Alþýðublaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 2
2 á.ep'KÐðlBliAÐIÐ F|ártaagsernðleikarnÍE*. Lækning eða shottniæfening. Fjárhagsáætlunin i. Margir kvarta undan því um þessar mundir, að þaö séu erfiöir tímar, og mikiS er um þessa erfiðleika skrafað, en oftast á svipa'öan veg og bóndinn talar um óþurkatíðina, þ. e., að við þessu sé ekkert hægt að gera. Fiskurinn er aðal-framleiðslu- vara (og sérstaklega aðal-útflutn- ingsvara) vor, og þa'ð er lagt geysilegt kapp á að afla hans, — svo mikið kapp, að fiskveiöar eru (hvergj. nokkurs staðar á öllum jarðhnettinum reknar af jafn- miklu kappi, og víst hvergi held- ur með jafnmiklu manntjóni. Afleiði&g þessa mikla kapps hefir verið, að fiskveiðar hafa aukist, svo að segja ár frá ári, og hafa þó tvö sí'ðast liðin ár skarað langt fram úr hinum. En þótt framleið/SÍan hafi þannig far- ið sivaxandi, hefir svo að segja ekkert vetiö gert til þess að auka sölumarkað aflans, og þá sjaldan að eitthvað hefir verið gert í þessa átt, þá hefir verið hætt við það aftur, áður en það har ■nokkurn teljandi árangur. Það er þó hvorttveggja, að meö framsýni og dugnaöi má áreiðanlega koma út miklu af saltfiski í löndum, þár ,sem fiskur vor er lítið eða ekkert seidur nú, og eins er hitt, að geysilegir sölumöguleikar eru á frystum fiski um meiri hluta álfunnar. En af hálfu hins opin- bera hafa engar ráðstafanir verið ger'ðar til þess að reyna að kom- ast á þær breiðu brautir sölu- möguleikanna, er þarna opnast fram undan. Það eru bara einka- íyrirtæk;, sem íeynt hafa að rann- saka þetta, en þau hafa (eins og eðiilegt er í auðvaldsþjóðfélagi, þar sem hver étur annán) grugg- að vandlega fyrir aftan sig til þess a'ð hleypa ekki öðrum að. En ef rétt hefði verið_, hefði land- ið átt að verja nokkrum tugum þúsunda árlega í a'ð láta rann- saka alla tækni í sambamdi við frystingu fiskjar og annara af- urða og öðru eins í að rannsaka solumöguleika frystra matvæla. Moggt og Gisli. Ég þakka „Morganblaðinu" fyr- ir hið mikla álit, sem það heíir á mér sem vélfræðingi, er það heldur að ég hafi skrifað grein þá, er birt var í blaðinu í gær. En sannieikurinn er, að urn vél- fræði er ég ekki fær aö skrifa, þó ég hins vegar sé fundvís á lausar skrúfur, einkum ef skröltir í þeim. Ég hefi satt að segja leitt hjá mér a'ð iesa greinar Gísla Jóns- soinar um skipakaup ríkisins, því Gísli er maður, sem ég þykist hafa rétt til þess a'ð hafa fyrir- litníngu á, og hefir hann að því II. Við allar lækningar, sem ekki eru skottulækningar, ríður mest á að komist sé að réttri nið'ur- stöðú um hvað það sé, sem að sjúklingnum gangi. Og sama er aðferðin, sem hafa verðtur, hvort heldur það er vél, sem er í ólagi, sem þarf að gera við, eða fjár- hagsörðugleikar íslenzka þjóðfé- lagsins, sem þarf að laga. Ýmsir tala um að laga núver- andi fjármálaerfiðleika vora með slíkum ráðum, svo sem að draga úr framkvæmdum hins opinbera, minka framleiðsluna og lækka kaupgjald verkamanna, en alt eru þetta skottulæknis-ráð, auk þess sem ég býst við, að jæir, sem reyndu aö gera tilraun tii þess að lækka verkakaup, yrðu þess varir, að slíkt væri æði erfið hnúta að brjóta, svo styrkur sem verklýðsfélagsskapurinn nú er orðinn. Sé hins vegar farið að rann- saka beinustu orsakirnar tii fjár- hagserfiðieikanna, þá rekur mað- ur þegar augan í tvent: 1) Að verzlunarjöfnuðurinn árið 1930 er mjög óhagstæður og líkindi tii að þar verði fram undir 8 miljóna króna halli, þ. e., að innfluittar vörur. muni nema það miklu meira en út- flnttar vörur. En síðasta mis- æri á verzlunarjöfnuði vorum var .1926, og nam hallinn þá 5 millj. króna. 2) Að birgðir eru geysilega mikl- ar í'land'inu af óseldum salt- fiski af framleiðslu ársins 1930. Námu þessar birgöir um áramót nær 127 þús. skpd., (en hafa verið Uodan farin áramót um 50 þús. skpd.}. Þá er að athuga hvort nokkuð muni hægt að gera til þess að koma þessum hinum miklu fisk- (birgðum í verð, og mun það gert í annari grein. Ólafur Friðriksson. leyti sérstöðu meðal allra Reyk- 'víkinga, og mun engum kunn- ^ra en Gísla sjálfum, af hverju áliit mitt á honum byggist. Fari hann fram á að ég skýri þetta frekar hér í blaðinu, er það vel- komið. Ólafar Friðriksson. