Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 40
EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l V SIMINN KK: 22480 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l I.l \S|M, \ SIMINN KK: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1979 Norskt tilboð um sölu á s vartolíu OLÍUVERZLUN íslands hefur borizt tilboð frá norsku olíufé- lagi um sölu á svartolíu. Mbl. tókst ekki í ijærkvöldi að ná tali af Önundi Asgeirssyni forstjóra Olíuverzlunarinnar, en Svavar Gestsson viðskiptaráðherra stað- festi, að tilboð hefði borizt, en kvaðst ekki vilja gefa neinar upplýsingar um það. Viðskiptaráðherra Noregs, Hallvard Bakke, var sem kunn- ugt er f opinberri heimsókn hér á landi fyrir helgina og í viðreeðum við hann lagði Svavar Gestsson fram beiðni um aðstoð Norð- manna við útvegun á 40.000 tonnum af svartolíu. Norska ríkisstjórnin hafði snör handtök, þegar beiðnin var kom- in og skilaði henni áfram til norskra olíufélaga og hefur nú eitt þeirra sent Olíuverzlun ís- lands tilboð. Átta flugliðum Am- arflugs sagt upp - VIÐ ÞURFUM að grípa til þess að segja upp 4 flugmönnum og 4 flugvélstjórum og eiga þær uppsagnir að koma til fram- kvæmda hinn 1. október n.k. nema að næg verkefni hafi verið tryggð fyrir vélar okkar, sagði Halldór Sigurðsson sölustjóri hjá Arnarflugi í samtali við Mbl. í gær. Áhafnir Arnarflugs eru nú alls 7. Halldór sagði að í fyrrahaust hefði einnig verið sagt upp flug- mönnum, sem síðan hefðu fengið vinnu aftur og þessar uppsagnir núna væru í varnaðarskyni. Báðar þotur félagsins eru leigðar til 30. september, önnur til Flugleiða, en hin til brezka flugfélagsins Brit- annia og er óljóst hvaða verkefni þær fá eftir þann tíma. Halldór Sigurðsson kvað nú vera leitað verkefna fyrir vélarnar og væri hugsanlegt að leiga annarrar yrði framlengd hjá Britannia og væri Magnús Gunnarsson nú ytra að athuga það mál. Þá væri hugsan- Fimm manns á slysadeildina BÍLL LENTI útaf Álftanesvegin- um aðfararnótt laugardagsins. Klukkan 4:07 var lögreglunni í Hafnarfirði gert viðvart um að bfll hefði farið út af Álftanesaf- leggjaranum á móts við Hraun- tún. Fimm manns, sem í bflnum voru, voru öll flutt á stysadeild nokkuð alvarlega slósuð og verða að vera áfram á sjúkrahúsi. legt að fengju Flugleiðir fyrirhug- að flug með pílagríma í Nígeríu að þörf yrði áfram fyrir vél Arnar- flugs hjá Flugleiðum, en það er Arnarflug sem sér um langtíma- leigu flugvéla fyrir félögin. Nýi flugturninn á Keflavíkurflugvelli var tekinn í notkun í gær, að viðstöddum yfirmönnum varnarliðsins, utanríkisráðherra, flugmálastjóra og öðrum gestum. Einn starfsmanna flugturnsins sést hér að störfum. — Sjá nánar á bls. 19. Viðræðurnar um Jan Mayen svæðið: Norðmenn tóku aftur tilboð sem r Islendingar höfðu samþykkt Á SÍÐUSTU STUNDU og eftir að samþykki fslenzku nefndarinnar lá fyrir, dró norska viðræðunefndin um Jan Mayen svæðið til baka tilboð sitt varðandi orðalag greinar um rétt íslands til aðgerða, ef nýjar þjóðir hugsuðu sér til hreyfings varðandi loðnuveiðar við Jan Mayen utan efnahagslögsögu íslands. Sfðan kvaddi norska viðræðunefndin þá fslenzku og var viðræðunum þar með lokið. Knut Frydenlund, utanrfkisráðherra Noregs, hafði þá stöðugt verið að fresta brottför norsku sendinefndarinnar frá klukkan 14, um klukkustund f senn, enda þótt sérfræðingar í norsku viðræðunefndinni hefðu þegar á hádegi verið þeirrar skoðunar að viðræður um rétt íslands utan eigin lögsögu væru komnar lengra en norsku nefndinni væri stætt á. Eftir fyrri dag viðræðnanna lagði norska viðræðunefndin fram uppkast að samkomulagi, þar sem rætt var um helmingaskipti milli norskra og íslenzkra sjómanna á því loðnumagni sem veiða mætti á sumarvertíðinni á Jan Mayen svæðinu utan efnahagslögsögu íslands. Þá var grein um að, ef nýjar þjóðir hæfu loðnuveiðar við Jan Mayen, myndu Norðmenn íhuga viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær veiðar og þriðja megingreinin var um sam- starfsnefnd þjóðanna varðandi málefni Jan Mayen svæðisins utan efnahagslögsögu Islands. Þessu svaraði íslenzka viðræðunefndin á