Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1979 MOR&JK/ KATtlNU GRANI GÖSLARI Hér er verið að segja frá vís- indalegri meðferð félagslegra vandamála eiginkvenna í borg- um landsins. Er ekki að koma sænskur vandamálaþáttur í sjónvarpinu? Hvaða lit eigum við að velja fyrir sorpið frá okkur? Ég er að fara á taugum. Komdu og nagaðu neglurnar mínar! Hvalir og mófuglar '■* . • '"r BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eitt er að spila hratt og annað að spila vel þó stundum fari þetta tvennt saman. Og vera má, að sagnhafi hefði komið auga á vinningsleiðina í spilinu að neðan hefði hann gefið sér melri tíma. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. 2 H. 98 T. Á 1076543 L. ÁKD Vestur S. D854 H. ÁKG752 T. G L. 96 Austur S. 9 H.1043 T. KD92 L. 85432 Suður S. ÁKG10763 H. D6 T. 8 L. G107 Vestur opnaði á einu hjarta, norður sagði tvo tígla og austur hækkaði í tvö hjörtu. En suður stökk þá í fjóra spaða og þrjú pöss fylgdu. Vestur tók fyrsta slaginn á hjartakóng en skipti síðan í tíg- ulgosa. Það benti til, að austur ætti tígulhjónin og væri svo varð að ætla spaðadrottninguna á hendi vesturs. Sagnhafi ákvað því að svína ekki trompinu, tók á ás og kóng og spilaði gosanum. Vestur tók þá á drottninguna, tók á hjartaás og spilaði laufi. Sagnhafi var þá staddur í borðinu á óheppi- legum tíma. Eini möguleikinn til að komast inn á hendina var að trompa tígul en það gat vestur líka og trompáttan varð fjórði slagur varnarinnar. Út af fyrir sig var gott hjá sagnhafa að sleppa trompsvíning- unni. En hann gleymdi þeim möguleika, að vestur ætti fjórlit. Kemur þú auga á vinningsleiðina? Sé litið á allt spilið sést að þaö dugir að taka tvo laufslagi áður en trompunum er spilað. En sagnhafi getur ekki vitað, að ekki má taka laufslagina þrjá. Eina örugga leið- in er að taka aðeins einn laufslag áður en trompunum er spilað en láta í þau laufháspilin frá borðinu. Og við því á vestur ekkert svar. COSPER Hefði ég vitað að þú værir afbrýðisöm, hefði ég aldrei gifst þér! Kæri Velvakandi. Hingað til lands flækjast oft kynlegir fuglar á vorin og að þesu sinni eru þeir kenndir við „green-peace“. Tilgangurinn er sagður vera sá að koma í veg fyrir eyðingu hvalastofnsins. Þó liggur fyrir, eins og þeim er vel kunnugt, að hvalveiðar hafa verið stundað- ar hér á landi í slíku hófi, að talið er til fyrirmyndar erlendis, enda fráleitt um rányrkju að ræða. Það, sem vekur eftirtekt mína, er, að ýmsir „náttúruverndar- menn“ hér á landi hlaupa upp til handa og fóta af því að línan kemur frá sérvitringum og auð- mönnum erlendis. Þeim væri nær að líta sjálfum sér nær. Fuglalíf hér á landi hefur orðið fyrir margvíslegri röskun á undanförn- um árum. Því veldur einkum offjölgun hvers kyns máfateg- unda, nú síðast hettumáfsins, sem var óþekktur hér fyrir nokkrum áratugum. Afleiðingin er sú, að mófuglastofninum er veruleg hætta búin og krían hvarvetna á undanhaldi, svo að telja má kríu- vörp á fingrum annarrar handar, þau sem enn halda sér. „Náttúru- verndarmenn" láta sig þetta engu skipta. Hettumáfurinn er alfrið- aður án nokkurrar athugasemdar af þeirra hálfu og viðkvæðið gjarna: Við megum ekki raska lögmálum náttúruíinar!!! Svipað er af rjúpunni að segja. Henni hefur fækkað óhugnanlega síðustu árin. Samt á fangaráðið nú að vera það að flýta skottímanum um einn mánuð, til þess að hægt sé að taka alla fjölskylduna í einu skoti. Enda mun það oft vera svo, að saman fer sportveiðimennska og áhugi á „náttúruvernd". í þessu sambandi er íhugunar- vert, að hvalveiðar er umfangs- mikil atvinnugrein, sem hundruð manna stunda og færir