Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 OLÍUSKORTUR og hækk- andi verð á olíu voru mál málanna á fundi leiðtoga hins vestræna heims í Tokyo í síðustu viku. Olían var miðpunktur viðræðna leiðtoganna sjö — Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, Helmut Schmidts kanslara V-Þýzkalands, Valery Giscard d'Estaing Frakk- landsforseta og forsætisráð- herranna, Margaret Thatch- er Bretlandi, Giulo Andreott- is Ítalíu, Joe Clarks Kanada og gestgjafans Masayoshi Ohira. Þar viðurkenndu leiðtogarnir þá staðreynd, að sameiginlegar aðgerðir ríkj- anna væru eina lausnin gegn aðsteðjandi vanda — deilur og sundurþykkja mundi einungis gera ástandið verra. Það var því til mikils að vinna í Tokyo og greini- legt að leiðtogarnir litu á fundinn sem lykil að lausn vandamála. Leiðtogarnir sjö á fundinum í Tokyo. Frá vinstri, Helmut Schmidt, Masayoshi Ohira og Giulio Andreotti. Hægra megin við borðið Margaret Thatcher, Giscard d'Estaing, Jimmy Carter og Joe Clark. Leiðtogafundurinn í Tokyo: Samvinna iðnríkjanna sjö gegn olíuvandanum Leiðtogarnir vörðu hags- muni eigin þjóðar en allir viðurkenndu þeir að olíu- vandinn væri alþjóðlegur og bregðast yrði gegn honum sem slíkum — með samvinnu. Einn af öðrum lýstu leiðtog- arnir í lok fundarins, að ákvarðanir þeirra í Tokyo væru „sögulegar“. Það má líka til sanns vegar færa. Sameiginlegar ákvarðanir ríkjanna ráku þau áfram að sameiginlegri niðurstöðu og það að ekkert eitt ríki gæti tekið sig út og leyst vanda- málin eftir eigin höfði. Árlegir fundir síðan 1975 Það ber merki þess, hve leiðtogar ríkjanna leggja mikla áherzlu á samvinnu ríkjanna, að síðan 1975 hafa þeir komið saman árlega. Erindi hefur að vísu ekki alltaf verið sem erfiði. í kjöl- far þess sem nú er kallað „fyrsta olíukreppan", komu leiðtogarnir saman í Rambouillet, í nágrenni Parísar árið 1975. Þar var hvatt til alþjóðlegar sam- vinnu í efnahagsmálum og gjaldeyrismálum í kjölfar hækkaðs olíuverðs. Ari síðar funduðu þeir í Puerto Rico og þar var verðbólgan mál mál- anna. í Lundúnum 1977 var stefnt að 5% hagvexti í kjöl- far vaxandi samdráttar í ríkj- unum. í fyrra komu leiðtogar iðnríkjanna sjö saman í Bonn. Þar voru Bandaríkin hvött til að minnka olíunotk- un sína en þrátt fyrir það hélst olíunotkun áfram að aukast í heiminum og olíu- innflutningur ríkja hélt áfram að aukast. í kjölfar þess hefur olíu- verð rokið upp úr öllu valdi. OPEC-ríkin hafa hækkað verð á olíu um 60% á skömm- um tíma og í Rotterdam fór olíufatið upp í 40 dollara. Kapphlaupið um olíu óx — og það var einmitt viðfangsefni fundarins í Tokyo. Að koma á jafnvægi, draga úr olíuinn- flutningi þjóðanna. Að mynda bandalag helstu inn- flutningsríkja heims, þó að hvergi hafi það verið orðað beint. Olían — lykill að efnahagsleg- um vandamálum Þrátt fyrir ágreining voru leiðtogarnir sammála um tvö meginatriði: Olíuskorturinn er varanlegur, hvert sem verð á olíu kann að verða. Þrátt fyrir gífurlegar hækkanir er eftirspurn meiri eftir olíu á 20 dollara fatið en þegar verðið var 2 dollarar á olíufat. Og í öðru lagi — orkumálin eru lykillinn að öllum efna- hagslegum vandamálum, þar með talin verðbólga, atvinnu- leysi, verzlun og gjaldeyris- mál. í samræmi við það var lokasamþykkt fundarins í Tokyo: „Orkuskortur og hátt verð á olíu hafa valdið mikilli tilfærslu fjármuna." Leiðtogarnir lýstu einn af öðrum yfir, að efnahagslegra breytinga væri þörf. Að öðr- um kosti ykist verðbólgan, svo og atvinnuleysi — hætta væri á efnahagskreppu. James Schlesinger, orku- málaráðherra Bandaríkjanna benti á að engin trygging væri fyrir nægum birgðum fyrir alla en áframhaldandi kapphlaup um olíu mundi einungis hækka verðið enn og verða öllum til skaða — þess vegna væru sameiginlegar aðgerðir svo mikilvægar. Gagnrýndu OPEC-ríkin Leiðtogarnir gagnrýndu OPEC-ríkin fyrir hækkandi verð á olíu. Þeir voru því sammála um, að einungis takmarkanir á olíunotkun í bráð og nýir orkugjafar sem langtímamarkmið væru svar ríkja við hækkandi verði á olíu. Þess vegna var ákveðið „þak“ á olíuinnflutning. EBE-ríkin höfðu á EBE-fund- inum í Strassbourg ákveðið innflutningsþak. Bandaríkja- menn samþykktu í Tokyo að stefna að 8,5 millj. innflutn- ingi sem ekki næmi meira en 8,5 nillj. fata á dag fram til ársins 1985. Japanir sam- þykktu að auka ekki innflutn- ing sinn meir en upp í 6,9 milljónir fata á dag, úr 5 milljónum fata, fram til árs- ins 1985. Þá var gerð