Alþýðublaðið - 10.02.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1931, Blaðsíða 4
4 ASÞSSKlfcABi® Höllin í Genf í Svisslandi, sem Þjóðabandalagið heldur fundi sina í nú. 46 gjald{)rot. Stöfuðu ])au hér um bil öll af verzlun eða útgerð. — Það er kaldhæðnislegt af blaði ein,staklingsframtaks og frjálsrar samkeppni að segja frá þessu. Hve miklu skyldu bankarnir og ' par .með pjóöin hafá tapað á þessum 46 bröskurum, og þeirri spurningu ' er rétt að beina til málgagns frjálsrar samkeppni: „Hve mörg samvinnufélög uín út- gerð og verzlun hafa orðið gjald- Jrrota á pessum sömu árum? ÓhamiagJ n-húsið. Hús nokkurt nýbygt í Madrid á Spáni er kallað „Óhamingju- húsið“. Er saga þess þessi: Þegar verið var að byggja húsið og það vax næstuim fullgert hrundi -það alt í einu og margir verka- nienn létu lífið. Þegar þeir voru bornir til grafar notuðu \recka- menn tækifærið og gengu kröfu- göngu. Báru þeir fána og spjöld, þar sem áletraðar voru ávítur ti) byggingameistaranna um slæSegí eftirlit með húsahyggingum. Ait i einu Téðist lögregian á kröfu- gönguna, og lenti nú í harðsnún- um bardaga. Drap lögreglan marga, en særði 38. Byggingar- verkamannasambandið svaraði þessari lögreglu-svívirðu með allsherjarverkfalli. Kröfur verk- fallsmanna vóru, að lögreglustjóri yrði settur af og ríkið annaðist framfærslu fjölskyldna hinna látnu verkamanna. Vm dAnghw ogi vegmmo Næturlæknir 'pr í nótt Ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, sími 2128. Útvarpið í dag: Kl. 19,25: Hljómieiikar (grammófón). *K1. 19,30: Veður- fregnir. KI. 19,40: UppLestur: Kvæði (Magnús Árnason). Kl. 19,55: Óákveðið. Kl. 20: Kensla ^ þýzku í 1. flokki (Jón Ófedgs- son yfirkennari). Kl. 20,20: Hljóm- sveit Reykjayíkur (stjómandi dx. Mixa): Felix Mendelssohn: Ouver- ture Athalia, Leo Delibes: Cop- pelia suite. Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,20 -25: Upplestur (Sig. Nordai prófessor). Þingskrifarapróf fór fram á laugardaginn var. 23 manns gengu undir prófið. Þessir hlutu hæstar einkunnir: Ás- geir Hjartarson 0,83, Guðmundur Á. Sigurðsson 0,68, Guðrún Sig- urðardöttir 0,63, Þorvaldur Þörar- insson 0,60, Björn Haraldsson 0,45, og Katrín Smári 0,44. FB. Sjómannafélag Norðnrlands á Akureyri er gengið í Alþýðu- sambandið. MeÖIimir eru 81, aiuk í 6 óvirkra félaga. Formaður er Karl JMagnússon, ritari. Joh- J. E. Kúld og gjaldkeri Zophonias M. Jóns- SOÍl. F. U I. heldiur fund annað kvöld kl. 8(4 í Kaupþingssalnum. Takmörkun barnsfæðinga. Um þetta efni flytur Katiin Thoroddsen læknir erindi í kvöld á fundi jafnaðarmannafélagsins. Verður mjög fróðiegt að hlusta á lækninn tala um þetta stór- inerka mál, ,sem iætt er nú jafnt af leikmönnum sem lærðum um ‘allan hinn mientaða hedm. — Ai- þýðufólk ætti að fjölmenna á fundinn og -verður Alþýðufloklss- mönnum, þótt ekki séu i félaginu, leyfð fundarsieta svo sem hús- rúm leyfit. Allir áhugasamir Al- þýðuflokltsmenn eiga að ganga í jafnaðarmannafélagið. — Gerið það í kvöld. Matsveina & Veitingapjónafélag íslands. var á fundi sambandsstjórnar í gær tekið í Alþýðusambandið. MeðMmir em 50. Formaður er Ólafur Jónsson, ritari Pétur Dan- ielsson.. Veðrið. KI. 8 í morgun var 2 s.tiga frost í Reykjavík. Otlit við Faxa- flóa og Bredðafjörð: Norðan- og norðvestan-kaldi. Orkomulaust og víða léttskýjað. Kirkjahíjóroleikar xærða haldnir í dómkirkjunm annað kvöld kl. 81/2- Sigurður Einarsson, formaður Jafnaðaxmannafélags- ins, hefur umræður á fundi í kvöld um mál, sem líkindi eru til að mildar og fjörugar um- ræður verði um. Jafnaðarmanna- félagsfundiurinn er í plþýðuhús- inu Iðnó, — g’engið inn frá Von- axstræti. Haliæiisfundur Eins og menn nekur minní tii, hefir íhaldið. boðað fyrir nokkru til fundar hér í Reykjavík. Á sá fundur að hefjast um likt leyti og þiing kemur saman. Er þetta hallærisfundur hjá ihaldinu. Verk- efni hans mun véra að páðsitafa reitunwm