Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla Áskriftargjald 4000.01 í lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími83033 kr. á mánuði innanlands. 200 kr. eintakið. Íslenzkír olíuhagsmunir Astæða er til að fagna því, að fjölmiðlar hafa nú fengið í hendur hluta af skýrslu olíuviðskiptanefndar, sem fjallar um niðurstöð- ■ ur og tillögur hennar. Jafnframt verður að krefjast þess, að skýrslan verði birt almenningi í heild, þar eð þær upplýsingar, sem hún hefur að geyma, eru nauðsynlegar forsendur umræðu og skoðanamyndunar í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Raunar átti að birta skýrsluna í heild áður en viðræðunefnd fór til Moskvu á dögunum, þar eð efni hennar gat aðeins styrkt samningsstöðu okkar. Öll leynd í jafn mikilvægu máli sem þessu er neikvæð. I skýrslunni kemur fram, að sú verðviðmiðun, sem notuð hefur verið, var Islendingum hagstæð fram á sl. ár. Þá varð hins vegar sú þróun í olíuviðskiptum, sem hafði endaskipti á gildi þessarar verðviðmiðunar fyrir okkur. Orðrétt segir í skýrslunni: „... vegna tengingar á verðlagi oliuinnflutnings Islendinga við Rotterdam, greiddu þeir í júní sl. 70% hærra verð fyrir olíuvörur en yfirleitt gildir á olíumörkuðum V-Evrópu“. Hér er komið að kjarna málsins og það staðfest, sem deilur hafa staðið um frá því í febrúarmánuði sl., er formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson, krafðist á Alþingi endurskoðunar á þessari verðviðmiðun, í ljósi þróunar, sem þá þegar var hafin. Auk möguleikans á breyttri verðviðmiðun fjallar skýrslan um þá leið til bættra viðskiptakjara að kaupa hráolíu í stað fullunninna olíuvara og leita tilboða í vinnslu hennar en ísland mun eitt allra Evrópuríkja kaupa alfarið fullunnar olíuvörur. í viðræðum við Sovétmenn hafa þeir enn sem komið er hvorki léð máls á breyttri verðviðmiðun fullunninna oJíuvara né á sölu hráolíu til okkar. Raunar báru Sovétmenn því við, að þeir hefðu ekki neina hráolíu upp á að hlaupa. Sú staðhæfing stangast hins vegar á við þá fullvinnslu olíuvara, sem fram fer hjá þeim, sem og sölu þeirra á hráolíu í stað fullunninnar olíu til írlands. Það er fáránlegt að bjóða íslendingum uppá því líkt og annað eins, að þeir sem vinna úr hráolíu eigi hana ekki til! Slík fullyrðing skapar tortryggni. Könnun olíuviðskiptanefndar á möguleikum hráolíukaupa annars staðar en í Sovétríkjunum er enn skammt á veg komin, en í skýrslu nefndarinnar kemur þó fram, „að hráolía eigi að öllum líkindum að vera fáanleg fyrir íslendinga ekki síðar en á árinu 1981, en hins vegar er talið vafasamt, að teljandi magn fáist á næsta ári“. Olíuviðskiptanefnd hefur unnið gott starf á skömmum tíma. Henni hefur nú verið falið að halda könnunarstarfi áfram, en viðræðum við Sovétríkin hefur verið frestað um 4—6 vikur. HinS vegar er það vítavert, hve seint viðskiptaráðherra og ríkisstjórnin brugðust við í þessu máli, sem þó var gert að umræðuefni á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar í upphafi þessa árs og hamrað var á í Morgunblaðinu með margvíslegum rökum og hörðum ábendingum en við litlar undirtektir ráðamanna og háðsglósur hagsmunaaðila og kommúnista. Þá var það fyrir neðan allar hellur að viðskiptaráðherra skyldi hafa tilmælum samráðherra um að fara með viðræðunefnd