Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDACUR 30. NÖVEMBER 1977 Bjórn Tryggvason, Ólafur Mixa og Björn Friðfinnsson. hefði opnað 15. nóvember 1974 og hefði það sýnl sig að slík stofnun væri nauðsynleg, þar hefðu sjúkl- ingar dvalið meðan beðið væri eftir spítalaplássi og hægt væri að gefa sjúklingum kost á að dvelja á sjúkrahótelinu að lokinni vist á sjúkrahúsi meðan þeir væri að ná starfsorku eða að þeir sem ættu hvergi höfði að að halla t.d. í Reykjavík gætu dvalið þar einnig að lokinni vist á spítala, en það hefði einmitt komið á óvart hversu mikill hluti sjúklinga hefói verið frá Reykjavík eða um 44% á sl. ári en 56% utan af landi. Björn Tryggvason er formaður nefndar er hefur rekstur hótels- ins til athugunar og hefur nefnd- in átt viðræður við stjórnvöld um það hvernig renna ntegi stoðum undir reksturinn og er vonast til þess að á næstu mánuðum fáist niðurstaða um það hvort, hvernig og af hvaða aðilum tryggja megi rekstrargrundvöll sjúkrahótels- ins í framtiðinni, en Björn sagði að leiði könnun nefndarinnar til þeirrar niðurstöðu að RKÍ sé ekki fært að hefja reksturinn á ný, þá væri stjórnin reiðubúin að láta öörum aðila í té húsnæði sjúkra- hótelsins með .vægum kjörum ef sá aöili hefði aðstöðu til að endur- vekja starfsemina. Eggert Ásgeirsson frkvstj. RKÍ sagði, að samtökin væru alls ekki að láta það I ljós að ekki væri lengur þörf fyrir þessa starfsemi, það hefði vissulega sýnt sig að fólk leitaði til sjúkrahótelsins og þeim þætti mjög miður að rekstr- inum yrði að hætta, en það væri m.a. komið til af því að daggjöld hafa ekki verið hækkuð nægilega til að þau gætu haldiö í við verð- bólguna. Á sjúkrahótelinu eru 28 rúm i 16 herbergjum og eru Iegudagar alls liðlega 10 þúsund á sl. ári, en starfsmenn eru 8. Meðalnýting á árinu 1976 var yfir 90% og sem fyrr segir voru flestir sjúklinga utan af landi 56%, en allmikið var um að einhleypir og aldraðir sjúklingar frá Reykjavík þyrftu að leita til hótelsins, eða 44% sjúklinganna.. Þá sögðu forráðamenn sjúkra- hótelsins að á Akureyri hefðu tek- ist samningar um að Fjórðungs- sjúkráhúsið þar gerðist e.k. ,,áskrifandi“ aó öllum herbergj- um hótelsins sem gerði rekstrar- grundvöll þess öruggan. Leiklistarskólinn: N emendur setja upp leikrit NEMENDUR 4. bekkjar H í Leik- listarskólanum æfa nú leikritið „Við eins manns borð", eftir Terence Rattigan, og verður það frumsýnt fyrstu vikuna í desem- ber. Leikstjóri er Jill Brooke. 1 leiknum taka þátt eftirtaldir nemendur: Edda Björgvinsdóttir, Elfa Gisladóttir, Guðrún Þórðar- dóttir, Helga Thorberg, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingólfur Björn Sig- urðsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Auk þess eru gestaleikarar Guðný Helgadóttir, Ólafur Örn Thorodd- sen og Randver Þorláksson. Myndin er af leikurum og að- stoðarfóiki. Síld og kaldir réttir í Skálafelli A FÖSTUDAG hófst nýr þáttur í starfsemi veitingastofnunnar Skálafells á níundu ha'ð Hótels Esju, en þar verður framvegis boðið upp á kalda rétti í hádeginu og lögð sérstök áherzla á síld og