laugardagsmorgun með því að skjóta inn í sams konar grein varðandi ísland gagnvart nýjum veiðiþjóðum. Þá þegar fóru að Oddvitinn í Grímsey eignast „ráðherrabíl” takast á þau sjónarmið ínnan norsku nefndarinnar, að nú væri nóg komið og svo hitt, að reyna til þrautar að ná heildarsamkomu- lagi, sem tryggði friðsamlegar sumarveiðar við Jan Mayen, og rétt Norðmanna til aðgerða gagn- vart nýjum veiðiþjóðum. Hófust nú langir sérfundir Norðmanna, en íslendingar buðu, að báðar greinarnar um aðgerðir gegn nýjum veiðiþjóðum yrðu felldar út og eftir stæði samkomu- lag um helmingaskipti á 180.000 tonnum utan efnahagslögsögu ís- lands og um samstarfsnefndina. Norðmenn töldu sig ekki geta gengið til samkomulags, þar sem ekkert væri minnzt á rétt Norð- manna til aðgerða, ef fleiri kæmu inn í myndina og buðu á móti upp á orðalagsbreytingu á þeirri grein, sem fjallaði um rétt íslands til að grípa til einhverra aðgerða í slíku tilviki. Svo fór að íslenzka við- ræðunefndin tilkynnti að hún gæti fallizt á orðalag greinarinnar, eins og Norðmenn höfðu þá sett það fram, og töldu menn nú komið samkomulag um öll meginatriðin. Þá brá svo við að eftir langan einkafund tilkynnti norska samn- inganefndin að hún tæki tilboð sitt aftur og að loknum öðrum einkafundi gengu norsku samn- inganefndarmennirnir á fund þeirra íslenzku og kvöddu. Steypuefni úr sjó þvegið með ferskvatni BYGGINGARNEFND Reykja- víkur hefur ákveðið að skylt skuli að þvo allt steypucfni, sem tekið er úr sjó, með fersk- vatni til að hindra þær alkali- skemmdir sem mikið hefur borið á í steinhúsum, er byggð hafa verið síðasta áratuginn. Af þessum sökum hafa steypu- stöðvarnar óskað eftir hækkun á verði á möl og sandi, sem notaður er í stcypu og sam- þykkti verðlagsnefnd á fundi sínum í gær að heimila 25% hækkun á verði þessara efna. Einnig samþykkti nefndin að heimila 7,5% hækkun á stcin- steypu án sements af þessum sökum. Báðar þessar hækkun- arbeiðnir verða til meðferðar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. ODDVITI Grímseyinga, Alfreð Jónsson, hafði heppnina með sér þegar dregið var í happ- drætti Slysavarnafélags íslands á dögunum. Hann fékk aðal- vinninginn og er orðinn eigandi Chevrolet Malibu Classic eða eins og gárungarnir orðuðu það, þá er oddvitinn í Grímsey nú orðinn eigandi ráðherrabfls. Morgunblaðið ræddi við Alfreð í gærkvöldi og við spurðum hann hvort þetta væri ekki fallegasti gripurinn í bflaflota Grímseyinga? — Jú, það held ég sé alveg öruggt, svaraði Alfreð. — Það eru hér tveir jeppar, ef það er þá hægt að kalla þá því nafni. Annars er dráttarvélin okkar Alfreð Jónsson. farartæki og hér í eynni eru margir traktorar. — Hvað með vegakerfið í eynni, ber það slíkan farkost? — Það er nú hæpið, þetta er ekki nema 5 kílómetra vegarbút- ur, en það mætti kannski spyrna á flugvellinum. Við höfum ekki hringveg í eynni, ekki enn sem komið er að minnsta kosti. — Áttirðu bíl áður, Alfreð? — Já, við getum sagt að ég hafi átt bíl í félagsbúi með dætrum mínum inni á Akureyri. Ætli þessi verði ekki líka í þeirra vörzlu, ég held ég fari varla að flytja vinninginn hing- að út í ey, sagði Alfreð Jónsson oddviti og eigandi ráðherrabíls í Grímsey. Verðmætakvóti í stað magnkvóta? ÁKVEÐIÐ hcfur verið að leyfa veiðar á 35 þúsund lestum af Suðurlandssfld á hausti komanda, en það er sama magn og leyft var að veiða í fyrrahaust. Reknetabát- ar fá að veiða 15 þúsund lestir, en hringnótabátar 20 þúsund lestir. Veiðarnar eru háðar sérstökum leyfum og á vertíðinni í haust verða mun strangari reglur en giltu í fyrrahaust. í sambandi við hringnótaveiðarn- ar hefur verið rætt um að taka upp sérstakan verðmætakvóta á hvern bát í stað magnkvóta, sem notaður var í fyrra. Þá var talsvert um það, að skipstjórar hentu miklu magni af síld, ef hún fór í verðminni flokka, jafnvel þó um vel vinnan- lega síld væri að ræða. Ýmis vandamál eru þó samfara því að taka upp verðmætakvóta, en þessi mál eru nú til athugunar í sjávar- útvegsráðuneytinu og hjá útgerð- armönnum og sjómönnum. Sjá bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.