Alþýðublaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 2
2 fl &!ÞSÐBBftí A8IÐ Hverjir af embæftlsmönnum rík^ Islns bafa rétt til að brjóta fiðg? St|óm „Dagsbrúnar44 faldar allar framkvæmdlr í atvinnmlMÓtamálinu. Frá verkamannafélaginn „Bjarmai( á Stokkseyri, Því að réttuT hlýtur það að á- litast, sem peir framkvæma svo árum skiftir, eða giWa ekki sömu lög ,um alt island? Það hefir oft iaður á það verið minst, að lögskráningarstjórar hafa ábyrgðarmiikilla starfa áð gæta gagnvart öryggi sjómanna. Embættisfærsla pessara manna hefir gefið ástæðu til að ætla, að hjá þeim ráði meira vilji útgerð- armanna en skyldurækni um að framfylgja lögunum. Skammsýni útgeröarmanna og von um nokkurra króna sparnað hjefir oft orðið orsök þess, að lítt hæfir menn hafa verið ráðnir til vandasamra verka, en áfleið- imgarnar orðið óheiliavænlegar og skacslegar öllum, sem hlut áttu að máli. V anrækslu r skráningarstjóra hafa víða átt sér stað, þótt mömnum hér sé það kunnast frá Sandgerði og Akranesi. Bæjarfó- getinn á isafirði (mun hafa fengið umkvartanir og kærur um stór mistök eða stórfelt eftirlitsleysi við skráningu sjómanna, en pó ftrekað þar lögbrot. Hann virðdst þó eiga að vita betur eftir allan sinn lærdóm. Verði löigum um skráningu sjó- manna ekki betur framfjdgt hér eftir en hingað til, virðist engan tilgang hafa að eyða tíma og peningum til þess að afla sér þekkingar til að verða starfi sínu vaxinn meðan kunningsskapur einstakra manna veitir sömu rétt- itndi og lærdómurinn og ekki þarf j annað en flýja til næstu ver- stöðvar til skTáningar. í núgildandi lögum um lög- skráningu sjómanna eru skýr fyr- irmæli um þessi efni. Ákvæði 10, gœinar segja: Við lögskráningu í skiprúm skal skipstjóri sýna: 1. Skipstjóraskírteini sitt 2. Mælingarbréf skipsins og haf- færisskírteini. 3. Atvinnuskírteini þeirra manna, er lögskráðir eru og skírteini þurfa að lögum til þess að mega gegna stöðu þeirri á skipinu, sem þeir eru ráðnir til. 4. Skipshafnarskrá og aukaskrá, ef hún hefir verið gerð. 5. Viðskiftabækur þeirra manna, er ilögskráðir skulu. Við iög- skráningu úr skiprúmi skal liann sýna skipshafnarskrá og sjóferðabækur. Enn fremur segir í 11. grein: Þegar lögskráð er í skiprúm, skal iögskráningarstjóri rann- saka, hvort nokkuð í framlögð- um skjölum sé því til fyrirstöðu, að menn þeir, sem skráðir skulu, megi vera á skipinu eða í þeirri stöðu, sem þeir eru ráðnir til. Reynist einhverju áfátt í þessu efni, skal hann neita að lögskrá þá menn, sem svo er ástatt um. Nú vii ég spyrja: Á það að viðgangast áfram, að nokkrir af embættismönnum ríkisins geti framvegis sem hingað til brotið • ilögin í þessu efni ? Sjómadur. Mótmæii gegn handtokunum. Á fundi verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem haWinn var á iaugardagskvöldið og mun vera fjölmennasti fundur, sem haldinn hefir verið í því félagi, var sam- þykt svohljóðandi tillaga frá fé- lagsstjóminni: „Fundurinn mótmælir fangels- un þeirra félaga, sem teknir hafa veiiö höndum án undangenginn-, ar rannsóknar, sem aigerlega ó- þarfri, — en frestar að svo komnu máli að taka frekari á- kvörðun.“ Einnig hafa blaöinu borist mót- mæli frá Verkamannafélagi Siglufjarðar. Blaðið „Skutuii". Frá áramótum tekur fulltrúaxáð verklýðsfélagainna á ísafirði viðl blaðinu „Skutull" og lætur þar með núverandi ritstjóri, Halldór Ólafsson, af starfinu. Ábyrgðar- maður blaðsins verður Finnur Jónsson. Fangarnlr. Eftir því, sem frézt hefir af iögreglustöðinni, mun réttarrann- aókninni lokið á morgun, og mun gæzluföngunum þá slept út. ísfiskur frá ísafirði. „Esja“ fór vestur á ísafjörð á þriðja dag jóla, eftir samningi við Samvinnufélag Isfirðinga, til þess að taka þar iisfisk og fara með til Englands. öfluðu samvinnufélagsbátamir alls 1100 kassa meðan „Esja“ 'stóð við, og vora sendar út í þeim isamtals 55 smálestir af fiski. Fiskur þessi var þorskur og ýsa; slægt var, ien ekki afhausað. Þetta mun vera fyrsta tilraim frá Vest- fjörðum að senda þaðan ísaðan fisk utan þann, sem togarar hafa fengið. Á Laugardagskvöldið hélt verkamannafélagið Dagsbrún fund í salnum við