Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 Iðnskólinn ára Um þessar mundir eru liðin 75 ár ffrá því Iðnskólinn í Reykjavík var stoffnaður. í vetur stunda yffir eitt þúsund nemendur iðnnám í hinum ýmsum iðngreinum og koma nemendur alls staðar að af landinu, en skólann reka í sameiningu ríkið og Reykjavíkurborg undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins. Á fundi meö fréttamönnum í vikunni kynntu Halldór Arnórsson aöstoðarskólastjóri og Jónas Sigurösson formaöur afmælisnefndar skólans ásamt skólanefndarmönnum starfsemi skólans. Forráöa- menn lönskólans voru sammála um að skólinn væri allvel tækjum búinn og aöstaöan sæmileg sömuleiðis, en nokkuð þröng þó. Hefði þurft aö vísa nokkrum nemendum frá nú í haust er sóttu um námsvist m.a. í hársnyrtideild. Þá töldu þeir nokkuö óþægilegt aö skólinn skuli rekinn af tveimur aðilum, þ.e. ríki og borg, og gæti oftlega oröiö togstreita milli þeirra um fjárframlög til skólans. lönskólinn í Reykjavík var stofnaður af lönaöarmannafélaginu í Reykjavík til aö veita iðnaöarmönnum og iðnnemum kennslu í teiknun og nauösynlegum bóklegum greinum. Var skólinn eign félagsins og rekinn af því meö nokkrum styrk frá opinberum aöilum til ársloka 1954. Einn aöalhvatamanna stofnunar skólans og fyrsti skólastjóri var Jón Þorláksson verkfræöingur, en hann var þá nýkominn heim frá námi. Haföi skólinn áöur starfaö í 31 ár sem sunnudagaskóli. Almenningi veröur boöið aö skoða skólann í starfi laugardaginn 6. október n.k. kl. 13—18. í samantekt um starfsemi skólans segir m.a.: Stjórn skólans er í höndum skólanefndar, sem skipuð er af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn eftir tilnefningu borgarstjórnar, sem tilnefnir 3 fulltrúa aö afloknum sveitarstjórnar- kosningum hverju sinni. Einn fulltrúi er tilnefndur af samtökum nemenda, en formann skipar ráðherra án tilnefningar. Kennsla í verklegum greinum hófst á skólaárinu 1954—’55 þegar upp voru tekin námskeið fyrir málaranema þar sem meðferð lita, undirstööu- atriði í handverkinu o.fl. voru kennd sem „ívaf“ og aö nokkru viðbót við hið venjubundna iðnskólanám. Á árinu 1958 var tekin upp kennsla í prentun og prentsetningu og þær greinar geröar að hluta skólanámsins. Þáttaskil uröu í starfsemi skólans haustiö 1968 er „verknámsskóli iönaöarins” tók til starfa. Tilgangurinn meö þvifskólaformi er aö veita ósamningsbundnum nemum verklega og fræðilega kennslu í ýmsum iðnaöarstörfum. í höfuöatriðum er uppbyggingin þannig: Fyrsta árið veitir skólinn undirbúning undir tvær eöa fleiri iðngreinar og síðan velur nemandinn um iöngrein, gerir samning viö iönmeistara eöa sækir um ósamningsbundið framhaldsnám í skólanum sé þaö fyrir hendi. Á verkefnaskrá, auk þess sem áöur er talið, er skóli fyrir tækniteiknun sem er 2 annir og „meistaraskóli” fyrir húsasmiði, múrara og pípulagningamenn, er svarar til skólaári aö stunda- fjölda. (Síödegiskennsla). Kennsla fer að mestu fram í skólahúsinu viö Skólavöröutorg en að nokkru í Vörðuskóla og verknámsálmu Ármúlaskóla. í ár skiptast nemendur á eftirfarandi hátt á milli hinna fjögurra höfuðflokka. 1. Samningsbundnir iönnemar eru 330 2. Verknámsskólanemendur eru 645 3. Tækniteiknaraskólanemendur eru 63 4. Meistaraskólanemendur eru 46 samt. 1084 í fornámi fyrir iðnnám eru um 2x144 nemendur eöa 288 yfir veturinn. Sú kennsla fer eingöngu fram í Vöröuskóla. Að auki eru svo margs konar námskeið. { samningsbundnu iönnámi eru rúmlega 40 iöngreinar. Verknáms- deildir eru 6 og framhaldsdeildir eru 20. Fastráðnir kennarar viö skólann eru 78 og stundakennarar eru 49. >áttur bakaranna f afmæli skólans er ekki l málmiðnadeild geta nemendur valiö milli Iftill og voru fróttamenn sammála um aö ýmissa greina m.a. bifvélavirkjunar, bif- mæla meö kökum þeirra. reiöasmíöi o.fl. Yfir helmingur nemenda í Verknámsskóla iðnaðarins Halldór Arnórsson sýnir fróttamönnum í tróiönadeild er aöstaða til að taka sundur fataiöndeildina. allt efni og er deildin allvel búin tækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.