Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 12

Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 12 OLYMPÍULEIKARNIR í MOSKVU 1980: MINJAGRIPIR ÚR ÞRÆLKUNARBÚÐUM Grein eftir Vladimir Bukovski Hver getur gleymt hinum viöa- miklu Olympíuleikum okkar tíma, þegar Berlín, borg gleðinnar, var miðdepill heimsins. Skarlatsrauðir fánar með svörtum hakakrossi blöktu í vindinum. Það var sama hvar litið var í borginni, allt bar það þess merki að eitthvað stórkostlegt stóð til. Kórar sungu og hver skyldi gleyma hinu einstæða augnabliki þegar börn færðu Hitler ólívugreinakrans og foringinn varð klökkur við. Flestir héldu að hlutir eins og þessir væru liðin tíð, en því fer fjarri, leikurinn mun endurtaka sig í hinni rússnesku Moskvu á næsta sumri. í borginni sem sovézkir áróðursmenn kalla einfaldlega „höfuðborg bross- ins“. Undirbúningur fyrir sumar- ólympíuleikana er nú í fullum gangi þar eystra. Allar framkvæmdir við almennar íbúðarbyggingar hafa verið stöðvaðar svo ekki sé hætta á að fínheitunum verði ekki lokið er gestirnir „streyma" að. Hermenn úr sovézka hernum þræla nú myrkranna á milli við alls kyns framkvæmdir og laun þeirra eru heimsókn á svæðið góða, þ.e. ólympíu- svæðið, þegar öllu saman er lokið. Ekki mega þeir blessaðir kjafta frá. — Því má með sanni segja að unnið sé að andlitslyftingu borgarinnar fyrir leik- ana, hvert einasta hús er tekið fyrir, pússað og málað og Rauða torgið mun jafnvel fá á sig annað yfirbragð, þegar skipt verður um steinhellur á því. Áður en leikarnir hefjast á sumri komanda verður „flórinn" sjálfsagt mokaður út, þ.e. öllum sem hugsan- lega myndu efna til einhvers andófs gegn hinum háu herrum, verður komið fyrir á öðrum heppilegri stöðum. Þá verður öllu landsbyggðarfólki að sjálfsögðu bannaðar allar heimsóknir til höfuðborgar landsins. Þannig telja yfirvöld sig endanlega vera búin að setja undir lekann, þ.e. engir verði til staðar í borginni til að andæfa. Það eru ekki einungis fullorðnir andófsmenn sem eru óvelkomnir held- ur eru skólabörn á svarta listanum. Þau börn sem ekki taka þátt í neinum ferðum út á landsbyggðina hafa ekki um neitt að velja, þau eru einfaldlega sett inn í hópferðir „landkönnuða" til ýmissa lítt kannaðra svæða landsins. Með þessum aðgerðum telja sovézk yfirvöld sig koma í veg fyrir að blessuð börnin verði fyrir slæmum áhrifum frá þeim vondu að vestan og ekki sé hætta á því að sovézk skóla- börn láti glepjast af tyggigúmmíi og gallabuxum í skiptum fyrir frásagnir af hinu daglega lífi þeirra. Þegar er farið að skipuleggja hóp- ferðir Bandaríkjamanna til Sovétríkj- anna í tilefni leikanna. Kostnaður fyrir 15 daga ferð er í kringum 1500 dollarar, eða sem næst 600 þúsundir íslenzkra króna. Eitt er táknrænt fyrir þessar hópferðir, blessað fólkið sem fer til að vera viðstatt hina miklu Ólympíuleika er aðeins þrjá daga í Moskvu sjálfri, hinn tíminn fer í alls konar ferðalög og kynnisferðir út á landið. Flogið verður frá Moskvu á fjórða degi til staða í Mið-Asíu, Kákasus og Síberíu. Allt er þetta gert fyrir þessa nýju vini Sovétríkjanna, þeim er gert kleift að kynnast fólki úti á landi og verða vinir þess, eins og talsmenn stjórnvalda myndu sjálfsagt orða það. Til þess að verða þessum ferðamönnum til „aðstoðar" eru ráðn- VLADIMIR BUKOVSKI ir tíu þúsund stúdentar, sem gefa KGB skýrslu um hvert fótmál þeirra. Þegar samþykkt var á sínum tíma að leyfa Sovétmönnum að halda 01- ympíuleikana lofuðu þeir því að „opna“ landið, aðkomumenn gætu farið frjálsir ferða sinna án þess að fá sérstakar vegabréfsáritanir. Þá var búist við því að tvær milljónir manna myndu heimsækja Moskvu í tilefni leikanna. Nú er sú tala hins vegar komin niður í 300 þúsund og eitt er víst að menn fá alls ekki að fara frjálsir ferða sinna, KGB mun fylgjast með hverju fótmáli þeirra. Heildarkostnaðurinn sem Sovét- menn þurfa að leggja í vegna leikanna er á bilinu 600—650 milljónir dollara, — það þarf auðvitað ekki að taka það fram að hinar vinnandi stéttir verða að borga