kalda kjötrétti. En veitingastofan hefur átt vaxandi vinsældum að fagna síðan hún var opnuð í byrj- un apríl s.l. Fram að þeini tíma hafði verið matsala og veitinga- stofa á níundu ha'ðinni. en þegar Esjuberg var opnað á fyrstu ha*ð hótelsins var niundu hæðinni breytt í núverandi horf. Tónlist er í Skálafelli leikin af segulböndum, í hádeginu >og á kvöldin fyrri hluta vikunnar, en um helgar leikur Jönas Þórir á rafmagnsorgel fyrir gestina. „Ég hef aldrei kynnst ókvalráð- ari manni, aldrei jafn hrein- skiptnum, aldrei íslenzkari manni“, segir höfundurinn um Skálateigsstrákinn, Þorleif Jónsson. Þorleifur hefur víða kornið við og kann sæg af skemmtilegum sögum. Hann er fæddur og uppalinn á Norðfirði, var um tíma lögregluþjónn í Hafnarfirði, síðan hægri hönd Geirs Zöega, umboðsmanns er- lendra skipa á stríðsárunum, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á þriðja áratug, glerharður sjálf- stæðismaður og ritsjóri bæjar- málablaðs. Fékkst um tíma við máiflutningsstörf, var útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði, framkvæmdastjóri í St.vkkishólmi og sat átján ár í stjórn Fiskimálasjóðs. — Það heyrir undir brýn þjóðþrif í dag að bóka ævi manna eins og Þorleifs Jónssonar og það er dauður maður, sem lætur sér leiðast undir tungutaki hans og efnistökum Jóhannesar Helga. Bókin um hana, sem eld- inn fól að kveldi og blés í glæðurnar að morgni, hana, sem breytti ull í fat og mjólk í mat, sem einatt var fræðandi og uppalandi, þerraði tárin og bar smyrsl á sárin, hana, sem allan vanda ievsti og til allra góðra verka átti ávallt stund f önn og erli dagsins. Þetta er bók sem nautn er að lesa og mannbætandi að kynnast, bók, sem hrærir strengi hjartans, því hver þáttur þessarar bókar er tær og fagur óður um móðurást. — Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók unnustunnar, eiginkonunnar, móðurinnar, hún er óskabók allra kvenna. I miriningu hennnr, sem eldtnn fói aö hveldi og 6iés i gh»óurnar að motgni, hennar, sem breytti ull i tat og miölk i mat. sem eitialt var fræóandi og uopalanai og allan vanda leyst: iðh'n og eru dagsiqs.- Hvei þiittui þessarar bókar er ta>r og fagur óöur um móðurás!. . sKuaasia . Þrettán þættir um þjóðkunna kennimenn og leiðtoga ís- lenzkrar kirkju, skráðir af börnum þeirra: Árni Jónsson eftir Gunnar Árnason, Sigtryggur Guðlaugs- son eftir Hlyn Sigtryggsson, Þórarinn Þórarinsson eftir Þórarin Þórarinsson, Jón Finnsson eftir Jakob Jónsson, Haraldur Níelsson eftir Jónas Haralz, Stefán Baldvin Kristjánsson eftir Sigríði Thor- lacius, Friðrik Hallgrfmsson eftir Hallgrfm Fr. Hallgrfms- son, Sigurbjörn Á. Gíslason eft- ir Láru Sigurbjörnsdóttur, Bjarni Jónsson eftir Ágúst Bjarnason, Ásmundur Guðmundsson eftir Tryggva Ás- mundsson, Sigurgeir Sigurðsson eftir Pétur Sigurgeirs- son, Sveinn Víkingur Grímsson eftir Gunnar Sveinsson og Sigurður Stefánsson eftir Ágúst Sigurðsson. Faðir minn — Presturinn er bók um mikia mannlega reisn, um óvenjulegt andlegt atgervi, um menn mikilla og háleitra hugsjóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.