okkar til Sovétríkjanna, sem léð hefði erindi okkar aukinn þunga. Ekki er annað vitað en ráðherra vestrænna viðskipta í Sovétríkjunum hafi sjálfur komið inn í þær umræður, sem fram fóru, svo hann hefur metið þær á nægjanlega „háu plani" fyrir sig, öfugt við íslenzka ráðherrann. I þeim hluta í skýrslu olíuviðskiptanefndar, sem birtur hefur verið, leggur meirihluti nefndarinnar til, að Island gerist aðili að Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA), sem styrkja myndi olíuöryggi okkar, ekki sízt ef ófyrirsjáanlegar breytingar yrðu á olíumarkaðinum. Þar er einnig vikið að möguleikum morgundagsins, ef svo má að orði komast, þ.e. að flýta rannsóknum á hugsanlegum olíumöguleikum í setlögum við landið. Loks er fjallað um hugsanleg skipti á innlendri orku til stóriðju og olíuvörum. Morgunblaðið ítrekar þá kröfu að skýrsla olíuviðskiptanefndar verði birt almenningi í heild. Blaðið fagnar því að olíuviðskiptanefnd hefur verið falið að starfa áfram og hvetur til að sá frestur, sem fékkst á viðræðum við Sovétríkin, verði vel nýttur. Það tekur undir ábendingar um aðild Islands að Alþjóðaorkumálastofnuninni. Það telur sjálfsagt að olíumöguleikar í setlögum á íslenzku umráðasvæði verði kannaðir, innan þeirra marka sem nauðsynleg vernd á lífríki sjávar setur. Og loks mætti íslenzka ríkisstjórnin létta á þeim útgjöidum heimilanna í landinu, sem verðþættir skattheimtunnar í endanlegu verði til almennings valda, ekki sízt í verðlagningu á benzíni, þar sem ríkið tekur 56% endanlegs söluverðs til sín. Það er varla við hæfi að íslenzka ríkið geri sér sovéska olíuokrið að gróðalind — á kostnað þegnanna í landinu. En alvarlegt er þó, að stefnuleysi ráðamanna og sofandahátt- ur hefur orðið til þess, að við höfum verið í klóm rússnesku olíuokraranna og almenningur í landinu búið við rýrari lífskjör fyrir vikið. Olíuviðskiptanefnd bendir á, að ekki komi til mála að endurnýja olíusamningana við Rússa óbreytta, enda 70% óhagstæðari en aðrar vestrænar þjóðir búa við í sambandi við olíukaup sín. Hér er beinlínis um að ræða mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar á efnahagssviði nú um stundir. En vonandi sjá Rússar að sér. Viðskiptajöfnuður okkar við þá er stórlega óhagstæður okkur. Vonandi getum við haldið olíuviðskiptum við þá áfram, en til þess þarf að jafna metin. aJSAfhjúpun Guðrúnar Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi: önnur „rœkileg” afhjúpun handa Breiðholtsbúum Birgir taleifur Gunnarsaon borgarfulltrúi akrifadi grein í Mbi. 26. aejK. óg akýrír þar frá umreð- um á BÍð&at* borgarstjórnarfundi. Umr*öur þeaaar spunnuat út af fyrirapurn borgarfulltrúans um, hvmð orðiö hefði um bréf Fram- farafélaga Breiðholta III til for- seta bo rgarstj ó rnar, dagsett 28. jáai a.L Borgarfulltrúar meirí- hlutana rírtaat fúair til að taka á aig aðkina á þrí, að ekkert hefði veríð gert af þrí, aem i bréfinu var faríð fram á. Ég hélt þrí hins vegar fram, að hér hefði eina og H oft áður dauð hðnd opinberra embmttiamanna lagat á málið, og aetli það aé avo fjarri lagi. Lítum á staðreyndir Bréfið var ekki lengi í hðndum Siguríóna Péturasonar, þvi að hinn 2. )úli (fjórum dðgum seinna) akrífaði borgarstjóri borgarverk frssðingi bréf, þar sem hann felur honum málið Það er hina