Morgunblaðið - 30.11.1977, Qupperneq 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JRargunblabitk
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1977
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2HorgtinfrIafeife
Sölumiðstöðin ræð-
ur 200 útlendinga
á vetrarvertíð
Mjölmarkaðirnir styrkjast enn:
Búið að selja 20 þús. tonn
með fyrirframsamningum
fyrirframsamninga á mjöli
frá íslandi sem á að af-
greiðast á næstu loðnuver-
tíð, og var Morgunblaðinu
tjáð i gær, að nú væri búið
að selja um 20 þús. tonn
með fyrirframsamningum.
Verðið á mjölinu hefur
hækkað nokkuð síðustu
daga og fyrir helgi var
gengið frá sölu á 1100 tonn-
um af mjöli til Ungverja-
lands fyrir 7,22 dollara
proteineininguna cif., sem
er hæsta veró sem fengist
hefur fyrir loönumjöl í
nokkurn tíma.
Fiskmjölsmarkaöir í
Evrópu og annarsstaðar í
heiminum hafa styrkst
mjög verulega undanfarn-
ar vikur, og segja ísl. mjöl-
seljendur að þó nokkur eft-
irspurn sé eftir mjöli þessa
dagana, og litlar mjölbirgð-
ir séu nú í heiminum.
Nokkuð hefur verið um
Loðnu verður vart á ný
SAMA og <‘n(;in lobnuveiði befur
verið norður af landinu síðuslu
þrjár vikurnar, en þð hefur orðið
vart við loðnu. Hins vegar er veð-
ur búið að vera svo rvsjóll, að sjór
hefur sjaldnast náð að ganga nið-
ur.
Fyrir helgi varð rannsóknaskip-
ið Bjarni Sæmundsson varl við
loðnu norður af Kópanesi og að-
fararnótl sunnudags fengu Iveir
hátar loðnu á þeim slóðum: Císli
Arni 220 lestir og Oskar Halldörs-
son 80 lestir. Sfðan braUdi á ný,
en f f.vrrinótt fékk Sigurður RE
140 lestir á þessum slóðum.
Auk þess sem veður hefur verið
slæmt, hpfur is legið yfir aðal-
loðnusvæðinu riorður af Kolbeins-
ey undanfarnar vikur, en hann
hefur nú aðeins fjarlægst land á
ný, en ekki hefur þó orðið vart
loðnu á því svæði. Þá hafa sum
loðnuskipanna lenl f þvi að
beygja botnstykki asdiktækjanna
við það að rekast á litla ísjaka, og
er Morgunblaðinu kunnugt um,
að 3 skip hafa orðið fyrir slikurn
óhöppum síðustu daga.
Fjórar
tegundir
gjaldeyris
REGLUGERÐ viðskiptaráðu-
neytisins, sem gefin var út í
gær, gerir ráð fyrir að menn
geti átt fjórar tegundir gjald-
e.vris í íslenzkum bönkum, þ.e.
bandaríkjadollara, sterlings-
pund, vestur-þýzk mörk og
danskar krónur. Þó verður
tekið við öllum frjálsum
gjaldeyri, þótt aðeins sé um
ávöxtun að ræða i þessum
fjörum m.vntum. Getur
reikningshafi valið um hvað
mynt hann vill helzt eiga af
þessum fjórum. Féð er ávaxtað
með svipuðum kjörum og
ávöxtun sparifjár er háttað í
heimalandi mynlarinnar, þar
sem hinn íslenzki gjalde.vris-
hanki ávaxtar féð.
SOLUMIÐSTÖÐ Hrað-
frystihúsanna hefur ráðið
um 200 útlendinga til
starfa í ýmsum frystihús-
um landsins á næstu vetr-
arvertíð, en stór hluti
þessa fólks er kominn til
landsins.
Stúlkur frá Bretlandi,
Ástralíu og Nýja Sjálandi
eru í meirihluta, en flestir
fara til starfa í frystihús-
um á Vestfjörðum og einn-
ig nokkuð á Norður- og
Austurlandi. Samkvæmt
upplýsingum Bjarna Elías-
sonar hjá Sölumiðstöðinni
vantar fleira fólk til starfa
og er verið að kanna með
frekari ráðningar erfendis
frá. Sagði Bjarni að þó
nokkrir aðilar í fiskvinnslu
heföu rætt viö sig, því
skortur væri á vinnuafli
úti á landi. Kvað hann
þetta sýna glögglega aö
ekki væri atvinnuleysi á
þessum stöðum. Um 140
manns af þessum umrædda
hópi eru komnir til lands-
ins en í janúar koma 33 og
fara þeir flestir til Aust-
fjarða.