brúsann. Allt framboð á neyzluvörum verður mjög takmarkað. Árið 1968 varð mikill fæðuskortur í Tékkóslóvakíu, matinn þurftu vinir Tékka, sovézku hermennirnir, að fá, ekki gátu þeir lifað á loftinu blessaðir. Þvi er nú svo komið að hinn almenni borgari í Sovétríkjunum verður að líða fyrir það að landið mun halda næstu Ölympíuleika á sumri komanda. Gróði stjórnvalda vegna leikhalds- ins er á öðrum punkti staðreynd. Með miklum fjölda ferðamanna til lands- ins kemur mikill beinharður gjaldeyr- ir í kassann, en í Sovétríkjunum er ætíð skortur á vestrænum gjaldmiðli. Það að leyfa Sovétmönnum að halda Olympíuleikana að þessu sinni er auðvitað óbein viðurkenning á rétt- mæti þess að hneppa í fangelsi menn eins og Kowalow, Sharansky, Shelkow, Ossipow, Orlow og fleiri og fleiri, fyrir þær sakir einar að vera ósammála stjórnvöldum. Olympíuleikarnir í Sov- étríkjunum eru því hrein móðgun við öll þau alþjóðlegu samtök sem berjast fyrir mannréttindum víða um heim, eins og til að mynda Helsinki-hópana. Með því að leyfa Sovétmönnum að halda leikana hefur alþjóðaólympíu- nefndin þverbrotið allar þær reglur sem hún á að starfa eftir og hafa verið samþykktar af aðildarþjóðum hennar. Samkvæmt lögum alþjóðaólympíu- nefndarinnar er henni ekki heimilt að leyfa þjóðum að halda leikana, þar sem kynþáttafordómar eru hafðir í frammi, mannréttindi almennt fótum troðin, eins og til dæmis með fangels- un manna sem hafa aðrar pólitískar skoðanir heldur en yfirvöld á viðkom- andi stað. Alþjóðaólympíunefndin hefur því með leyfi sínu lagt blessun sína yfir alla þá glæpi sem sovézk yfirvöld hafa framið og munu fremja um ókomna framtíð vegna þess að ekkert er gert til að andæfa gegn þeim. Sovézkir fjölmiðlar kalla Olympíu- leikana á næsta ári „viðburð allra tíma“ og undirstrika það ennfremur rækilega að þeir verði nú í fyrsta sinn haldnir í sósíalísku ríki. Því sé hver sá sigur, sem sovézkir- og austur-evr- ópskir íþróttamenn kunni að vinna, sigur fyrir hið kommúníska kerfi sem við lyði er í löndum Austur-Evrópu, og þess fallinn að styrkja yfirburði þess. Til þess að vinna til þessara verð- launa þarf auðvitað vel þjálfað íþróttafólk. Aðeins þeir sem eru félag- ar í unglingahreyfingu Kommúnista- flokksins eða fullgildir félagar hafa möguleika á að fylla þann hóp, sem verða mun fulltrúi Sovétríkjanna. Ef vel tekst til hjá þessu íþróttafólki er það ekki á flæðiskeri statt, hver og einn fær hæstu laun, eigin íbúð, utanlandsferðir, eigin bíl og mögu- leika á að verzla í sérstökum verzlun- um þar sem hlutir eru á hagstæðu verði, Þetta er alvarlegt brot á hinni einu sönnu ólympíuhugsjón, sem er á þann veg að aðeins taki þátt í leiknum áhugasamir íþróttamenn, sem æfi í anda áhugamennskunnar. Ég hef þegar oftar en einu sinni sett mig i samband við aiþjóðaóiympíu- nefndina til þess að reyna að gera henni ljósa þá þversögn að leyfa Sovétmönnum að halda leikana. Þetta hafa og margir félagar í Helsinki- hópunum gert, en það er talað fyrir daufum eyrum. Svar nefndarinnar hefur yfirleitt hljóðað á þá leið: — „Það að halda Ólympíuleikana í Moskvu á næsta ári er að minnsta kosti nokkurs konar vopnahlé við Sovétmenn, sem skipti eftir skipti hafa farið fram á að halda leikana, en alltaf fyrr fengið neitun." Það væri án efa mögulegt að halda leikana á nýjan leik í Montreal og svo væri hinn möguleikinn auðvitað sá að íþróttamenn allra landa sameinuðust í því að neita að mæta til Moskvu til þátttöku. Sú leið yrði eflaust sú sem Sovétmenn tækju mest eftir og ættu erfiðast með að sætta sig við og myndi kannski vekja þá til „pínulítillar" umhugsunar. Að lokum þetta: Þegar þú hefur lokið þátttöku þinni í leikunum eða heimsókn til Moskvu. Það gæti allt eins verið að minjagripir þeir sem þú hefðir á brott með þér séu unnir af fangelsuðum mönnum, sem hafa það eitt til saka unnið að vera á móti stjórnkerfi landsins. Þeir verða jafn- vel að vinna í þrælkunarbúðum í Síberíu eða annars staðar fyrir vikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.