sam- þykkt um alþjóða markaði, eftirlit með olíufélögum. Einnig voru ákvæði í sam- þykkt fundarins um að leggja áherzlu á aðra orkugjafa, svo sem kol, sólarorku, kjarnorku og framleiðslu bensíns úr olíusandsteini, kolum og fleiri efnum. Rauði þráðurinn var með öðrum orðum, eins og James Schlesinger sagði, „að draga úr getu OPEC-ríkjanna til að hækka olíuverð". Samkomulag tókst um veigamikil atriði í Tokyo og þess vegna voru höfð orð um „sögulegan" árangur fundar- ins, þó ekki væru leiðtogarnir sammála um allt. Til þess var tekið að sambúð Carters og d’Estaings bar merki nokkurs kulda. Sér í lagi voru Banda- ríkjamenn óánægðir með yfirlýsingar d’Estaings í tímaritinu Newsweek skömmu fyrir fundinn, þar sem hann gagnrýndi Banda- ríkin og sagði að þau yrðu að draga úr olíunotkun sinni. Fyrir fundinn í Tokyo voru uppi raddir, einkum í Evrópu, um að Bandaríkjamenn vildu ekki horfast í augu við olíu- vandann og þeir voru sakaðir um að taka allt of stóran bita af kökunni. Eins voru Evrópumenn óánægðir með þá ákvörðun Bandaríkja- manna að greiða niður olíuna til Bandaríkjanna — að greiða 5 dollara með hverju olíufati fluttu inn til Banda- ríkjanna. Jimmy Carter virð- ist hafa tekist að sannfæra leiðtogana um, að Banda- ríkjamenn gerðu sér fulla grein fyrir vandamálinu og að Bandaríkin væru reiðubúin til að gera sínar ráðstafanir. Arangur fundarins felst í sameiginlegum ákvörðunum, þar sem allir urðu að gefa eitthvað eftir. „Ákvarðanirn- ar í Tokyo munu ekki fylla bensíntanka í Bandaríkjun- um strax á morgun. Þetta eru langtímamarkmið, sem í raun hefði átt að vera búið að taka fyrir löngu," sagði bandarísk- ur embættismaður. Hættan á kreppu hefur minnkað veru- lega, á meðan þjóðir heims leita að öðrum leiðum í orku- málum. Samvinna iðnríkj- anna sjö hefur tryggt það. (Byggt á New York Times). CÖMECON-ríki standa og andspænis olíuskorti SAMTÍMIS því að sjö vest- ræn iðnríki héldu fund í Tókýó í sl. viku til þess að ræða orkumál. voru leiðtog- ar kommúnistaríkja á fundi í Moskvu að stríða við sín mál af sama toga. Comecon er eins og alkunna er efnahagsbandalag komm- únistaríkja og við lok þriggja daga fundar var haldið upp á 30 ára afmæli bandalagsins, sem Sovétmenn hafa jafnan verið í forsvari fyrir. A fund- inum kom fram að olíufram- leiðsla í Sovétríkjunum hefur dregizt saman, en Sovétríkin hafa verið aðalframleiðandi og útflytjandi á eldsneyti til bandalagsríkjanna. Þetta er annað árið í röð sem sam- dráttur verður í olíufram- leiðslu Sovétríkjanna. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, upp- lýsti að samdrátturinn hefði numið þremur milljónum tonna, eða sem svarar 435 þúsund tunnum á fyrstu fimm mánuðum ársins, en á áætlun hafði verið að auka framleiðsluna um 21 milljón tonn eða í 593 tonn fyrir árslok. Fyrir tveimur vikum skipaði nefnd á vegum mið- stjórnar kommúnistaflokks- ins fyrirsvarsmönnum í olíu- iðnaði að bæta upp þennan samdrátt með stórátaki í framleiðslunni, þar sem þetta hefur valdið því að dregið hefur úr hagvexti síðustu tvö ár. Samdrátturinn á síðasta ári Eldsneytisframleiðsla í Sovétríkjunum sl. ár var 3 milljónum tonna undir því sem áætlað hafði verið. Meira var því unnið af náttúrugasi en áður samkvæmt frásögn Pravda. Þegar þess er gætt að bæði olíuleit og olíuvinnsla er mjög miklum erfiðleikum háð í Síberíu er mjög óvíst að Sovétríkin geti á árinu eflt framleiðsluna að því marki, sem hefur verið sett fyrir árslok 1980, en það er að komast í 620—640 milljón tonn á ári. Það samsvarar um 12.4—12.8 milljónum tunna á dag. Með öllu er óljóst hvernig Sovétríkin greiða úr þessu og um hríð voru á kreiki áleitnar sögusagnir um það í Moskvu að svo kynni að fara að verðlag á olíuvörum yrði tvö- faldað. Kom það og einnig til vegna fregna um eldsneytis- skort í Bandaríkjunum. Síð- ast var hækkað um hundrað prósent þann 1. marz 1978. Fréttamaður TASS fjallaði um það eftir Comecon fund- inn að verðlag á gulli, skinna- vörum, snyrtivörum, kavíar og áfengum drykkjum hefði hækkað, en hann vék ekki að bensíni og getur það þýtt að þessar sögusagnir eigi við engin rök að styðjast. Alexei Kosygin, forsætis- ráðherra, hét fulltrúunum því að Sovétríkin myndu standa við skuldbindingar sínar: að sjá þeim fyrir um 370 milljón- um tonna af olíu, til loka fimm ára áætlunarinnar sem lýkur 1980. Verðlagning olíunnar Sovétríkin flytja olíu til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.