nndir S vatni og kartöflur hafa skolazt S upp úr jörðinni. Um tíma tók S fyrir járnbrautarsamgöngur vegna skriðufalla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.