Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Tvö mörk á
sömu mínútunni
VALUR bar sigurorð af Þrótti 3—1 í leik liðanna í 1. deild á
sunnudagskvöld í Laugardalnum. Var sigur þeirra sanngjarn og
heldur virðist lið Vals vera að rétta úr kútnum. En samt vantar mikið
á að liðið leiki jafn vel og það gerði best í fyrra, með sömu mönnum.
Tvö mörk skoruð svo til á sömu mínútunni í síðari hálfleiknum komu
Val á bragðið. Og óhætt er að segja að á tveggja mínútna kafla í síðari
hálfleiknum hafi liðið leikið eins og íslandsmeistarar eiga að gera.
Jafnræði í fyrri
hálfleiknum
Svo virtist sem taugaspenna
þrúgaði leikmenn beggja liða í
byrjun leiksins. Bæði liðin náðu
illa saman, og mikið var um
miðjuþóf á vellinum. Þróttarar
voru þó öllu brattari framan af og
náðu oft ágætum leikköflum og
léku nokkuð vel.
Á 25. mínútu leiksins skorar
Ágúst Hauksson svo fyrsta mark
leiksins. Fékk hann boltann vel
fyrir utan vítateig Vals, skaut
afar saklausu skoti að marki Vals.
Boltinn hrökk í Sævar Jónsson og
hinn öruggi markvörður Vals,
Sigurður Haraldsson, varð að
horfa á eftir lausu skotinu í
gagnstætt horn marksins. Hann
hafði farið fullfljótt af stað og var
kominn í rétt horn er boltinn
breytti um stefnu af Sævari.
Á 30. mínútu leiksins er brotið
illa á Þróttara inn í vítateig Vals
en góður dómari leiksins sleppti
brotinu sem var augljóslega í það
minnsta óbein aukaspyrna.
Bestu tækifæri Valsmanna í
fyrri hálfleiknum voru á 16. mín-
útu er Ingi Björn skallaði framhjá
eftir hornspyrnu. Ingi sem var í
upplögðu færi virtist ekki hitta
boltann nægilega vel. Þá átti Atli
Eðvaldsson gott færi á 40. mínútu
en skot hans mistókst og hættunni
var bægt brá.
Tvö mörk á
sömu mínútunni
Valsmenn komu sýnilega
ákveðnir til leiks í síðari hálfleik
og var allur annar bragur á leik
þeirra. Sóttu þeir allstíft fyrstu 15
mínúturnar og markið lá í loftinu.
Á 59. mínútu fékk Jón Einars-
son góða sendingu frá Inga þar
sem hann var einn og óvaldaður
inni í vítateig. Egill markvörður
varði hálf mislukkað skot Jóns en
hélt ekki botlanum sem hrökk
fyrir fætur Jóns aftur og þá tókst
honum að skora af stuttu færi.
Þróttarar voru illa á verði í
vörninni og sama var uppi á
teningnum rétt mínútu eftir
markið. Sævar náði boltanum og
sendi fram á Hörð sem gaf góðan
bolta inn á Atla sem skoraði með
þrumuskoti í hornið fjær. Var
þetta fallegasta markið í leiknum.
Síðasta markið kom svo á 77.
mínútu. Ingi Björn náði ekki til
boltans eftir góða fyrirgjöf, og
boltinn fór út til Hálfdáns sem
skaut föstu skoti á markið. Egill
varði en missti boltann frá sér og
fyrir fætur Inga sem skoraði
sitjandi á jörðinni. Potaði hann
tánni í boltann og yfir línuna.
Ekki mikiÖ um
góð tilþrif
Þrátt fyrir að stöku sinnum í
leiknum brygði fyrir góðum leik-
Það er ekki oft sem menn skora í þessari stellingu. Ingi Björn Albertsson situr á jörðinni og tekst að pota
tánni í boltann og skora framhjá liggjandi markverði Þróttar. Ljósmynd: Sigurvin Einarsson.
Það er ekki laust við að það sé örvæntingarsvipur á andliti Sigurðar
Haraldssonar Valsmarkvarðar þar sem hann horfir á eftir boltanum í
netið. Skot frá Ágústi Haukssyni fór í Sævar Jónsson Val, og breytti
um stefnu. Ljósmynd: Sigurvin Einarsson.
köflum hjá báðum liðum, var
mikil lægð í leiknum. Og vantar
mikið á að leikmenn rífi sig upp úr
meðalmennskunni.
