Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÖVEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itst jómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskrrftargjald 1500.00 I lausasölu 80. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. > kr. á mánuði innanlands. 000 kr. eintakið Viðhorf í vamarmálum Umræður þær, sem orðið hafa að undanförnu um það, hvort við íslendingar ættum að taka fé fyrir afnot varnarliðsins af Keflavikurflugvelli hafa ma. leitt í Ijós, að allir stjórnmálaflokkar eru andvigir slikum hugmyndum, hver svo sem efnisleg afstaða þeirra til dvalar bandariska varnarliðsins hér á landi er. Jafnframt hafa umræður þessar orðið til þess, að Geir Hallgrimsson forsætisráðherra undirstrikaði nokkur meginatriði í sambandi við varnarmálin i umræðum á Alþingi i fyrradag. í fyrsta lagi tók forsætisráðherra skýrt fram, að engin tilmæli hefðu borizt, hvorki frá Atlantshafsbandalaginu né Bandarikjamönnum, um aukinn varnarviðbúnað hér á landi, þ.e. mannvirkjagerð umfram það, sem felst i samkomulaginu frá 1974. íslenzk stjórnvöld hafa ekki heldur sett nein slik tilmæli fram. í öðru lagi benti forsætisráðherra á, að dæmi um aukna mannvirkjagerð, sem hann setti fram i ræðu sinni á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins var sett fram þeim til viðvörunar, sem vilja að verklegar framkvæmdir séu fjár- magnaðar af öðrum en okkur, en slíku mundu fylgja kvaðir um aukin umsvif varnarliðsins. í þriðja lagi undirstrikaði forsætisráðherra nauðsyn þess, að við íslendingar legðum hverju sinni sjálfstætt mat á varnarþörf landsins og lýsti Geir Hallgrímsson þeirri skoðun sinni, að ekki væri nauðsynlegt að auka umsvif varnarliðsins eins og málum er nú háttað. í fjórða lagi kvað Geir Hallgrimsson upp úr um það, að íslendingar ættu sjálfir að standa straum af kostnaði við vegagerð og aðrar verklegar framkvæmdir í landi sínu og að íslendingar ættu sjálfir ao annast almannavarnir sínar. Sagði forsætisráð- herra, að ef Bandarikjamönnum yrði gert skylt að greiða tolla eða skatta hér bæri að endurgreiða þeim þær tekjur, sem þannig mundu renna i ríkissjóð umfram þá þjónustu sem varnarliðinu yrði veitt. Og í fimmta lagi sagði forsætisráð herra, að öryggissjónarmið ættu að ráða afstöðunni til varnar- liðsins og varnarframkvæmda en ekki að gera varnarstarfsem ina að tekjustofni. Jafnframt yrði þannig gengið frá málum, að Íslendingar bæru ekki útgjöld vegna dvalar varnarliðsins hér á landi. Með því að leggja áherzlu á þessa fimm þætti hefur forsætisráðherra dregið fram alveg skýrar línur í afstöðu sinni og Sjálfstæðisflokksins til varnarmálanna, sem hann hefur gert mjög að umtalsefni síðustu daga í sjónvarpsþætti, sem vakti þjóðarathygli og í ræðu á fundi flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins á dögunum. I þeirri ræðu sagði Geir Hallgrímsson ma: „Aðrar þjóðir verða að svara þeirri spurningu, þegar þær gera fjárlög sín, hve mikið þær vilja borga í skatt til þess að halda við her sinum og varnarviðbúnaði. Við íslendingar erum það heppnir, að aðrar þjóðir og sérstaklega Bandaríkjamenn hafa létt þessum útgjöldum af okkur. Við greiðum ekki eina krónu af okkar fjárlögum til varna og öryggis landsins. Við skulum hafa þetta i huga þegar talað er um, að við eigum að taka gjald fyrir varnarstöðina. Bandaríkjamenn vörðu 6% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála 1976, Bretar 5,1%, Norðmenn 3,1% og Danir 2,8%. í þessu sambandi er þvi rétt að benda á, að ef við hefðum þessi útgjöld, íslendingar, og þyrftum á næsta ári að verja 3% af þjóðarframleiðslu okkar i þessu skyni mundi það nema um 13,5 milljörðum islenzkra króna. í Bandaríkjunum er 4,9% af landsmönnum á aldrinum 18—45 ára i hernum, 3,2% í Bretlandi, 3,4% í Danmörku og 5.2% í Noregi. Ef jafnmargir íslendingar hlutfallslega og Norðmenn væru bundnir við þessi störf þá væri fjöldi þeirra 2.300. Sá mannafli mundi bæði duga skammt til varna landsins og væri of dýrkeyptur miðað við þá eftirspurn eftir vinnuafli, sem nú er. En til þess getur komið, að við þurfum að hafa mannafla, sem að einhverju leyti gegndi varnarstörf- um og öryggisgæzlu. Til þess gæti komið, að við þyrftum að efla landhelgisgæzlu okkar og löggæzlu með þeim hætti, að við værum ekki uppnæmir fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum, ef að landi kæmi og áhöfnin gengi á land eins og Jón Sigurðsson benti raunar á á síðustu öld. Og meðal annars gæti til þess komið, þegar ástand i heimsmálum er orðið slíkt, að við teldum tímabært að varnarliðið færi af landi brott." v Það er sannarlega timabært nú þegar raddir eru uppi um, að við eigum að gera varnir landsins okkur að féþúfu, að við gerum okkur grein fyrir þvi, hvað það raunverulega er, sem aðrar þjóðir taka á sig