og gera aðrar hallær- isaðgeröir í sjálfstæðisleysinu. Mvsað ef fréfta f Otflutt í janúar s. 1. fyriir: 3 435 100 ikr., í jan. 1930: 3 084 4S0 3\r., i janúar 1929: 2 831900 kr., í janúar 1928 : 3 069 810 kr. (Frá gengisnefndinni.) Fiskaflinn skv. skýrslu Fiskifé- lagsins: 1. febrúar 1931: 3616 þurr skpd., 1. febrúar 1930: 4743 þurr skpd', 1. febrúar 1929: 13 048 þurr skpd,, 1. febrúar 1928: 4412 þurr skpd, Fiskbirgdir skv. reikn. gengis- nefndarinnar: 1, febrúar 1931: 95 725 þurr skpd., 1. febrúar 1930: 38 091 þurr skpd,, 1. febrúar 1929: 39580 þurr s.kpd,, 1, febxúar 1928: 41 418 þurr skpd, Isfiskscila. „Leiknir" seldi afla ,s:nn í Bretlandi á fimtudaginn íyrir 892 sterlingspund og, á föstudaginn „Gulltoppur" fyrir 865 og aðkeyptan fisk fyrir 96 s-tpd. og „Andri“ fyrir 997 pg að- keyptan fisk af bátum fyrir 33 stpd. Skipafréttir. „Vestri“ fór 1 gær áleiðis til Spánar mieð fiskfarm. „Lyra“ ko-m í morgun frá Noregi. Togamrnir. „Belgaum" kom í gær úr Englandsför. Varoskip'n. „Þór“ kom hingað í | gær frá Vestmannaeyjum til að fá kol og vatn. „Fylla“ kom í gær frá Kaupmannahöfn og byrj- ar eftirliisferð. SLidurlandspóstur kemur hing- að á fimtudaginn. Happdrœtti Hjálprœdish crsins. 1 því komu upp þessir vinningar: Nr. 7 brúða, nr. 782 smálest af kolum. Munanna sé v-itjað fyrir 15. þ. m. í Herkastalann til Olsens kapteins. Björnsbakcri er nýbyrjað að selja skyr í lokuðum pappaílát- um. Skyrið er búið til í Mjólkur- búi: Ölfusinga og er látið glænýtt Sparið peninga. Forðist ó- þægindi. Munið pví eftir. að vanti ykkur rúður i giugga, hringið í sima 991, 1738, og verða þær strax látnar í. — Sanngjarnt verð. Klæðaskáparnir og kommöð- urnar. Komið aftur i Vörusal- anu, Klapparstig 27, suni 2070. Nokkur sett karlmannaföt seijast ódýrt. Vörusalinn. Harðflskiur vel vei-kaður á aS elms Ö,7G aara (4 kg. verður tll sölo næstu daga á Mýrargötu 3. í íiátin. Er 1/2 kg. í hverju íláti og merki- mjólkurbúsins límt yfir lokin. í ílátum þessum á skyrið að geta geymst óskemt. Verður nýbreytni þessari öefað vel tekið af almenningi. Til fríkrikjunnar i Reijkjapík. Gjafir og áheit: Frá N. N. 3 kr„ frá H. G. 10 kr„ frá J. H. 40 kr. frá ónefnd-um 5 ki-„ frá J. G. 50 kr. S-amtals 108 kr. — Með þökkum meötekið. Ádm Gestsson. Kafli úr bréfi til Odds Sigur- geirssonar frá Sólmundarhöfba: Ég skoðaði hvolpinn yðar þeg- komst í 14 merkur fyrir jólin. ar ég ieid-di hana Hoisu. Hann er allra geðslegasti unglingur, hvítur á kropp með svart höfuð. Hann er undan allxa mestu sóma-tík, og má rekja móðurætt hennar í fjölda liðu, þar í eru smala-tík- ur, búrtíkur, senditíkur og hjóla- tíkur; amma hennar hét Kolka og var uindian pólitíkinni. Um föðurætt er alt óvissara; samt ber hann engiin einkenni kota- hundanna hér í kxing. Til muns og augna finst mér hohum svipa mikið til Hafnarfjar'ðar-Lepps, en skottið og klærnar er hvort tveggja af kyni- Korpúlfsstaða- Saata. Mat\ andur er hann úr hófi. hann leggur strax niður rófuna, gýtur augunum að skálinni og labbar á snið við hana, ef látinn er. nokkur vatnsdropi saman við mjólkiha. DáMtill galli er það, að hann virðist ekki vera ráðvandari. fen í meðallagi, ef hann kemst í soðningardiallinn, er hann í sitandi til að taka bezta stykkið úr hon- um og hera það upp í heygarð og rífa það í s:g. Þetta venst kann ske af honum með aldrin- 4im. Ekki hefir hann verið skýrður enn þá; sumir nefna hann Da- vjðsson, en ekki kann ég nú við það nafn á hundi, enda getið þér látið hann heita hvað sem yður þóknast. Ef þér hreytið ekki nafninu, þá geta aðrir hundar að vísu ekki núið honium því um trínið, að hann hafi kafnaði undir nafnd, þótt hann kynni ef til vill að miislúkkast í uppvextin- úm.. — Á þrettánd,anum spiluð- um við fram yfir — — — — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Fniðriksson. AI þ ýðuprentsmið jan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.