vegar ekki fyrr en 28. ágást (n*r tveimur mánuðum aeinna) að borgarverkfrseðingur akrifar undirmðnnum sinum svo- hljóðandi bréf: „Sendi ykkur hjálagt kópíu af bréfi Framfarafélaga Breiðholts III til Sigurjóns Péturaaonar. Borgaratjórí óskar eftir umsögn ásamt koetnaðaráaetlun ykkar um n ég hef merkt ykkur til meðferðar hverjum og einum." Þetta bréf fengu: Ingi Ú. Magnússon, Pétur Hannesson, Bjamhéðinn Hallgrimseon, Gutt- ormur Þormar, Bjðm Hðskulds- son. Myndir af þessum bréfum birt- ast hér með. Það liðu sem sagt tveir mánuðtr frá þrí að borgarverkfraeðingur fékk bréf borgarstjóra og þar til honum þóknaðiat að gera þvi akil. Davið Oddason borgarfulltrúi reisl fastur á umræddum borgar- •tjómarfundi og bar fram fyrír- spura til borgarstjóra þess efnia, hvort embaettismenn borgarínnar vaera avo slaemir sem ég ríldi vera láta. Borgarstjórí var vitanlega ðldungia óríðbúinn slíkri spurn- ingu, en svaraði þrí til að því faerí fjarrí. Þetta átti að vera enn frekari sönnun á því að orð mín vaera einungia þessar venjulegu ofaóknir á hendur embaettis- mannakerfisins. Það voru mér hins vegar engar fréttir að em- baettismenn Reykjavikurborgar vaeru haefir til starfa. Margir þeirra era það. Hitt er meira vafamál, hvort þeir hafa mikinn áhuga á að vinna fyrír þá menn, sem nú stjóma borginni. Hvað eftir annað hef ég fengið ástaeöu til að efaat um það, og ég undrast það ekki. Sjálfstaeðisflokkurinn setti aldrei aðra en stuðnings- menn sina i erabaetti, sem vera- legu máli skipta, og þaö hefur áreiðanlega aldrei hvarflað að þeim, að þeir þyrftu að fara að hlaupa í kringum Sigurjón Péturs- son. Finnist borgarstjóra af- greiðala borgarverkfraeðinga til daemia góð vinnubrðgd, er ég honum algerlega óeammála. Það kann vel að vera að Þórður Þor- bjaraarson hefði getað gert það sem um var beðið fyrr, en hann bara gerði það ekki. Birgir ísleifur Gunnarsson er ötuli verjandi embaettismanna enda hafði hann ekki þessa reynslu af þeim. Þetta skilja Breiöholtsbúar, og sendu þeir honum að lokum bréf um málið, trúlega i þeirri ríssu, að það vaeri affarasaella að snúa sér til hans, þegar reka þyrfti embsettis- mannaliðið áfram. Mér fínnst það hins vegar alvöramál, ef lýðraeðis- lega kjörair borgarfulltrúar duga ekki til að koma verkum áfram og verða að saeta geðþóttaafgreiðslu embaettismanna Birgis tsleifs Gunnarssonar á framkvaemdum. Við það verður ekki unað, og það er skylda olckar að gefa Breið- holtsbúum skýríngu á afgreiðslu þeasa máls. Það er þetta ástand sem verður að „afhjúpa raekilega". YlGISfÐIU sc;ftrnar þnðjudsgtnn íú.C. »■ < ■■j — * f'“ ssnds Í#ur «ft irfsrsndi .iscs l Brsiðholtt III, 1 ssktlscrt 'rulrV tfj f [ ^rfisng.vsry.fnt: .V?* I y 1 I) rrtgsngur t spildu atllt Iþrtct — i '---------------- I i ( ty.tr spsrkv.lltr og grss) f •*< '2) Gsngsttct vtð Susturf.il. . J) Prtgsngur undlrr.snee t -.stnssð/ og sptldu vtð S.V.R. stóð við :1 0 Lsgfsr. ushv.rfl Sk.ljungs H/F | U »*■-- k g ';) i:«lbtkun staðts íyrt: f.llt ), .innti . QIJ4-S | 15] SOROARVKRKPRCOINOUNINN I REVKJAVlK I 1|f MMCMN IMMfSTOTA Raykjavlk. 2(1. áqúst 1979. Tll Inqa Ö. Naqnúsaonar, BJarnhcðins Hailqrlassonar, Páturs Hannessonar, Cuttoras Þormar, Pétur Hannasson, ^ Björn Höskuldsson. Sendl ykkur hjálaqt kóplu af bréfl Tranfarafélaqs B.alðhoita III til Siqurjóna Péturssonar. Borqar.tjórl ó.k.r aftir uaæöqn ásaat ko.tnaöar- éatlun ykkar u> þeas« punkta, sea éq hef aerkt ykk j^aeóferóar hvarjua oq elnum. 