Alþýðublaðið - 08.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Miismnfjarorð. Benedikt Á. Jónsson. Nýlega létust á heilsuhælinu á VifiJsstöðum bræ'ðuinir Benedikt og Helgi Jónssynir frá Lambhól ivið Skerjafjörð. Þann 5. þ. m. fylgdust þeir til moldar að end- uðu löngu og erfiðu sjúkdóms- stríði. — Svo margar em nú þær fórnir orðnar, sem þjóð vor hefir orðið að gjalda þessum höf- uðóvini íslenzkrar æsku — hvíta dauða —, að þeim tíðindum er nú tekið-sem óumflýjanlegu böli, þegar ungir atgervismenn og góðir drengir verða að sæta þessum afdrifum, sem því miður eru hLutskifti alt of margra þeirra, er þenna sjúkdóm taka, að hníga í valinn á meðan bezt og bjartast horfir, með rnargar djarfar vonir og einlægan vilja til góðra verka. Þá br.æðurna Benedikt og Helga þekti ég frá barnæsku. Voru þeir báðir hinir mestu efn- isanenn. Helgi var yngri nokkuð og tæplega af barnsaldri er haim kendi fyrst sjúkleika síns, og mun hann aldrei hafa notið sin til fuJls upp frá því. Hann var dulur í . skapi og hæglátur, greindur vel og ágætur drengur. Mínnisstæðust er mér af kynn- ingu minni við hann hin einstaka prúðmenska hans og kurteislega viðmót, og það líklega mest vegna þess, hve miklu hann stóð þar íramar flestum eða öllum ungum mönnum, er ég hefi þekt. Var hann og hugljúfi allra þeirra, er honum kyntust. Af eldra bróðurnum, Benedikt, hafði ég þó miklu nánari kynni, og bar. margt til þess, en þó einkum það, að við vorum meir jafnaklra og leikbræður frá þvi fyrsta og alt til þess, er þeim þætti æfinnar lauk. Benedikt var einn þeirra manna, sem tóku daginn sniemma, byrjaði ungur að vinna, og ollu því bæði ytri kringumstæður og svo það, að tápið og dugnaðurinn gerði snemma vart við sig. Hugur hans hneigðist að sjónum þegar í byrjun, og sú trygð, sem hann tók við hafið þegar í bernsku, varð aldrei rofin svo ég vissi til, og mun það þó tíðara um unga Helgi Jónsson. menn, er þeir kynnast við þær hættur og þau óblíðu kjör, sem því starfi eru samfara. — Jafn- skjótt og hann hafði náð fullum þroska og þeirri kunnáttu, sem auðið varð, án frekari mentunar, settist hann í Sjómannaskölann og tók að búa sig undir skip- stjórapróf. Fékk ég tækifæri til að fylgjast lítið eitt með honum á þeirri braut, og kyntist honum eiginlega þá fyrst sem fullvaxta manni. Eru mér ógleymanlegar margar þær stundir, er við átt- um þá saman og ræddumst við. Með einbeittum hug og þeirri at- orku, sem engum er gefin öðrum en þeim, sem trúir á mátt sinnar köllunar, sótti hann námið með prýði og lauk því með sama hætti. Stóð lrann þá i fegursta blóma lífsins, hraustur, vonglað- ur og ástfanginn. Vissi ég að þá voru háar borgir bygðar og margra vonir við hann tengdar. Og þótt ég ætti síðar eftir að sjá hann liggjandi í rústmn ])eirra borga, bugaðan af vonlausri bar- áttu við sjúkdóm og sorgir, gat ég aldrei varist þess að muna hann bezt eins og hann var þá — ungan, vasklegan, hressan og glaðan — þannig var hann að sjá, djarfan, trygglyndan og drenglundaðan — þannig var hann að reyna. Ég fann að þá var hann búinn til sóltnar, hversu harðrar sem verða vildi, en að sú sókn ætti að snúast upp í von- Jausa vörn gegn sjúkdómi og dauða ugði þá hvorki mig né hann. Furðulög eru þau rök og ofvaxin mannlegu viti. Er ekki undur þótt mörgum hætti við að telja þær rúnir helzt rammar, þegar ungix atgervismenn, sem eru til jafn góðra hluta líklegir og Benedikt var að dómi allra þeirxa, er þektu hann, og þá einkum þeirra, er með honum störfuðu, verða að sæta slíkum örlögum. Ég veit, góðir bræður, að sár sökunuöur fyllkr margra hugi er þið nú kveðjið hinni síðustu kveðju. Að tveir sterkir þættir hafa nú brostið í hjarta góðrar móður, sem svo snemma hefir n!lllllllll!llll!lllllllllll!ll[|||||||R!iinillIlllllllllilllllllll!llll]|l!]