Morgunblaðið - 30.11.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 30.11.1977, Síða 15
bjóóum vetrinum byrginn í vindjakka frá Faco MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1977 Bretar krefjast einkalögsögu: Tillögur EBE „óviðunandi” London 28. nóv. AP í RÆÐU, sem landbúnaóarráó- herra Bretlands, John Silkin, hé|t í brezka þinginu sl. mánudag, sagði hann að tillögur Efnahags- bandalagsins um fiskveiðar ta'kju ekkert tillit til þess að 60 af hundraði alls sjávarafla banda- lagslandanna kæmi frá veiðisvæð- um Breta og væru þa>r „að öllu le.vti óviðunandi". I skeleggri ræðu sinni gerði Silkin harða atlögu aó tillögun- um, en að sögn hans er áformað að ráðið, er fjalla á um fiskveiði- réttindi, verði kallað saman aftur 5. desember til að reyna að ganga frá samræmdri stefnuskrá land- anna í þessum efnum. Ef samstaða næðist ekki sagði Silkin að ekki væri um annan kost að velja en að láta sér lynda bráðabirgðaráðstafanir, er tíðkast hefðu í Briissel og gætu á engan hátt komið í stað varanlegrar stefnu. Að sögn hans eru skipta- regiur þær er nú gilda grund- vallaðar á venjum síðan fyrir þann tíma að 200 mílna lögsagan var tekin upp víða fyrir ári. Brezka stjórnin hefur sett fram kröfu um 50 mílna lögsögu fyrir brezka sjómenn einvörðungu og lét Silkin í Ijós að það væri ekki nema heilbrigð skynsemi að fisk- veiðar strandríkja ættu að byggj- ast á svæöum sem næst landi. Hótaði hann Efnahagsbandalag- inu að Bretar mundu grípa til einhliða verndarráðstafana ef teóm.. KORNiAKUR HÉR GOOUR ANDI Er andinn mikilvægari en efnið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð líli þínu? Þessar áleitnu spurningar vilja vefjast fyrir mönnum og víst á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim öllum, en hún undirstrikar mikilvægi fag- urra hugsana, vammlauss lífs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra ntanna, hugboðum þeirra, sálförum, merkum draumum óg fleiri dularfullum fyrirbærum, jafnvel samtali látins manns og lifandi, sem samleið áttu í bíl. Og hér er langt viðtal við völvuna Þorbjörgu Þórðar- dóttur, sem gædd er óvenjulegum og fjölbreyttum dular- gáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur andann fram yfir efnið? S X) hiocboð, Laugavegi 89 & 37 símar 13008 & 12861 Vatteraóir vindjakfear í öllum stæróum bandalagið gæfi ekki kröfum þeirra gaum. í fréttabréfi frá Briissel segir að ráðherranefndin hafi ekki gengið frá neinum fullmótuðum tillögum, en hafi einungis reynt að átta sig á ástandinu og metiö uppbæturtil aðildarlanda er veita máetti vegna taps fiskveiði- réttinda í kjölfar útfærslu f 200 mílur hjá ýmsum ríkjum. Sendi- menn í Brussel telja að mat ráð- herranefndarinnar á tapinu verði eftirfarandi: Bretland missir af 213.000 tonnum einkum vegna út- færslunnar við Island og Noreg; V-Þýzkaland 173.000 tonnum, Frakkland 52.000 tonnum og Italia 30.000 tonnum, einkum við Júgóslavíu, Túnis og V-Afríku. Lítil bragarbót að pípunni London, 28. nóv. Reuter ÞEIR, sem reykja sígarettur og eru að reyna að taka upp pípu- eða vindlareykingar í staðinn heilsu sinnar vegna, bæta lítið úr fvrir sjálfum sér að því er fram kemur í rann- söknarskýrslu er fram var lögð í dag. Vandinn er sá að sígarettu- reykingafólk getur ekki varpaö fyrir róða þeim ávana að anda að sér reyknum, að sögn dr. Sdletts og aðstoðar- manna hans í London. Tilraun var gerð með 10 af starfs- mönnum sjúkrahúss eins firnm, er fyrst og fremst reyktu pípu og vindla og höfðu aldrei reykt annað og fimm fyrrverandi sígarettureykinga- menn er hætt höfðu fyrir þremur til sautján árum en re.vktu vindla nú. Hverjum um sig var gefinn lítill Havana- vindill við lok vinnudags og haföi enginn þeirra reykt í sex tíma áður. I síðarnefnda hópn- um jókst hlutfall kolmónoxíðs frá 2,9 af hundraði í 9,6 af hundraði, jafnframt því aö nikótínmagn blóðsins hljóp úr 12,8 af hundraði upp í 45,6 míkrógrömm á millilítra. Hvaö snertir fyrri hópinn jókst kol- mónoxíðmagn aðeins frá 0,8 i eitt prósent og nikótín frá 3,4 í 5,2 og er hér um griðarlegan mun að ræða. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.