Alþýðublaðið - 25.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Koll konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Hallur ansaði ekki. Hann vissi, að bróðir hans þekti „menn“ bet- ur en hann. „Og hvað hefir þú svo í hyggju að gera við skjalið?“ hélt Edward áfram. „Ætlarðu að setja það í blöðin ?“ „Eg ætla að sýna nokkrum vin- um mínum það“. „Já, því ekki það? Þú gengur auðvitað hús úr húsi með það eins og vátrygginga-agent 1 * -Eg get þó sýnt eiuum það — en það er pabbi. Heldurðu, að eg vilji, að dvöl mín hér í dalnum sé skýrð fyrir honum á þann hátt? Svo er líka unga stúlkan, — hún á það skilið, að eg verndi hana". „Sjáum til 1 “ mælti Edward þur- lega. „Hveraig víkur því við?“ „Gerum ráð fyrir, að það væri ein af þeim konum, sem þú þekk- ir, sem Cartwright hefði baktalað. Hefðir þú þá verið jafnkærulaus?" „Hann hefði ekki baktalað vini mína. Eg er vandari en svo í vinavali mínu“. „Þú átt við það, að þú veljir þá meðal hinna ríku. En eg er nú alþýðlegri í mínu vali. Eg held, að fátæklingarnir geti kent mér ým- islegt“. „Mér virðist, að þeir hafi ekki kent þér annað en óbilgirni". „Þeir hafa kent mér, að sumir geta verið mjög tillitssamir og hvers vegna aðrir hafa ekki ráð á því“. „Æ, ætlarðu nú að byrja aft- ur?“ hrópaði Edward. „Halda lengri ræðu ? Það er hið leiðinleg- asta við ykkur endurbótamennina, að þið talið svo fjandi mikið". „Við tölum svo mikið vegna þess, að fólk er svo tillitssamt, að hjörtu þess eyðileggjast. Eg sá dæmi þess þar sem þær voru Jes- sie og frú Curtis; og nú kemur þúl Þú sérð, hvernig Pétur gamli Harrigan ber sig að, en þú álitur það tillitsleysi, að eg andmæli. Þú sérð, hvílfkt kvikindi námu- stjóri Péturs gamla er, en þér finst það tillitsleysi að rifast víð hann. Mér er sjálfum illa við að vera ruddi —“ „í guðs bænum!" greip Ed- ward fram f, „getum við ekki hætt þessu og reynt að komast af stað. Mér finst eins og eg standi á toppi eldfjalls, sem þá og þegar getur byrjað að gjósa". „Jú, jú“, mæiti Hallur og tók að hlæja. „Það, sem eg næst þarf að gera, er að fara niður til Pedro, svo við getum orðið samferða þangað. En það er enn þá eitt —“ „Hvað er það?-" „Félagið skuldar mér peninga". „Peninga? Fyrir hvað?“ „Peninga, sem eg hefi unnið fyrir". Edward varð litið á hann. „Nóg fyrir baði og rakstri*. Hann dróg upp veski sitt og tók úr því nokkra seðla. Hallur horfði á hann og uppgötvaði, að önnur breyting haiði á sér orðið. Hana hafði ekki að eins öðlast stéttatilfinningu verkamannanna, heldur líka skoð- un þeirra á peningum. Hann halði í alvöru hugsað um þessa íáu dali, sem félagið skuldaði honum! Hann hafði unnið sér þá inn í sveita síns andlits með því að bisa stór- um kolamolum upp í vagna. Og þetta var nóg til þess að halda lífinu í allri fjölskyldu Raffertys í heila viku. En þarna stóð Edward með mjúkt, brúnt veski fult af seðlum, sem hann tók úr því án þess að teija þá, alveg eins og peningar yxu á trjánum og ltolin kæaau upp úr jörðinni og færu inn í ofninn, ef kallað væri á þaul Edward rétti honum seðlana án þess að hafa hugmynd urn þessar hjárænu hugsanir bróður síns. „Hana, taktu við þeim!" sagði hann. „Fáðu þér sæmileg íöt í Pedro. Eg vona, að þú þurfir ekki að vera óhreinn til að vera frjáls- lyndurl" „Nei, það held eg ekki", sagði Hallur. „Hvernig kornumst við þangað? Það fer engin lest næstu tvo tímana". „Eg kom hingað í bifreið. Hún bíður bak við húsið". „Jæja, þú hefir þá alt til taks!" Edward anzaði ekki — til þess að blaðran spryngi ekki aftur. Þeir fóru út um bakdyrnar og óku gegnum bæinn, án þess að fólks- fjöldinn sæi þá. Gróð húsgögn t i 1 S Ö I XX á Vesturgötu 14. Alþýðwblaðið er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Saltlijöt* í smásölu og stórkaupum, ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur, Gamla bankanum. Lítil auglýsing, sem iátin er í lítið blað er oft mikið betri og áhrifameiri heldur auglýsing sem látin er í stórt blað þó hún sé Þess vegna borgar það sig að auglýsa í Alþýðublaðinu. Kosningarréttaróeyrðir i Japan. í júní fóru fram kosningar til þingsins í Japan, og gekk þá all- mikið á þar. KosningarnEtr snerust eingöngu um það, hvort rýmka skyldi kosningarréttinn eða ekki. Var stjórnin á móti því að það yrði gert, og varð hún f meiri- hluta, þó í fyrstu !iti svo út sem svo yrði ekki, þar eð íbúar borg- anna voru yfirleitt á móti henni, en úr borgunum komu fyrst kosn- ingafréttirnar. Um miðjan júlímánuð koni kosningarréttarmálið fyrir þingið, og lauk því þar þannig, að fylg- ismenn stjórnarinnar feldu kosn- ingalagafrumvarpið með 286 atkv. gegn 155. Urðu þá óeirðir miklar í borginni, og tóku þátt f þeim mörg þúsund stúdentar, enda stóðu fyrir þeim; særðust margir, en ekki er þess getið að neinn hafi verið drepinn. Tuttugu menn voru teknir höndum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjau: Guienberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.