m.a. i okkar þágu. Það kemur berlega fram i þessum tilvitnaða kafla i ræðu Geirs Hallgrímssonar á flokksráðsfundi. Ef við ættum að greiða sömu upphæð af fjárlögum okkar og Norðmenn og Danir leggja fram til landvarna, mundi sú upphæð nema um 13,5 milljörðum króna og er þá ótalinn allur sá óbeini kostnaður, sem við að öðru leyti mundum hafa, ef við þyrftum sjálfir að standa fyrir vörnum lands okkar. En hér er ekki einungis um fjármuni að ræða heldur lika mannafla. Ef jafnmargir íslendingar væru bundnir við hernaðarstörf og eru i Noregi mundi þar vera um að ræða 2.300 unga íslendinga. Fyrir utan þá staðreynd, að íslenzkir æskumenn þurfa ekki að sinna herþjónustu og þau áhrif, sem það mundi hafa á þeirra persónulega líf er hollt fyrir okkur að minnast þess i landi, sem á við nánast stöðugan vinnuafIsskort að búa, að það vandamál væri margfalt á við það sem er i dag, ef við þyrftum sjálfir að leggja fram mannafla til varnarstarfa. Þetta eru staðreyndir sem okkur er hollt að hafa í huga þegar rætt er um þessi mál. Þegar svona stutt er milli híla má ekki mikið útaf bera svo að árekstur verði. í hálkunni er mikilvægt að hafa langt bil milli ökutækja ALDREI ER meiri ástæða tíl þess að aka hæfilega langt fyri aftan næsta ökutæki og einmitt í hálku. Árið 1976 gaf lögreglan í Reykjavík skýrslur um 439 ákrekstra, þar sem bifreið hafði ekið aftan á þá næstu á undan og áreiðanlega hafa jafn mörg óhöpp af þessu tagi verið leyst án afskipta lögreglunnar og koma þvi ekki fram á skýrslum. Sá sem ekur aftan á næstu bifreið fyrir framan er oftast í sök, enda segir svo í 5. máls- grein 45. greinar umferðarlag- anna: „Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera í svo mikilli fjarlægð frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt öku- tækið, sem á undan er, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess.“ Föstudaginn 18. þessa mánað- ar sinnti lögreglan í Reykjavík 45 útköllum vegna frekstra. Mejra en helmingur þessara til- vika voru árekstrar, þar sem ekið hafði verið aftan á næsta bíl á undan. Gætnir ökumenn, sem vilja hafa hæfilegt bil milli öku- tækja, kvarta mjög undan því að erfitt sé að halda góðu bili, því svo margir ökumenn stundi ótímabæran framúrakstur og SKAMMDEGIÐ KALLAR AAUKNAADGÆZLU troði sé inn á milli bifreiða og þar með líði hinir gætnu öku- menn fyrir hina ógætnu. Akstur sem þessi er brot á 47. grein umferðarlaga, því þar segir svo í 3. málsgrein: „Eigi má aka fram úr öku- tæki, nema unnt sé án hættu og óþæginda fyrir aðra umferð, enda sé útsýni yfir akbraut góð.“ Umferðarlögin leggja lika skyldur á þá, sem ætla að nema staðar eða draga snögglega úr hraða. í 3. málsgrein 52. grein- ar umferðarlaganna segir svo: „Ökumaður, sem ætlar að nema staðar eða draga snögg- lega úr hraða, skal gefa þeim, sem á eftir koma, greinileg merki um þá ætlun sína. Skal það gert með hemlaljósmerki á þeim ökutækjum sem hafa skulu hemlaljós, en annars með því að rétta upp hönd eða á annan greinilegan og ótviræðan hátt.“ í samræmi við þessi ákvæði 52. greinar, þá er það góður siður hjá ökumönnum, sem ætla að draga úr hraða eða stöðva, að drepa fæti laust á hemlana og gefa þannig öku- mönnum, sem á eftir koma að- vörun áður en dregið er úr hraða fremra ökutækisins. Það, sem hér hefur verið tek- ið upp úr umferðarlögunum, sýnir að lögin eru það leiðar- Ijós, sem ökumönnum og öðrum vegfarendum ber að kynna sér og fara eftír, enda verða vegfar- endur dæmdir samkvæmt lög- unum ef óhapp verður. ÓskarÓlason. vrirlögregluþjónn. Vestmannaeyjar: Mikil aðsókn í Verkfallið LEIKFÉLAG Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir gam- anleikritið Allir f verkfall eftir Duncan Greenwood, en leik- st jóri er Sigurgeir Seheving. Allir í verkfall gerist í iðnað- arborg á Norður-Englandi á þessum áratug heima hjá Helle- well-hjónunum. Leikritið er byggt upp af gamni frá upphafi til enda og fléttast þar m.a. inn í verkfallsréttur kvenna og sitt- hvað fleira sem ekki er ávallt í takt við náttúruöflin. í leiksýn- ingunni leika Ásta Bjartmars, Inga Jóhannsdóttir, Sveihn Tómasson, Ólafur Haukur Matthiasson, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Kristín Baldvins- dóttir, Bandvina Sverrisdóttir, Sigríður Einarsdóttir og Guð- rún Kolbeinsdóttir. Baktjalda- þátttakendur eru Magnús S. Magnússon, Auðþerg Óli Val- týsson, Hjálmar Brynjólfsson og Kolbrún Hálfdánardóttir. Uppselt hefur verió á Verk- fallið á tveimur fyrstu sýning- um, en þriðja sýning verður fimmtudagskvöldið 1. des. og á sunnudag verður fjölskyldu- sýning með sérstökum afslætti fyrir börn. Hinn galvaski hópur leikara og annarra félaga f Leikfélagi Vestmannaeyja sem taka þátt f Verkfallinu. Ljósmynd Mbl. Sígurgeir Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.