þjóðarbú- inu umtalsverðan gjaldeyri. Það er hins vegar létt á metunum hjá erlendum auðkýfingum og flæk- ingsfuglum. H. • Mál að linni molbúahættinum Nýkominn akandi milli N- og Suðurlands verður ekki hjá því komist að taka kröftuglega undir gagnrýni á samdráttarstefnu stjórnvalda í vegagerð. Ár eftir ár er milljörðum króna varið í ofaní- burð í íslenzka þjóðvegakerfið, Hverfi skelfingarinnar 68 Caja stóð á miðju gólfi í stóru peysunni sinni og þröngum buxum. Sakleysið og æskan uppmáluð. Andlit hennar var fölt og augun stór og lýstu langar leiðir af skelfingu. — Það er hún sem er morð- inginn, stamaði Bo og benti ásakandi á hana. — Bo! sagði stúlkan. — Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta. Bo reif sig lausan og skjögr- aði nokkur skref. Caja kom á móti honum. — Djöfuls nornin þín! hvíslaði hann. Blóðið rann niður andlit hans og á gólftepp- ið. Hann reikaði og féll og Caja var þrifin með í fallinu. Hún hljóðaði hástöfum og þegar Paaske gat ýtt þungum líkama Bos frá lá hún í hnipri og þrýsti báðum höndum að maganum. óp hennar var hljóðnað en hún stundi við. Augun voru lokuð. — Það blæðir úr henni, hrópaði Paaske skelfingu lost- inn. Hinir störðu á hann. Það var rétt, það blæddi út á milli fingra henni. — Fljót, hringið á sjúkrabíl, skipaði Torp og kraup við hlið ungu stúlkunnar. Kirsten gekk fram ringluð og ráðþrota að hringja og Torp reyndi að taka um hcndur Caju. — Farið frá! hvæsti hún og starði hatursaugnaráði á hann. — Hvað gerðist eiginlega, Caja? spurði Torp innilega. Var hann með hnff f hendinni. Hann leit við á Bo sem var nú með öllu meðvitundarlaus. Caja svaraði ekki. — Við verðum að athuga hvað þetta er alvarlegt, sagði Torp og þrýsti höndum hennar frá, Paasek dró blússuna gæti- lega upp. — Sleppið mér, skrækti stúlkan tryllingslega. — Guð minn góður, sagði Paaske, — Torp, sjáið þér þetta. Það var ekki skinnsprettan á Ifkama ungu stúlkunnar sem framkallaði þessi viðbrögð, heldur þvert á móti sú sjón er við biasti: hárbeittur eldhús- hnffur sem hún hafði brugðið undir buxnastrenginn og egginn sncri upp. — Gæti verið eitthvað til í þessu sem Bo sagði, bætti Paaske fhugull við. 19. kaíli. Neíið á Bo var ekki brotið en það var mariö og bólgið, Og það var rétt að þetta hafði aðeins verið skinnspretta á maganum á Caju. Báðir sjúklingarnir voru útskrifaðir eftir að búið hafði verið um sárin og bæði voru leidd út í lögreglufylgd. 'Það liðu nákvæmlega þrjár mfnútur frá því að yfirheyrlsan byrjaði unz Caja Mariam Peter- sen féll saman og viðurkenndi hágrátandi þrjú morð og eina morðtilraun. Hvað sfðasta at- vikinu viðkom viðurkenndi hún Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku að hafa komið á heimili Kirsten Elmer þeirra erinda að drepa hana. Þess vegna hafði hún haít hnffinn meðferðis og svarta hanska. Mcðan Kirsten var frammi í eldhúsi að laga kaífi hafði Caja sett á sig hanskana og tekið hnífinn upp úr tösk- unni til að vera tilbúinn að leggja til hennar er hún kæmi inn. Hún haíði öðlast býsna góða þjálfun í þessu er hún vann á þeim konum sem hún hafði dæmt til dauða. Hún hafði með einni hreyfingu skorið þær á háls og jafnskjótt og konan hafði hnigið niður í blóði sínu hafði hún sfðan skorið á púls- inn. Hún gat hins vegar ekki gefið neinar viðhlftandi skýringar á því hvers vegna hún hafði sfðan talið þörf á að skera fórnarlömb sín þvcrs og kruss. En hún hataði þær — vegna þess að þær stóðu í vegi fyrir því að hún fengi að eiga Bo ein. Þess vegna hlutu þær að dcyja. Þcgar dyrabjallan hringdi hafði hún f flýti stundið hnffn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.