Alþýðublaðið - 06.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 verkamálaráöherra eru 400 000 út- Iendingar búsettir í Bandaríkjun- um, sem ekki hafa löglega heim- ild til pess. Doak hefir farið fram á það, að þingið veiti 600 000 dollara til þess að flytja menn pessa úr landi. Er ráögert að það kosti 120 dollara á martn. S jó man n akveð ja. Farnir af stað til Englands. VellíÖan. Kveöjur til \ina og vandamanna. Skipshöfnin á „Júpíter“. Atvinnudeilur í baðmnllariðnaðinam. Burnley, 5. jan. United Press. — FB. 3500 verkamenn hafa hætt vimnu í 9 af 10 baðmullarverk- smiðjum vegna deilu um, hve marga vefstóla verkamenn skuli starfrækja. Eims og stendur er um 13 268 vefstóla að ræða, en gert er ráÖ fyrir, að á að gizka 23 000 vefarar verði að hætta vinnu, ef atvinnurekendur halda fast við áform þau, sem þeir ráð- gera að byrja að framkvæma á mánudaginn kemur. Esperanto. BlaðSð hefir verið beðið fyrir þetta: Esperanto er eina tungumMði, sem alþýða manna hefir tíma til að læra, vegna þess, að 'það er léttasta tungumáldð, sem til er. Árið 1925 birtist í Alþýðublað- inu allmikill greinabálkur um Es- peranto eftir 61. Þ. Kristjánsson, og var sá bálkur allfróðlegur og margt á honum að grásða, sem von var, þvi að öláfur ér allra manna fróðastur um Esperanto hér á landi, og þar að auki prýði- lega ritfær. Enginn efi er á því ,að slikir fræðslubálkar gera stórmikið gagn við útbreiðslu málsins, enda langbeztu og handhægustu „með- ölin“, Að endingu vil ég óska þess, að Ólafur vilji nú í annað sinn láta okkur alþýðumenn njóta góðs af fróðleik sínum og skrifa Esperanto-„leiðara“ i annað sinn i eitthvert víðlesið blað. Reykjavik, 3. jan. 1931. Lernanto. Hvað er að frétta? U. M. F. Velvakandt heldur 'fund' i kvöld kl. 8V2 í Kaupþings- salnum. Er það fyrsti fundur fé- lagsins á þessu ári og félagar þvi beönir að fjölmenna. Jardarför Hendriks Erlendsson- ar læknis fer fram í dag kl. U/a frá dómkirkjunni. Beztu lyrknesku cigaretturnar í 20 stk pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Tnrkish Westminster Gigarettnr. A. V. I hverjnm pakka ern samskonar fallegar landslagsmyndir ogíCommander-eigarettupökkam Fást f olinm verzlnnnm. Féláfl BBflra idnaðarmama. Fánailgsla. með kaffidrykkju, ræðum, upplestri, ýmiskonar gleðskap og Danzi heldur F. U. J. annað kvöld, (miðvikudag) kl. 8 í alþýðuhúsinu Iðnö Félagar mega hafa gesti með sér. Gengið inn i húsið að norðanverðu Aðgöngumiðar (kaffi inni falið) kosta kr. 1,50 og greiðist við innganginn N.B. Húsinu lokað kl. 10 7». Fáni félagsins verður vígður. STJÓRNIN Hæsfaréttar~ démurinn i Hnífsdafismálinu. (NJ.) Við rannsókn málsins leiitaðist rannsóknardómarinn við að kom- ast eftir því, hvem kjörseðil greiddan utan kjörstaða í Norð- ur-fsafjarðarsýslu hver einstakur kjósandi þeirra, er þannig höfðu greitt atkvæði, ætti, með því að sýna kjósendunum kjörseðlana, og með samanburði við rithandar- sýnishorn þeirra taldi rannsókn- ardómaTinn upplýst hverjir lcjós- endur ættu 94 af 99 gildum utan- kjörstaðaatkvæðum. Voru þá eftir 5 seðlar, er dómaiinn taldi eigi unt að eigna neinum kjósanda, en jafnframt vantaði þá seðla 5 kjósenda, er allir höfðu kosið í Hnífsdal hjá Hálfdáni. Einn þess- ara afgangsseðla (X 11) er seðill sá, er samkvæmt framansögðu ef til vili er kjörseðill Jóhanns ís- leifssonar. Eru þá eftir 4 at- kvæðaseðiar (X 7 — X 10), og er þeim Hálfdáni og Eggert gefin að sök fölsun þeirra i þessu máli. Seðlar þessir hafa allir komist i hendur hlutaðeigandi kjörstjórna, þær tekið þá úr umslögunum og látið þá saman við aðra atkvæða-. seðla sýslunnar. Margir kjósend- anna hafa verið í töluverðri ó- vissu um það, hvern seðil þeir ættu að eigna sér, og samanburð- ur á rithöndum kjósenda og rit-' höndum þeám, sem á seðlunum eru, veátir oft ekki neinar veru- Jegar likur fyrir því, hver kjós- andi eigi kjðrseMlinn. Er því engin vissa fyrir því, að