11 Guðrún Helgadóttir ritar grein í Mbl. í gær, þar sem hún gerir enn tilraun til að varpa ábyrgð af sér og öðrum borgarfulltrúum vinstri flokkanna yfir á herðar emb- ættismanna. Það gerir hún með því að rekja sérstaklega bréfaskriftir, sem gengu í borgarkerfinu vegna tilmæla Breiðholtsbúa um ýmsar lag- færingar í hverfinu. Já, það er margt bréfið og verða vafalaust fleiri, en auðvitað eru það ekki bréfin, sem ráða úrslitum í slíkum málum, heldur áhugi og fram- kvæmdasemi hinna pólitísku stjórnenda. Mílið rifjað upp Rifjum mál þetta upp. Snemma í sumar báðu full- trúar ýmissa íbúasamtaka í Breiðholti um fund með for- setum borgarstjórnar til að ræða málefni hverfisins. Um fund þennan báðu Breiðholts- búar skriflega, en nokkrum dögðum áður höfðu þeir með öðru bréfi boðið öllum borg- arfulltrúm upp í hverfið til að ræða við þá um áhugamál sín. Þar mætti enginn af borgarfulltrúum vinstri manna, hvorki forsetar borg- arstjórnar né Guðrún Helga- dóttir. Fundurmeð forsetum borgar stjómar Hinn umbeðni fundur með forsetum borgarstjórnar fór síðan fram og þar ræddu fulltrúar Breiðholtsbúa margvísleg hagsmunamál hverfisins. Þessum fundi fylgdu þeir síðan eftir með bréfi, þar sem þeir tilgreindu 17 tölusett atriði, sem til umræðu voru á fundinum og fólkið taldi sig hafa fengið loforð um að yrðu tekin til rækilegrar athugunar. Atriði þessi voru bæði stór og smá og sum þess eðlis að þau var hægt að afgreiða með einu símtali t.d. af hálfu borgar- stjóra. Friðþœging forsetanna En hvað skeði. — Bréf Breiðholtsbúa var sent til Sigurjóns Péturssonar. Sig- urjón skrifaði bréf til borgar- stjóra og bað hann að athuga málið. Borgarstjóri sendi bréf til borgarverkfræðings og borgarverkfræðingur sendi bréf til ýmissa starfs- manna, gem þessi mál heyrðu undir. Athyglisvert er, að af hálfu þeirra, sem lofuðu rækilegri athugun og jafnvel framkvæmdum var engin fylgni í þessu máli. Forsetarnir fengu sína friðþægingu með því að skrifa bréf til borgarstjóra og síðan ekki söguna meir. Eng- in tilraun var gerð af þeirra hálfu til að fylgja málunum eftir, aldrei um þau spurt og ekkert gert í því að fylgjast með gangi málanna með því t.d. að hafa samband við fulltrúa Breiðholtsbúa eða fara á staðinn og kanna það með eigin augum. Stjomkerfið afkastalítið Borgarskrifstofum berast tugir erinda daglega og ég efast ekkert um að borgar- verkfræðingi hafa á þessum tíma verið fengin til meðferð- ar fjöldi mála, stórra sem smárra. Það er auðvitað hinna pólitísku yfirmanna borgarinnar að segja fyrir um það, hvaða mál eigi að hafa forgang. Hinir pólitísku oddvitar losa sig ekki undan neinni ábyrgð með því að skrifa eitt bréf í friðþæg- ingarskyni og þeir geta ekki dregið neina embættismenn til ábyrgðar á eigin van- rækslu. Vandræðin nú liggja í því stjórnkerfi, sem komið hefur verið upp. Pólitískt fram- kvæmdavald skortir. „Þetta var allt auðveldara í tíð Sjálfstæðismanna“, segir Guðrún Helgadóttir í borgar- stjorn, „þá leysti borgarstjóri málin með einu símtali“. Þetta er mergurinn málsins. Nú þvælast málin fram og aftur í kerfinu og vinstri pólitíkusarnir