Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1977 29 i\ i*! í í i 1 t ‘ h ;i 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI stöðum. Bak við þrönga dali milli helgrindarfjalla birtist allt i einu útsy ni til mikillar víðáttu. Sólskin eða regn á Bláskógaheiði? Hvað um það? 0 Að steyta hnefann Timavélinni hans H.G. Wells yrði ekki skotaskuld úr því að skjóta öllum veraldarinnar prestum frá öllum timum austur að Betlehem inn í kvöldið þegar Kristur fæddist og Kaspar, Melkíor og Balthasar færðu honum reykelsið. Næsti viðkomu- staður yrði Golgata. Sagan sem liggur milli þessara tveggja veraldarmínútna er að visu ekki að fullu kunn og sú óheppilega heimildarvöntun hefur orðið or- sök ýmissa hvarflandi skoðana og játninga-setninga, sem fylgt hafa boðunarstofnun Krists allt til þessa dags. Nú hefur kristin trú aldrei náð til nema lítils hluta mannkyns, svo að það er ofurlitið kátbroslegt að heyra allar játningarnar, kreddurnar vera taldar svo mikils virði, að þær geymi alla reynslu mannkynsins. Einn að öðru leyti ágætur prestur gekk svo langt að segja að það væri að steyta hnefann framan i aldirnar framan i alla liklega heilaga reynslu mannkynsins að gagnrýna játningar kristinnar kirkju. Er nú komið að sögu játninganna, sögu meðferðar- innar á kristinni trú, meðferð misviturra manna á stefnunni, þar sem þeir verri rifu niður fyrir þeim betri. Öliklega er nokkur klerklærður maður óvitandi um þá sögu alla. Þvi er það að ef einhver, ekki sizt ef hann er i kennimanns stöðu, mótmælir harðri gagnrýni á játningarnar þá er það hann sjáifur sem er að steyta hnefann framan í aldirnar, — sem hann álítur að sé eitthvert óviðráðanlegt afl. Nú er það svo að aldirnar eru ekkert og játningarnar ekki heilagar. Ef aldirnar væru eitthvað þá var það einmitt Kristur sem mest steytti hnefann framan i þær. Verst ef hann nær aldrei til játninganna. Annars eru alltaf til þúsundir manna sem eru að steyta hnefann framan í þessar aldir, ef einhverjar eru í ein- hverjum skilningi. Hæst náði hnefasteytingin eflaust hjá Kal- vín, samnefnara frávikaboðenda. Og að líku leyti hjá skoðana- bróður hans Karli Barth. En flengingar eru að auki sums stað- ar. £ Af biskupum Ekki er mikið látið með bezta biskup landsins, Ólaf Hjaltason á Hólum. En það er verið að hossa litlaputtum eins og Jóni Arasyni, Guðbrandi Þorláks- syni, Brynjólfi Sveinssyni og Jóni Vidalín. Mikil ósköp og skelfing steyttu þessir menn á sinn hátt hnefana ógurlegu framan i ald- irnar enda var það sjálfsagt ekki burðug fyrirstaða. Ef aldirnar þeirra geta túlkað revnslu þá er hún á takmörkuðu sviði kringum veraldarbrölt þeirra sjálfra og helvítiskenningu. Ekki er það gull í slóð Ingimars-þrákelninnar. Vér tslands börn erum svo kát að okkur skiptir litlu máli þegar verið er að leika sér að því að segja lífdögg blómanna grát og sjávarbrimið beizk tár. Þó að vér eigum nóg af hörmum sárum m.a. ófullkomna guðfræði sem ekkert okkar hefir þó lagt hönd að, til að pára inn í messuhandbækur, þá höfum vér það inngróna brjóstvit að tilveran sé að meirihluta góðs eðlis og fyrirgefum fyrirhafnar- .lítið þeim sem skreppa eina og eina kvöldstund til Blokkbjargs. En gáum að því, hverjum sem sýnist lífdöggin og sjávarbrimið vera grátperlur, honum er mikið niðri fyrir og það kemur fram 1 líkingunni. Tilfinning fyrir harmi er sterkust hjá þeim sem best þekkja hið