þessir seðlar séu þedr hinir sömu, sem komu úr kosningaumslögunum frá Hnifsdal, og brestur því þeg- ar af þeirri ástæðu sönnun fyrir því, að ákærðu hafi faisað þá. Auk þess hefir einn áðurnefndra kjósenda, er atkvæði greiddi utan kjörstaðar í Hnífsdal, þótzt þekkja rithönd sina á einum seðl-. anna og viljað eigna sér hann, og aðrir þrír leiddu sig í fyrstu réttarhöldunum að öðrum seðluní úr seðlabunkanum sem sínum seðlum. Að visu líkist rithöndin á einum ]>essara seðla (X 10) óbreyttri rithönd Eggerts Hall- dórssonar, en ])að eitt nægir ekki tál sakfellingar. Og getgáta und-. irdómarans um það, að nokkrir. þessara seðla ásamt seðli Jónu Jónsdóttur hafi af ákærðum fyrst verið falsaÖir á rangt nafn og síðar endurfalsaðir til rétts nafns, hefir eigi næga stoð í þvi, sem fram er komið í prófum máJsins. Ákærði, Hannes Halldórsson, er sakaður um það, að hafa falsað atkvæðasebla tveggja kjósenda úr Strandasýslu, Þórarins ólasönar og Skarphéðins Njálssonar, og er þessu viðvikjandi upplýst það,er hér segir. Að morgni sunnu-daginn 19. júiú 1927 komu nefndir kjósend- ur á heimili Björns Magnússonar á ísafirði, er var annar fram- bjóðandinn í Strandasýslu, og er hann ])óttist verða þess áskynja, að hann myndi geta átt von á atkvæðum þeirra, bað hann á- icærða, Hannes Halldórsson, að koma því til leiðar, að þeir fengju þá þegar a ð greiða atkvæði í skrifstofu bæjarfógetans, svo að atlcvæðin yrðu send norður í Strandasýslu með skipi, er var ferðbúið þángað og Bjðrn ætlaði með. Fékk Hannes þá fulltrúa bæjarfógetans og skrifara hans til að opna skrifstofuna, og fóru hefndir kjósendur þangað ásamt Hannesi og öðjrum manni. Greiddu þeir síðjan atkvæðin í skrifstofu bæjarfógetans svo sem lög mæla fyrir, afhentu fulltrúan- um atkvæðlaseðlana í lokuðum umslögum, undirrituðb fylgibréf- in og settu þau ásamt atkvæðía- seðlunum í stærri umslögin, er fujltrúinn lok'aðd og afhenti þeim, en Hannes skrifaði utan á stærri umslögin og undir fylgibréfið sem. vottur. Er það upplýst, að skipið, sem atkvæðin áttu að fara með, hafði blásið í annað sinn. til brottfarar i\m það leyti, sem atkvæðagreiÖslunni var lokið. Eft- ir ósk annars eða beggja kjósend- -unugoSjGUj qta S3UUBH X91 buub um til þess að koma þeim norð- ur, og skýrir hann svo frá, að hann hafi gengið rakleitt frá skrifstofunni að húsi Björns Magnússonar, hitt hann þar við bifreið og farið upp i hana og ekið með honum áleiðis til skips- ins og afhent honum kjörgögnin í bifreiðinni. En Björn tók ícjör- gögnin með sér norður og segir eigi annað af þeim en að þau voru opnuð af kjörstjórn á kjör- degi og atkvæðaseðlarnir látnir; saman við aðra atkvæðaseðla. { prófum málsins er elckert uþplýst um það, að Hannes hafi haft eða getað haft kjörgögn í vörzluxn sínum og eigi er heldur upplýst wn önnur atvilc, er beudi til þess,; að hann hafi. haft önnur afskifti hf ko.sningu nefndra kjósenda en nú hefir v'erið sagt. Að vísu sýna rithandarsýnishorn þeirra Þórar-;. ins ólasonat og Skarphéðihs Njálssonar, _ að þeir hafa ekki. sjálfir ritað nöfnin á atkvæða- seðla þá, sem lagðir hafa veriö fyrir hæstarétt (A' 12' og X 13) og eignaðir hafa veríð þeim. En þar sem atkvæðaseðlarnir voru tekn-; ir úr umslögunum og þeim blaruj- að saman við aðra seðla,; þá ei* það eigi sanfiáð, að þéssir tveþ' seðlar, er teknir voru úr kjör- seðiabunkanum,. séu hinir sötnu og þeir, er komu úr kjörgagna- úmslögunum frá bæjarfógeta- skrifstofunni á tsafirði, þvi sönn- un fyrir þessu getur það eigi. töÞ ist, að Þórarinn og Skarphéðinn þektu eigi rithendur sínar á öðr- um seblum í bunkanum og af- rithöndinni á seðlunum verður sú sönnun eigi leidd. Það hrestxun því alla sönnun .fyrir þvi, aðl Hannes Halldórsson hafi falsað'" atkvæðaseðla' [jessa, óg- venður því að sýkna hann af ákæru rétt-: vísinnar og valdstjórnarinnar í. móli þessu. (Frh.) -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.