Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1979 Morgunblaðið heimsótti dagana fyrir hvítasunnuhelgina nokkra bændur í upp- sveitum Árnessýslu og ræddi við þá um áhrif vorharðindanna á búskapinn. Hér á eftir birtist hluti viðtalanna en eins og gefur að skilja hafa aðstæður breytzt frá því að bændurnir voru heimsóttir. Texti og myndir: TRYGGVI GUNNARSSON „Almættið það eina sem örugglega tekur í taumana,> „Þaö er dýr hver dagurinn, þegar fénu er gefið inni yfir sauðburðinn, því ærin þarf mikið með sér. Ég tók þann kostinn að gefa fénu frekar inni heldur en gefa því úti, því það er erfitt þegar rignir. Að vísu er ég búin að setja nokkrar einlembur út og gef þeim. A meðan maður á nóg hey og húsnæðið er gott er ekkert að því að láta féð bera inni, nema hvað sýkingarhætta er meiri og hætta er á að lömbin fái innistöðuskjögur. Ef lömbunum er gefið vítamín má halda þessum sjúkdómi niðri. Það, sem einkum fæst við að láta féð vera inni er vinnusparnaður og vinnan verður léttari, heldur en þegar maður er að elta þetta út um allt,“ sagði Gunnar Ingvarsson, bóndi á Efrireykjum í Biskupstungum, er við heimsóttum hann í vikunni fyrir hvítasunnu. Gunnar býr með blandaö bú og er með á þriðja hundrað fjár en í fjósi eru nær 30 gripir. Sagði Gunnar að sauðburður hefði gengið ágætlega og lítið hefði verið um vanhöld hjá honum. Aldrei sagðist Gunnar hafa fengið jafn margt tvílembt og þakkaði hann það, því að hann hefði tekið féð inn um mánaðamótin október — nóvember eða áður en fór að snjóa. Gróður er þremur til fjórum vikum á eftir miðað við sæmileg Gunnar á Efrireykjum markar eitt lamba sinna. ár og enn er klaki í stórum hluta af túnum. Sjálfur á ég nóg af heyi en það er misjafnt hvað bændur hér í sveitinni eiga mikið af heyjum. Menn hafa miðlað á milli bæja þannig að þetta bjargast yfir heildina en það þarf ekki að gera ráð fyrir miklum fyrningum. Hér í Tungunum var líka graslítið í fyrrasumar á vissum svæðum, einkum vegna þurrka í júní og það segir til sín nú.“ Gunnar sagðist ekki hafa sett sig svo náið inn í þær aðgerðir, sem rætt væri um að grípa til vegna offramleiðslu búvara. „Ég held að reynslan sýni að búvöruframleiðslan gengur í bylgjum. Það koma slæm ár og þá dregur úr framleiðslunni, þannig að almættið virðist ætla að vera það eina sem örugglega tekur í taumana. Þingmennirnir virtust vera feimnir við að taka á þessu í vetur, en eins og útlitið er nú virðist það ekki ætla að koma að sök, því að framleiðslan dregst saman vegna tíðafarsins. Bændur urðu fyrir vonbrigðum með að þessi lánaheimild til Framleiðsluraðs fór ekki í gegnum þingið,“ sagði Gunnar, „flestir reiknuðu með því að þetta færi í gegn. Nú stefnir allt í að það verði teknar nær 200 krónur af hverju kjötkílói í verðjöfnunargjald. Þetta hefur strax ahrif varðandi áburðar- kaupin og kemur því strax við pyngjuna hjá okkur bændum.“ *MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM 'M „Horfurnar öllu verri hjá mannfólk- inu hvað sem segja má um tíðina” Rætt við Loft og Svein Eiríkssyni í Steinholti Á bænum Steinsholti í Gnúpverjahreppi búa bræðurnir Jón, Sveinn og Loftur Eiríkssynir. Búskapnum haga þeir á þann hátt að hver á sínar kindur en þær eru alls um 330 á bænum. Kýrnar, sem eru 24 eiga þeir samciginlega og allar vélar: Þeir bræður vinna sameiginlega að öllum bústörfum nema hvað Jón sér að mestu um kýrnar en Sveinn og Loftur meira um féð. Við hittum þá Svein og Loft þar sem þeir voru að gegna fénu, á föstudag fyrir hvítasunnu. „Þetta hafa verið erilsamar vikur fyrir heimilisfólkið, því allt fé hefur orðið að bera inni vegna harðindanna. Við höfum haft þann háttinn á að einhver okkar er í fjárhúsunum allan daginn og fram á kvöld og yfir nóttina förum við út á tveggja tíma fresti, þannig að hvíldartíminn