Alþýðublaðið - 29.12.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1930, Síða 2
2 '▲EÞSÐOBliXÐlÐ Atvinnuleysi— en nóg að starfa. Allij vita, að þótt forfe&ur okk- ar séu búnir að byggja landið í tíu, ellefu aklir, er það ekki nema að Htlu leyti numið enn þá. Hér «r þvi nóg starf að vinna fyrir allar auðar hendur, ef skipulag væri á vinnunni. En hér er ekk- ert skipulag, heldur hið svo nefnda auðvalds-þjóðfélags-fyrir- komulag, þ. e. að framleiðslu- starfsemin er ekki rekin með hagsmuni heildarinnar fyrir aug- um, heldur örfárra manna, sem eiga framleiðslutækin, hinna svo nefndu atvi'nnurekenda. En þegar atvinnurekendur álíta gróðavon- ina tvisýna, pá hœtta peir ad láta vinna, án tiilits til hvað almenn- ingshagurinn krefur, og um hag verkalýðsins er ekki fengist hót. Það ríkir því algert. stjórnleysi á sviði framleiðslunnar og afleiö- iingin er sú, að verkalýðurinn er atvinnulaus tímunum saman, jafn- vel i landi þar, sem svo mikið er óunnið eins og er á Islandi. Eðlilegasta og sjálfsagðasta krafa verkalýðsins ætti þó að vera sú, að fá alt af að vinna, ekki sízt í landi eins og voru landi, þar sem svo margt er enn þá öunnið,. Og auðvelt væri að verða við þessári sjálfsögðu kröfu, ef nokk- uð skipulag væri á atvinnuveg- unum. Nú, þegar auðvaldsfyrirkomu- lagiö hefir reynst gersamlega ó- hæft til þess að halda uppi vinnu, verða atvinnulausir verkamenn ihér í Reykjavík að krefjast þess, að hið opinbera setji næga vinnu í gang. Þeir eru ekki með því að biðja um neina gjöf, heldur að heimta sjálfsagðan rétt sinn, þvi verkamaðurinn á heimtingu á þvi að fá að nota starfskrafta sína. Sjaldgæfar náttúrnviðburðnr. „Vígahnöttur“ hristir stór landsvæði. San Frandsco, 26. dez. United Press, — FB. Afarstór og bjartur „vígahnött- ur“ sást falla til jarðar. Sást „vigahnötturinn" á í>0 mílna svæði. Byggingar hristust eins og í jarðskjáifta i 12 borgum, þegar atburður þessi varð. Franska gnllið. París, 27. dez. United Press, — FB. Gullforði Frakldandsbanka var í dag 53 miUjarðar 283 milljónir 850 þúsund og 425 frankar. Hefir gullforði bankans aldrei verið meiri en nú. — Frakkland hefir nú nálægt þvi 20°/o af gullmynt heimsins. Prentárar. Undan farið hafa staðið yfir samningaumleitanir milli prentara og prentsmiðjueigenda. Hefir enn ekki orðið að samkomulagi, esrí talið líklegt, að samningar takist í dag eða á morgun. Prentarar fara fram á nokkra launahækk- un og enn fremur lengingu á sumarleyfi. Snerta kaupsamningar þeir, sem prentarar hér í Reykja- vik gera, alla prentarastéttina hér á landi, sem telur nokkuð á ann- að hundrað manns. Hingað til hefir kauþ prentara miðast að mestu leyti við vísi- tölu, en fleira verið tekið með í útreikning vísitölunnar en hag- stofan hefir gert, og enn vilja prentarar breyta grundvellinum. Prentarar sögðu upp kaupsamn- ingnum við prentsmiðjueígendur. — Prentarafélagið er eitt lang- styrkasta stéttarfélagið hér á landi. Vmnan skapar anðinn. Eitt af verstu meinum mann- kynsins er atvinnuleysið, sem nú