Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 31 VÍKINGAR lentu framan af í hinu mesta basli með ÍR-inga í siðari leik kvöldsins í 4-liða úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins í handbolta. Reyndar stóðu Víkingar uppi með stórsigur í lokin, en lengi framan af fyrri hálfieik var svo mikill hasar í leiknum, að spurningin var einungis sú, hvort ÍR-ingar hefðu kraft til að halda út á slíkum hraða eða ekki. Lokatölur leiksins urðu 24—16 fyrir Víking, en staðan í hálfleik var 11—8, einnig fyrir Víking. Það var hávaði og læti í ÍR-ing- unum í byrjun leiks. Þeir voru hreyfanlegir og sterkir fyrir í vörninni, svo mjög, að sá fátíði atburður átti sér stað, að hin vel smurða sóknarvél Víkings hikst- aði oftar en einu sinni og leikmenn liðsins voru heppnir að fá dæmda leiktöf á sig aðeins einu sinni. Víkingarnir voru engir eftirbátar í vörninni, þannig að lítið var skor- að. Staðan eftir tíu mínútur var 3—2 fyrir Víking og fimm mínút- um síðar var staðan einu marki betur, 3—3. Swindon lagði Stoke ÞRÍR aukaleikir í 3. umferð ensku bikarkeppninnar fóru fram í gærkvöldi, úrslit þeirra urðu sem hér segir: Bristol City — Peterbrough 4—0 Swindon — Stoke 2—1 Wimbledon — Plymouth 1—0 3. deild: Barnsley — Blackburn Grimsby — Bury Hull —Chesterfield Rotherham — Carlisle Sheffield Wed - Millwall 1-1 1-0 2-1 4-1 2-0 UEFA sigur Dundee Utd DUNDEE Utd. tryggði sér rétt til þátttöku í 2. umferð UEFA- keppninnar, vann Anderlecht samanlagt 2—1. Jafntefli varð í gærkvöldi, 1—1. Bennie Nielsen skoraði fyrir Anderlecht, en Kopel jafnaði fyrir DU, sem vann fyrri leikinn 1—0. Upp úr því fóru hlutirnir að ganga aðeins betur upp hjá Vík- ingum, þannig að þeim auðnaðist að ná þriggja marka forystu í leikhléi. Var það einkum einstakl- ingsframtak Ólafs Jónssonar sem það orsakaði. Þriggja marka forystan hélst töluvert framan af síðari hálfleik og IR-ingarnir héldu í vonina að minka muninn og ógna Víking. En kappið var meira en forsjónin, Sigurður Gíslason ÍR, var rekinn af leikvelli fyrir allt of gróft brot heldur en efni stóðu til, Víkingar juku muninn og þaðan varð ekki aftur snúið. Víkingar áttu ekki einn af sín- um betri dögum þrátt fyrir 8-marka sigur. Margt sem þeir reyndu gekk ekki upp og margir þeirra létu það fara í taugarnar á sér, t.d. með því að hrinda til markverði ÍR, eftir að hann hafði varið snilldarlega, sem hann gerði reyndar oft í leiknum. En vörn og markvarsla Víkings var í góðu lagi og það gerði gæfumuninn, svo og þokkleg yfirvegun ísóknarleiknum undir lok leiksins. Ólafur Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Víking, einnig þeir Erlendur Her- mannsson og Árni Indriðason, auk Jens í markinu. Aðrir gerðu of mörg mistök og fundu sig ekki í leiknum. Baráttan var aðalvopn ÍR-inga og hana skorti ekki, voru jafnvel fantabrögð í heiðri höfð í vörn- inni. Víkingarnir voru slegnir út af laginu framan af, en sigu fram úr þegar draga tók af ÍR-ingum. Bjarni Bessason var atkvæðamik- ill í liði ÍR og skoraði bróðurpart- inn af mörkum liðsins. Vörnin var lengst af góð, með þá Sigurð Gíslason og Sigurð Svavarsson bestu menn. Mörk Víkinga: ólafur Jónsson 5, Páll Björgvinsson og Steinar Birg- isson 4 hvor, Erlendur Hermanns- son og Árni Indriðason 3 hvor, Þorbergur Aðalsteinsson og Sig- urður Gunnarsson 2 hvor. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 8, Sigurður Svavarsson 3 (allt víti), Bjarni Bjarnason 2, Guðjón Marteinsson, Ársæll Hafsteinsson og Steinn Öfjörð eitt hver. — gg- • Ársæll Hafsteinsson ÍR-ingur, hleypur á múrvegg, sem er skrokkurinn á Árna Indriðasyni í vörn Víkings. Ljósm. RAX. Valur fór vel af stað VALSMENN fóru bærilega af stað í fjögurra liða úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins í handknattleik, þegar liðið vann Fylki mjög örugglega með 27 mörkum gegn 23. Staðan í hálfleik var 16—7 fyrir Val. Svo sem sjá má af hálfleikstölunni, var vart hægt að tala um spennu í leiknum, til þess voru yfirburðir Valsmanna allt of miklir. Frammistaða Brynjars Kvaran var hápunktur kvöldsins, hann gerði sér lítið fyrir og varði 24 skot í leiknum og er það ekki lítið afrek. Fyrri hálfleikur var alger ein- stefna, Valsarár skoruðu þá hvert markið af öðru og flest gekk upp. Fylkismenn