Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 nánar kynnt sérstaklega á pró- gramminu. Tónleikaferðin hófst 29. sept. og stendur yfir til 12. okt. og er leitast við að fara sem víðast. Þeir félagar byrjuðu að spila í félags- heimilinu í Vestmannaeyjum 29. sept. Mánudaginn 1. okt. spiluðu þeir í Menntaskólanum á Akur- eyri eftir setningu skólans. Á þriðjudeginum 2. okt. var staldrað við á Húsavík og spilað í tveimur skólum þar, og tónleikar síðan um kvöldið. í kvöld spila Símon og Siegfried í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 9. Síðan verður haldið til Austfjarða og á tímabil- inu 4. okt. — 7. okt. verða tónleikar á Egilsstöðum, Neskaup- stað, Seyðisfirði og Eskifirði. Áætlað er að spila síðan í Njarðvík og hinn 10. okt. í Borg- arfirði. Að lokum spila þeir félag- ar í Háskóla íslands hinn 11. okt. INNLEIMT Svavar stýrir fundi ráð- gjafarnefndar EFTA DAGANA 4.-5. október verður haldinn i Genf fundur ráðgjafar- nefndar Friverslunarsamtaka Evrópu — EFTA. Nefnd þessi er tengiliður milli EFTA og sam- taka i atvinnulifi aðildarrikj- anna og f jallar m.a. um starfsemi EFTA og ástand og horfur í efnahags- og viðskiptamálum að- ildarrikjanna. Af halfu samtaka hér á landi sækja fundinn Agnar Tryggvason frá Sambandi íslenskra samvinn- ufélaga, Ásmundur Stefánsson frá Alþýðusambandi íslands, Davíð Sch. Thorsteinsson frá Félagi íslenskra iðnrekenda, Hjalti Geir Kristjánsson frá Verslunarráði íslands og Jón H. Bergs frá Vinnuveitendasambandi íslands. Þar sem ísland hefur á hendi formennsku í ráði EFTA síðari hluta þessa árs mun Svavar Gestsson viðskiptaráðherra stýra fundi ráðgjafarnefndarinnar að þessu sinni. Stóru-Vogaskóli hinn nýi. Stóru-Vogaskóli flytur í nýtt og veglegt húsnæði STÓRU-VOGASKÓLI á Vatns- leysuströnd flutti í nýtt og veglegt húsnæði í haust og var það formlega vigt á sunnudag- inn. Ilið nýja og veglega skóla- hús er i Vogunum, en gamla húsið var úti á strönd. — Hreinn Ásgrimsson skólastjóri sagði í samtali við Morgunblað- ið að með tilkomu þessa nýja skólahúsnæðis yrði algjör bylt- ing i skólahaldinu. Aður fyrr þurftu eitthundrað nemendur að kúldrast í 100 m2 húsnæði, en þetta nýja húsnæði er 620 m2. Hreinn sagði að í hinu nýja húsnæði væru fimm rúmgóðar kennslustofur, þar af ein sér- staklega ætluð til kennslu í náttúru- og eðlisfræði. Þá væri góð aðstaða fyrir kennara og skólastjóra. Öll handavinnu- kennsla fer svo fram í gamla húsnæðinu, en skólinn þarf að sækja alla íþróttakennslu til Njarðvíkur ennþá. Við skólann eru auk skóla- stjóra sex fastráðnir kennarar og þrír lausráðnir og nemendur eru eins og áður sagði rúmlega eitt hundrað. Stóru-Vogaskóli er næstelsti starfandi barnaskóli landsins á eftir Eyrarbakkaskóla og hefur starfað í 107 ár. Bygging hins nýja skóla tók alls um þrjú ár og var einu ári á « undan áætlun enda þörfin gífurleg. Næstu verkefni að sögn Hreins fyrir utan að ljúka vinnu utanhúss og í lóð eru að koma upp viðunandi íþróttaaðstöðu og þá fyrst sundlaug sem hefur verið til umræðu í mörg undan- farin ár. Heildarkostnaður við byggingu hins nýja skóla nam 110 milljónum króna. I tilefni þessa merka atburðar bárust skólanum margar góðar gjafir, þar á meðal gáfu gamlir nemendur skólanum málverk af Viktoríu Guðmundsdóttur sem var skólastjóri í 31 ár frá 1921 til 1952. Þá gaf kvenfélagið á staðn- um skólanum eitt hundrað þús- und króna peningagjöf. Það gerði og ungmennafélagið. Lionsfélagið gaf skólanum nýtt ræðupúlt og listakonan Patricia Hand sem býr í Vogunum gaf skólanum málverk. Hreinn Ásgrímsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla ávarpar gesti. Frá vígslu skólans. Meðal annars má sjá marga þingmenn kjördæmisins. Tónleikar í Norræna húsinu í kvöld Hundraðasta sýning á Frök- en Margréti HUNDRAÐASTA sýning Þjóðleikhússins á Fröken Margréti eftir Roberto Athayde verður í dag, mið- vikudag 3. október. Herdís Þorvaldsdóttir fer með hlut- verk Margrétar. Leikurinn hefur m.a. verið sýndur í Finnlandi og hlaut góða dóma. Ulfar Hjörvar þýddi leikinn en Benedikt Árnason er leik- stjóri. Sýningum fer nú senn að ljúka. GÍTARLEIKARARNIR Símon H. ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurríki, eru nú á tónleika- ferð um landið, og spila þeir eingöngu spánska gítarmúsik. Annars vegar spánska klassiska músik og hins vegar flamingo músik. Áheyrendum gefst þar með einstakt tækifæri að kynnast nánar þessari vinsælu þjóðar- músik Spánverja, en hún er Sambandsþing Norrænufélaga SAMBANDSÞING Norrænu félag- anna á íslandi verður haldið i Norræna húsinu föstudaginn 5. okt. n.k. Það er haldið annað hvert ár. Rétt til setu á þinginu ciga nú 137 fulltrúar eða rúmlega 1% af öllum félagsmönnum. Auk skýrslu stjórnar um störf undanfarinna tveggja ára eru fiuttar starfsskýrslur hinna einstöku félaga. Ennfremur eru lagabreytingar á dagskrá svo og stjórnarkjör. Starfsemi Norræna félagsins hefur mjög færst í aukana hin síðari ár. Þinginu lýkur með kvöldfagnaði í Félagsheimili starfsmanna Flug- leiða. Til þingsins er boðað á þessum tíma svo að þingfulltrúum gefist kostur á að njóta norrænu menning- ardaganna sem hefjast í Norræna húsinu á laugardaginn 6. okt. n.k. FréttatllkynninK. Kvartett John McNeals. Frá vinstri: John McNeal, Tom Warrington, Mike Hyman og Bil Bickford. J azztónleikar JAZZTÓNLISTARMAÐURINN John McNeal og kvartett hans halda tónleika á vegum Jazz- vakningar í Laugarásbiói n.k. fimmtudag 4. október kl. 22. McNeal er 31 árs trompettleik- ari og hefur starfað með hljóm- sveit Horac Silver en er nýlega búinn að stofna eigin kvartett. Kvartettinn skipa, auk McNeals, þrír ungir tónlistarmenn Tom Warrington bassaleikari, Mike Hyman trommuleikari og Bill Bickford gítarleikari. McNeal hefur gefið út tvær sólóplötur og sú þriðja er væntan- leg í nóvember. Spænsk gítar- músik um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.