||lill!l!ll!lllgll!lll!lll[||IIIII[lill!iIIII!i]IIIII!l]y | Niiar ffrsta flokfcs Virgioia cigaretíar. ■ 20 sih. pakkinn kostar kr. 1.2S. — Búnao tll h|á SSritssh ámeoiean Tobsseeo Co, London. Fást i heílrÍsölK h|á: ■ Tóbaksverzl. Islands h.f. Einkasalar á tslandi: orðið að sjá á bak tveim góðum og mannvænlegum sonum sinum. Ég veit að bræðrum ykkar og systrum þykir nú stórt skarð höggvið í systkinahópinn, og undrar mig það ekki, því kunn- ugt er mér það, að þið voruð jafnan góðir bræður. En dapr- ást hygg ég þó að hinn örlög- þungi dómur hafi látið í eyrum hinnar ungu heitmeyjar, sem varð nú að miissa vininn, sem hún unni, og með honum ailar þær björtu og barnsglöðu vonir, sem æskuástin ein þekkir og skil- ur. En huggun er það öllum þeim, sem ykkar sakna, að jafnan .mun ykkar verða minst sem góðra drengja, og það fullyrði ég, að> svo trúarveikir erum við ekki, að okkur komi til hugar að hin sterka þrá ykkar til starfs og dáða hafi nú miist að fullu marksins, að vonir ykkar eigi sér ekki lengra líf, að ástinni hafi nú verið hringt til grafar. Til meiri þroska og meira starfs trú- um við ykkur kallaða. í þeirri trú kveð ég ykkur, frændur mínir og vinir, með ein- lægri þökk fyrir samveruna. Þorst. Ö. Stephensen. AípiiiKDíekeiitíiiF styrfetlr. Atvinnaleysisst^rknr teklon af verkamömmm. Berlín, 7. jan. United Press. — FB. Dietrich, fjármálaráðherra Þýzkalands, hélt ræðu í Stuttgart í gær og lýsti yfir því, að út- gjöld þýzka ríkisins væri nú 150 milljónir sterlingspunda árlega vegna atvinnuleysisins. Kvað hann ríkisstjórnina hafa ráða- gerðir á prjónunum um að at- vinnurekendur verði styrktir af rikinu, hlutfaltslega eftir því, hve mörgum verkamönnum þeir veita atvinnu til viðbótar þeirn, er þeir hafa, þegar þessar ráðageröir korna til framkvæmda. Á að draga úr eða hætta að veita atvinnuleysisstyrki, ef þetta gefst vel. Frá „Tradewind.“ Norfolk, Virginia, 7/1. United Press. — FB. Hart og McLaren halda áfram Parisarfluginu. Þau lögðu af stað p,09 f. h. í morgun álei&is til Ber- muda. New York. 7. jan. United Press. — FB. Hart og McLaren hafa símað hingað: Fiugvéiin „Tradewind“ lenti á Bermuda kl. 1 e. h. Af Akranesl. Hinn mjög svo fróðlegi bréf- kafli frá Akranesi, er hér fer á eftir er úr bréfi frá verklýðsfé- laginu þar til verkamálaráðsins. „Hér hefir þvi miður — við- gengist lánsverzlun hjá matvöru- kaupmönnum, en sá er oftast vaninn, að varan er lánuð jafn- vel 15o/o dýrara en gegn stað- greiðslu, og hinir fátækustu verða jafnvel að sæta enn lak- ari kjörum (fyrir utan eftirgangs- munina, sem þeir verða að nota). En þetta er raunverulega sama og kauplækkun, eða sama og minna fé yfir aö ráða, þ. e. verra fæðii, lakari föt og s. frv. Til þess að reyna að bæta úr þessu var leitað til Otvegsbank- ans, hvoxt sjómenn á Akranesi — í sameiningu — gætu ekki 1 fengið lán þannig, að hver hlut- armaður fengi að láni 100 kr. um hver mánaðamót yfir vetrar- mánuöina, og væri hlutur manns- ins beint eða óbeint veð fyrir greiðslu. Með þessu var hugsað að koma í veg fyrir óþægiiega skuldbindingu við útgeröarmenn — ef þeir gætu þá eitthvað lán- að — og að afstýra skuldaverzl- um að sem mestu leyti, og loks að auka atvinnutekjurnar að inokkru. En þetta sund er víst lokað, aðallega vegna þess, að sjómenn eiga — og verða að eiga — hlut sinn hjá útgerðaTmönnum, sem taka peningana út á allan afla, sem þeir hafa undÍT höndum, en kaupa skipverjahlutina, þegar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.