Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 1

Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 1
32 SÍÐUR 216. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brúa verður bil f átækra og ríkra New York, SamcinuAu þjóðunum. 2. október. AP. Reuter. JÓHANNES Páll pali annar hvatti þjóðir heims í ræðu er hann flutti á AllsherjarþinRÍ Sameinuðu þjóðanna (Sþ) til að koma sér saman um meiri háttar aðgerðir er miðuðu að þvi að brúa bilið milli fátækra og ríkra, og ennfremur að koma mannréttindamál- um í viðunandi horf, þar eð ella kynni meiri háttar styrjöld að ríða yfir heimsbyggðina. Páfi hvatti fulltrúa á þingi Sþ til að beita sér fyrir því að hvers kyns pyntingar, líkamlegar og andlegar, yrðu lagðar niður. Þá mótmælti hann hvers kyns tak- mörkunum á trúfrelsi. Sagði páfi að mörg ríkja er aðild ættu að mannréttindayfirlýsingu Sþ meðhöndluðu marga þegna sína sem annars eða þriðja flokks, er þeir reyndu að notfæra sér yfirlýst réttindi. Þá gagnrýndi páfi stórveldin fyrir vígbúnaðarkapphlaup þeirra, sem hann sagði að kæmi í veg fyrir raunhæfa afvopnun í heiminum. Af varfærni hrósaði hann þó Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum fyrir Salt II sam- komulagið. í ræðu sinni sagði páfi að taka yrði sanngjarnt tillit til Palest- ínumanna í samkomulagi um frið í Miðausturlöndum. Hann sagði að samkomulag er ekki tæki tillit til Palestínumanna hefði ekkert gildi, og gæti ekki orðið horn- steinn að varanlegum friði í heimshlutanum. Jóhannes Páll páfi annar flytur ræðu sína hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Símamynd - AP BelgraA, London, 2. október. AP. Reuter. DEILDARSTJÓRI í fjármála- ráðuneyti Bandaríkjanna ýjaði að því í dag við fréttamenn að búast mætti við nýjum aðgerðum til styrktar dollarnum á erlend- um gjaldeyrismörkuðum. Ýmsir möguleikar væru í athugun og fljótlega yrði tilkynnt til hvaða ráða yrði gripið. Dollarinn seig enn gagnvart þýzka markinu, komst niður 1,73 mörk, en sótti í sig veðrið er á leið daginn vegna aðgerða nokkurra seðlabanka. Gullverð hefur hins vegar aldrei verið hærra, en únsan kostaði 424 dollara við lok viðskipta í London, og 438 dollara í Zurich. Um tíma seldist únsan á 444 dollara í London í dag. Edward M. Kennedy öldungardeildarþingmaður heilsar páfa við komu páfa til Bandaríkjanna. A myndinni er einnig Rosalynn Carter forsetafrú. Símamynd — ap Viðbrögð við ræðu Carters: Afetaða þiugmanna til Salt n óbrey tt? Kleppe og Bolle víkja trúlegast úr st jóm Nordli Óaló. 2. október. Frá Jan Erik Lauré, fróttaritara Mbi. BÚIST er við talsverðum breyt- ingum á ríkisstjórn Noregs á föstudag og er jafnvel talið að fimm ráðherrar víki úr stjórn Nordlis. Landsstjórn Verka- mannaflokksins og þingflokkur halda fund um þessi mál á föstudag. Breytingar á ríkis- stjórninni koma ekki á óvart, þar sem Oddvar Nordli hefur látið það álit I ljós að hann vilji fá nýtt blóð í ríkisstjórnina. Niðurstaða kosninganna til bæjar- og sveit- arstjórna fyrir nokkru, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði töluverðu fylgi, hefur flýtt fyrir breytingum á stjórninni. Fyrstu dagana eftir kosningarn- ar var Reiulf Steen, formaður Verkamannaflokksins, sakaður um hve illa gekk, en þær öldur óánægju með formanninn hafa hjaðnað að undanförnu. Nú er talið líklegt að Steen fái einn ráðherrastólanna, sem losna á föstudag. Flest bendir til að Per Kleppe fjármálaráðherra verði að biðjast lausnar, en hann hefur lagt fram nokkrar tillögur í skattamálum, sem hvorki hafa aflað honum né stjórninni vins- ælda almennings. Þá er talið að Eivind Bolle sjávarútvegsráð- herra, Ruth Ryste félagsmálaráð- herra og Asbjörn Jordahl sam- gönguráðherra verði að víkja úr stjórninni. WashinKton. 