Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979 Ölöf Þorláks- dóttir — 90 ára „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Gleðin er það fyrsta orð, er ég vil nefna í sambandi við níræðis- afmæli tengdamóður minnar. Hún hefur einkennt líf hennar og hjálpað henni til að bera aldurinn vel. Ólöf Þorláksdóttir Hvanneyr- arbraut 74 Siglufirði á níræðis- afmæli um þessar mundir. Hún er fædd í Stórholti í Fljótum 20. júní 1889 og ólst þar upp. En á unglingsárum var hún um tíma í Ólafsfirði og Héðinsfirði en flutti þaðan til Siglufjarðar og hefur átt þar heima síðan. Ung giftist hún Bjarna Guðmundssyni á Bakka í Siglufirði en missti hann á besta aldri frá mörgum, ungum börnum, en alls hefur hún eignast 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Þá fóru í hönd erfiðir tímar fyrir henni. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hún hefur aldrei hlíft sér, og léttlyndi hennar hefur lyft henni yfir alla erfiðleika. Enn býr hún ein út af fyrir sig í íbúð og annast um sig sjálf níræð að aldri. En hún býr í húsi með Guðmundu, dóttur sinni, og er hún þar í skjóli hennar og barna hennar, sem eru henni sérstaklega ræktarleg. Hjá henni er allt snyrtilegt og hreinlegt eins og jafnan áður, en snyrtimennska er henni í blóð borin. Hún hefur yndi af að hafa fallega hluti í kringum sig og blómunum sínum hlynnir hún að sér til yndisauka. Hún ber aldur sinn sérstaklega vel og er létt á fæti er hún gengur um bæinn. Hún hefur notið lífsins síðustu áratugi síðan starfsþrek minnkaði og er alltaf glöð og reif, enda hefur hún að jafnaði búið við sæmilega góða heilsu. Sjón og heyrn eru enn góð miðað við aldur og hefur hún gaman af að líta sér í bók og hefur mikla ánægju af sjónvarpinu. Áður fyrr fékkst hún talsvert við fatasaum, meðal annars saum- aði hún íslenska búninginn um tíma. Enn er hún síprjónandi og prjónar mikið af tvíbönduðum vettlingum, sem hún gefur vinum sínum og ættingjum og það er engin skömm að handbragðinu á því verki. Fram að þessum tíma hefur hún oft farið í ferðalög með ýmsum félagasamtökum og hefur mjög gaman af því. Þá hefur hún mikla ánægju af að koma á mannamót því að hún er félagslynd. Þetta er aðeins stutt afmælis- kveðja og vonum við hjónin að henni auðnist að heimsækja okkur í sumar eins og undanfarið með dóttur sinni. Við sendum henni innilegar blessunaróskír á þessum merku tímamótum og vonum að hún megi sem lengst halda heilsu sinni og þeirri hressandi glaðværð sem einkennir hana. Eiríkur Sigurðsson. Tékkihelg- ar Islandi tónverk Karel Krisce, tékkneski sendifulltrúinn á íslandi, af- henti hinn 7. júní sl. Ragnari Arnalds menntamálaráðherra tónsmíð eftir tékkneska tón- skáldið Jan Spálený, en tón- verkið er helgað 33 ára afmæli fslenska lýðveldisins. Tónskáldið Jan Spálený fæddist hinn 4.12. 1943. Hann útskrifaðist úr tónlistarskólan- um í Prag en þaðan lauk hann prófi í túbuleik hjá Hoza prófessor. Síðan hélt hann í framhaldsnám í tónsmíðum, en frá árinu 1969 hefur hann verið tónlistarstjóri hjá þekktu plötuútgáfufyrirtæki. Jan Spálený hefur einkum lagt stund á alþýðlega tónlist, jass-, rokktónlist, en auk slíkrar tónlistar hefur hann samið tónlist fyrir leiksvið. Áður en listamaðurinn samdi tónverkið „Islensk svíta fyrir tvær túb- ur“, hafði hann lengi kynnt sér íslensk þjóðfræði, en einnig varð hann fyrir miklum áhrif- um af eigin safni þýðinga á ísienskum og norskum bók- menntum. Frumgerð verksins „íslensk svíta fyrir tvær túbur" mun varðveitt á Landsbókasafni íslands, en afrit í tónlistar- deild Ríkisútvarpsins. Framhalds- nám við hér- aðsskólann að Skógum SKÓLANEFND Skógaskóla og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt að efla framhaldsnám við skól- ann næsta vetur. Auk hinnar almennu bóknámsbrautar sem starfrækt hefur verið nokkur undanfarandi ár, verður nú hafin kennsla á iðnbraut. Er hún sérstaklega ætluð þeim nemendum sem þurfa á heima- vist að halda. Þá verður ennfremur gefinn kostur á almennu fornámi sem ætlað er þeim nemendum er ekki stóðust samræmt grunnskóla- próf en hyggja á nám í fram- haldsskólum. Allar nánari upplýsingar um ofangreindar námsbrautir veitir skólastjóri. Umsóknir um skóla- vist þurfa að hafa borist fyrir 1. júlí ásamt afriti af prófskírteini. Þannig sparar þú þér kr. 3.200 og færð Vik- una senda heim þér að kostnaðarlausu. Vikan flytur efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, myndasyrpur af mannamótum, smásögur eftir innlenda sem ★ Sérstakir þættir nú: erlenda höfunda, framhaldssögur, popp- korn,tískufréttir,greinar um fróðlegt efni og furðulegt, myndasögur fyrir börnin, get- raunir, heilabrot, draumaráðningar, póstinn landsfræga, pennavinaþáttinn o.fl. ★ Ævar R. Kvaran ritar um: Undarleq atvik ★ Klúbbur matreiðslumeistara kennir matreiðslu nýstárleqra rétta.Nákvæmar leiðbein- inqar i mali oqmyndum. Allt hráefni fæst í verslunum hérlendis. ★ VON Vikan oq Neytendasamtökin taka höndum saman í neytendamálum. ★ Oq svo er alltaf plakatið góða í miðri Viku. * Jónas Kristjánsson ritstjóri prófar víntequndirnar í Á.T.V.R. oq qefur þeim einkunnir. ★ Mini Krimmi Willys Breinholst. ★ Börnin oq við. Guðfinna Eydal, sálfræðinqur, ritar qreinaflokk um uppeldismál oo samskipti barna oq fullorðinnajdirleitt^ Gríptu símann, hringdu í 27022, fáðu samband við áskrifendaþjónustu Vikunnar og pantaðu nýju Vt árs áskriftina. Áskriftin gildir frá næsu mánaðarmótum. Q .< r- 3J Q 0° tD -4 Áskrifendasími 27022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.