Bröttugötu. Var fundurinn afarvel sóttur, húsið troðfult út á götu. Umræð- ur stóðu lengi og var aðalefni þeirra atvinnuleysismálin. Tók fjöldi verkamanna til máls, og vora kröfur þeirra um atvinnu- bætur mjög fastar og ákveðnar. Að loknum umræðum vora stjóminni faldar aliar fram- kvæmdir í atvinnubótamálinu. Akranes. Vélbáturinn „Víðir“ af Akra- nesi, sem Verkamálaráðið hafði auglýst bann á, kom hingað á laugardagskvöldið til þess að seija afla sdnn. En er skipverj- um var tilkynt hannið, snéra þeir aftur til Akraness. Á fundi í Verklýðsfélagi Akraness, sem haldinn var á laugardaginn frá kl. 5 til 6V2, var samþykt að gefa formanni „Víðis“, Jóhamiesi Sigurðssyni, kost á þvi að losa bátinn, ef hann lofaði að hreyfa hann ekki framar meðan á kaup- dieilunni stæði, Þegar báturinn kom til Akraness var Jóhannesi ságt þetta, en ekki viddi hann að svo komnu ganga að þessu, heldur sagðist mundu leggja bátnum. Hins vegar sagði hann nefndinni frá félaginu, er talaði við hann, að færi hann að láta losa bátinn, bæri að skoða það svo, sem hann hefði gengið að skilyrðunum. Var síðan látið upp úr bátnum á sunnudags- morgun. VeTkamannafélagsfundiur var aftur um kvöldáð á Akranesi og töluðu þar tveir menn, er Alþýðu- sambanddð hafði sent, þeir Jens Pálsson og Árni Ágústsson. Á sunnudaginn (í gær) kl. 21/2 var haldinn almennur verklýðsfundur og var útgerðarmönnum boðið á hann, en enginn þeirra kom. Töi- uðu á þeim fundi Sveinbjörn Oddsson, Jens Pálsson og Árni Ágústsson. Góður hugur kvað vera í verk- Jýðnum á Akranesi um að standa fast um kröfiir sínar. Togamrnir. „Ólafur" kom af veiðum á laugaridaginn með um 1400 körfur ísfiskjar og fór sam- dægurs áleiðis til Englands, „Bei- gaum“ í gær með 1600 körfur og fór þegar í Englandsför og „Sinidri“ í gærkveidi með 1400 körfur. „Barðinn" og „Baddur" komu frá Englandi á laugardag- inn. Rádleggingarstöd „Líknar“ fyrir barnshafandi konur, Báragötu 2, er opin fyrsta þriðjudag í hverj- um mánuði. Á annan í nýjári hélt félagið 25 ára árshátíð sína við miki® fjölmenni. Félagið hafði mælst tii þess viö sambandsstjórn, að hún sendá Sigurð Einarsson austur, og fór liann. Sigurður flutti erindí um atvinnuþróun nútímans bæði hérlendis og erlendis. Formaður fél., Helgi Sigurðsson, og ýmsir fleiri töluðu. Hátíðin fór hrð bezta fram; sátu eldri menn við umræður í fundarhúsi félagsins meðan unga fólkið skemti sér. við danz í öðra húsi. Félagimi vex stöðugt fiskur um hrygg, og hefir áhugi manna þar eystra aldrei verið meiri en nú.. Atlantshafisfliag * mfsheppnast. New York, 3. jan. United Press. — FB. Ráðgert er, að flngvélin „Trade wind“ leggi af stað frá Curtiss- flugstöðinni í dögun í dag á- leiðis tii Parísar, með viökomu á Bermuda og Azoreyjum. Flug- vélinni stjórna McLaren flugstjóri og Mrs. ‘Beryl Hart flugkona, Hafa þau meðferðis 200 pund matvæla. Tilgangurinn með flug- inu er að rannsaka skilyrði til flutninga í flugvélum á suður- leiðinni. Er þetta fyrsta tilraun- in, sem gerð er til þess að fljúga y'fir Atlantshaf í flugvél með farm. McLaren og Mrs, Hart búast við því, ef vel gengur, að komast til P-arlsar á 40 klukkustundum. Síðar: McLaren og Hart lögðu af stað kl. 5,49 áleiðis til Ber- muda. Norfoik, Virginia, 5. jan. United Press, — FB. Flugvélin „Trade wind“ lenti á Hampton Roads flugstöðinni hér kl. 1,25 e. h. á laugardaginn. Hafði þá ekki frést til hennar í 16 stundir. Bensíngeymar fiugvélar- innar máttu heita tómir, er hún Jenti, og flugmennirnir bugaðir og úrvinda af þxeytu. Skildist mönnum á þeim, að þeir hefðu flogið of langt til bafs, ekki getað fundið Bermuda og neyðst til þess að snúa til Bandaríkjanna aftur. [Tímasetningin hlýtur að vera iröng í öðra hvora skeytinu.] Glimufélagid „Ármann“. 1- þróttaæfingar félagsins hefjast aftur í kvöld af kappi hjá öllum flokkum. Miðvikudaginn 7. ján. verða engar æfingar vegna 25 ára afmælisfagmaðar félagsins, er vefður að Hótel Borg. Ipróttafélag Reykfavíkur byrjar æfingar sinar aftur i kvöM. Ungbarnavernd „Líknar“, Bára- götu 2, er opi-n hvern föstudag kJ. 3—4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.