hnoðuðu hins vegar allt hvað af tók og uppskáru varla nokkurn skapaðan hlut, vörn Vals var firnasterk fyrir. Munurinn var mestur 10 mörk, en níu í hálfleik. í síðari hálfleik fór mjög að gæta áhugaleysis og rólegheita hjá Vals- mönnum. Þeir gerðu margar vit- leysur og fáa hluti vel. Fylkismenn skoruðu hins vegar af og til og heldur fleiri mörk heldur en Valsmenn. Þannig söxuðu þeir á forskotið, án þess nokkurn tíma að ógna því. Var leikurinn þar af leiðandi lítið augriayndi. Því að handknattleikur sá sem bæði lið sýndu í síðari hálfleik var dapur. En Valsmenn voru sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik og fleyttu sér á því. Eins og áður sagði var Brynjar Kvaran markvörður senuþjófur að þessu sinni. „Kollegi" hans hjá Fylki sýndi snilldartakta í síðari hálfleik, en varði lítið í þeim fyrri. Þeir Steindór og Gunnar Lúðvíks- son áttu einna skemmtilegustu sprettina hjá Val, en sá síðarnefndi er frekar óyfirvegaður í skotum sínum. Hjá Fylki átti Ragnar Hermannsson ágætan leik og Sig- urður Símonarson berst jafnan sem sturlaður væri. Hann er hættulegur línumaður, grípur vel. Mörk Vals: Þorbjörn Guðmunds- son 6, Stefán Halldórsson 5 (3 víti), Steindór Gunnarsson og Gunnar Lúðvíksson 4 hvor, Bjarni Guð- mundsson 2, Stefán Gunnarsson og Karl Jónsson eitt hvor. Mörk Fylkis: Magnús Sigurðsson 5, Einar Ágústsson og Ragnar Hermannsson 4 hvor, Sigurður Símonarson 3, Guðni Hauksson, Ásmundur Kristinsson og Óskar Gunnarsson 2 hver, Gunnar Bald- ursson 1 mark. — gg. 2 0 O | B • Slysið fræga í Monza. Ronnie Peterson lét þar lifið. Nú hafa ökumennirnir tveir sem ákeyrslunni ollu, verði kærðir fyrir manndráp. Ökuþórar kærðir fyrir manndráp. . . RICARDO Patresse ítalski kapp- aksturskappinn, sem kom við sögu er Ronnie Peterson beið bana i Monza kappakstrinum á siðasta ári, hefur verið ákærður fyrir manndráp á ítaliu. Gianni Restelli, annar ítalskur ökuþór var einnig ákærður, en kom þó minna við sögu. Þeir félagarnir hafa sætt geysi- lega umfangsmiklum yfirheyrslum síðustu mánuðina og verið lítið hrifnir af og talið engan grundvöll fyrir því að skella skuldinni á sig. Saksóknarinn í Mílanó var þó ekki á sömu skoðun og þeir félagar, þegar hann fékk gögnin í sínar hendur. Réttarhöldin munu þó ekki hefjast fyrr en næsta vor. Miklar breytingar hafa verið gerðar á kappakstursbrautinni í Monza, einkum beygjunni banvænu. Vona kappakstursyfirvöld á Ítalíu að breytingarnar verði til þess að öku- þórarnir í Formula 1 láti undan og keppi í Monza, en flestir sóru þeir eftir slysið í fyrra, að keppa þar aldrei aftur. 11 hlutu vinning í 6. leikviku Getrauna komu fram 11 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 122.000.-. Með 10 rétta var 81 röð og vinningur fyrir hverja kr. 7.100,-._ Námskelð hiá UBK KNATTSPYRNUDEILD Breiðabliks heldur knattspyrnunámskeið fyrir 6. flokk 6—10 ára. i íþróttahúsi Gerplu við Skemmuveg, mánuðina okt., nóv. og desember. Námskeiðið verður einu sinni í viku þessa þrjá mánuði. Á miðvikudögum frá kl. 4.20 til kl. 5 fyrir 6 og 7 ára. Óg kl. 5 til 6 fyrir 8—9 og 10 ára. Námskeiðið hefst 3. okt. Þátttökugjald er 5000 kr. og greiðist í upphafi námskeiðs. Kennari verður Guðmundur Helgason íþrótta- kennari. Nánari upplýsingar veitir Jón Ingi í síma 40394. Fimm daga lota um frjálsiþróttir í DAG hefst að Hótel Loftleiðum þjálfaranámskeið er Frjálsíþrótta- samband tslands stendur að. Kennarar á námskeiðinu verða tveir af fremstu þjálfurum Breta í kastgreinum og stökkgreinum frjáls- iþrótta, þeir Maxwell Johnson og John Anderson. Upphaflega stóð til að kúluvarparinn góðkunni, Mike Winch, kæmi, en ekki gat orðið aí þvi. Námskeiðið hefst í dag kl. 10 fyrir hádegi, en strax að setningunni lokinni hefjast fyrirlestrar. Námskeiðið verður með þeim hætti, að frá morgni og fram eftir degi verða fyrirlestrar og rabbtimar, en siðdegis verða verklegir timar ýmist á frjálsiþróttavellinum í Laugardal eða i iþróttahúsum bæjarins. Stendur námskeiðið i fimm daga og i gær höfðu 15 manns viðs vegar að af landinu tilkynnt þátttöku sína. Margir fleiri höfðu áhuga, en áttu ekki heimangengt þar sem námskeiðið stendur yfir á venjulegum vinnutima. ÍR-ingarnir héldu ekki út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.