eru mjög mikil brögð að í heim- inum. Ög hefir vor fámenna þjóð eigi farið varhluta af þvi nú á síðari árum. Atvinnufeysið er eitt af höfuðsyndum hins skipulags- lausa auðvaldsfyrirkomulags. Og sýnir það áþreifanlega, að veriö er að sigla þjóðaTfleyjunum í strand. Eitt litið dæmi getum vér tekið, sem næst oss er hér í Reykjavík. Eins og öllum almenningi er kunnugt er hér mjög tilfinnanlegt atvinnuleysi um þessar mundir fyrir dáðléysi valdhafanna. Ai framangreindum ástæðum hefir verkamannafélagið „Dagsbrún" farið þess á leit við ríkisstjórn og bæjarstjórn, að komið verÖi af stað einhverri vinnu. En hvað skeður? — Jú, rikisstjómin tekur að vísu ekki illa í málið, eða þannig, að á najstunni muni verða byrjað að vinna við hinn fyrirhugaða kirkjugarð í Foss- vogi, sem auðvitað þolir enga bið, svo framaflega að þeim sið verður haldið áfram að grafa Reykvikinga 'í sérstaka grafreiti. En borgarstjóri ásamt meirihluta bæjarstjómar, sem auðvitað bar siðferðileg skylda til að leysa máhð á viðeigandi hátt, þver- neitar að nokkuð sé aðhafst, ettir þvi, sem sagt er, þótt ótrúlegt og óviturlegt sé, vitandi þó það, að allur fjöldinn af þeim, sem at- vinnulausir em til lengdar, verð- ur að fá styrk úr. bæjarsjóði til þess að draga fram líf sitt og sinna, því hér er ekki til siðs að bráðdrepa menn, svo opinbert sé. Enda verður engum, sem af knýj- andi ástæðum þarfnast fjárstyrks til viðhalds lífi sinu, meinað að taka af inneign sinni í bæjarsjóði Þvi vitanlega er bæjarsjóðurinn ekki nein séreign þeirra, sem hafa hann undir höndum. En af skiljanlegum ástæðum óska þó verkamenn heldur að vinna fyrir kaupi sínu jafnótt, því það mun koma á þeirra hendur hér eftir sem hingað til að framleiða verð- mæti í skarðið fyrir eyðsmfé bæjarsjóðs. En undarleg fjármálaspeki er það, að vilja heldur láta úti fé úr bæjarsjóði án endurgjalds, heldur en að þiggja verðmæti jafnharðan í staðinn. EkRí verður því við borið, að ekki séu hér næg verkefni, sem bíða bráðrar úrlausnar. Og skulu hér að eins fá nefnd. Eins og flestum bæjarbúum er kunnugt, hefir nú næstum því í heilt ár verið vatnslaust þriðj-a partinn úr sólarhringnum i stórum bæjar- hluta. Ráðamennirnir vita, að ekki verður ráðin bót á því á annan hátt heldur en að leggja nýja vatnsæð til bæjarins, en þó er ekkert aðhafst. Vatnið bíður tært og heilnæmt í Gvendarbrunnum, fólkið bíður vatnslaust i Reykjavík. Sogið bíður óbeizlað, fólkið bíður víðs vegar auðum höndum í myrkri og kulda. Reykjavíkurbær fleygir árlega tugum þúsunda í leigu fyrir skrifstofur og til fundarhalda í stað þess að byrja nú þegar á stórri og vandaðri rácjhúsbygg- ingu. — Nei, — það er ekki gæða- leysi landsins, sem vér byggjum, að kenna, að öllum sonum þess og dætrum líður ekki vel. Hér myndu allir landsbúar hafa meira en nóg fyrir sig að leggja, væru verðmæti landsins notuð og deilt jafnt milli allra landsins barna. Skyldi ekki vera nokkur sann- iLeikur í því, sem íslenzka skáldið (J. Ó.) kvað: ríér er nóg um björg og