Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977
M 1 „Held
W\y þetta
_ *%' _ j lqí:
SCHMIDT I I f|
verið síðasta
tækifærið"
SCHMIDT
Dagarnir 4
Dagurinn
sem kanslarinn
lét hugfallast.
Skömmu fyrir kl. 6 að morgni
gekk maður gegnum Schaum-
borgargarðinn frá bústað kansl-
arans til embættisseturs hans:
Þetta var sjáifur, Helmut
Schmidt, klæddur sportjakka með
gylltum hnöppum og hvitri rúllu-
kragapeysu, rétt eins og hann
væri á leiðinni í skemmtiferð með
seglskútu.
Hann hafði ekki einu sinni
gefið sér tíma til að borða
morgunverð. Kona hans, „Loki“,
hafði helit upp á könnuna í
skyndi, því að þau höfðu bæði
verið vakin um nóttina með
nætursimtaii. Eins og allar aðrar
hringingar að næturlagi til
kansiara annars stærsta iðnaðar-
rikis á Vesturiöndum, fór þessi I
gegnum símann við rúm frú Loki
Schmidt.
Sá, sem hringt hafði var Hans-
JUrgen Wischnewski. Þetta var
aðfaranótt sunnudags, og hann
hringdi frá flugturninum í Dubai.
Wischnewski tjáði yfirboðara
sínum, að hin áætiaða atlaga GSG-
9 til frelsunar gísiunum gæti
væntanlega átt sér stað i Dubai.
Þá ákvað kanslarinn að kalla
neyðarráðið saman þegar kl. 6 í
stað kl. 7, svo sem ráðgert hafði
verið.
Þannig hófst hinn 16. október
fyrsti dagur þeirra fjögurra, sem
áttu eftir að breyta Vestur-
Þýzkalandi. Þetta var dagur úr-
siitastunda. Kl. 9 að morgni rann
út frestur sá sem mannræningjar
Schleyers höfðu sett, og kl. 13
frestur flugræningjanna.
Neyðarráðið hélt fund sinn f
eikarviðarklæddum matsal for-
sætisráðuneytisins — Schmidt sat
fyrir enda stórs borðs og sneri
baki að dyrunum, en honum til
hægri og vinstri handar sátu
ráðherrarnir Bölling og SchUIer.
„ER SlMA-
SAMBANDIÐ OPIÐ?“
Kanslarinn, sem var geislandi
af atorkusemi eins og alltaf,
þegar mikið liggur við, hóf þegar
raust sínar yfir syfjulegum
meðlimum neyðarráðsins: „Hvar
er fulltrúi varnarmálaráðuneytis-
ins? Hvar er varaflugvél
Wischnewskis stödd núna? Er
simasambandið opið?“
Simasambandið var opið: t litlu
herbergi gegnt matsalnum var
simatækið I beinu sambandi við
flugturninn við Dubaiflugvöll.
Undanfarnar vikur hafði
sfminn orðið helzta tæki kansl-
arans til að hafa samband við
umheiminn. Hann hafði rætt i
sima við Carter, forseta, Giscard
d’Estaing, Frakklandsforseta,
og Callaghan, forsætisráðherra
Breta.
Þá hafði Schmidt einnig haft
sfmasamband við milligöngu-
mann mannræningja Schleyers,
Denis Payot, lögfræðing. Milli
þeirra hafði komið til allt að þvi
ókurteislegra orðaskipta. Kansl-
arinn hafði sagt við Payot: „Segið
þér mér, hvernig lftið þér sjálfir á
hlutverk yðar sem milligöngu-
manns?1Þvi svaraði Payot þannig:
„Ég er að minnsta kosti ekki nein
leikbrúða yðar, nytsamur auli
fyrir yðar áform."
Tö simtöl enn erfiðari átti hann
fyrir höndum þennan morgun.
Fyrst lét Arabahöfðinginn
Muhammed Ben Raschid hann
vita frá flugturninum í Dubai —
hann er þarlendur varnarmála-
ráðherra — að forsætisráð-
herrann myndi ekki leyfa aðför
GSG 9 að Lufthansavélinni i
Dubai. Þá bað Schmidt um að fá
samband við þjóðhöfingjann
sjálfan, Seid, sheik.
Það var erfitt samtal. Sheikinn
talar ekkert erlent tungumál.
Hann endurtók sifellt röksemdir,
sem kanslarinn hélt, að hann væri
löngu búinn að kveða niður.
Augljóst var að sheikinn vildi
draga málið á langinn. En hvers
vegna? Að lokum gaf hann
sjálfur svar við þvi. Skyndilega 40
minútum áður en frestur flug-
ræningjanna átti að renna út,
sleit hann samtalinu: Frekari
viðræður væru óþarfar — Luft-
hansyélin væri þegar lögð af stað
burt til óþekkts áfangastaðar.
Reiði, vonbrigði og uppgjöf
mátti lesa úr svip kanslarans.
Helmut Schmidt sat lengi
þögull og hugsi í sæti sinu með
krosslagða arma og blés reyknum
úr Reynovindlinum hægt frá sér i
smáský. Siðan sagði hann: „Eg
held, að þetta hafi verið siðasta
tækifæri okkar."
En sfðasta tækifærið kom ekki
fyrr en daginn eftir i
Mogadishu. . .
Nýja
HEIMILIS
jO 6 , -r’ T .— —
O: (ö=a
Þessi nýja draumavél húsmóðurinnar, hefur atla helztu nytja
sauma, svo sem zig-zag, teygju zig-zag, hnappagöt, overlock,
teygjusaum, blindfald og teygju-blindfald. Hún er auðveld i
notkun og létt r meðförum (aðeins 6,5 kg.) Smurning óþörf.
Þessi sænsk smíðaða vél frá Husqvarna er byggð á áratuga
reynslu þeirra, í smíði saumavéla, sem reynst hafa frábærlega
eins oq flestum landsmönrrum er kunnugt um. Við bjóðum
spyrjum viö. Getur einhver hi
verið án saumamaskínunnar?
Husqvarna
— nú við tölum ekki
um ósköpin, að hún
sé frá Husavarna.
SUÐURLANDSBRAUT 16, SIMI 35200
og umboðsmenn víða um land