2. október. AP. Reuter. VIÐBRÖGÐ þingmanna við ræðu Carters forseta, sem sagði í sjónvarpi að komið yrði á fót föstu alhliða herliði á Karíbahafi, hafa orðið á tvo vegu, og ólíklegt er talið að ræðan breyti afstöðu þingheims til Salt II samkomu- lagsins. Howard Baker, leiðtogi repúblikana á þingi, og aðrir andstæðingar Salt-samkomulagsins sögðu að forsetinn hefði lokað augunum fyrir þeirri hættu sem stafaði af tilvist sovézku hersveitanna á Kúbu. Baker sagði að Carter hefði étið ofan í sig fyrri yfirlýsingar sínar þar sem hann hefði áður sagt að óbreytt ástand yrði ekki þolað en lýsti því yfir nú að sovézku sveitirn- ar ógnuðu engri þjóð. Leiðtogi demókrata sagði hins vegar að forsetinn hefði stigið skref er miðaði að því að greiða úr flækju í sambandi við Salt II samkomulag- ið. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag að sú ákvörðun Carters að koma upp föstu alhliða herliði á Karíba- hafi væri bein ögrun við Kúbu. Bandaríkjamenn væru með þessu að blekkja þjóðir Mið-Ameríku. Mikið var gert úr þeim orðum forsetans að engri þjóð stafaði ógnun af sovézku hermönnunum á Kúbu. Beðið hafði verið eftir ræðu Carters „með mik- illi taugaspennu og næstum því hræðslu", sagði fréttaritari mál- gagns ítalska kommúnistaflokksins í Moskvu. Giscard d’Estaing Frakklandsfor- • seti og Helmut Schmit kanslari V-Þýskalands lýstu því sameigin- lega yfir í dag að tilvist sovézku hersveitanna á Kúbu væri ekki nógu mikilvægt mál til að tefja afgreiðslu Salt-samkomulagsins. Viðbrögð við ræðu Carters komú víða að úr heiminum í dag og var í þeim flestum lögð áherzla á að Kúbumál- ið væri tæplega nógu umfangsmikið til að tefja framgang Salt II sam- komulagsins. Jafnt hjá Benn og Callaghan Brighton, 2. okt. AP. Reuter. VINSTRÍSINNAR á flokksþingi brezka Verkamannaflokksins unnu i dag stóran sigur i baráttu sinni fyrir breytingum á lögum flokks- ins, en hafnað var tillögu þeirra er miðaði að breytingum á núverandi fyrirkomulagi við kjör flokks- leiðtoga, sem þingmenn kjósa. Að vilja vinstrisinna, er lúta forystu Tony Benn, samþykkti þingið að þingmenn gengjust undir nokkurs konar hæfnispróf hjá nefnd í kjördæmi sínu á kjörtímabilinu. Rússar stöðvuðu leikför til Svíþjóðar og Noregs Stokkhólmi, Moskvu, 2. október. AP. SÆNSKIR embættismenn og sovézkir diplómatar i Stokk- hólmi lýstu í kvöld furðu sinni á þeirri ákvörðun sovézkra yfir- valda að banna á síðustu stundu leikför hóps frá Sovremennik- leikhúsinu í Moskvu til Svíþjóð- ar og Noregs. Ekki var gefin nein ástæða fyrir ákvörðuninni, að sögn talsmanns leikhússins i Moskvu, en yfirvöld tilkynntu leikhúsinu í gærkvöldi að ekk- ert gæti orðið úr förinni er hefjast átti i morgun. Gengið hafði verið frá öllum formsatriðum varðandi leikför- ina og leikararnir fengið vega- bréfsáritun. Sovézka sendiráðið í Stokkhólmi sendi og fulltrúa sína til að taka á móti leikurun- um á Arlanda-flugvelli,en þeir gripu í tómt. Kunnugir töldu að yfirvöld hefðu að líkindum óttast að einhverjir úr hópnum kynnu að biðja um hæli sem flóttamenn, en margir leiðandi listamenn hafa flúið land á síðustu mánuð- um. í síðustu viku var hætt við för sinfóníuhljómsveitar Moskvu- borgar til Bandaríkjanna af þeim sökum. Diplómatar hafa skýrt frá því að sovézk yfirvöld hafi ákveðið að banna heimsókn- ina er Bandaríkjamenn neituðu að verða við kröfu þeirra um að framselja meðlimi hljómsveitar- innar er kynnu að flýja í ferð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.