Lið Vals var dauft framan af
leiknum en sótti í sig veðrið og
verður nú fróðlegt að sjá hvort
liðið tekur ekki fjörkipp við þenn-
an góða sigur. Guðmundur Þor-
björnsson lék ekki með að þessu
sinni vegna meiðsla. Magnús
Bergs kom inn í liðið og lék sinn
fyrsta leik í sumar með meistara-
flokki. Styrkir hann liðið, og
væntanlega enn meir síðar í
sumar þegar hann verður kominn
í betri þjálfun.
Hörður Hilmarsson átti góðan
leik, og vandfundinn er sterkari
miðjuvallarleikmaður. Þá átti
Hálfdán örlygsson einn sinn besta
leik í sumar. Hálfdán er mjög
lipur og laginn leikmaður jafn-
framt því sem hann er útsjónar-
samur í sendingum sínum.
Lið Þróttar var sannfærandi
framan af leiknum, en eftir því
sem á leikinn leið misstu þeir tök
á samleiknum og oft á tíðum
virtist ekki vera heil brú í því sem
liðið var að gera. Var allur annar
bragur á leik þeirra nú en á móti
KR. Eitthvað var Ágúst Hauksson
miður sín, og munar um minna.
Þá var vörn liðsins illa á verði í
síðari hálfleiknum.
í stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild: Laugar-
dalsvöllur 1. júlí Valur — Þróttur
3-1 (0-1)
Mörk Vals: Jón Einarsson og
Atli Eðvaldsson á 59. mín. og Ingi
Björn Albertsson á 77. mín.
Mark Þróttar: Ágúst Hauksson
á 25. mín.
Áminning: Engin.
Áhorfendur: 1950. ~ þr-
Meistaramót í
frjálsum íþróttum
Meistaramót íslands 15—18 ára fer fram á Húsavík 14. og 15. júlf
nk. Keppt er í eftirtöldum greinum:
Fyrri dagur: Drengir:
100 m, kúluvarp, hástökk, 800 m, spjótkast, langstökk, 200 m
grindahlaup. gtúlkur;
100 m, hástökk, kringlukast, 400 m, 4x100 m boðhl.
Sveinar:
100 m, 400 m, 1500 m, hástökk, kúluvarp, spjótkast og 4x100 m boðhlaup,
langstökk. .
Meyjar:
100 m, 400 m, hástökk, kringlukast, spjótkast, 4x100 m boðhlaup.
Seinni dagur:
Drengir:
110 m grindahlaup, kringlukast, stangarstökk, 400 m, þrístökk, 1500 m,
4x100 m boðhlaup.
Stúlkur:
200 m, 800 m, 100 m grindahlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk.
Sveinar:
200 m, 800 m, 100 m grindahlaup, stangarstökk, þrístökk, kringlukast.
Meyjar:
200 m, 400 m, 100 m grindahlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk.
Þátttökutilkynningar skulu berast formanni HSÞ Sigurði Friðriks-
syni, Höfðavegi 4, 640 Húsavík, sími 41138 í síðasta lagi 10. júlí.
£ Llí vlkunns ip íá 1
Úlfar Hróarss. (Þrótti) Diðrik Ólafsson (Vík) Óskar Færset (ÍBK)
Sigurður Halld. (ÍA) Sigurður Björgv. (ÍBK)
Þórður Hallgrímss. (ÍBV) Ásgeir Elíass. (Fram) Hörður Hilmarss. (Val)
Halldór Arason (Þrótti) Pétur Ormslev (Fram) Sigþór Ómarss. (ÍA)
Skortur a linuvörðum
í þriðju deildinni
VÖLSUNGAR frá Húsavík fóru
fýluferð til Akureyrar á föstu-
daginn, en þar áttu þeir að keppa
við Dagsbrún í E riðli 3. deildar í
knattspyrnu. Leiknum varð að
fresta vegna þess að engir línu-
verðir mættu til leiks.
Þá léku Árroðinn og HSÞ á
Laugalandsvelli í sama riðli.
Árroðinn fór með öruggan sigur
af hólmi. 4—0. Mörkin skoruðu
Örn Tryggvason, Baldvin Þór
Harðarsson, Hafberg Svansson
og Garðar Hallgrímsson.
A laugardaginn léku í D-riðli 3.
deildar í knattsp. á Dalvík Svarf-
dælir og KS. Siglfirðingar (KS)
sigruðu í leiknum 4—0. Mörk
þeirra skoruðu: Haraldur
Ragnarsson 2. Jakob Kárason og
Hörður Júlíusson 1 mark hvor.