virðast ánægð- ir, bara ef þeir skrifa bréf. Afhjúpun i dag heimilismálum Annars voru ásakanir Guð- rúnar Helgadóttur í garð embættismanna á borgar- stjórnarfundinum öllu alvar- legri í dagheimilismálum. Þar fullyrti hún, að dauð hönd embættismanna hefði lagst á undirbúningsvinnu vegna nýrra dagvistunar- stofnana og þvi væri ekki á þessu ári unnt að fullnýta fjárveitingar til þessa mál- aflokks. Þessa fullyrðingu hrakti borgarstjóri, sem sjálfur kvaðst hafa stýrt hraða undirbúningsvinnunn- ar vegna fjárhagserfiðleika borgarinnar. Það vissi Guð- rún sjálf mætavel, eins og aðrir borgarfulltrúar vinstri manna. Því höfum við talað um „rækileg afhjúpun“ á þessum borgarstjórnarfundi. Borgarstjóri sjálfur afhjúp- aði Guðrúnu, sem gegn betri vitund reyndi að varpa af sér ábyrgð og yfir á starfsmenn borgarinnar. Það er ekki von að vel fari, þegar stjórnmálamennirnir sjálfir gera sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og aldrei hefur það verið stórmannlegt að vilja ekki horfast í augu við eigin aðgerðir eða aðgerð- arleysi. Kaldasta sumar á Akureyri frá því fyrir aldamótin Úrkoman í september 47% yfír meðaltali NÝLIÐINN septembermánuður var mjög kaldur um allt land og var meðalhiti í Reykjavík 5,5 stig, í Stykkishólmi 4,8, á Akur- eyri 3,6, á Raufarhöfn 2,4 og Höfn i Hornafirði 5,6 stig að því er Þórir Sigurðsson veðurfræð- ingur tjáði Mbl. í gær. Þetta er 4,2 stigum kaldara en í meðalári bæði á Akureyri og Raufarhöfn, en í Reykjavík og Stykkishólmi er þessi septem- bermánuður 3,2 stigum kaldari en venjulega. Á Höfn var 2,2 stigum kaldara núna en venja er í sept- ember. Á Akureyri hafa verið gerðar veðurathuganir frá því 1882 og var þetta kaldasti septembermánuður á þessu tímabili. Næst kaldasti september var árið 1918, en þá var meðalhiti 3,7 stig eða 0,1 stigi hærri en nú. Á Raufarhöfn var þessi september sá kaldasti frá því mælingar hófust árið 1920. í Stykkishólmi hafa verið gerðar veðurathuganir frá því 1845 og er þessi septembermánuður sá næst kaldasti á þessum 135 árum. Árið 1869 var meðalhiti september- mánuðar 4,6 eða 0,2 stigum kald- ari en nú, en 1954 var 0,1 stigi hlýrra en nú eða 4,9 stig. í Reykjavík hófust veðurathug- anir 1880 og er þetta kaldasti septembermánuður frá þeim tíma ásamt 1918. Sé meðalhiti sumarmánaðanna fjögurra (júlí-sept.) borinn saman við fyrri ár kemur í ljós að þetta er kaldasta sumar á Ákureyri frá því fyrir aldamót, en í Reykjavík voru sumurin 1921 og 1922 kaldari en nú. Meðalhiti sumarsins á Akureyri var nú 7,4 stig, sem er 2,1 stigum kaldara en venjulega, en í Reykjavík var meðalhiti 8,3 stig, sem er 1,7 stigum lægra en í meðalári. Á Raufarhöfn var sumarið 2,8 stigum kaldara en venjulega og er hið kaldasta frá því mælingar hófust 1920. Úrkoman í september mældist 81 mm í Reykjavík og er það 13% umfram meðallag, en á Ákureyri mældist 68 mm úrkoma sem er 47% yfir meðalári. Sólskin í Reykjavík mældist 126 klst., sem er 21 klst. umfram meðallag, en á Akureyri mældist sólskin aðeins 48,5 klst. og vantar þar 27 stundir upp á meðaltalið. Grunnskólakennarar Grindavík: Bogi á engan þátt í því máli er ráðherrann hefur blásið upp KENNARAR við Grunnskólann í Grindavik hafa beðið Mbl. fyrir birtingu eftirfarandi yfirlýsingar 15 kennara