gagnstæða og reka sig siðan á ill örlög annarra og sjálfs sin. Það eru eðlileg viðbrögð. Játningar sem átta glöggir kenn- endur notuðu skynsamlega urðu að fargani i meðferð lítt sjáandi. Þvi miður hefir hlutverki játning- anna oft verið spillt sem upphaf- lega var það að halda við því áhrifamagni, sem persónulega fylgdi Kristi, í nærveru hsns við . fólkið i næsta umhverfi, meðan hann gekk þar um á meðal þess. Sigurður Draumland." Þessir hringdu . . . valdi þjóðminjavarðar tld. að sjá um bæinn og þar með e.t.v. að gefa honum nafn. • Biður frekarum enskuna Kona nokkur hafði sam- band við Velvakanda og kvaðst vilja taka undir með Skúla Skúla- syni, þar sem hann ræðir um að fremur eigi að kenna ensku í skól- um hér en Norðurlandamálin og sagði konan að án efa væru mjog margir sömu skoðun og málið þyrfti mikillar athugunar við. 0 Þjóðveldis- eða sögu- aldarbær? Borizt hefur fyrirspurn til Velvakanda frá Reykjavik og Hafnarfirði um nafngiftina á bænum nýreista í Þjórsárdal, þ.e. hvort hann eigi að kallast sögu- aldarbær eða þjóðveldisbær. Fyr- irspyrjendur töldu að í upphafi hefði hann yfirleitt verið nefndui' sögualdarbær og þætti það án efa mun fallegri nafngift en þjóðveld- isbær. Vildu þeir gjarnan fá úr því skorið hvað skyldi kalla bæ- inn og spurðu hvort það væri i SKAK Umsjón: Margeir Pótursson A meistaramóti Sovétlýðveldis- ins Uzbekistan í ár kom þessi staða upp i skák þeirra Aidarovs og Zamanskys, sem hafði svart og átti leik: HOGNI HREKKVISI Ég fæ ekki betur séð en fullbókuð séu slagsmál alla daga — nema ef væri á föstudaginn! S^5 SIG&A V/öGA £ VLVimi Ferðahappdrætti Knattspyrnudeildar Vals í gær, fimmtudaginn 15. sept., var dregið í happdrættinu og númerin innsigluð hjá borgar- fógeta. Vinningsnúmerin verða birt í lok mánaðar, þegar uppgjöri við umboðsmenn er lokið. Þökkum þátttakendum. Stjórnin, Málaskóli 26908 innritunardagur 26908 Halldórs ■Geymsla á kjöti og hólfaleiga Tökum að okkur geymslu og frystingu á kjöti í haust. Leigjum einnig út frystihólf til einstaklinga. Athugið að hólfaleigan á að vera greidd í síðasta lagi fyrir 20. september n.k., en eftir þann tíma má búast við að hólfin verði leigð öðrum, ef leigan hefur ekki verið greidd. Nánari upplýsingar veittar í síma 1 2362 Sænsk ís/. frystihúsið Reykja víkurborg. Til sölu Þekkt og gamalgróin verslun á góðum stað í Reykjavík Verslunin selur ýmis áhöld og efni til húshalds og iðnaðar. Upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofunni kl. 2—4 síðdegis næstu daga. (Uppl ekki í s‘maHjalti Steinþórsson, hdf, Bankastræti 1 1, 2. hæð. sími:282 10. Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, við hliðina á Fjarðarkaup Nú höfum við opið til kl. 10.00 í kvöld og 10 — 12 á morgun, laugardag. Seljum allar galla- og flauels buxur og flauels- og galla jakka fyrir kr. 2000,- Ennfremur nokkrar aðrar tegundir af buxum fyrir kr. 1000 - og 1 500 -, enskar barnapeysur fyrir kr 750 - og margt fleira mjög ódýrt Þetta er sér tilboð til kl. 1 2 á morgun laugardag Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6, Hafnarfirði við hliðina á Fjarðarkaup. aöstaða hvíts nánast óbærileg vegna hótunarinnar 22. . . . Hxe2) Be6 22. Hbl — b5 23. Kel — De5 24. Hfl — b4 25. Dxe4 — Bxc3 + og hvítur gafst upp. v/tó mvm \ wóir w&mw mm, Vlá :ý A NEá 4V MERVA vKLAUhj A7 iuy<u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.