Heimilt að ávaxta erlendan
gjaldeyri í íslenzkum bönkum
Viðskiptaráðunevtið hefur í samráði við Seðlahankann
og gjalde.vrisviðskiptahankana ákveðið að heimila spari-
fjáreign í erlendum gjaldevri við þá hanka, sem verzla
með erlendan gjaldeyri, en það eru Landshanki fslands
og Utvegsbanki fslands og öll útibú þeirra. Heimilt
verður að leggja inn á almenna sparifjárreikninga í
erlendum gjaldeyri allan þann gjaldevri, sem ekki er
skylt að selja gjaldeyrisbönkunum. Er hér fyrst og
fremst um að ræða erlend vinnulaun og þóknanir,
afgang af ferða- og áhafnagjaldeyri, arf erlendis frá, fé,
sem menn taka með^ér við flutning til landsins, svo og
umboðslaun, sem innflvtjendur geta ráðstafað til vöru-
innflut nings.
Á blaöamannafundi. sem Ólaf-
ur Jóhannesson viöskiptaráö-
herra héll í gær, er hann kynhti
reglúgeröarbreytingu um skipan
gjaldeyris- og innflutningsmála
o.fl. sagói hann aö ásiæöan fyrir
þessari breylingu væri sá al-
mannarómur. sem segöi, aö hér á
landi va>ri talsvert af erlendum
gjaldeyri i uml'erö manna á meöal
og aö menn ættu fjármuni í gjald-
eyri erlendis. Ráöherra kvaö allt
geta veriö löglegt viö slíka gjald-
eyriseign og aö hér væri ekki um
aö ræöa skilaskyldan gjaldeyri.
Nefndi hann sem dænii aö áhöfn-
un væri t.d. ekki skylt aö eyða
þeim hluta launa sinna. sem
greiddur væri í gjaldeyri.
í fréttatilkynningu, sem ráö-
herra afhenti blaöamönnum í
gær, segir, aö gjaldeyri á þessum
reikningum sé frjálst aö ráöstafa
til vörukaupa, sem eru ekki háö
innflutningsleyfum, og erlendrar
þjónustu, þar á meöal tjl greiðslu
feröa- og dvalarkostnaöar. Eigna-
yfirfærslur af þessum reikning-
um veröa háöar heimildum gjald-
eyrisyfirvalda, en bönkum veröa
settar almennar starfsreglur um
þær, sem rúma. eiga allar eölileg-
ar þarfir hins almenna borgara,
þar meö taldar greiöslur vegna
arfs, búferlaflutninga eöa lang-
dvalar erlendis.
Sömu reglur muni gilda urn
sparifé í erlendurii 'gjaldeyri og
um annað sparifé og spariskír-
teini ríkissjóös, svo sent reglur
um framtal og skattskyldu. Ekki
er gert ráð fyrir aö gefnar veröi
út sparisjóösbækur, heldur fái
innstæöueigendur reglulega í
hendur reikningsyfiriit eins og
tíökast meö ávísanareikninga og
vaxtaaukareikninga, en þaö fyrir-
komulag hefur rutt sér til rúms
erlendis meö vaxandi töivubók-
haidi í bönkum. Innborganir og
útborganír af reikningum ntunu
gjaideyrisdeildum
ekki í sparisjóös-
fara fram í-
bankanna en
deildum.
Bankarnir taka vió erlendum
seölum, bankaávfsunum og feröa-
ávísunum, sem menn óska aó
leggja á reikningana, en einnig
Framhald á bls 18.
Þýzkaland:
Hamar fékk
245 kr. fyrir kg
VÉLBATURINN Hamar SII
frá Rifi fékk í ga‘r hæsta meö-
alverð sem íslenzkt skipt hefur
fengiö fyrir fisk á v-þýzkum
markaöi. Hamar seldi 57 lestir
í Cuxhaven fyrir 147.800 mörk
eöa 14 milljónir króna. Meóal-
verö á kíló er kr. 245 og meöal-
skiptaveró á kíló kr. 174.
Uppistaðan í aflanum, sem
Hamar var meö, var fallegur
netaufsi og i söluskeyti, sem
barst frá umboösmanni ísL
skipa í Cuxhaven í gær, segir,
að gæði fisksins hafi verið sér-
lega mikil.
Flugleiðir:
32 þús. farþegar
í pílagrímaflugi
PÍLAGRlMAFLUG Flrigleiöa
hefur gengió mjög vel þaö sem af
er, sainkva>mt upplýsingum
Sveins Sæmundssonar hlaöafull-
trúa, en seinni hluti þess stendur
nú yfir. I f.vrri áfanganum voru
fluttir 16,243 farþegar og þegar
fluginu lýkur, sem veröur 15.
desemher ef áætlanir standast,
má búast vió því aö fluttir hafi
veriö um 32,500 pílagrímar.
í fyrri áfanga pílagrimaflugsins
voru pílagrímarnir fluttir frá
tveimur borgum, Oran í Alsír og
Kano í Nígeríu, til trúarmiðstöðv-
ar múhameöstrúarmanna í
Mekka. Frá Oran til Mekka voru
farnar 28 ferðir með 7280 farþega
og frá Kano til Mekka voru farnar
36 ferðir með 8964 farþega. Samið
hafói verið um 24 ferðir þarna á
milli en flugiö gekk svo vel, aö
samið var viö Flugleiði um fleiri
feröir.