hefur stundum viljað verða lítill. Ég vil þó segja að á meðan maður hefur nóg fóður, góð hús og mannskap er ástæðulaust að kvarta," sagði Loftur. Ekki sagði Sveinn að þeir hefðu enn lagt niður fyrir sér hversu mikill kostnaðarauki fylgdi þessum langa gjafatíma. „Ef tíðin verður sæmileg á næst- unni sleppum við rpeð hálfs mán- aðar lengri gjafatíma. Það er ljóst að slíkt segir fljótt til sín í auknum kostnaði, þegar tví- lemban þarf þrisvar sinnum meira fóður yfir sauðburðinn heldur en á venjulegu vetrarfóðri," sagði Sveinn og tók fram að þar í sveit virtust hey ætla að duga. Stöku bændur hefðu verið heylitlir í vetur og þeir hefðu þá keypt hey. Loftur sagði að almennt virtust bændur óánægðir með að láta féð bera inni og því væri ekki að leyna að því fylgdi viss sjúkdómshætta, sem þó væri hægt að koma í veg fyrir, ef rétt væri að staðið. „Mér hefur hins vegar þótt þetta á margan hátt léttara og þægilegra, heldur en þegar maður hefur þurft að fylgjast með fénu kannski á stóru svæði og í misjöfnum veðr- um. Og þó allt fé hafi borið í húsi hjá okkur hefur sauðburður geng- ið vel en að vísu hefur minna af ánum verið tvílembt í vor en oft áður,“ sagði Loftur og aðspurður um hver væri ástæða þess að minna væri nú um tvílembur hjá þeim, sagði hann að þeir rektu það til leiðindatíðar sl. haust. Þær hefðu farið illa í harðindunum í nóvember og lagt þá af. Slíkt segði fljótt til sín og kæmi meðal annars fram í minni frjósemi. „Sprettuhorfur eru engar eins og stendur en það getur breytzt skyndilega, ef hlýnar, því síðustu daga hefur rignt. Tún eru ekki kalin og klaki virðist ekki vera mikill þó hann sé töluvert misjafn eftir aðstæðum," sagði Sveinn og benti á til samanburðar að á árinu 1949, sem oft hefði verið vitnað til í vor, hefði gróður á þessum tíma verið minni. Gróður væri nú held- ur ekki meiri en hann hefði verið á sama tíma vorið 1970 og þá hefði ekki farið að spretta fyrr en vika var liðin af júní. „Ég held að það sé gefið mál að það dregur úr búvöruframleiðsl- unni í kjölfarið á slíku tíðarfari. Og þó ástandið sé ekki gott hér syðra, þá er það þó enn verra á Norðurlandi. En hvað sem um tíðina má segja finnst mér horf- urnar öllu verri hjá mannfólkinu. Það virðist orðin lenska að kvarta yfir öllu og heimta alltaf meira og meira," sagði Loftur. Sveinn sagð- ist hafa trú á því að það yrði veruleg fækkun á gripum eftir þessi harðindi og það mætti viðra vel í sumar, ef ekki ætti að draga úr ásetningi í haust. „Menn eru furðu hógværir yfir þessu,“ sagði Sveinn, er spurt var hvernig, þeim bræðrum litist á þær aðgerðir, sem boðaðar vseru af hálfu stjórnvalda til að draga úr búvöruframleiðslunni. „Ég er viss um að það myndu ekki allar stéttir sætta sig við slíkt enda mönnum orðið tamara að heimta allt af öðrum en þurfa að leggja nokkuð sjálfir á sig.“ „Ég held að sá almáttugi ætli að taka í taumana og bjarga þessu fyrir stjórnvöld. Á síðasta áratug, sérstaklega á árunum 1965 og 1966, voru menn farnir að hafa áhyggjur af offramleiðslu búvara. Harðnandi árferði sá hins vegar fljótt til þess að það dró úr framleiðslunni. Það virðast alltof margir gleyma því að við búum í harðbýlu landi, þar sem ekki má mikið út af bregða um veðurfar, þannig að ekki verði um stórfelld- an samdrátt að ræða í búvöru- framleiðslunni og svo mjög að ýmsar þessara vara gæti skort," sagði Loftur og bætti því við að hann væri lítið hrifinn af þeim áróðri sumra forsvarsmanna land- búnaðarins að bændur ættu að fara til vinnu í kaupstöðum og kauptúnum sér og sínum til bú- drýginda. „Ég er hræddur um að dagurinn gæti orðið nokkuð lang- ur hjá bændum, ef þeir ættu að fara að stunda vinnu annars stað- ar samhliða búskap. Okkur þykir vinnutíminn víst þegar ærinn. Og J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.