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Helgun- arsamkoma kl. IO1/2 árd. Sunnu- dagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðis- samkoma kl. 8 siðd. Kapt. Axel Olsen stjórnar. Lúðraflokkurinn og strengjasveitin aðstoða. Allir velkomnir t Styrktarsjóðurinn. Fulltrúar alþýðunnar í bæjar- stjórn hafa á hverju ári borið fram tillögu um að bæjarsjóður styrki Styrktarsjóð verkamanna og sjómanna með 3500 krónum. Tillaga þessi hefir verið samþykt ár eftir ár, en með viðbót frá í- haldinu, aö sjóðurinn fengi þetta fé með því skilyrði, að verka- raenn utan féiaganna ættu kost á því að verða að-njótandi hlunn- inda sjóðsins. En eins og skilj- anlegt er gátu verkamannafélög- in, sem eiga Styrktarsjóðinn, ekki þegið þetta fé með þessu skil- yrði; bærinn hefir því jafnan •sparað þetta fé, og það ekki komið til utborguniar. Erlendis er það víðasthvar svo, þar sem hið opinbera veitir atvinnuleysis- styrk, að hann er borgaÖur fyrir milligöngu verkamannafélaganna, sem látin eru hafa algerða stjórn á úthlutuninni, o.g fá styrkinn ekki aðrir en þeir, sem eru í verkamannafélögunum. í ár var íhaldið hætt við þetta, enda er því nú orðið farið að verða kunnugt, að lítið muni vera af verkalýð utan félaganna. Þó Jdóraði Jakob Möller ofurlítið í bakkann fyrir íhaldið, með því að koma meö tillögu um það, að pólitískar skoðanir mættu engu ráða um úthlutun styrkstns; var sú tillaga meinlaus, því enginn hefir enn þá kvartað undan slíku, og féllust alþýðufulltrúarnir á, að henni væri hnýtt aftan við Morgunhlaðisritstjórarnir hafa undanfarið verið að grufla í görnum Jóns Árnasonar og reynt að finna enda þeirra og upphaf. Hefir greiðslan gengið afar-seint og að síðustu voru ritstjórarnir örðnir vitlausir yfir garnaflækj- unni. Sést sinnisveiki þeirra á brjáilsskTÍfum blaðsiins í gær, þar sem því er ha.Idið fram, að deilan milli verkakvenna og S. í. S. hafi verið ,leikar.askapur einber vegna þess, að S. í. S. hafi að lokum gengið að kröfum verkakvenna. Það er oft, sem fól.k furðar á brjálskrifum þessa brjálaða blaðs, ien í þessum ummælum blaðsins skilur enginn, ekki einu sinni rit- stjórarnir sjá.lfir. Ef „rökfærsla“ Mgbl. væri rétt, þá væri ástæða til að halda, að skjólstæðingar Mgbl. sjálfir út- gerðirmennirnir, hefðu í hverii þeirri kaupdeilu leikið skripaleik frammi fyri;r almenningi, er þeir gáfust upp fyrir kröfum þeim, er vferkafólkið gerði, er þeir áttu í d,eilum viö. Slíkum sökum vill Alþýðublaðiö ekki beina aö út- gerðarmönnum. Þehn hefir oftast nær verið hláköld alvara, og eins var um hina íhaldssinnuðu for- tíllögu sína. Tveir íhaldsharð- jaxlar greiddu samt atkvæði mótí því að veita þessar 3500 kr. tii sjúkra og l.asburða verkamannar en flestir hinna sátu hjá. Sjúkrasamlag Reykjavikur, Sjúkrasamiag Reykjavikur stóð á frumvarpinu um fjárhagsáætl- unina með 18 þús. krónur, það er 7 kr. styrkur fyrir hvern hlut- tækan meðtím. Sjúkrasamlagið er mjög þörf stofnun og hefir spar- að hæjarfélaginu stórfé, því með samhjálp meðlimanna hefir það halidið ótaimörgu fólki frá þx'i að þiggja af sveit. Hefir við fyrri fjárhagsáætlanir verið sýnt fram á mörg dæmi þess. Styrkur þessi, 7 kr. á mann, er tiitölulega mjög iitdll, enda' samlagið eðlilega jafn- an í fjárþröng. Fulltrúar alþý&< unnar fluttu tillögu um lítilfjör- lega hækkun, þ. e. að þetta þarfa:. félag fengi 23 þús. krónur í stað 18 þúsunda. En íhaldið var hér sem fyrr sjálfu sér líkt og feldi tillöguna; fylgdi Framsóknarliðið þar íhaidiinu dyggilega. Þess skal 1 getið til maklegs lofs, að einn íhaldsniaðurinn skammaðist sín augsýnilega fyrdr þetta, og reyndi að fegra það með því, að ef hæninn styrkti sjúkrasamlagið tneira en um þessar 7 kr. á mann, myndi ríkið ekki styrkja það, eða draga að sér hendina! (Frh.) stjóra S. í. S. en það sem ræðui' því, að andstæðingar verkiýðs- samtakanna verða að láta í minni pokann í baráttunni, er það, að verklýðssamtökin eru orði/i órjúf- aruli, og það þýðir ekki fyrir neinn, að ætla sér að kúga þau i kné. íslenzk verklýðssamtök eru- að verða það vald, sem getur ráðið í öllum almcnnum launa- þrætum. Og Morgunblaöið vinnur með brjálskTifum sinum að eflingu þeirra, sérstaklega þó siðan hinn vestfirski trippa-ritstjóri tók við „regeringunni“ í Austurstræti. Hinir óánægðu ihaldsmenn geta ' nú sagt með réttu: „Hjá Mogganum er hver silki- húfan upp af annari.“ Skyldí ekki bráðum verða sparkað þarna niður frá í liægð- inni, þar ,sem Mgbl hefir aðsetur sitt ? Eða ætli garnirnar hengi ekki. alt dótið? „Andri“ , kom af veiðum í gær með 2500 karfir ísfiskjar. Hann fór sam- stundis til Englands me'ð aflann. Garnaflækja Norganbiaðsiss.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.