skólans. Ekki náðist i þrjá kennaranna og einn vildi ekki skrifa undir: Þann 1. okt. er minnst á skóla- stjóramálið í Grindavík bæði í síðdegisblöðum og sjónvarpi og er þar gefið í skyn að allt sé nú fallið í ljúfa löð í Grindavík. Kennarar og íbúar hafi sætt sig við málalok. Sú er ekki raunin. Kennarafundi þeim er Hjálmar Árnason boðaði til, þar sem hann fór fram á stuðningsyfir- lýsingu kennara við sig, lauk þann- ig að lítil niðurstaða fékkst. Flestir kennarar voru sárir og reiðir þeirri ákvörðun menntamálaráðherra, að bola Boga Hallgrímssyni frá og setja réttindalausan mann í hans stað, því samstarf kennara, skóla- stjóra og nemenda hefur verið mjög gott þau þrjú ár, sem Bogi hefur verið settur skólastjóri. Þau svör sem Hjálmar fékk frá kennur- um að fundinum loknum voru aðeins þau, að af tvennu illu, þ.e. að ráðherra myndi auglýsa stöðuna aftur ef Hjálmar drægi sig í hlé, eða að öðrum kosti að hann sæti í vetur, kysu kennarar frekar síðari kostinn, skólans og barnanna vegna. Þeirri beiðni Hjálmars, að kennarar gæfu honum stuðnings- yfirlýsingu út á við, var hafnað. Þeir kennaranna sem undir þessa yfirlýsingu skrifa og kennt hafa við skólann í áraraðir, vita að Bogi á engan sér þátt í því máli, sem ráðherra hefur blásið upp að undanförnu í fjölmiðlum til að réttlæta gerðir sínar, og fordæma því þau ummæli og vinnubrögð, sem hann hefur viðhaft. Grindavík, 2. október 1979. Halldór Ingvaaon, Margrét Gunnarsdóttir, GuArún Gisladóttlr, Ólafur R. Þorvarðsson, Sigrdn Gunnarsdóttir, Eyjólíur Ólafsson, Magnús H. Valgeirsson, Jón Gröndal, Krist- in Þ. Eyþórsdóttir, Björn Birgisson, Ólafur Þór Jóhannsson. Gunnlaugur Dan Óiafsson. G. ölversson, Inga Erlingsdóttir, Stefanía Ólalsdóttlr. Félag skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi: Kennarasamtökin sporni við einhliða ákvörðunum ráðherra STJÓRN Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi hefur gert eftirfarandi samþykkt varðandi veitingu embættis skólastjóra Grunnskólans í Grindavík, sem barst blaðinu i gær: „Stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi mótmælir harðlega veitingu rétt- indalauss manns í embætti skóla- stjóra í Grindavík. Stjórnin telur að við stöðuveit- ingu þessa hafi menntamálaráð- herra freklega brotið gegn 8. gr. laga um embættisgengi kennara og skólastjóra með því að ganga framhjá réttindamanni, er einnig sótti um stöðuna. Stjórnin beinir því til stjórna kennarasamtakanna að þau fylgi fast fram réttindamálum kennara og að þau reyni að sporna við einhliða ákvörðunum ráðherra í málefnum er varða kennara og skólastarf. Jafnframt lýsir stjórnin yfir furðu sinni á ummælum og órök- studdum dylgjum menntamála- ráðherra um embættisglöp fráfar- andi skólastjóra og krefst þess að ráðherra upplýsi um málsatvik. Þá telur stjórnin nauðsynlegt, bæði fyrir kennara og ýmsar aðrar starfsstéttir í landinu, að menntamálaráðherra skýri nánari stefnu sína um réttindi náms- manna, sem ekki hafa lokið em- bættisprófi, til að hljóta setningu í starf og hvert mat hann leggur á starfsreynslu manna við setningu eða skipun í embætti. Stjórnin leyfir sér að vekja athygli ráðherrans á því, að með þessari stöðuveitingu og með sum- um einhliða ákvörðunum sínum fórnar hann trausti kennarastétt- arinnar, sem