brauð, berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota ’ann. M. G. Ofviðri og sftemdir á Sigln- íirðí. Siglufirði, FB., 28. dez. I gær gerði hér ofsarok af norðaustri með rigningu. Hélst Veðrið í nótt, en með morgninum gekk það heldur til norðurs og er nú nokkru hægra með slyddu- éljum. Sjógangur var mtkill. Skemdir urðu nokkrar. Fauk hey- hlaða á Hvanneyri af grunni og skemdist hey og annað, sem þar var geymt. Járn- -og trjá-brak úr hlöðunni gerði talsverðar skemd- ir bæði á prestsetrinu og fleiri húsum. Einnig urðu nokkrar skemdir á ljósaneti bæjarins. N áttúruf ræðif élagið hefir samkomu kl. 81/2 í kvöld í Landsbókasafnshúsinu. W' Ritfrego* Hamai' og sigd heitir nýútkom- in ljóðabók eftix séra Sigurð Ein- arsson. Ný ljóðabók er engin nýjung,. en Ijóðabók, sem flytur einhverj- ar nýjar hugsanir, sem ekki hafa verið margjaskaðar í rími á síð- ustu 50—100 árum, er furðu- sjaldgæf og hressandi tilbreyting. Og hér er einmitt slík bók. Ljóð Sigurðar eru laus við alla væmna rómantilt. Þau eru innblásin af anda hins nýja tíma. Þau eru lofgerð um mannlega orku og mannlegt hyggjuvit, er skapar nothæf verðmæti úr auðæfum hinnar viltu og óruddu náttúru. Kvæðin eru þrungin af gleði yfir framförum og gróanda í þjóðHfi og mannlífi: „Sjá, þetta er lífið gróandi, göf- ugt og sterkt, er göturnar lengjast og smiður- inn steininn sinn heggur.” En í flestum kvæðunum er um leiö hvöss ádeila á rangláta skiftingu þeirra verðmæta, sem verkamannshöndin dregnr i þjóð- arbúið. Ádei.lan gefur surnurn kvæðunum helzti mikinn predik- unarsvip, en þó er henni viðar stilt í hóf með listfengi og smekk- vísi. Hún er yfirleitt þ\d beittars og markvissari sem orðin eru smærri og yfirlætisminni. Tií marks um það má t. d. benda á kvæði um fátæka blaöatelpu, sem er lýst með innilegri samúð. Þvi lýkur svona: — „Þú varst ein af þeim, sem fara og aldrei koma meira. Það er einu leiði fleira í kirkjugarði kristna fólksins hér. Það harmar enginn telpu, sem hann hitti á vegi fömum, og hér er nóg af börnum, sem selja blöð — og sam hver það er!“ 1 kvæðum Sigurðar er hvorki vol né smjaður. Með karlmann- legri hugsun umbótamannsins og næmleik skáldsins lýsir hann Mfsbaráttu öreiganna betur en ísl. ljóðskáld hafa áður gert. Kvæð- in eru raunsærri en nokkur önn- ur, sem ort hafa verið á íslenzku. Þar birtipt nýtt viðhorf við líf- inu, heimspeki öreigans, nýtt mat á því, hvað fagurt sé og tígulegt. Þar sem önnur skáld gleyma sér í rómantískri hrifningu yfir tign fjalla og jökla eða fegurð nak- inna kvenna, yrkir Sigurður um malbikaðar götur, starfandi vél- ar, togara, fiskiskútur og óhrein- ar, lúnar verkamanns-hendur. Þar, sem hann kemst inn á að lýsa náttúrunni, er jtað til þess eins að dá nýræktina, „blikandi hafraskákir”, sem ptógurinn, dráttarvélin og mannshöndin hafa skapað úr mýrum og mel- um. Viðfangsefni Sigurðax eiga ítök í hverjum hugsandi nútímamanni En til þess að vera skáld nægir ekki að hafa eitthvað markvert afe

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.