hlýtur þó að vera honum nokkurs virði“. Landsbókasafn: BókagjöfMark Watsons afíient i.jósm. Rax. Finnbogi Guömundason landsbókavöröur viö bókaaafn Mark Watsons sem komiö hefur veriö fyrir í Landsbókaaafninu, en í þessum mánuöi veröur þar sýndur hluti safnsins. SKIPTARAÐENDUR danarbus Islandsvinarins Mark Watsons er lézt sl. vetur hafa samkvæmt fyrirmælum er þeim voru sett ákveöió aö satn hans af ritum á erlendum tungum um ísland skuli ganga til Landsbókasafns íslands og kom safnió fyrir nokkru til landsins. Hefur því veriö búinn staöur með annarri bókagjöf, er safninu barst fyrir 20 árum, frá Davíó Björnssyni bóksala í Winnipeg. í bókagjöf þessari eru 1.310 verk sem eru alls á fimmtánda hundrað binda. Um helmingur verkanna eöa 666 eruá ensku, 213 á dönsku, 115 á þýzku, 53 á sænsku, 51 á frönsku, 26 á norsku og á öðrum málum eru 118 verk auk 28 á íslenzku. Mesta verkið í safninu er heildarútgáfa rita Williams Morris er út kom í 24 bindum á árunum 1910—1915 að því er fram kemur í samantekt Landsbókasafnsins um bókagjöf þessa. Segir m.a. svo: Stærsti flokkur bókagjafarinnar eru feröabækur um ísland og rit um náttúru landsins, þá fjöldi íslenzkra fornrita í erlendum þýö- ingum og rit um forna sögu, bókmenntir og menningu, einnig allmörg íslenzk rit frá síöari tímum, sem snúiö hefur veriö á erlend mál, auk fróöleiks- eða fræðirita um land og þjóö. í safninu eru mörg rit um Færeyj- ar einvöröungu, auk þess em þeirra getur í mörgum feröabókum um Island, þar sem förinni var oft heitið til beggja landanna. Mark Watson auglýsti um langt árabil bæöi austan hafs og vestan eftir ritum um ísland og myndum þaöan og fór að auki marga ferðina, ef hann þóttist vita vonir slíks efnis einhvers staöar. Flest einfök safnsins eru mjög vel á sig komin, og aö ýmsum hefur hann látiö hlynna sérstaklega og þá ekkert til sparað, að þaö yröi sem bezt gert. Elzta bókin í safninu var prentuð í Feneyjum í desember 1558 eöa litlu síöar. Mark Watson kom í fyrsta skipti til islands þrítugur aö aldri sumariö 1936 og fór þá ásamt nokkrum brezkum vinum sínum og íslenzk- um leiðsögumönnum ríöandi frá Akureyri austur í Þingeyjarsýslur, en síöar frá Akureyri suður yfir hálendiö allt til Geysis. Þeir féiagar komu aftur ári síöar til íslands og riöu þá frá Akureyri austur um land og síðan vestur að Kirkjubæjarklaustri, þaöan sem þeir félagar héldu með bíl til Reykjavíkur. I bókagjöfinni er myndabók úr síðari förinni, er Mark Watson lét útbúa sérstaklega, en hann gaf fyrir mörgum árum Þjóöminjasafni íslands stækkaöar myndir úr þess- ari för. íslandsferðir Marks Watsons hófust aö nýju uþþ úr 1950 og urðu margar, um þaö er lauk. Mark Watson fékk ungur áhuga á íslandi og eignaöist þá fáein rit um það, en þaö mun fyrst hafa veriö eftir fyrrnefndar ferðir hans 1936 og 1937, að hann fór að safna ritum varðandi ísland og myndum þaöan af alefli. Margt af því, sem hann aflaði, gaf hann jafnóöum stofnunum hér heima, sem alkunna er, svo að fáir eða engir hafa komizt til jafns viö hann í þeim efnum. Mark Watson hugsaöi sér, aö bókasafn sitt, ritin um island, yröu varðveitt sem sjálfstæö heild, sem ferðamenn og námsmenn t.a.m., er legöu stund á íslenzk málefni, gætu fengiö aö kynna sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.